Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 Heyskapur gengur vel víðast hvar HEYSKAPUR helur víðast hvar líenKÍð vel i sumar og sums staðar er hann lanift kominn eða jafnvel lokið eins ok dæmi eru um i Eyjafirði. Aftur á móti hefur hey- skapur Kenjfið illa á Austurlandi o« allt suður i Skaftafellssýslur, sam- kvæmt upplýsinKum Búnaðarfé- lagsins. Á Austurlandi hefur verið úr- komusamt um hríð. Spretta hefur verið þar góð og eru tún víða að verða úr sér sprottin svo mikil þörf er á því að veður breytist til hins betra. Sums staðar er búið að slá og þar liggja hey undir skemmdum. Á Suðurlandi hefur ekki viðrað vel til heyskapar að undanförnu en um helgina breyttist veðrið og hefur síðan verið góður þurrkur. Hafa bændur notað þessa daga vel og náð inn miklum heyjum. Kafgras var á öllum túnum og mátti þurrkurinn ekki koma seinna. Höldum aðalfund þegar svar berst frá ríkinu NÁNAST öll tæki Olíumalar h.f. hafa verið leigð Vegagerð rikis- ins, að stign Tómasar Sveinsson- ar, framkvæmdastjóra Oliumal- ar, en tækin hefur Vegagerðin síðan endurleigt þremur verk- takafyrirtækjum, Loftorku. Mið- felli og Hlaðbæ. Framleiðslumagnið á þessu ári verður að sögn Tómasar svipað og það var í hitteðfyrra, en um 120% meira heldur en í fyrra, sem var mjög slæmt ár í rekstri fyrirtækis- ins. Það kom fram hjá Tómasi, að aðalfundi fyrirtækisins, sem hald- inn var í síðustu viku hafi verið vaxtavextir. — „Höfuðstóll skuld- anna hefur ekki aukist sem slíkur, nema hvað nemur gengissiginu á erlendum lánum, þetta eru einfald- lega afleiðing vaxtasnældunnar, sem stöðugt hleður utan á sig,“ sagði Tómas Sveinsson. Unnið i heyskap í Mývatnssveit um síðustu helgi. Ljósm. Mbl. RAX. Sameiginlegar kaupkröfur ASÍ þýða 80 milljarða útgjaldaauka frestað, þar sem beðið er eftir svari ríkisins um aðild að fyrirtækinu, og hefði því ekki verið kosin nein stjórn fyrirtækisins. Það yrði ekki gert fyrr enn á framhaldsaðalfundi. Um það hvenær hann yrði haldinn sagðist Tómas ekkert geta fullyrt. Tveir fulltrúar fyrirtækisins hefðu verið fengnir til að halda á fund fjármalaráðherra í vikunni og fyrst eftir þann fund mætti vænta ein- hverra tíðinda af málinu. Þá kom það fram hjá Tómasi að heildarskuldir Olíumalar væru orðnar í kringum 2,2 milljarðá króna, en inni í því væri hreinn taprekstur fyrirtækisins, vextir og SAMKVÆMT lauslegri áætlun og útreikningum Vinnuveitendasam- bands íslands munu kröfur Al- þýðusambands íslands. þ.e.a.s. krafan um grunnkaupshækkun, verðbótavisitölu og sameiginlegar sérkröfur samhandsins þýða um 80 milljarða króna aukin launaút- gjöld fyrir launagreiðendur i land- inu á einu ári. Þar af myndi 36 milljarða króna aukinn launa- kostnaður falla i hlut félagsmanna VSÍ. Þessar sameiginlegu kröfur ASÍ munu a.m.k. þýða um 8% aukinn launakostnað. Hafa þá ekki verið taldar með sérkröfur lands- sambanda og einstakra aðildarfé- laga ASl, sem eru eins margvís- legar og þær eru margar. Sumar eru metnar á allt að 200% hækkun umfram sameiginlegu kröfurnar. Skipting þessara krafna er þannig að 5% grunnkaupshækkunin er tal- in hafa í för með sér 50 milljarða króna aukin útgjöld á öllu landinu á ári. Þá er verðbótakrafa ASÍ, sem gerir ráð fyrir að hlutfallsleg hækk- un F-vísitölu hækki laun á bilinu frá 300 til 400 þúsund krónur á mánuði, en sama krónutala komi svo á laun undir 300 þúsund krónum og á 300 þúsund krónurnar og eins verði farið með laun umfram 400 þúsund, þ.e. að