Morgunblaðið - 17.07.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980
31
10 ástædur íyrir kaupum
á PHILCO
þvottavélum
Tekar inn heitt og kalt vatn.
títna og rafmagnsspamað.
2.
Vinduhraði sem er allt að 850 snún/-
mín, flýtir þurrkun ótrúlega.
3.
Stór þvottabelgur, sem tekur 5 kg. og
stórar dyr er auðvelda hleðslu.
8.
Fjöldi kerfa, sem henta þörfum og þoli
4 hitastig (32/45/60/90°C), sem henta alls þvottar.
öllum þvotti. q
4
Fullkomin viðgerðarþjónusta er ykkar
Sparnaðarstilling fyrir vatn og raf- hagur. ^
magn. 1().
Verðið er mun lægra en á sambærileg-
3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í um vélum.
vindu, tryggja rétta meðferð þvottar-
heimilistæki sf
HAFNARSTftÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
PHILCO og fallegur
þvottur fara saman.
Sjötug í dag:
Guðríður Sigurðardótt-
ir og Pétur Sigurðsson
í dag 17. júlí eiga tvíburasystk-
inin Guðríður Sigurðardóttir
fyrrverandi símstöðvarstjóri í
Grundarfirði og Pétur Sigurðsson
húsvörður Alþingishúsinu Reykja-
vík 70 ára afmæli.
Þau fluttu að Bár í Eyrarsveit
með foreldrum sínum, Sigurði
Eggertssvni og Ingibjörgu Péturs-
dóttur ásamt stórum systkinahóp
vorið 1919 aðeins 9 ára að aldri.
Búferlaflutningur þessi hefur
haft allmikla jákvæða þýðingu
fyrir Eyrarsveit æ síðan. Mjög
fljótlega kom í ljós, að hér var á
ferð mjög sterkur og mannlífs-
bætandi stofn sem fengur er að
hverju samfélagi.
Afmæliskveðja þessi á þó ekki
að vera nein tæmandi lýsing á öllu
því manndóms fólki sem hér og
víðar hafa bætt og auðgað sitt
samfélag, aðeins kveðja og ham-
ingjuóskir til systkinanna en þór
sérstaklega til Guðríðar fyrir
langt og ánægjuríkt nágrenni
hennar og barna hennar frá heim-
ilisfólkinu Hamrahlíð 3, og síðan
Grundargötu 18, Grundarfirði.
Guðríður var símstöðvarstjóri í
Grundarfirði frá 1943 til 1976 og
vann þau störf svo með sóma að
allir góðir embættismenn hefðu
þótt full sæmdir að, enda var
henni haldið veglegt samkvæmi af
allflestum sveitungum hennar er
hún lét af þeim störfum vegna
aldurs.
Þar létu margir í ljós þakklæti
sitt þótt suma skorti orð og
áherslur að hæfi.
Guðríður og reyndar fleiri
hennar systkini hafa oft og máski
oftar en margir aðrir lagt málefn-
um þessa unga byggðarlags lið svo
að um munaði, og ég veit að ég
mæli þar fyrir munn margra
Grundfirðinga þegar ég endurtek
þakkir og heillaóskir í tilefni af
afmælisdeginum.
Við óskum þér og þínum allrar
blessunar, Guð og gæfa fylgi
ykkur og ykkar afkomendum sem
eru margir og mannvænlegir
heima og að heiman.
Blessun fylgi ykkur og með þökk
fyrir samfylgdina.
Ingibjörg og Guðmund-
ur Runólfsson.
MEÐ VÍÐSÝN
UM VERÖLD ALLA
p0jT MIÐ-EVRÓPUFERÐ 31.JÚLÍ
rael ÍSRAELSFERÐ 16. ÁGÚST
GRIKKLANDSFERÐ 19. ágúst
MEXICOFERÐ 20. ágúst
GRIKKLAND - EGYPTALAND
23. ÁGÚST
UlflSiíl
FERÐASKRIFSTOFA
AUSTURSTRÆTI 3 SÍMI 27090
Notuð tæki
verði ekki
keypt til skóla-
tannlækninga
Á FUNDI borgarráðs nýlega bók-
aði Albert Guðmundsson mótmæli
við hugsanleg kaup Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur á notuðum
tannlækningatækjum. Sagði Al-
bert í samtali við Mbl. að hann
væri á móti því að stofnunin
keypti notuð tæki til skólatann-
lækninga af tannlæknum, sem
væru sjálfir að endurnýja tækja-
kost sinn. Kvað hann það reyndar
óþarft að vera að kaupa nokkur
tæki að svo stöddu þar sem illa
gengi að fá stöður skólatannlækna
mannaðar.
AUGLYSINGASTOFA
MYNDAMÓTA
Addlstræti 6 simi 25810