Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 23 hann fékk umgangspest, sem þá gekk, og var talin meinlaus. Það fór á annan veg með Inga, honum batnaði seint, og að lokum komst sýkingin í hjartavöðvann. Eftir nákvæma rannsókn og meðferð á sjúkrahúsi, var hann talinn jafn- góður, og vissi enginn betur en svo væri. Það grunaði engan að í hjarta hans leyndist meinsemd, eins og falinn eldur, sem gæti blossað upp, þegar síst skyldi. — Þegar bátnum hvolfdi á Gíslholts- vatni, þá leit ekki út í fyrstu, sem neinn háski væri á ferðum. Ingi var svo vel á sig kominn, að hann taldi að það væri leikur fyrir sig að synda til lands, og lagði ótrauður af stað. Allt virtist ganga eðlilega, þar til skyndilega að eitthvð brast, hin gamla mein- semd mun hafa gripið inn í, og gert út um taflið í einu vetfangi. Leikurinn var tapaður. Enginn mannlegur máttur gat breytt neinu um það. Þess vegna komum við saman í dag, ættingjar, tengdafólk og vin- ir, til að kveðja góðan dreng hinstu kveðju. Við sendum honum sameiginlega okkar innilegustu óskir og fyrirbænir, sem mættu verða sálu hans styrkur á þeim brautum, sem hann er nú lagður út á. Að lokum bið ég góðan Guð að veita nánustu aðstandendum hans, sem um sárast eiga að binda, sinn styrk og sinn frið. Megi það verða þeim líkn í þraut og nokkur huggun, að minnast orða skáldsins: „Vort líf. sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Ok upphiminn feifri en augað sér mót öllum oss faAminn breiðir.“ (E.B.) Stefán Bogason. Segið um engan: við misstum hann, heldur: við skiluðum honum aftur (Epiktet). I dag kveðjum við, við jarðnesk leiðarlok, vin okkar, Inga Garðar, einn úr hópnum. Einmitt þennan dag var fyrirhugað að leggja af stað í ferðalag með þeim hjónum Dagnýju og Inga. En Ingi tók sér lengri og strangari ferð á hendur. Þegar sú harmafregn barst okk- ur að morgni 13. júlí að Ingi væri látinn, kemur í hug okkar, eins og ef til vill þeirra sem kveðja þennan heim með svo skyndileg- um hætti, hvers vegna? vegna hvers? og hver er tilgangur alls þessa? Reyndar höfðu þessar spurn- ingar, auk ótal annarra orðið tilefni mikilla umræðna og vanga- veltna hjá okkur, sexmenningun- um, á fundum síðastliðinn vetur. Var Ingi þá einna ákafastur við að leita svara við lífsgátunni miklu. Ef til vill stendur hann nú þegar feti framar en við, við lausn þessara spurninga. Ingi var alltaf hress og kátur. Bar hann mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og var samheldni þeirra hjóna einstök. Áhugamál hans voru mörg og ljómaði andlit hans allt er hugðarefni hans bárust í tal. Sumarbústaður þeirra, við Gíslholtsvatn, átti hug hans allan um þessar mundir. Vindmyllan, sem átti að rísa innan tíðar, garðyrkjan, veiðarnar auk ótal margs annars. Hann virtist aldrei sitja auðum höndum og lagði sig allan fram að fá sem mest út úr lífinu. Margar góðar stundir áttum við með Dagnýju og Inga, á liðnu ári. Heimili þeirra lýsti af hlýju og kærleika, sama hvenær litið var við. Á tímamótum sem þessum eiga ættingjar og vinir um sárt að binda. En við vitum að tíminn deyfir öll sár. Höfum jafnframt hugfast, að þegar okkar ævi er öll munum við hitta Inga aftur með sitt hlýlega bros eins og svo oft áður. Við vottum Dagnýju og Davíð, foreldrum og öðru venzlafólki okkar innilegustu samúð. Guð blessi ykkur. öll og gefi ykkur styrk. Sigurjón og ósk Dóri og Siggga Erlendur Jóhanns- son - Minning Fæddur 31. marz 1892 Dáinn 15. júlí 1980 Langlífi er naumast eftirsókn- arvert nema við bærilega heilsu, andlega og líkamlega. Einangrun, einmanaleiki og sambandsleysi hinna öldruðu er yfirþyrmandi í miskunnarlausu kerfisþjóðfélagi nútímans. Einstakur gæðamaður, gamall og grár, er kvaddur í dag og lagður til hinztu hvíldar. Hann vandfundin í fari okkar Norðlend- inga, dyggðir, sem eru okkur nokkuð fjarrænar og torskildar. Hann var trygglyndur og