þau taki sömu krónutölu- Kostnaður við kvennaráðstefnu um 11,6 millj. kr. KVENNARÁÐSTEFNUNA sem nú stendur yfir i Kaupmannahöfn sækja átta konur frá tslandi, en formaður sendinefndarinnar er Einar Ágústsson sendiherra. Samkvæmt upplýsingum er Mbl. hefur aflað sér nemur kostnaður við þátttöku íslands i ráðstefn- unni um 11.6 m.kr. Samkvæmt upplýsingum félags- málaráðuneytis fá sendimenn greidda dagpeninga meðan á fer- ðinni stendur eða í 17 daga, um 1.2 m.kr. hver eða alls 9,6 milljónir króna. Ferðakostnaður hópsins er kringum 2 milljónir sé miðað við almennt sérfargjald milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur. Alls er því ferðakostnaður sendinefnd- arinnar um 11.6 milljónir króna. Félagsmálaráðuneytið greiðir kostnað við för sendinefndarinnar og utanríkisráðuneytið för Berg- lindar Ásgeirsdóttur deildarstjóra upplýsingadeildar, en auk hennar sitja ráðstefnuna: Bergþóra Sig- mundsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs og formaður þess Guðríður Þorsteinsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir fyrrum formaður Jafnréttisráðs, Ingibjörg Hafstað frá Rauðsokkahreyfingunni, María Pétursdóttir frá Kvenfélagasam- bandi tslands, Sigríður Thorlacius og Vilborg Harðardóttir er sátu í undirbúningsnefnd. Sjö manna ferð og móttök- ur kostuðu 9,1 milljón kr. KOSTNAÐUR við ferð fulltrúa Bæjarútgerðar Reykjavíkur til að gefa einum Portúgalstogaranum nafn var kringum 9,1 millj. kr. að þvi er Einar Sveinsson forstjóri BÚR upplýsti Mbl. í gær. Er þar um að ræða 6,7 m. kr. i ferða- kostnað og dagpeningagreiðslur og 2,4 milljónir kréna vegna móttöku hérlendis og erlendis i tengslum við afhendingu skips- ins. Einar Sveinsson kvað það ekki venju að upplýsa um einstaka kostnaðarliði Bæjarútgerðarinnar nema í greinargerðum til borgar- ráðs, en vegna blaðaskrifa væri það nú gert. Sagði hann 7 manns hafa farið til Portúgal í boði BÚR: Björgvin Guðmundsson formann útgerðarráðs, Ragnar Júlíusson og Kristvin Kristinsson útgerðar- ráðsmenn auk sín og voru eigin- konur allra nema Kristvins með í för. Greiddi BÚR einnig fargjald kvennanna, en þær fengu ekki dagpeninga. Þá sagði Einar að boðið hefði verið til móttöku ytra í tengslum við afhendingu skipsins og þegar það kom heim bauð BÚR tvisvar til móttöku, í fyrra sinnið ýmsum gestum og hið síðara starfsmönnum fyrirtækisins. Einnig upplýsti Einar Sveinsson að Bæjarútgerðin hefði fyrir nokkru boðið um 100 manna hópi á vegum Norrænu félaganna, sem hér var staddur, til að skoða fyrirtækið og í hádegisverð á Hótel Esju. Kostnaður við Kína ferð um 7 ÞRÍR borgarráðsmenn hafa að undanförnu verið á ferð i Kina i boði þarlendra stjórnvalda og endurgjalda heimsókn Kínverja hingað til lands á síðasta ári. Eru það þeir Birgir tsl. Gunnarsson, Björgvin Guðmundsson og Sigur- jón Pétursson. millj. kr. Ekki lágu fyrir á borgarstjórn- arskrifstofunum nákvæmar upp- lýsingar um ferðakostnað, en hann er talinn vera á bilinu 1—1,3 millj. króna fyrir manninn, en sam- kvæmt upplýsingum ferðaskrif- stofu er fargjald milli Peking og Reykjavíkur nú um 1,3 m.kr. á meðalfarrými, en 2,1 á 1. farrýnv. Hægt er einnig að fá bæði dýrari og ódýrari kosti. Þá fá þremenn- ingarnir greidda dagpeninga þann tíma sem ferðin til og frá Kína stendur yfir og meðan á dvölinni þar stendur eða 18 daga alls. Nema dagpeningagreiðslur því rúmum 1.280 þúsund krónum á mann eða alls 3.8 milljónum króna. Kostnað- ur Reykjavíkurborgar