Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JULI 1980 5 „í Englandi njóta hug- lækningar fullrar viður- kenningar,“ — segir Lilanthia Hambling Að Varmalandi í Borgarfirði reka þeir Jón Sigurgeirsson og Úlfur Ragnarsson hvíldar- og hressingarheimili í sumar með sama sniði og heimilið, sem þeir stofnuðu á Laugalandi í Eyjafirði fyrir fáum árum og naut mikilla vinsælda. Þar stunda dvalargestir göngur og böð, njóta heilnæmrar fæðu, tónlistar og lifandi orðs, hvíldar og áreynslu í hæfilegri blöndu og þar geta þeir tekið þátt í jógaæfingum og helgistundum að eigin vild og er gefinn kostur á huglækningum. Dvölin er greidd á kostnaðarverði, því að rekstrinum er ekki ætlað að skila ágóða. Heimilið er rekið af hugsjón og löngun til að hjálpa þeim, sem sækjast eftir hvíld, endurhæfingu sálar og líkama og alhliða upp- byggingu, vellíðan og hamingju, enda er aðsókn mikil. Meðal þeirra, sem starfa við hressingarheimilið í sumar, er breski huglæknirinn Lilanthia Hambling, dóttir hjónanna Eileen og Horace Hambling. Faðir henn- ar er látinn fyrir nokkrum árum, en þær mæðgur hafa komið til íslands næstum árlega um langt skeið og hafa verið hér báðar í sumar. Ég hitti hana á Varma- landi fyrir skömmu og átti við hana stutt samtal. — Hefur þú fengist lengi við huglækningar? — Þetta er 21. árið, sem ég fæst við huglækningar og andlega ráðgjöf. Ég er alin upp við þetta. Faðir minn var miðill í um 50 ár í Englandi og Vesturheimi, og móð- ir mín hefur verið huglæknir í 40 ár. Eftir að hún kynntist föður mínum, tóku þau upp samstaf á þessu sviði. — Hvar hefur þú einkum start- að? — Ég hef starfað mest í Eng- landi, en einnig hér á landi og í Nýja-Sjálandi. Þetta starf hefir verið tómstundaiðja mín, þar til á þessu ári, að ég varð huglæknir að aðalstarfi. Ég er félagsráðgjafi að menntu og hef unnið einkum á þeim vettvangi til þessa, en ég fann, að ég gat ekki skipt mér milli tveggja viðfangsefna og ákvað því fyrir skömmu að helga mig huglækningum eingöngu. Menntun mín og reynsla kemur mér að góðu haldi í núverandi aðalstarfi, því að vissulega fæst ég enn við margs kyns mannleg vandamál og reyni að greiða úr þeim. Eftir að faðir minn dó, höfum við mæðgur notið sömu hjálparanda eða stjórnenda og hann naut, og einnig njótum við hans í ríkum mæli í starfi okkar. Við erum í rauninni orðinn mjög samstilltur og samhæfður hópur. — Hver er almenn afstaða þín til starfs þíns? — Mér er leyft að stunda huglækningar af stjórnanda mín- um, sem gerir miklar kröfur um einlægni og alúð. Stéttarlega eru líka gerðar miklar kröfur um líffræði- og líffærafræðilega þekk- ingu. Ég reyni alltaf að tæma hug minn algerlega, áður en ég fer inn í vinnuherbergi mitt til sjúklings, til þess að árangur verði sem bestur, til þess að ég verði sem bestur og greiðastur farvegur fyrir þau áhrif, sem guð vill senda í gegnum mig til þess, sem þarfn- ast þeirra. Ég er aðeins farvegur fyrir guðlegan kraft, sjálf legg ég harla lítið af mörkum nema áhug- Y f irlýsing f rá ferðanefnd Varðar MORGUNBLAÐINU heí- ur borizt eftiríarandi yfir- lýsing frá ferðanefnd Varðar, sem send var Dagblaðinu sl. laugardag. Þar sem yfirlýsing þessi hefur ekki verið birt í því blaði hefur Morgunblaðið verið beðið að birta hana: Viðvíkjandi grein í blaði ykkar, laugardaginn 19.7. 80, vill ferðanefnd Varðar taka eftirfarandi fram: Ferðanefndin mótmælir þeirri fullyrðingu blaðsins að hún hafi samþykkt að biðja varaformann Sjálfstæðis- flokksins, Gunnar Thor- oddsen, að flytja ræðu í Varð- arferðinni 1980. Slík samþykkt var aldrei gerð á fundum nefndarinnar. Nefndin sam- þykkti aftur á móti að fara þess á leit við Geir Hall- grímsson, form. Sjálfstæðis- flokksins, að hann flytti ræðu er hádegismatar yrði neytt við Þjóðveldisbæinn i Þjórsárdal. ann og löngunina til að hjálpa öðrum. — Skynjar þú líðan sjúkl- inganna? — Ég er afar opin fyrir áhrifum, skynja líðan sjúkl- inganna eða vanlíðan á sjálfri mér og reyni að gera mér grein fyrir, hvað