Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
Illa grundud afstaða
I
Fátt er aumlegra en tilbreyt-
ingarlaust og vanabundið pólitískt
vafstur. Hitt er þó sýnu verra,
þegar stjórnmálamenn grípa til
aðgerða í því skyni að brjótast út
úr tilbreytingarleysinu og halda
sig vera að vinna pólitískt þrek-
virki sjálfum sér og flokki sinum
til framdráttar en eru í raun að
fremja hin verstu afglöp til skaða
og skammar fyrir sig og sína.
Ein slík uppákoma hefur nýlega
gerst í borgarráði Reykjavíkjur og
það fyrir allra augum. Vegna
fréttar í Morgunblaðinu á sunnu-
dag má ég til með að biðja
ritstjórn blaðsins að birta þessa
grein mína til skýringar, þar sem
ég á hlut að málinu. Fréttin er
vægast sagt mjög villandi og því
nauðsynlegt að koma réttum efn-
isatriðum á framfæri við almenn-
ing.
II
Á fundi borgarráðs Reykjavíkur
12. sept. 1978 var ég skipaður til að
vera fulltrúi Reykjavíkurborgar í
stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands, en borgin er rekstraraðili
hljómsveitarinnar ásamt með rík-
inu og Ríkisútvarpinu. Án nokk-
urs, skriflegs samkomulags hefur
Reykjavíkurborg greitt 21,4% af
þeim tilkostnaði við hljómsveit-
ina, sem ekki fæst uppi borinn af
eigin tekjum hennar, og það allar
götur síðan 1950. Helgast þessi
fjárhagsstuðningur Reykjavíkur
við Sinfóníuhljómsveitina einkum
af því að hljómsveitin er hér
staðsett, reglubundnir áskriftar-
tónleikar hennar fara hér fram,
sem auðveldar Reykvíkingum
framar öðrum landsmönnum að
sækja þá, og svo af hinu, að
hljómsveitin er orðin ríkur þáttur
í tónlistarlífi höfuðborgarinnar og
suðlar mjög að því yfirbragði
menningar og lista sem Reykja-
víkurborg hefur. Þó held ég, að
þessi fjárhagsstuðningur borgar-
innar við hljómsveitina helgist
mest af þeirri sögulegu staðreynd,
að án atbeina forráðamanna
Reykjavíkur á sínum tíma og
myndarlegs framlags borgarinnar
hefði Sinfóníuhljómsveit íslands
ekki orðið til, alla vega væri hún
ekki orðin eins gömul og hún er
nú. Ég vona, að ég halli ekki á
neinn, þótt ég feðri Sinfóníu-
hljómsveitina á þennan hátt.
Þátttaka Ríkisútvarpsins á
kostnaði við Sinfóníuhljómsveit-
ina er 28% og svarar það nokkurn
veginn til þess, að útvarpið kaupi
hljómlistarefni það til flutnings á
markaðsverði, sem hljómsveitin
framleiðir á tónleikum og á sér-
stökum upptökum.
Ríkið greiðir svo 50,6% kostnað-
arins og verður að skoðast sem
framlag þess til menningar og
lista í landinu.
111
í vetur hafi Sinfóníuhljómsveit
Islands starfað í 30 ár og gegnir
furðu, að starfsemi hljómsveitar-
innar á sér enn ekki lagagrund-
völl, eins og hún er ríkur þáttur í
menningarstarfsemi hérlendis og
eins og kostnaðurinn við hana er
stór, skiptir nú hundruðum millj-
óna króna. Allar tilraunir til að
koma fram á Alþingi lögum um
hljómsveitina hafa farið út um
þúfur til þessa. Sérstaklega er
þetta bagalegt varðandi alla
stjórnun og hlutverk hljómsveit-
arinnar og tengsl hennar við
tónlistarkennsiuna í landinu, en
nauðsynlegt er að ráða þessu til
lykta með lögum, ef vel á að vera.
Afstaða manna til Sinfóníu-
hljómsveitarinnar fer ekki eftir
flokkspólitískum skoðunum. Ég
man það fyrir um 30 árum, þegar
ég og Katrín Thoroddsen stóðum í
bæjarstjórninni með Gunnari
Thoroddsen borgarstjóra að fjár-
framlagi á fjárhagsáætlun á
fyrstu árum hljómsveitarinnar,
þegar Sjálfstæðisflokkurinn
klofnaði í málinu. Allir merkustu
hljómlistarmenn þjóðarinnar hafa
staðið að baki Sinfóníuhljómsveit-
arinnar þessa 3 áratugi og séð i
henni máttugan og ómissandi bak-
hjarl tónlistarlífsins í landinu.
