Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 Vestfjarðamið: Óvanalega hátt hitastig siávar AFLI VAR yfirleitt nokkuð gúður í júní, cn misjafn eftir veiðarfær- um. IIitastÍK sjávar var óvanalcga hátt og mikið líf á allri fiskislttð- inni útaf Vestfjörðum. Telja sjó- menn það meKÍnorsök þess, að fiskÍKönKur eru nú með allt öðr- um hætti en undanfarin sumur, seKÍr í fréttahréfi frá skrifstofu FiskifélaKs fslands á ísafirði. ToKararnir voru flestir á þorsk- veiðum í mánuðinum og var afli þeirra nokkuð jafn allan mánuð- inn. Línubátarnir voru einnig á þorskveiðum og miðað við árstíma var óvenju góður iínuafli hér útaf. I lok mánaðarins héldu stærri bát- arnir á grálúðumiðin við Kolbeins- ey. Afli handfærabáta var aftur á móti fremur tregur, þrátt fyrir hagstætt tíðarfar, og afli dragnót- arbáta var sáratregur allan mán- uðinn. Seldu í Bretlandi I>RJÚ ÍSLENZK fiskiskip seldu afla sinn i Bretlandi i gær og fyrradag. Klakkur VE landaði 176,7 tonn- um i Hull og fékk fyrir aflann 86,2 milljónir króna, meðalverð 488 krónur. Sporður RE landaði 66 tonnum í Fleetwood og fékk fyrir aflann 33,6 milljónir, meðalverð 505 krónur. Loks seldi Skógey SF 39 tonn í Fleetwood og fékk fyrir aflann 20,3 milljónir króna, með- alverð 520 krónur fyrir kílóið. í lok júní voru gerð út 116 (132) fiskiskip til botnfiskveiða frá Vest- fjörðum, 89 (95) réru með hand- færi, 10 (15) með línu, 14 (14) með botnvörpu, 2 (5) með dragnót og 1 (3) með net. Heildaraflinn í mánuðinum var 7.805 lestir, en var 7.845 lestir í júní í fyrra. Er ársaflinn þá orðinn 54.732 lestir, en var 48.567 lestir í lok júní í fyrra. Þátttaka í úthafsrækjuveiðum hefir farið mjög vaxandi tvö sein- ustu árin. Stunduðu nú 39 bátar rækjuveiðar í júní, en í fyrra voru aðeins 4 bátar byrjaðir í júní, en fjölgaði í 15 í júlí. Rækjuaflinn í júní varð 459 lestir, en var 76 lestir á sama tíma í fyrra. Þrír bátar stunduðu skelfiskveið- ar í júní og öfluðu 40 lestir. Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í blaðinu í gær að nafn Finns Eydal og hljómsveit- ar hans misritaðist. Nafnið er Hljómsveit Finns Eydal, Helcna og Óli, en ekki Hljómsveit Ingimars Eydal eins og misritaðist í gær. Eru Finnur og hljómsveit hans beðin velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting í MYNDARTEXTA á baksíðu Mbl. s.l. þriðjudags misritaðist aldur Halldórs heitins Sveinbjörnsson- ar, sem drukknaði í Másvatni. Hann var 21 árs gamall en ekki 26 ára. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. ÁLFTAVATN — Um næstu helgi (18.—20. júlí) verður farin helgarferð að Álftavatni, en það er við Fjallabaksleið syðri. Ferðafélag Islands reisti þarna sæluhús sl. haust og er þar því góð aðstaða fyrir ferðamenn. Þetta er fyrsta ferðin í sumar að Álftavatni og kjörið tækifæri fyrir ferðafólk að kynnast þessu stórbrotna umhverfi. Gönguferðir við allra hæfi verða farnar báða dagana. Landgrœðslan í Þingeyjarsýslum Þetta er áttunda árið sem Landgræðsla ríkisins dreifir ábyrði úr flugvélum frá Húsavíkurflugvelli í Aðaldal. Meirihluta áhurðarins er dreift