er að. Þá taka stjórnendur mínir við, og þeir segja mér, hvað er að og hvernig eigi að lækna sjúklinginn, sé það unnt. Ég „heyri“ þá tala til mín og gefa mér ráð og vitneskju. Það á þó ekkert skylt við spádóma. Ég „sé“ stund- um, en segi sjúklingunum það ekki, nema það sé æskilegt eða nauðsynlegt vegna lækningarinn- ar sjálfrar, þó aldrei í Englandi, þá héldu landar mínir, að ég væri gengin af göflunum. Hér á landi erum við mæðgur oft taldar til miðla, sem er þó alls ekki rétt. Heima í Englandi minnumst við aldrei á spíritisma. Þó að við notumst við sams konar eða skylda hæfileika og miðlar, minn- umst við aldrei á það. Heima í Englandi erum við líka viður- kennd sem heilbrigðisstétt, sem hluti af þeim samvirka starfshópi, sem vinnur að lækningum á sjúkrahúsunum. Við tökum fullan, viðurkenndan og ábyrgan þátt í lækningastarfinu og njótum til þess fullrar viðurkenningar. — Hvernig hefur þér fallið að starfa á íslandi? — Mér fellur vel að starfa hér á landi, því að fólk hér er jákvætt gagnvart starfi mínu og tekur vel á móti. Ég hygg, að þetta sé 12. árið sem ég kem hingað, en fyrst kom ég árið 1966. Ég var ásamt móður minni á Laugalandi 1976, en gat ekki komið 1977 vegna annríkis annars staðar. — Vinnið þið mæðgur mikið saman? — Við vinnum yfirleitt sjálf- stætt, en á löngum ferðalögum eða þegar við reynum að hjálpa mikið veikum sjúklingum vinnum við saman. Við höfum gífurlega marga sjúklinga í Lundúnum og höfum einbeitt okkur að hjálp og ráðgjöf við krabbameinssjúklinga, ekki endilega lækningu, heldur öllu fremur er hjálp okkar fólgin í að skapa þeim nýtt og jákvætt viðhorf. — Hvernig þykir þér hugmynd Jóns og Úlfs að hressingarheimili eins og hér á Varmalandi? — Mér þykir hún í einu orði bráðsnjöll, ef til vill alveg einstök í þessari veröld, sem er full af streitu og spennu og þarfnast sárlega staðar eins og þessa. Mér hefur fallið mjög vel að dveljast hér. Ég kann vel að meta þá ró og friðsemd, sem hér ríkir, og ég finn, að dvalargestirnir gera það líka. Hér er líka engin mengun, og sá kraftur, sem ég vinn með, er sterkari fyrir vikið. ísland er gott land að flýja til úr þjáðum heimi. Ég dvelst hér einn mánuð að þessu sinni, en verði framhald á starfi þeirra Jóns og Úlfs, kem ég vissulega aftur, ef mín verður óskað, sem ég sannarlega vona, því að hér er yndislegt að starfa og dvelja. — Hver er árangurinn af starfi þínu? — Ég ætla ekki að dæma um hann, það geta aðrir gert betur, en á þessum stað eru „sjúklingarnir" lausir við venjuiegt umhverfi sitt og frjálsari í tjáningu. Það gerir lækningu alls konar meina auð- veldari. Líkamlegir sjúkdómar geta átt andlegar eða geðrænar orsakir, og ég reyni alltaf að ráðast að meininu sjálfu og upp- ræta það heldur en eltast við einkennin eða afleiðingarnar. Fólk vill líka fremur opna sig fyrir ókunnugum, en ég tek fram, að öll samtöl fara fram í fullkomnum trúnaði. Héðan fer fólk oftast miklu glaðara, sælla og hamingju- samara en það kom, jafnvel eftir aðeins örfárra daga dvöl. En við skyldum aldrei reyna að lækna líkamlega sjúkdóma án þess að lækna sálina fyrst, gefa nýjan kraft, nýtt viðhorf. Sv.P. Rétt er að taka fram að algjör samstaða var í nefndinni um þessa málsmeðferð. Einnig er rétt að fram komi, að sú hefð hefur ekki skapast að varaformenn Sjálfstæðis- flokksins flytji ræður í Varð- arferðum. Ferðanefnd Varðar hefur þó í tvígang leitað til Gunnars Thoroddsen, í því skyni að hann flytji ræður í Varðarferðum. I fyrra skiftið var það er farið var að Sig- öldu, enda var Gunnar Thor- oddsen orkumálaráðherra er sú ferð var farin. í seinna skiftið var það er farið var að Grundartanga og var forsend- an fyrir því að leitað var til Gunnars Thoroddsen um ræðuflutning í þeirri ferð, að framkvæmdir við Grundar- tanga voru samþykktar í hans tíð sem orkumálaráðherra. Með von um að frétt sú er birtist á síðum blaðsins verði leiðrétt í blaði ykkar mánu- daginn 21.7. n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.