Brautryðjendur hafa lagt mjög
mikið og óeigingjarnt starf fram í
þágu hljómsveitarinnar og bjarg-
að því að menn misstu ekki
móðinn. Óþarfi er að nefna nokkur
nöfn.
í hópi andstæðinga Sinfóníu-
hljómsveitarinnar eru menn, sem
telja æðri tónlist hreint gaul, sem
megi missa sig, og er það skoðun
útaf fyrir sig. Þeir sjá ekki hin
lífrænu tengsl milli tónlistar og
annarra listrænna tjáningar-
forma og kunna ekki að meta gildi
tónlistar fyrir andlega velferð
mannsins. En verstir eru þeir í
þessum hópi, sem í orði kveðnu
telja gott að hafa Sinfóníuhljóm-
sveit en sjá raunar eftir öllum
peningum til hennar, og ef þeir
eru í áhrifastöðu, reyna að
þrengja kosti hennar sem mest
þeir geta og bera við sparnaði og
ráðdeild í meðferð opinbers fjár.
Árum saman neitaði fjárveitinga-
nefnd Alþingis að taka 9 starfs-
gildi í hljómsveitinni á fjárlög en
jafnoft var þessum hljóðfæraleik-
urum greitt með aukafjárveiting-
um, því annars hefði Sinfóníu-
hijómsveitin lognast út af. Frægt
er tilsvarið, þegar rætt var um
iágmarksfjölda hljómlistarmanna
í Sinfóníuhljómsveitinni: Af
hverju geta þeir ekki verið færri
og hver um sig spilað á fleiri
hljóðfæri.
Forveri minn í stjórn Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á vegum
Reykjavíkurborgar var Ólafur B.
Thors og studdi hann hljómsveit-
ina með ráðum og dáð. Birgir ísl.
Gunnarsson hefur ætíð verið mik-
ill velunnari hljómsveitarinnar og
reynst öflugur stuðningsmaður
hennar. Þegar Birgir ísleifur nú
bregður sér til Kína sest varamað-
ur hans, Davíð Oddsson, í sæti
hans í borgarráði. Varamaðurinn
er jafnframt nýtekinn við öðru
starfi af Birgi ísleifi en það er
sjálft leiðtogastarf fyrir íhalds-
mönnum í borgarstjórn. En
Björgvin Guðmundsson brá sér
líka til Kína og Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir kom inn í borgarráð sem
varamaður hans. Og þá voru
komin samtímis í borgarráð hin
frægu pólitísku skötuhjú úr menn-
ingarbyltingunni að Kjarvals-
stöðum og hlaut nú að draga til
einhverra tíðinda. Sjöfn missir
jafnan fótanna þegar Davíð er
annars vegar og gleymir umsvifa-
laust öllum skuldbindingum sam-
kvæmt gerðum samstarfssamn-
ingi um stjórn borgarinnar. Nú
kom kærkomið tækifæri aftur á
sviði menningar og lista. Brugðið
skyldi fæti fyrir Sinfóníuhljóm-
sveitina og segir nú af því.
V
Svo vildi til fyrir nokkrum
mánuðum, að hljómsveitinni bár-
ust vináttuboð um tónlistarflutn-
ing erlendis.
Annað boðið er frá Austurríki.
Tónlistarsamtök þar í landi bjóða
hljómsveitinni að halda hljóm-
leika þar ásamt öðrum hljómsveit-
um af sérstöku tilefni. Okkur í
stjórninni er það ljóst, að þetta
boð er ekki síst ger í virðingar-
skyni við Pál P. Pálsson, sem um
árabil hefur verið fastur stjórn-
andi hljómsveitarinnar, en hann
er Austurríkismaður að þjóðerni.
Sérstaklega var beðið um að
Manuela Wiesler, léki einleik á
flautu með hljómsveitinni, en hún
er einnig austurrísk að þjóðerni og
gift íslenskum hljómlistarmanni í
hljómsveitinni. Austurríkismenn-
irnir kosta ekki flugferðirnar
heldur allt uppihald í Austurríki
þá daga, sem hljómleikar eru
haldnir, en þeir eru 5.
Hitt boðið er frá Vestur Þýska-
landi. í maímánuði 1981 ætla þeir
í Hessenríki að halda listahátíð í
Wiesbaden og bjóða okkur að vera
'með. Þar verður listafólk frá
öllum hinum Norðurlöndunum.