i landgræðslugirðingarnar, en þær eru orðnar all víða hér í bingeyjarsýslum, og víðast upp settar til að hefta frekara sandfuk. Flugmenn gefa eins og áður alla sina vinnu og hafa þegar flogið um 100 ferðir, en þeKar allt er komið munu flugtökin og lendingarnar verða 133. Stefán H. Sigfússon. sem stjórnað hefur áburðardreifingunni undanfarin ár, telur árangurinn sýnilegan ok eftir beztu vonum. Og það getum við séð, sem horfum daglega á Húsavikurfjall. Ljósm. Mbl.: Spb. Til að ná góðri nýt- ingu þarf verkefni Fimmtán látnir í umferðar- slysum janúar — FIMMTÁN manns hafa látist í umferðarslysum mánuðina janúar til júni i ár samkvæmt hráðabirgða- skráningu Umferðarráðs. Á sama tíma í fyrra höfðu fimm látist af völdum um- ferðarslysa. Tala slasaðra og látinna er orðin 246 á þessu ári, en var á sama tíma í fyrra 185. í júní í ár urðu alls 526 Fimm á sama tíma í fyrra slys á landinu öllu, en 402 í sama mánuði í fyrra. Slys með meiðslum eru 41, 34 í fyrra, sex dauðaslys í ár og eitt í fyrra. Fjöldi slasaðra er hærri í ár bæði í þéttbýli og dreifbýli og sé litið á aldursskiptingu slasaðra — segir FÍA og telur fá flugfélög eiga jafngóða nýtingarmöguleika og Flugleiðir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stjórn Félags ísl. atvinnuflugmanna: Vegna þeirra leiðu hvata kynningardeildar Flugleiða hf. að undanförnu, þar sem ráðist er að flugmönnum ug öðrum flugliðum félagsins. sér F.Í.A. sig tilneytt að senda fjölmiðlum þessar línur til að skýra og leiðrétta rangar og villandi upplýsingar. Flugmenn F.Í.A. hafa margóskað eftir gognum varðandi þá fullyrðingu forstjóra Flugleiða hf. og nú síðast kynningardeildar um, að vinnutímatak- markanir islenzkra flugmanna séu meiri en erlendra starfsbræðra þeirra. Við þessari ósk hafa stjórnendur Flugleiða ekki orðið. F.I.A. hefur undir höndum samninga flestra evrópskra flugmanna- félaga. og kcmur þar i Ijós, að fá flugfélög hafa jafngóða nýtingarmöguleika og Flugleiðir hf. kenna slíkt, þegar fjárhagsvandi steðjar að. Vinnuskylda flugmanna tekur yfir allan sólarhringinn alla daga ársins, og ekki er gerður grein armunur á dag-, eftir- eða næt urvinnu. Flugfélag getur á 15 daga frest aðlagað vinnutíma flugmanna þeim verkefnum, sem fyrir hend eru með svokailaðri áhafnaskrá, sem gefin er út til 15 daga í senn og er tilkynning um vinnu- og frídaga. Frídaga eiga flugmenn 8 í hverj- um mánuði að sumri en 9 að vetri, og skal þar af vera eitt helgarfrí (þ.e. laugardagur og sunnudagur). Þar sem Flugleiðir gerðu sam- anburð á orlofi í einni fréttatil- kynningu sinni, þykir rétt að skýra orlofsmál flugmanna nokk- uð nánar. Samkvæmt orlofslögum eiga landsmenn rétt á 24 daga orlofi. Sé hluti þess tekinn utan lögboð- ins sumarorlofstímabils, sem er 1. maí til 15. sept. (15 dögum lengra í samningum flugmanna), er al- gengt, að orlofsdögum sé fjölgað. Þeir aðilar, sem hafa vinnuskyldu á lögboðnum frídögum, s.s. jólum, páskum o.s.frv., fá þá daga í formi vetrarleyfis, þ.e. 12 daga á ári. Flugmenn eru í þeim hópi. Lágmarks orlofs- og frídaga- En til að ná góðri