Morgunblaðið - 17.07.1980, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.07.1980, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 Faöir minn, ERLENDURJÓHANNSSON, lést í Borgarspítalanum 15. þ.m. Unnur Erlendsdóttir. Móöir mín og systir, JOHANNA MARÍA JOHANNESDOTTIR, Oddagötu 5, Akureyri, andaöist aö heimili sínu þriöjudaginn 15. júlí. Jóhannes Víðir Haraldsson, Júlíus B. Jóhannesson. + Ástkær dóttir mín og stjúpdóttir, GUDRÚN HULDA ÞORMÓDSDÓTTIR, Hábergi 34, lést 15. júlí. Fyrir hönd vandamanna Sigríóur Vilhjólmsdóttir, Asmundur Sigurösson. Útför ÓSKARS GÍSLASONAR gullsmiös, Skólavörðustig 5, fer fram fré Dómkirkjunni föstudaginn 18. júlí kl. 15. Grethe Gíslason Edda Oskarsdóttir Hjalti Kristgeirsson Margrét Þóra Gunnarsdóttir örnólfur Thorsson Anna Vilborg Gunnarsdóttir Halldór Guðmundsson. + Ástkær dóttir mín, kona, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ANNA SIGURDARDÓTTIR, Meistaravölium 23, andaöist í Borgarspítalanum sunnudaginn 13. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna Hansína Jóhannesdóttir, Jón Kristjénsson, Anna Bjarnadóttir, Guörún Bjarnadóttir, Hansína Bjarnadóttir, Kristinn Oddsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir, örn Ingólfsson, Þóranna Bjarnadóttir, Robert Brink, Béra Bjarnadóttir, Kristjén Jónsson, Hrönn Jónsdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JAKOBÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Hjallavegi 2, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. júlí kl. 13.30. Hjörtur Wíum Vilhjélmsson, Ólafur Hjartarson, Vilhjélmur Hjartarson, Guöbjörn Hjartarson, Sigríður Hjartardóttir, Sævar Hjartarson, Herborg Olafsdóttir, Harpa Jónsdóttir, Béra Benediktsdóttir, Hreiöar Gíslason, Dagbjört Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og jarðarför HELGA HÁLFDÁNARSONAR, Skaröshlíö 9E, Akureyri. Hildigunnur Magnúsdóttir, Rafn Helgason, Díana Helgadóttir, Ágúst Valur Einarsson, Ragnheiður Garöarsdóttir, Helga Garöarsdóttir, Jóhannes Garðarsson, Brynhildur Garöarsdóttir, Magnús Garöarsson, Geröur Garðarsdóttir, Ásthildur Siguröardóttir, Helgi Sigfússon, Þréinn Karlsson, Bjarni H. Geirsson, Ásta Þorsteinsdóttir, Þóröur Guðlaugsson, Barbara Geirsdóttir, Sméri Aöalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hafliði Hafliðason skósmíðameistari Bolungavík - Minning Hið minnsta sem ég get gert fyrir sannan og tryggan vin, við jarðnesk leiðarlok, er að fá aðra til þess að festa í huga nafnið, minnast hins framliðna, það getur hjálpað mikið fyrst eftir andlátið, að til hins framliðna sé hugsað, að viðkomandi sé til en ekki týndur. Þær stundir eru og erfiðastar fyrir vinina sem kveðja þetta jarðneska svið, þegar þeir sjá og finna að ættingjar og vinir eru hryggir í huga, og geta þá ekki undir venjulegum aðstæðum styrkt þá, og sagt frá því er þeir hafa upplifað. Við ættum öll að temja okkur, meira en verið hefur, að hugsa með hlýjum huga til þeirra sem kveðja þennan heim með skyndilegum hætti, ef til vill í blóma lífsins. Þeir, alveg eins og við, hugsa hvers vegna? vegna hvers? Með