Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1980 19 Áætlanir rask ast eitthvað — segir Hörður Sigurgestsson „ÞAÐ liggur nokkuð ljóst íyrir, að áætlanir okkar munu eitthvað raskast við þetta yfirvinnubann, enda getum við ekki meðan á því stendur, losað eða lestað skipin eftir klukkan 17.00,“ sagði Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins, er Mbl. innti hann eftir því hver áhrif yfirvinnubanns yfir- manna á farskipum, sem hófst í gær og mun standa í hálfan mánuð, muni hafa á starfsemi fyrirtækisins. „Okkur er einnig meinað að færa skipin til innan hafna á þessum tiltekna tíma, þ.e. frá klukkan 17.00—8.00. Þá verður auðvitað ekki hægt að lesta né losa skipin á laugardögum, ef þannig stæði á, að við teldum það hagkvæmt," sagði Hörður ennfremur. „Annars kemur bannið fyrst og fremst niður á þeim skipum okkar, sem eru í föstum áætlanasiglingum milli íslands og annarra landa og þessu samfara er auðvitað um nokkuð fjárhagslegt tjón að ræða fyrir fyrirtækið," sagði Hörður að síðustu. Afmælisrit vegna 50 ára __afmælis S.U.S.: Hugmyndir HUGMYNDIR UNGRA MANNA Samhaod Ungra Sjálfstæðismanna $0 ára ■ 1930-1980 ungra manna SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur gefið út ritið „Hugmyndir ungra manna“ í tilefni fimmtíu ára afmælis síns, en Sambandið var stofnað 27. júní 1930. í þessu riti er ávarp formanns Sjálfstæðis- flokksins, Geirs Hall- grímssonar, ávarp for- manns Sambands ungra sjálfstæðismanna, Jóns Magnússonar, greinar eft- ir 14 unga sjálfstæðis- menn og samantekt um Sambandið, störf þess og stefnu, síðustu fimmtíu árin. Björn Hermannsson og Jón Ormur Halldórs- son sáu um útgáfuna. Ritið er 100 bls. og myndskreytt. í formála segir að það eigi að vera „sýnishorn þeirrar þrótt- miklu hugmyndaumræðu, sem er framlag ungra sjálfstæðismanna til þjóð- félagsumræðna okkar tíma“. (Fréttatilkynning frá Sam- bandi ungra sjálfstæð- ismanna). Ný vasabrotsbók: Sígaunablóð ÚT ER komin fyrsta bókin i nýjum vasabrotsbókaflokki sem kallast „Stjörnuróman“, og heitir fyrsta bókin „Sígaunablóð**. Sagan fjallar um Önnu sem er óvenju fögur sígaunastúlka. Anna vill ekki eiga manninn sem henni er ætlaður þó hann sé bæði ríkur og ástríðumikill, því hún vill ekki lifa sama lífi og hann. Anna flýr um nótt. Hún fær vinnu á bóndabæ og kynnist Þóri sem vekur allar tilfinn- ingar hennar. Þau eru þó ekki örugg í paradís. (Fréttatilkynning). I.jósm. ÓI.K.M. Álagningu lokiö í Reykjavík Gestur Steinþórsson skattstjóri Reykjavikur tjáði Mbl. í gær að álagningu væri lokið í Reykjavík. en unnið að samræmingu álagningar við Gjaldheimtuna. skiptingu greiðsina milli hjóna o. fl. Bjóst hann við að skattseðlarnir myndu fara frá embætti sínu fyrir eða um mánaðamótin næstu. Myndin var tekin i Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkur i gær. Vitni vantar að óhappi MÁNUDAGINN 14.júlí milli klukk- an 11 og 12 varð sá atburður á Suðurlandsbraut austan Kringlu- mýrarbrautar, að sendill frá Sjóvá féll í götuna og meiddi sig auk þess sem hjólið skemmdist. Drengurinn getur ekki gert sér grein fyrir því hvað þarna gerðist og þarf slysa- rannsóknardeild lögreglunnar nauðsynlega að ná tali af vitnum að atburðinum. Strætisvagn úr Kópa- vogi átti leið þarna um á sama tíma og er mjög líklegt að farþegar í vagninum hafi séð hvað gerðist. Eru þeir beðnir að hafa samband við lögregluna hið fyrsta. Ný Morgan Kane-bók: Böðullinn frá Guerrero ÚT er komin tuttugasta og fyrsta vasabrotsbókin í bókaflokknum um Morgan Kane og ber hún nafnið „Böðullinn frá Guerrero“. Sagan fjallar um viðureign Morg- an Kanes við hóp glæpamanna sem höfðu leitað hælis í mexíkönsku háfjöllunum undir verndarvæng for- ingja sem almennt var nefndur „Böðullinn frá Guerrero". Hvernig stóð á því að heimavarnarliðið hafði ekki handtekið þessa útlaga og leitt þá fyrir aftökusveit? Hafði Böðullinn frá Guerrero, eitthvert kverkatak á mexíkanska lögregluliðinu? Eina leiðin fyrir Morgan Kane til að komast í nánd við böðulinn frá Guerrero var að komast í hópinn dulbúinn sem glæpamaður. (FréttatilkynninK). SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð Kaldvalsað plötujárn Plötuþykktir frá 0,8 — 2 mm Plötustærðir 1000x2000 mm og 1250x2500 mm Borgartúni31 sími27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.