nýtingu þarf verkefni. Því veldur okkur furðu sú stefna Flugleiða hf. að veita verkefnum til annarra fyrirtækja á sama tíma og flugmenn félags- ins geta bætt þeim við sig innan ramma núgildandi samnings, og flugvélar félagsins standa ónotað- ar. Sem sagt, forystusveit Flug- leiða hf. kvartar yfir lélegri nýt- ingu á sama tíma og hún kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta flugmenn betur. Er undarlegt, þótt flugmenn eigi erfitt með að skilja slíkar ráðstafanir og þver- sagnir? Vinnutímareglur flugmanna eru mikilsverður þáttur í öryggiskeðju flugsins, þó að oft veitist stjórn- endum flugfélaga erfitt að viður- juni það sem af er ársins, kemur í ljós fjölgun í öllum aldurs- flokkum nema 21—24 ára, þar sem fækkar um einn. Sé litið fimm ár aftur í tímann kemur í ljós að flest dauða- slys urðu árið 1977 eða 11,8 árin 1976 og 1975, 4 í fyrra og 7 árið 1978. Einnig er tala slasaðra hæst í ár eða 232, 181 á sama tíma í fyrra, 213 árið 1978, 160 1977, 178 1976 og 221 1975. fjöldi er því 36 dagar. Það er fyrst eftir 10 ára starf, sem flugmenn ná þeim lágmarks dagafjölda. í fréttatilkynningu Flugleiða hf. þótti þeim tilhlýðilegt að taka aðeins hagstæðustu töluna, þ.e. 43 dagar, án þess að gefa frekari skýringar. Villandi fréttaflutningur þeirra Flugleiðamanna er okkur ekki framandi, en ef þeir trúa sjálfir sínum villandi og röngu yfirlýs- ingum, gæti þá ekki verið þar að finna eina af ástæðunum fyrir þeim ógöngum, sem félagið er í í dag? Oeining flugmannahópanna hefur verið ein af eftirlætisupp- hrópunum forsvarsmanna Flug- leiða hf. Áhugi til að fylgjast með þeim viðræðum, sem farið hafa fram milli flugmannahópanna í tilraunum þeirra til sátta, hefur ekki verið mikill, né heldur fram- lag þeirra jákvætt, og bera blaðaskrif og síðustu deilur flug- manna og Flugleiða hf. þessglöggt vitni. Hentar það ef til vill stjórn- endum Flugleiða hf. betur að viðhalda óbreyttu ástandi? Meginástæðan fyrir óeiningu flugmannahópanna var sameining flugfélaganna. Sú sameining olli ágreiningi víðar en innan raða flugmanna. Það ætti stjórn félags- ins að vera öðrum kunnugra. Það er enn sem fyrr skoðun okkar flugmanna, að vandi Flugl- eiða hf. verði ekki leystur með blaðaskrifum eða ónákvæmum fréttatilkynningum í fjölmiðlum. Vonandi finna blaðafulltrúi fé- lagsins, kynningardeild og aðrir forsvarsmenn, sem hlut eiga að máli, sér betri verkefni í framtíð- inni en að níða niður störf flug- manna og annars starfsfólks. Verðugra væri þeim aðilum að reyna að brúa hið breiða bil, sem ríkir milli starfsfólks og stjórn- enda fyrirtækisins. Til þeirra starfa erum við reiðubúnir. F.h. Félags ísi. atvinnuflugmanna, Kristján Egilsson, formaður. Taflan sýnir hvernig háttað er orlofi flugmanna. Fyrstu tíu árin 14 dagar virkir 20 dagar virkir Samtals 34 virkir dagar 2/5-30/9 1/10-30/4 Eftir 10 ár 17 dagar virkir 20 dagar virkir Samtals 37 virkir dagar 2/5-30/9 1/10-30/4 Eftir 20 ár 20 dagar virkir 23 dagar virkir Samtals 43 virkir dagar 2/5-30/9 1/10-30/4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.