við boðsferð borgarfulltrúa til Kína er því kringum 7 milljónir króna. hækkun og 400 þúsund krónur. Að mati VSÍ mun þessi krafa hafa í vör með sér um 2% útgjaldaaukningu fyrir launagreiðendur eða um 20 milljarða króna á ári og tæplega 10 milljarða króna fyrir félagsmenn VSÍ. Erfiðara er að meta aðrar sér- kröfur, en talið er að þær muni hafa í för með sér a.m.k. 1% útgjalda- aukningu eða rúma 10 milljarða króna á ári. Niðurstöður af þessum heildarkröfum ASÍ, án sérkrafna sambandanna og aðildarfélaganna, eru því a.m.k. 8% hækkun launa- kostnaðar, sem þýðir að fram til áramóta myndi launakostnaður hækka um 15 milljarða króna fyrir félagsmenn Vinnuveitendasam- bands íslands. Eins og áður segir eru sérkröfur landssambanda og aðildarfélaga innan ASÍ mjög mismunandi og hefur Vinnuveitendasamband ís- lands ekki metið þær í heild og hvað þær myndu kosta launagreiðendur í landinu. Sumar kröfurnar eru margfaldar á við kröfur ASI og fara yfir 200%. Má þar til nefna kröfur matsveina, sem munu vera með þeim hæstu. Þá munu sérkröfur byggingamanna vera um 35% auk sameiginlegu krafnanna og eru þá aðeins metnar þær kröfur, sem unnt er að meta. Þá munu kröfur far- manna hafa í för með sér yfir 70% hækkun launakostnaðar, en Far- manna- og fiskimannasambands ís- lands gerir sams konar kröfur um verðbætur, þ.e. að F-vísitala mæli verðbæturnar, auk breytinga á sjó- vaktaálagi og fleiri atriðum. Kaupmáttarrýrnunin Ekki á öðru von mið- að við stjórnarfarið — segir Karl Steinar Guðnason, varaform. Verkamannasambandsins VEGNA íréttar í Morgunhlaðinu I gær um verulega rýrnun kaup- máttar, sem (ram kemur í spá Þjóðhagsstofnunar hafði Morg- unblaðið samband við nokkra leiðtoga launþegahreyfingarinn- ar og spurði hvað þeir hefðu að segja um þessa spá. Björn Þórhallsson, formaður Landsambands ísl. verzlunar- manna kvaðst ekki hafa haft að- stöðu til að kynna sér þessa spá, en aftur á móti væri augljóst að vísitalan væri skert í dag og þess vegna fengjust ekki allar verð- hækkanir bættar og þar af leiðandi rýrnaði kaupmátturinn. Þetta muni hafa þau áhrif að menn standa á sínum kauphækkunar- kröfum og að vísitalan verði ekki skert. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, sagðist ekki hafa haft tíma til að kynna sér þetta rækilega, en það sem hann hefði þegar séð af niðurstöðum, þá undirstrikuðu þær nauðsyn þess að samningar tækj- ust. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður Verkamannasambands- ins, sagði að þetta væri ekki annað, en hann átti von á miðað við það stjórnarfar, sem ríkti í landinu. Kristján Thorlacius, formaður BSRB vildi ekkert segja um þessar niðurstöður fyrr en hann hefði kynnt sér þær. Snorri Jónsson, forseti ASÍ, taldi sízt of mikið gert úr kaup- máttarrýrnuninni, ef svo færi sem fram horfði. Það væri ófremdar- ástand hversu kaupmátturinn rýrnaði og nauðsynlegt væri að bæta hann. Y f irv innubanns- nefnd að störfum FARMANNA-fiskimannasam- handið hefur skipað nefnd til að fylgjast með því, að yfirvinnu- bann yfirmanna á farskipum verði virt, auk þess að fjalla um umsóknir um undanþágur. Ingólfur Stefánsson hjá Far- manna- og fiskimannasamband- inu sagði í samtali við Mbl. í gærdag, að allt hefði gengið að óskum þessa fyrstu tvo daga yfirvinnubannsins og aðeins ein umsókn um undanþágu hefði bor- izt. Það var undanþága um fóður- bætislosun úr Selá. Þeirri beiðni hefði verið hafnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.