einelsk- ur i stjórnmálaskoðunum. Hann var einn af þessum fyrstu, heið- virðu Hafnarfjarðarkrötum, af gamla skólanum. Það var sama hvaða afglöp og glappaskot þeir seinnitíma-kratar frömdu; enkert haggaði Linda gamla og fylgispekt t Elskuiegur eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN JÓNSSON, frí Skagnesi, Mýrdal, sem lést í Landspítalanum þann 20. júlí s.l. veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. júlí kl. 10:30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guörún Markúsdóttir, Sigurborg Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Mólfríóur Daníelsdóttir og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, MARÍU ÞÓRDARDÓTTUR, fró Stykkíshólmi. Sérstáklega þökkum viö öllum sem önnuöust Maríu í veikindum hennar. Aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, ÓSKARS GÍSLASONAR, gullsmiðs, Skólavörðustíg 5. Grethe Glslason, Edda Óskarsdóttir, Hjalti Kristgeirsson, Margrét Þóra Gunnarsdóttir, örnólfur Thorsson, Anna Vilborg Gunnarsdóttir, Halldór Guömundsson. var einn fárra langlífra, sem slapp blessunarlega við seinkæfandi kvöl ellinnar. Hann var svo hepp- inn heilsufarslega að geta notið einstakrar umhyggju og hlýju ástríkrar einkadóttur. Þrátt fyrir það fann hann til sívaxandi fót- kulda síðustu æviárin, jafnt á degi sem nóttu og það í gegnum þykk og þæfð sokkaplögg. Þar var hin kalda krumla dauðans á ferð og læsti sig um æðar og vefi, ísmeygi- leg og lævís, sem vinnur alltaf óhjákvæmilega síðustu lotuna og fer óútreiknanlegar leiðir að fórn- arlömbunum unz veitt er banalag- ið, sem þessi ljúfi og lítilláti gamli verkamaður hefir hlotið hátt á níræðisaldri. Nú hefir nærgætin og umhyggjusöm dóttir fært aldr- aðan föður í sokkaplöggin í hinzta sinn fyrir svefninn langa. Hann hét Erlendur Jóhannsson og var Rangæingur, fæddur í Haga í Holtum 31. marz 1892, einn af níu sonum hjónanna Jóhanns Erlendssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur. Þau eignuðust að auki eina dóttur. í Hafnarfirði eyddi Er- lendur, þessi dyggi og ráðvandi maður, beztu árum ævinnar. Hann var yfirlætislaus, hógvær og hæ- verskur eins og margir sýslungar hans og bar sunnlenzkt lítillætið með sér hvert sem hann fór, svo að jaðraði við, að hann biði afsökun- ar á sjálfum sér á nýjum og ókunnum slóðum. Slík skaphafn- areinkenni hafa víst löngum þótt hans. Erlendur var alltaf sami tryggi og trausti liðsmaðurinn með óþreytandi langlundargeð. Sjálfur var hann svo óspilltur, að hann trúði aldrei neinu misjöfnu á aðra, jafnvel ekki á mörkratana, sem nöguðu og átu ástkæra flokk- inn hans innanfrá. Gömlum og göfugum hugsjónum jafnaðar- manna kynntist hann ungur í Firðinum og helgaði þeim hug sinn og hjarta, þar sem hann vann lengst af í Vélsmiðju Hafnarfjarð- ar. 1915 gekk Erlendur að eiga Ólöfu Einarsdóttur úr Bíldsey á Breiðafirði. Hún lézt fyrir tæpum 15 árum. Athvarf og heimili hefur Erlendur átt síðan hjá einkadótt- urinni á Flókagötu 23. Hún er Unnur, verzlunarstýra i Bókabúð Helgafells við Njálsgötu. Hún var um 10 ára skeið gift Bergþóri Smára lækni, og eignuðust þau tvö börn: Jakob, háskólakennara í Stokkhólmi og Erlu, húsmóður og háskólanema í Ósló. Látnum ljúflingi eru þökkuð góð kynni sem og hlýtt og notalegt viðmót. Nú vappar ekki Erlendur, blessaður, Iengur um Flókagötu og Klambratún með góðmennskuna í svipnum, þar sem börnin og fugl- arnir fögnuðu honum. Nú hvílir þessi gamli og slitni verkamaður þreytt beinin eftir langa og lýj- andi vegferð og sefur rótt um eilífa nótt. Örlygur Sigurðsson + Þökkum vinarhug og samúö vegna fráfalls fööur okkar, KAJ BRUUN. Snjólaug Bruun, Knútur Bruun. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. TILBOÐ I 4 DAGA 20% afsláttur aföllumvörum HiBBiDilLD í verzluninni _ AUSTURSTRÆTI 14 ÞRIDJUD., MIÐVIKUD., FIMMTUD., FÖSTUD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.