Morgunblaðið - 17.07.1980, Page 12

Morgunblaðið - 17.07.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1980 t S.. i. ..A— Kntvfe!! . / hiiiísh. ✓ \---------; '/ ÚáltÚS&T ......„/^5"7 <--- /="• •< :■• ■ : ••-. '’ví- ' • í#' MOSFELL í Mosfellssveit Dr. Jónas Kristjánsson: Tilmæli til lesenda Þegar komið er upp á hæðina fyrir norðan Brúarland í Mos- fellssveit, blasir Mosfellið við framundan til hægri. Ætlunin er að ganga á fellið í þessari ferð, og kynnast því örlítið, sem þaðan er að sjá. Við ökum yfir brúna á Köldukvísl og beygjum til hægri út af steypta veginum nokkru fyrir norðan afleggjarann heim að Leirvogstungu. Afleggjarinn liggur upp í sandnámur miklar, og við ökum eftir honum eins langt, og við komumst. Fyrir mynni Mosfellsdals og fyrir framan Mosfellið eru miklir og háir melar. Þessir melar eru gamlir sjávarkambar, sem mynduðust fyrr á tímum þegar sjávarstaðan var hærri hér við Faxaflóa, en hún er nú. Hér skiljum við bílinn eftir og hefjum gönguna upp á fellið. Best er að stefna þá upp fellið sunnanvert og ganga brúnir þess rangsælis, eins og sýnt er á kortinu. Talið er að Mosfellið sé 400 — 450 þúsund ára gamalt. Manni finnst það ærinn tími, en í sögu jarðar er sá tími stuttur, ekki síst ef hann er borinn saman við aldur Esjunnar, sem er hátt í þrjár milljónir ára, að talið er. Samt hefur Mosfellið fengið að kenna á ýmsu. Það hefur legið undir fargi isaldarjökla, verið skafið og núið, enda ber það þess merki og líklega er það algjör- lega óþekkjanlegt frá sinni fyrstu lögun. Þegar komið er upp á brúnirn- ar sjáum við inn yfir Mosfells- dalinn. Þar liggja bæirnir í röð meðfram fellsrótunum. Hrísbrú er vestast, þá kirkjustaðurinn að Mosfelli, næst Minna-Mosfell og austast er Laxnes, sem nýtur þeirrar frægðar, að Halldór Laxness ólst þar upp. Mosfell er ekki síður þekkt í sögunni, því þar dvaldi Egill Skallagrímsson síðustu æviár sín og í nánd við Mosfell faldi hann silfrið sitt, sem frægt er. Var hald manna, að hann hefði grafið silfrið í Kýrgili, fyrir austan Minna- Mosfell. Þrjú fell liggja að daln- um að sunnan, eru það Helgafell, Æsustaðafjall og Grimmanns- fell, talið að vestan. Mikill jarð- hiti er í dalnum sunnanverðum, en það sést ekki nú, því búið er að virkja þennan jarðhita og leiða hann í pípum til höfuðstaðarins. Grunar því fáa, sem nú eiga leið um dalinn hvað hér var einu sinni að sjá. Við röltum austur brúnirnar. Freistandi væri að skreppa í Kýrgil og huga að silfri Egils, en við skulum láta það bíða um sinn. í staðinn sveigjum við norður yfir og brátt opnast annar dalur fyrir sjónum okkar. Um hann rennur Leirvogsá. Hún kemur úr Leirvogsvatni, en það vatn er vestan til á Mosfellsheiði og liggur Þingvallavegurinn skammt frá bökkum þess. Leir- vogsá deilir merkjum milli Mos- fells- og Kjalarneshreppa og hér sjáum við aðra röð býla en að þessu sinni undir suðurhlíðum Esjunnar. Mógilsá er vestast, en Þverárkot austast. Nokkrar þess- ara jarða eru í eyði, og liggja að sjálfsögðu til þess ýmsar ástæð- ur. í fjarska sjáum við upp í Svínaskarð, en það liggur á milli Móskarðshnúka og Skálafells. Um Svínaskarð lá aðalvegurinn milli Kjósar og Mosfellssveitar áður fyrr og um það skarð fóru flestir, sem ætluðu úr Reykjavík vestur á land. Þá lá alfaraleið meðfram Leirvogsá hér fyrir neðan Mosfellið