Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 25 Hagsmunaaðilar á Höfn: Yara við sigling- um með f erska síld á erlendan markað IIAGSMUNAAÐILAR við veiðar <>K vinnslu síldar á Ilöln í Ilorna- firði. þ.e. fulltrúar útjferðar- manna. sildarverkenda. sjómanna oíí verkafólks. komu saman til fundar 12. júlí sl. ok samþykktu eftirfarandi ályktun. sem hefur verið send SteinKrimi Hermanns- syni sjávarútveífsráðherra: Vegna þeirrar umræðu, sem nú fer fram um skipulag síldveiða á komandi haustvertíð vilja hags- munaaðilar við veiðar og vinnslu síldar á Hornafirði koma eftirfar- andi á framfæri: 1. Frá því síldveiðar hófust á ný árið 1974, eftir veiðibannið 1972 og 1973, hafa veiðar og vinnsla síldar 3. í umræðum, sem fram hafa farið að undanförnu hefur talsvert verið rætt um siglingar með ferska síld á erlendan markað. Við teljum að slík stefna sé varhugaverð og gæti haft neikvæð áhrif m.a. með eftirgreindum hætti: a) Mjög líklegt er að slíkar sölur á ferskri síld muni hafa neikvæð áhrif á markaðssetningu þeirrar síldar, sem unnin er hér á landi, hvort heldur um er að ræða frysta síld, ediksöltuð flök eða saltsíld. b) Sú mikla fjárfesting, sem lagt hefur verið í við vinnslu síldarinn- ar í landi hefur miðast við að áfram yrði haldið á sömu braut og hingað til, þ.e. löndun aflans hér heima og vinnslu hans fyrir erlend- ALLS leituðu nærri 3 þúsund manns til sjúkrastofnana. með- ferðarstofnana og dvalarheimila fyrir drykkjusjúka segir í frétt frá Afengisvarnarráði. en tekið er fram að tölurnar gefi ekki rétt til kynna um fjölda einstaklinga sem leita til stofnananna. allmikið sé þar um sömu einstaklingana að ræða. Til meðferðarstofnana ríkisins leituðu 1.108, þ.e. 736 á deild 10 á Kleppsspítala, 229 til Vistheimilis- ins á Vífilsstöðum og 143 á Gæslu- vistarhælið í Gunnarsholti. Viðtöl við lækna á göngudeild Landspítal- ans voru 3.826. Tólf hundruð komu á Silungapoll og 330 á Sogn, stöðvar SÁÁ, 69 voru á vegum Bláa bandsins í Víðinesi og 221 á vegum Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti. Vistheimilið að Vífilsstöðum og endurhæfingarheimilið að Sogni eru stofnanir, sem með margþættri eftirmeðferð hjálpa þeim, sem háð- ir hafa verið vímuefnum, til að vinna bug á vandanum. Þar dvöld- ust alls 559. Gunnarsholt og Víði- nes eru stofnanir til lengri dvalar og byggir meðferð þar fyrst og fremst á vinnu og vernd í áfengis- lausu umhverfi og veitt er fræðsla. Stefnt er að því að búa Víðines aðallega sem samastaö fyrir aldr- aða, er átt hafa við vímuefna- vandamál að stríða. Þar voru 212 á síðasta ári. Til fræðslu- og leið- beiningarstöðvar SÁÁ að Lágmúla 9 leituðu um 3.100 manns og kringum 900 notfærðu sér síma- x. Mót íslenskra hesta á Fjóni DANSK Islandshesteforening gengst dagana 1, —3. ágúst fyrir landsmóti islenskra hesta í óðinsvéum. Skipulagningu móts- ins annast Skeifan. hestamanna- félagið á Fjóni. Skráð til mótsins eru 112 hross og verður m.a. keppt í fjórgangi og fimmgangi, tölti og hlýðni. Dansk Islandshesteforening er þriðja stærsta hestamannafélagið í Dan- mörku. kvöldþjónustu SAÁ, sem veitt er kl. 17—23. Þá hafði SÁÁ samband við nær 800 aðstandendur þeirra er dvalið höfðu á sjúkrastofnunum, kynningarfundi sóttu alls 567 og 230 tóku þátt í námskeiðum. Tii áfengisvarnardeildar Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur leituðu 135 einstaklingar. IANDSSTÆVNE&DM80 FOR ISI.ANDSKE HESTE I' 2’ 'í'AUil VI l'KI) !)