Morgunblaðið - 17.07.1980, Page 37

Morgunblaðið - 17.07.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1980 37 fclk í fréttum Carter setur í fisk + Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna kom við í Alaska á leið sinni heim frá Bandaríkjunum nú á dögunum. Forsetinn dvaldist þar við veiðar og eins og sést hér á myndinni virðist honum hafa heppnast að setja í fisk. + Hér sést Leslie Alcorda (t.v.) í fylgd með öryggisvörðum úr her Filippseyja. Alcorda þessi var yfirbugaöur af öryggis- vöröunum eftir að hafa gert tilraun til að ræna flugvél Filippeysks flugfélags. + Anna Bretaprinsessa sést hér á mynd- inni munda riffil. Hún er þó ekki gengin í landgöngulið flotans heldur var hún aöeins að prófa þyngd riffilsins í heim- sókn í konunglegan herskóla. Hún furö- aöi sig mest á hve riffillinn var léttur en hann vegur aðeins 9 pund. Milli vonar og ótta + Hún eirir ekki nöglunum hún Mariana Simionescu, unnustan hans Björns Borg, þegar hún horfir á úrslitaorr- ustuna í tenniskeppninni í Wimbledon. Björn Borg og Bandaríkjamaöurinn John McEnroe áttust þar viö og aö fimm lotum loknum stóö Björn uppi sem sigurvegari í fimmta sinn í röð og er ólíklegt aö aðrir verði til aö bæta um betur. Kjartan Asmundsson, fjullsmíðaverkstæði, Aðalstræti 8 Tískusýning í kvöld kl 21.30 Módelsamtökin sýna fatnaö frá verzl. Strætiö, Hafnarstræti. Skála fell HÓTEL ESJU Auglýsing um breyttar lánareglur hjá Lífeyris- sjóði verzlunarmanna Frá og með 2. júní sl. hefur lánareglum Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna verið breytt og eru nú þessar: I. Lánskjör Öll lán eru veitt verðtryggö miöaö við vísitölu byggingarkostnaðar. Vextir eru 2% ársvextir. Lánstími er 10—25 ár að vali lántakanda. Lántökugjald er 1%. II. Tryggingar: Öll lán eru undantekningarlaust veitt gegn veöi í fasteign og verða lán sjóösins að vera innan 50% af brunabótamati fasteignar. Um sumar fasteignir gilda sérstakar reglur, t.d. um framkvæmdanefndaríbúðir. III. Lánsréttur — Lánsupphæð: Lámarkstími í sjóðnum til aö eiga kost á láni er 3 ár. Fimm ár þurfa ætíð að líða milli lána. Lánsupphæð fer eftir því hvað sjóðfélagi hefur greitt lengi til sjóðsins og reiknast þannig: Kr. 360.000,- fyrir hvern ársfjórðung, sem greitt hefur verið til sjóðsins fyrstu 5 árin. Kr. 180.000.- fyrir hvern ársfjórðung, frá 5 árum til 10 ára. Kr. 90.000,- fyrir hyern ársfjórðung umfram 10 ár. Hafi sjóðfélagi fengið lán áður, skal það framreiknað miðað við hækkun byggingarvísi- tölu frá töku þess að sú upphæö dregin frá lánsupphæð skv. réttindatíma. DÆMI: Réttindatími er 10 ár = lánsupphæö 10.800.000.-. Fengið lán í október ’74 kr. 400.000.-, sem jafngildir í dag kr. 2.665.000.-. Lán sem veitt yrði er kr. 10.800.000,- + kr. 2.665.000.-= kr. 8.135.000.-. Skrifstofa sjóðsins veitir allar frekari upplýsingar um ofangreindar lánareglur. Lífeyrissjóður verzlunarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.