og þá var Þver- árkot í þjóðbraut. Þessi leið lagðist svo niður að mestu, þegar bílaöldin hófst og akvegurinn var byggður um Kjalarnesið. Það skeði fyrir liðlega 50 árum. Leiðin inn með ánni er greiðfær og slétt og hafa eflaust margir sprett þar úr spori og reynt gæðinga sína á siéttum melum á leið úr kaupstað áður fyrr. Við höldum röltinu áfram og göngum upp á efsta hnúk Mosfellsins. Hann er 276 m. yfir sjávarmáli. Þaðan er fagurt útsýni yfir Kollafjörðinn og eyjarnar og ekki skaðar það, að vera þar staddur um sólsetursbil á heið- skíru síðsumarkveldi, þegar sólin er að ganga undir fyrir handan Flóann. Frá þessum útsýnisstað göng- um við niður fellið að vestan og að bílnum. Hressandi gönguferð er lokið. Árið 1858 kom hinn merki þýski fræðimaður og íslandsvinur Konrad Maurer hingað til lands og dvaldist hér sumarlangt. Ferð- aðist hann víða um land og ræddi við marga menn, skoðaði sögu- staði og safnaði margvíslegum fróðleik. Eftir heimkomuna til Þýskalands samdi hann mikla ferðabók, „Reise nach Island 1858“. Rit þetta hefur ekki enn verið prentað, og var mönnum lengi ókunnugt um tilvist þess. En fyrir fáum árum fannst eigin- handarrit Maurers, og er nú verið að búa það til prentunar í Miinch- en. Maurer lagði sérstaka stund á að lýsa sögustöðum sem getið er í íslenskum fornritum, og er ferða- bók hans merkileg heimild um ástamd og útlit ýmissa staða árið 1858. Prófessor Kurt Schier í Múnch- en annast útgáfu ferðabókarinnar. Hann verður á ferð hér á landi •núna í júlí og ágúst, og leikur honum mikill hugur á að vita hvort einhverjar minningar kunni að lifa um Konrad Maurer, á þeim stöðum sem hann vitjaði eða með niðjum þeirra manna sem hann átti skipti við. Ef einhverjir kynnu að búa yfir slíkum fróðleik, eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við Jónas Kristjánsson, stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík, sími 25540. Mundi prófessor Schier þá sjálfur leita viðræðna við fróðleiksmenn — og skal það fram tekið að hann er mæltur á íslenska tungu. Hér á eftir fylgir skrá yfir nokkra staði sem Maurer skoðaði og menn sem hann hafði náin skipti við, en að sjálfsögðu kynnt- ist hann mörgum öðrum á ferðum sínum um landið: Kurt Schier prófessor. ólafur Ólafsson, fylgdarmaður hans, frá ónefndum stað á Norður- landi. Pétur Sigurðsson, Norðlendingur og frændi ólafs, einnig fylgdarmað- ur Maurers. Þingvellir: séra Símon Beck Austurhlíð (Biskupstungum): Magnús Jónsson. Haukadalur: Sigúrður Pálsson hreppstjóri. Arnarbæli í Ölfusi: séra Guðmund- ur Johnsen. Móeiðarhvoll (Hvolhreppi): Skúli Thorarensen læknir. Skógar (undir Eyjafjöllum): séra Kjartan Jónsson. Eyvindarholt (Fljótshlið): Sighvat- ur Árnason. Tveir lágu í valnum Pamplona. Spáni. 14. júlí. AP. ÁRLEGU nautahlaupi í Pampl- ona á Spáni Iauk í dag og i valnum lágu tveir menn sem nautin stungu til bana. Sex menn liggja alvarlega slasaðir, þar af einn sem er milli heims og helju. Sex hundruð kílóa þungt naut stakk hornum sínum á kaf í brjóstkassa mannsins og stakk auk þess hornum sínum tvívegis í mjaðmir honum. Tólf hlutu minni meiðsl — beinbrot og þaðan af minna. Nautið „Antioquia“ stingur hornum sínum í hlauparann Vicente Ladio Risco á nauta- hlaupshátíðinni i Pamplona á Spáni. i f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.