Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 MORö'OK/' raff/no GRANI GÖSLARI Ég hélt að é« myndi verða innan um sæg af fallegum stelpum á svona matreiðslu- skóla! Ék réði mann tii þess að hreinsa af borðunum. Aldrei hef ég kynnst öðru eins. Kosið í biskups- embætti eftir kyni BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson t skemmtiþraut byrjum við á að byr/íja spil austurs og vesturs. Vestur gaf spilið og opnar á 1 hjarta. COSPER COSPER Norður S 2 H. ÁK108 T. ÁKD10976 L. 10 Vestur S. KD10 H. DG975 T. G5 L. Á76 Austur S. 543 H. 642 T. 643 L. 5432 Suður S. ÁG9876 H. 3 T. 2 L. KDG98 Eftir opnun vesturs stekkur norður í 4 grönd, spyr um ása, suður segir frá einum ás með 5 tíglum og hann verður því sagn- hafi í 6 tíglum. Vestur spilar út spaðakóng og nú athugar þú málið. Það fyrsta, sem í hug kemur, er að stela slag á lauftíuna í næsta slag. Taka útspilið með ás og spila laufáttu. En vestur spilar jafnvel og við og ekki létum við það henda okkur að taka ekki á ásinn til að spila trompi. Þar með væri eina tromp suðurs farið og spilið von- laust. Þannig er ekki um annað að ræða, en að eignast fyrsta slaginn og spila hjarta. Vestur blátt áfram verður að eiga bæði drottn- ingu og gosa. Láti hann þá lágt svínum við tíunni, eignumst slag- inn, trompum hjartaáttuna með tvistinum og reiknum þá með að spilið sé orðið upplagt. En ef vestur lætur hátt þegar við spilum hjartaþristinum, sem er auðvitað betra fyrir vörnina, tökum við með kóng og trompum hjartaáttuna. Þessu næst tromp- um við spaða og tökum alla trompslagina. Þá verða eftir 3 spil í blindum, ás og tía í hjarta og lauftían. En vestur verður þá að halda á drottningu og smáspili í hjarta ásamt laufásnum. Hann fær næsta slag á ásinn, verður að spila hjarta og við svínum án þess að depla auga. Unnið spil. Já. mamma. Það er ofsa gaman. Við tókum Siggu fra nku og bundum hana og erum að dansa indiána-stríðsdans kringum hana! . • Kosið í biskups- embætti eftir kyni Kæri Velvakandi. Þetta konu- tal er nú farið að ganga of langt. Nú þegar kona hefur verið kosin ' sem forseti landsins, þurfa ein- hverjir aðilar að meina að verð- andi biskup þurfi endilega að vera kvenkyns líka. Að mínu mati er þetta spor í algjörlega ranga átt, hvað kvenréttindabaráttu varðar. í rauninni er þetta eingöngu orðin sýndarmennska, það er ekki ieng- ur kosið eftir hæfileikunum í starfið, heldur horfið nokkur ár aftur í tímann og kosið eftir kyni. Hverjir af þeim sem skrifað hafa um kvenbiskupinn í blöðin, eru komnir til með að segja að hún sé besti kennimaður landsins af öll- um þeim prestafjölda sem við höfum. Mér finnst vissulega gaman að geta sagt við dóttur mína (og son) að kona sé forseti landsins og þannig sannað þeim að konur séu gjaldgengar í æðstu embætti landsins til jafns við karla, en ég hef á tilfinningunni að það sé ekki af einskærri umhyggju fyrir bætt- um kjörum kvenna almennt, sem sumum er svona umhugað um að fá konur í fleiri „toppstöður" í þjóðfélaginu, heldur barnaleg löngun til að blessað landið okkar komist nú í heimspressuna. í þessu tilfelli fyrir það hvað við stöndum framarlega í kvenrétt- indabaráttunni, og er þá aldeilis munur að geta flaggað konum í örfáum háum stöðum því til sönn- unar. Staðreyndin er nú sú að á margan hátt erum við heldur aftarlega á merinni, hvað snertir þau baráttumál sem beinast að bættri stöðu allra kvenna í þjóð- félaginu, a.m.k. miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Missum því ekki sjónar á skóg- inum fyrir trjánum, ég er íslensk kona og mér og kynsystrum mín- um liggur meira á fullkomnu launajafnrétti, lengri barneignar- fríum og svo ótalmörgu sem enn skortir uppá að fullkomið jafn- rétti kynjanna sé til staðar, en að komast á forsíður einhverra stór- blaða um stundarsakir út á kven- biskup. (Ég vil taka það fram að ég hef ekkert út á hinn ágæta klerk sem hér um ræðir að setja, það féll aðeins í hennar hlut að vera tekin sem dæmi um hugsun- arháttinn sem ég vildi gagnrýna.) Borghildur Heimildarkvikmynd um Þjóðhátíð Vestmannaeyja ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN Þór og Týr í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að láta taka heimild- arkvikmynd um Þjóðhátið Vest- mannaeyja. en félögin sjá um það til skiptis að halda hátíðina i Herjólfsdal ár hvert um fyrstu helgi í ágúst. Er reiknað með að kvikmyndun fari fram á fjórum til sex næstu Þjóðhátíðum og verður byrjað á Þjóðhátíðinni sem hefst föstudaginn 1. ágúst nk. Til verksins hafa verið ráðnir þeir Páll Steingrimsson og Ernst Kettler hjá Kvik hf. Þjóðhátíð Vestmannaeyja er einstæð í sögu íslands, en fyrsta hátíðin var haldin árið 1874. Lengi framan af var Þjóðhátíðin eingöngu sótt af Eyjamönnum, en með auknum ferðamöguleik- um hefur aukizt sífellt fjöldi gesta af fastalandinu á þessari rómuðu hátíð. Að jafnaði sækja um 4000 Eyjamenn Þjóðhátíðina en fjöldi gesta af fastalandinu hefur um nokkurt árabil verið 1—2 þúsund. Dagskrá Þjóðhátíð- arinnar byggir á gamalli hefð í stærstu dráttum en lagt er kapp á að fá alla bestu fáanlega skemmtikrafta bæði heima og heiman til þess að taka þátt í dagskránni þótt hátíðin beri þó jafnan mestan svip af því fasi sem hver og einn þjóðhátíðar- gestur leggur til málanna. í þeirri heimildarkvikmynd sem nú verður tekin verður lögð áherzla á að ná stemmningu hátíðarinnar, sérstæðri dagskrá og myndum af fólki, en kostnað- ur við gerð slíkrar heimildar- kvikmyndar er áætlaður millj- ónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.