Hafliða Hafliðasyni skó- smíöameistara í Bolungavík er fluttur yfir landamærin einn þeirra, hinna frábæru mæt- ismanna, sem með sanni mátti segja um, að vildi reynast trúr og reyndist í öllu er hann tókst á hendur. Ábyrgðartilfinningin var einn hinna mörgu mannkosta Hafliða, hann var einn þeirra manna er ávann sér í ríkum mæli virðingu og traust, allra sem kynntust honum á lífsleiðinni fyrr og síðar. Á 40 ára náinni viðkynningu byggi ég þessa skoðun mína á mínum framliðna tryggðarvini, sem varð mér því hugþekkari sem ég kynntist honum betur og því lengur sem ég fékk að njóta samvistanna. Vinátta fjölskyldu Hafliða stendur á gömlum merg við móð- urfjölskyldu mína, þakka ég hana, sem hefir ávallt verið sönn og traust, af einlægri aiúð og virð- ingu. Boiungavík var heimkynni og aðalstarfsvettvangur Hafliða Haf- liðasonar skósmíðameistara, þar átti hann mjög mikinn þátt í að skapa sérstaklega göfugt og gott mannlíf. I Bolungavík býr líka og hefir búið alveg einstakt drengskapar- fólk með gott hjarta, mikla hæfi- leika, þrótt, úthald, einlægni. í Langadal stóð vagga Hafiiða Hafliðasonar, þar fæddist hann + Jaröarför mannsins míns og föður okkar, GUDJONS JÓNSSONAR, Höfn í Grindavík veröur frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14. þeim sem vilja minnast hans er bent á Grindavíkurkirkju eöa líknarstofnanir. Ferö veröur frá B.S.Í. kl. 13 sama dag. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Guðbjörg Pétursdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö fráfall RAGNARS PÉTURSSONAR Þökkum sérstaklega Gísla Sigurbjörnssyni og starfsfólki á Elliheimilinu Grund góöa umönnun. Kristjana Hannesdóttir og systir hins létna. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og útfarar RAGNHEIÐAR KJARTANSDÓTTUR, fyrrv. Ijósmóöur. Kjartan Bjarnason, Sigríður Guöbrandsdóttir, Magný Guóbrandsdóttir. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför BERGLJÓTAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Eyþór Þóröarson, Guömundur Pétursson, Ásdís Steingrímsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Gaukur Jörundsson, Sigríöur Eyþórsdóttir, Jón L. Arnalds, Þóröur Eyþórsson, Aöalbjörg Stefénsdóttir. Eydís Eyþórsdóttir, + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför MAGNUSAR HALLDÓRSSONAR fré Hrísey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góöa umönnun. Ingibjörg Halldórsdóttir, Sigurlaug Halldórsdóttir, Anna Kristínsdóttir, Sigurlaug Ingólfsdóttir, Ragnar Steinbergsson. 26. sept. 1891, en hann andaðist 24. apríl 1980 í Bolungavík. Foreldrar hans voru hjónin Hafliði f. 15. nóv. 1852 d. 29. apríl 1927 Hafliðason bóndi á Fremri- Bakka í Langadal f. 20. sept. 1816 d. 22. apríl 1885, Guðnason í Gufudal fremri Jónssonar bónda þar Bjarnasonar og Kristín f. 11. des. 1858 d. 16. apríl 1943, Bjarna- dóttir f. 1825 d. 1863, síðast bóndi á Seljalandi í Gufudalssveit Rafnssonar frá Kollsá í Jökul- fjörðum f. 1795 d. 1863, Bjarnason- ar f. 1755 bónda í Nesi í Grunna- vík Bjarnasonar á Suðureyri Brynjólfssonar. Frú Kristín og Hafliði voru mjög