\HSK1 | HAItSIN (*»NSK sífellt orðið mikilvægari þáttur í atvinnustarfsemi á Höfn. Útgerð allra báta frá Höfn er nú miðuð við síldveiðar á haustin og lagt hefur verið í verulega fjárfestingu í vinnslustöðvum í landi til þess að anna vinnslu aflans. 2. Á undanförnum 3—4 árum hefur hlutdeild hringnótabáta í heildarveiðinni sífellt vaxið og finnst okkur nú eðlilegt að sú aukning, sem ákveðin verður á heildarveiðikvóta, komi til helm- inga í hlut reknetabáta og hring- nótarbáta. an markað. Sölur á ferskri síld erlendis gætu haft neikvæð áhrif á afkomu vinnslustöðvanna og leitt til alvarlegra rekstrarerfiðleika þeirra og stofnað atvinnuöryggi starfsmanna í hættu. c) Siglingar munu leiða til af- gerandi misræmis í afkomumögu- leikum útgerðar og sjómanna á bátaflotanum og því hæpið að veita einni gerð veiðiskipa heimild til siglinga með afla, sem valdið getur beint og óbeint lækkun á þeim verðum, sem unnt er að greiða fyrir hráefnið hér heima. Náttúrulækningafélag íslands: Heilsuhælið í Hvera- gerði 25 ára Náttúrulækningafélag íslands efndi til blaóamannafundar í tilefni þess að 24. júli næstkom- andi eru 25 ár liðin síðan Heilsu- hælið í Hveragcrði var opnað. Ilafist var handa um byggingu hælisins árið 1953 en fyrsti áfanginn tekinn i notkun þann 24. júlí 1955. Fyrsti læknir hadis- ins og aðalhvatamaður að hygg- ingu þess. var Jónas Kristjáns- son. Hælið rúmar nú um 150 vistmenn og eru þar aðallcga gigtarsjúklingar. t tengslum við stofnunina er rckin garðyrkju- stöð sem sér því að mestu leyti fyrir nýju grænmeti. Fram- kvæmdastjóri hælisins er Frið- geir Ingimundarson og yfirlækn- ir er ísak Ilallgrímsson. í tilefni af afmælinu hefur félagið ráðið til sín sænskan matreiðslumann og mataræðissér- fræðing, Juno Borensjö. Hann mun m.a. halda matreiðslunám- skeið fyrir almenning dagana 21,—24. júlí og 28.—30. júlí. Nám- skeiðið verður á kvöldin milli kl. 20 og 23. Tímaritið Heilsuvernd hefur komið út á vegum N.L.F.Í. óslitið síðan árið 1946. í tilefni af afmæl- inu kemur tímaritið nú út í nýjum búningi og er efni þess fjölbreytt- ara en áður. Jóhannes Gíslason, forseti Náttúrulækningafélags ís- lands, hefur annast allt efni þessa rits. I formála fyrir ritinu segir m.a.: „I Heilsuvernd verður fram- vegis fjallað að jöfnu um útivist- armál, ræktunarmál, matreiðslu og fæðu, náttúruvernd og annað sem okkur þykir við hæfi hverju sinni og við teljum að varpi ljósi á umræður um heilbrigðismál." Dagskrá Náttúrulækningafélags íslands frá 17.7. til 31.7: 17.7. Erindi á Heilsuhælinu í Hveragerði kl. 20.45: „Mataræði og heilsa". 18.7. Vörukynning í matvörubúð SS Austurveri, m.a. kynntir réttir úr íslensku grænmeti. 20.7. Hlaðborð og erindi á mat- stofu N.L.F.