Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 44

Morgunblaðið - 17.07.1980, Síða 44
Síminn á rilstjórn og skrifstofu: 10100 *cHaitít SA R MATSKÐILI Opið alla daga fra kl. 11-24 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1980 Millilandaflug: Fargjöld hækka um Uðlega 3,6% FARGJÖLD í millilanda- ílugi Flugleiða hækkuðu í íyrradag, 15. júlí, um lið- lega 3.6%, en þau höíðu áður hækkað 1. júlí og þar áður 1. júní. Þessi hækkun er til komin vegna gengis- sigs, en fargjöld í milli- landaflugi eru miðuð við gengi. Fyrir hækkun kostaði árs- miði til London og til baka liðlega 288 þúsund krónur, en kostar í dag 298.600 krónur. Ársmiði til Kaupmannahafnar kostaði fyrir hækkun um 334 þúsund krónur, en kostar eftir hana 346.400 krónur. Til Lux- emborgar kostaði ársmiði um 355 þúsund krónur, en kostar í dag 367 þúsund krónur. Söltuð þorskflök flutt út fyrir nær 1300 millj. í fyrra hófst að nýju útflutning- ur á söltuðum þorskflökum eftir langt hlé og hefur hann gengið vel og eftirspurn verið góð, að því er Sigurður Haraldsson skrif- stofustjóri Sölusambands is- lenzkra fiskframleiðenda tjáði Mbl. en SÍF hefur annazt þennan útflutning. Að sögn Sigurðar voru í fyrra seld 160 tonn til Ítalíu en það sem af er þessu ári hafa verið seld út 670 tonn af söltuðum þorskflökum, 500 tonn til Ítalíu og 170 tonn til Spánar. Útflutningsverðmæti þessa magns er á bilinu 12—1300 milljónir króna. Enn eitt umferðarslysið: 17 ára piltur stórslasaðist SAUTJÁN ára gamall piltur að Kirkjusandi missti hann af stórslasaðist í mjög hörðum einhverjum ástæðum stjórn á árekstri sem varð á Sætúni við bílnum svo að hann fór yfir á Kirkjusand klukkan rúmlega öfugan yegarhelming og skall hálf eitt í gær. Liggur pilturinn framan á stórri amerískri fólks- nú á gjörgæzludeild Borgarspít- bifreið, sem kom akandi í gagn- alans með mikla áverka á and- stæða átt. I þeirri bifreið voru liti og innvortis meiðsli. sem hjón og barn í barnastól í ekki voru fullkönnuð þegar aftursæti. Konan og barnið Mbl. hafði síðast fregnir. sluppu án meiðsla en maðurinn skarst í andliti. Báðar bifreiðirn- Pilturinn ók Mazda fólksbif- ar stórskemmdust og er Mazda reið vestur Sætúnið og var hann bifreiðin að öllum líkindum einn í bílnum. Þegar hann kom ónýt. Frá slysstaðnum. Mazda bifreiðin er stórskemmd eins og sjá má og líklega ónýt. LjÓHin Mb| ó| K MaK LjÓHm. Kristinn, Fyrsta skóflustungan! Það þótti viðeigandi að láta það falla í hlut yngstu borgaranna að taka fyrstu skóflustunguna að barnaheimilinu sem Barnavinafélagið Sumargjöf hyggst reisa á Skólavörðuholtinu. Eins og sjá má urðu þær nú fleiri en ein og var mikið mokað i rigningarúðanum á Holtinu í gær, enda allir vel gallaðir. (Sjá bls. 5). Yfir 100 sovézkir ryksugutogarar á veiðum n-a af landinu í landhelgisgæzluflugi á þriðjudaginn varð vart við geysistóran flota austur- evrópskra ryksugutogara fyrir utan 200 sjómílna mörkin norðaustur af landinu. Voru skipin þar á kolmunnaveiðum og virt- ust afla vel. Flogið var yfir þetta sama svæði ekki alls fyrir löngu og var þá ekkert skip þar að sjá. I fyrradag voru hins vegar komnir á svæðið eitthvað á annað hundrað stórir verk- smiðjutogarar. Langflestir voru rússneskir en einnig var þarna eitt skip frá Búlgaríu og annað frá Póllandi, samkvæmt MÆLINGAR eftirlits- manna um borð í dragnót- arbátum í Faxaflóa undan- farna daga hafa sýnt að nær enginn þorskur hefur verið í afla þeirra. Aflinn hefur verið nær 90% skarkoli og um 10% ýsa. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Guðna Þorsteinssyni fiskifræð- ingi. Eins og fram hefur komið í upplýsingum Landhelgisgæzl- unnar. Veiðiflotar eins og þessir eru geysilega afkastamiklir. Sérstök skip sjá um að leita að beztu miðunum og þegar ein- hver fiskur finnst eru togar- arnir óðara komnir og þurrka nánast allt kvikt sem þar er að finna. Verksmiðjuskip fylgja flotanum og taka þau við aflanum og vinna hann um borð. Þegar vel fiskast skilja togararnir trollin full af kol- munna eftir við baujur og halda áfram veiðunum en verksmiðjuskipin koma síðan og hífa trollin um borð. Austur-evrópskir veiðiflotar hafa verið á veiðum á svipuð- fréttum lokaði sjávarútvegsráðu- neytið stórum hluta Faxaflóans fyrir dragnótarveiðum vegna of mikils magns þorsks í aflanum. Að sögn Guðna hafa 5 dragnótar- bátar stundað veiðarnar síðan á fremur litlu svæði norðan við Hraun. Aflinn hefur verið sæmi- legur en vart meira. Guðni Þorsteinsson sagði að kannað yrði á næstunni hvort þorskurinn hefði gengið af þeim svæðum sem lokað var í Garðsjó og þar innaf svo að opna megi þau svæði á ný fyrir dragnótarbátun- um. um slóðum á hverju ári und- anfarin ár, þ.e. nokkru fyrir utan 200 sjómílna fiskveiði- mörkin norðaustur af Langa- nesi. Karl Bretaprins hingað til laxveiða KARL Bretaprins er væntan- legur hingað til lands seinni hluta ágúst til laxveiða. sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Hann mun stunda veiðarnar í Hofsá 1 Vopnafirði en þar hefur hann verið við laxveiðar á hverju sumri nokkur undanfar- in ár. Mun prinsinn dvelja hér í nokkra daga. Á hverju ári koma hingað til lands þekktir erlendir menn til laxveiða og sumir koma ár eftir ár. Til dæmis eru nú staddir hér Hertoginn af Wellington og hinn þekkti hóteleigandi Sir Charles Forte. Stunda þeir lax- veiðar í Haffjarðará. Faxaflói: 90% af afla drag- nótarbáta skarkoli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.