mikils metin hjón við Djúp, faðirinn greindur og gáfaður, framúrskarandi duglegur bóndi og nærfærinn við dýrin, frú Kristín var fríð sýnum, mikil gáfukona, guðrækin og hjartagóð. Börn þeirra hjóna voru þessi, talin í aldursröð: 1. Kristján f. 1883, 2. María Dagbjört f. 1886, 3. Filippa Kristín f. 1889,4. Hafliði f. 1891, 5. Bjarney f. 1894, 6. Elísabet f. 1896. Hafliði skósmiður þótti snemma afbragð annarra manna, bæði til munns og handa. Hann hafði hvassar sálargáfur, næmi, greind og minni, og sá jafnan fljótt hvernig í hverju máli lá. Hafliði var einlægur vinur vina sinna, kærleiksríkur og ráðhollur, manna vinsælastur, viljaþrekið og eljan óbilandi. Mildur var hann og nærgætinn um annarra hagi, og tók sér mjög nærri að verða til þess að særa nokkurn mann. Hafliði var hugprúður og hug- sterkur. Raddmaður mikill og góður og hafði ákaflega unun af söng, var meðal stofnenda Karlakórs Bol- ungavíkur með hinum ástsæla sóknarpresti Bolvíkinga séra Páli Sigurðssyni. Stuðlaði rödd Hafliða að því að gera kirkjusöng í Hólskirkju í Bolungavík fagran og áhrifamikinn. Ungur nam Hafliði skósmíðaiðn á ísafirði og hafði meistararéttindi, vann hann í þeirri iðn í áratugi, samhliða annarri vinnu, var hann mjög vandvirkur. 1923 stofnaði Hafliði heimili með Árnýju Árnadóttur Gunnlaugssonar frá ísafirði og k.h. Jónínu Sveinbjarnardóttur frá Bassastöðum í Steingrímsfirði Einarssonar bónda í Sandnesi Gíslasonar bónda í Brekku í Gufu- dalssveit Jónssonar. Heimili þeirra Árnýjar og Hafliða var þekkt fyrir rausn og höfðingskap. Þau Árný og Hafliði lögðu saman krafta til þess að sönghæfi- leikar þeirra nyti sem allra bezt, í áratugi voru þau í kirkjusöng- flokknum við Hólskirkju. Árný er áiitskona með hreinan og sérstaklega fallegan og mynd- arlegan svip, frísk og fjörmikil, léttlynd, glöð og skemmtileg í viðmóti og tali, hin mesta afkasta- kona, mikilhæf húsfreyja. Árný og Hafliði eignuðust tvær dætur og eina fósturdóttur. 1. Hólmfríður Vilhelmína húsfrú í Reykjavík. Maður hennar: Sigurð- ur E. Friðriksson frá Ósi í Bol- ungavík. 2. Jóna Sveinborg húsfrú í Bolungavík. Maður hennar: Elías H. Guðmundsson póst- og síma- stjóri. 3. Sigríður Norðkvist, hús- freyja organisti, kórstjóri, Bol- ungavík. Maður hennar: Hálfdán Ólafsson vélstjóri. Ég þykist vita, að Hafliða Haf- liðasonar skósmíðameistara muni lengi verða minnst með virðingu og vinarhug í Bolungavík þar sem hann vann sitt ævistarf. Útför Hafliða var gjörð frá Hólskirkju í Bolungavík, laugar- daginn 3. maí, að viðstöddu fjöl- menni, enda skartaði Bolungavík hinu fegursta veðri, eins og það getur verið fegurst. Athöfnin var virðuleg, látlaus en framúrskar- andi smekkleg. Kirkjukór Bol- ungavíkur, Karlakór Bolungavík- ur sungu, séra Gunnar Björnsson lék einleik á celló, Hálfdán Ólafs- son og Karvel Pálmason sungu tvísöng, kórstjóri og organisti Sigríður Norðkvist. Séra Gunnar Björnsson jarðsöng. Guð blessi minningu drengskap- armannsins Hafliða Hafliðasonar, Guð varðveiti vegferð hans í æðra heimi. Helgi Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.