Í. kl. 16—18. 21.7. —26.7. Matreiðslunámskeið. Þau fara fram kl. 20— 23 í mat- stofu N.L.F.Í., Laugavegi 20 b. 27.7. Hlaðborð og erindi á mat- stofu N.L.F.l. 28.7. —30.7. Matreiðslunámskeið. 31.7. Erindi á Heilsuhælinu í Hveragerði. Juno Borensjö, matreiðslumaður og Jóhannes Gislason. forseti N.L.F.Í. Myndin er tekin á matstofunni, Laugavegi 20b. Áfengissjúklingar: Milli 2 og 3 þúsund inn- lagnir á stofnanir 1979 Úr sumarferð Varðar í fyrra. þar sem ekið var um Borgarf jörð og Mýrar. Sumarferð Yarðar A SUNNUDAGINN kemur verður farin hin árlega sumar- ferð Landsmálafélagsins Varð- ar. Að þessu sinni verður ekið um Suðurland og haldið að Hrauneyjafossvirkjun. sem er þungamiðja ferðarinnar. Aðal- fararstjóri verður hinn kunni ferðagarpur Einar Guðjohnsen og hefur hann gert leiðarlýs- ingu vegna þessarar ferðar. jafnframt þvi sem hann mun á leiðinni fræða ferðalanga um umhverfið, bæði sögulega og landfræðilega. Morgunblaðið hafði samband við Einar og bað hann að gera i stuttu máli grein fyrir tilhögun ferðarinnar. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 8 á sunnudagsmorgun og ekið sem leið liggur yfir Hellisheiði til Stokkseyrar, þar sem morgunkaffi verður drukkið við sjóvarnargarðana. Síðan verður ekið austur að Þjórsá og upp með henni, upp Skeiðin og inn Þjórsárdal að Sögualdar- bænum, sem reistur var til minningar um 1100 ára byggð á íslandi. Þar gefst tími til að skoða húsakost og verður hádeg- isverður snæddur þar. Að lokn- um hádegisverði verður ekið sem leið liggur framhjá Búrfells- virkjun inn á hálendið og að Framkvæmdir við Hrauneyja- fossvirkjun skoðaðar Hrauneyjafossvirkjun. Þar taka staðarmenn á móti ferðalöngun- um og lýsa þeim framkvæmdum, sem í gangi eru við þetta nýja orkuver. Síðan verður ekið að Sigölduvirkjun, sem er um tíu mínútna akstur í burtu, en framkvæmdir við þá virkjun voru skoðaðar í sumarferð Varð- Einar Guðjohnsen. aðalfar- arstjóri sumarferðarinnar. ar 1976 og fá menn því nú aö líta þetta mikla mannvirki fullgert. Við að skoða bæði Sigölduvirkj- un og framkvæmdirnar við Hrauneyjafoss gefst gott tækif- æri til að gera sér grein fyrir hvernig slík orkuver verða til. í Þóristungu er ráðgert að dvelja um stund, svo að menn geti rétt úr sér og fengið sér kaffisopa, en síðan verður haldið áfram og ekið í Galtalækjarskóg, þar sem síðasta áning dagsins er og kvöldverður verður fram borinn í fögru umhverfi í næsta nágr- enni Heklu. Að kvöldverði loknum verður haldið til Reykjavíkur og áætlað að koma þangað um kl. 20. Einar lagði að lokum áherzlu á, að fólk kæmi vel skóað og klæddi sig í samræmi við veður- útlit. Forsala farmiða er þegar haf- in í Valhöll við Háaleitisbraut og verður fimmtudag og föstudag frá kl. 9—9 og á laugardaginn frá kl. 1—5. Ennfremur er tekið á móti pöntunum í síma 82900. Innifalið í verði farmiða er hádegis- og kvöldverður, en gert er ráð fyrir að fólk hafi með sér kaffi og morgunverð. Þetta er 27. sumarferð Varðar, en formaður ferðanefndar er Óskar Friðriks- son.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.