Listahátíðin í Wiesbaden býðst til,
Ingi R. Helgason.
að greiða helming alls kostnaðar
við þátttöku okkar, þ.m.t. flug-
ferðir.
VI
Sinfóníuhljómsveit íslands er
býsna góð hljómsveit og ber tón-
listaráhuga og tónlistarlífi þjóðar-
innar fagurt vitni. Þetta er ekki
bara skoðun mín heldur fjöl-
margra erlendra hljómlistar-
manna, sem ég hef átt kost á að
ræða við. Ég hef heyrt marktækan
erlendan hljómsveitarstjóra segja,
að þegar hljómsveitin sé vel upp
lögð og leggi sig fram, þá sé hún
stórkostlegt. Forvígismenn tón-
listarmála í löndunum í kringum
okkur þekkja vel til þessarar litlu
Sinfóníuhljómsveitar í Reykjavík.
Það er engum vafa undirorpið,
að það er orðsporið, sem er þess
valdandi, að hljómsveitinni er
boðið á listahátíðir í þessum
mússíklöndum og að í boðunum er
fólgin viðurkenning á öllu okkar
striti í 30 ár og því gæðastigi, sem
við höfum náð.
Einu sinni hefur hljómsveitin
farið utan áður til hljómleika-
halds en það var undir öðrum
formerkjum. Farið var til Færeyja
í september 1977 og leikið við
ógleymanlegar undirtektir, en þá
var það hljómlistarfólkið sjálft og
Félag íslenskra hljóðfæraleikara,
sem borgaði ferðakostnaðinn og
Færeyingar allt uppihald í Fær-
eyjum.
Þegar við í stjórninni sáum, að
þessi ferðalög til Austurríkis og
Þýskalands væri hægt að sameina
í eitt og stórlækka kostnaðinn
fórum við að hugsa alvarlega um
málið og starfsfólk hljómsveitar-
innar sýndi þessu mikinn áhuga.
Hljómleikahald hljómsveitar-
innar erlendis er ekki samkeppni
en það er þó kynning á því, hvers
við erum megnugir. Allir
áhugamenn um hljómsveitina,
sem ég talaði við, töldu hana
myndu verða íslandi til sóma og
hafa ómetanleg áhrif til styrktar
og eflingar sjálfstrausts þeirra,
sem í henni starfa.
Ég var því sjálfur ekki í vafa um
hvað gera ætti. En hlutverk
hljómsveitarinnar er hins vegar
ekki að leika erlendis og ég taldi
mig því ekki hafa umboð til að
skrifa upp á þessa ferðareikninga
eins og t.d. ferðalög til ísafjarðar
og Akureyrar. Okkur stjórnar-
mönnum er því Ijóst, að rekstrar-
aðilar hljómsveitarinnar yrðu að
samþykkja þetta sérstaklega.
VII
í kringum 30 ára afmæli
hljómsveitarinnar í vetur talaði ég
um þessi mál við menntamálaráð-
herra, Ingvar Gíslason, og forseta
borgarstjórnar, Sigurjón Péturs-
son. Ég taldi, að skoða mætti það
sem verðuga afmælisgjöf til
hljómsveitarinnar að stuðla að
því, að hún gæti tekist þessa
hljómleikaför á hendur. Báðir
tóku þeir mjög vel í málið. Það er
rétt að geta þess, að menntamála-
ráðherra hefur nú fyrir sitt leyti
samþykkkt það.
Það var fastmælum bundið milli
okkar Sigurjóns, að þegar endan-
leg kostnaðaráætlun lægi fyrir,
kæmi ég á fund borgarráðs og
kynnti málið þar.
Þetta gerði ég hinn 1. júlí s.l.
Sigurjón var þá erlendis, svo að ég
hringdi til borgarstjóra, Egils
Skúla Ingibergssonar, um morg-
uninn þann dag og tjáði honum
stuttlega málavexti; sagði honum,
að nauðsynlegt væri að afgreiða
málið hið fyrsta vegna undirbún-
ings ytra, og óskaði eftir að fá að
koma á borgarráðsfund með mál-
ið. Borgarstjóri var þá á fundi til
undirbúnings borgarráðsfundi
þennan sama dag, bað mig að bíða
augnablik, en kom svo í símann
aftur og boðaði mig á fundinn
milli kr. 13 og 14.