Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 31 % ■* • Frá setningu ólympíuleikanna á Lenin leikvanj'inum í Moskvu. Hópur spjaldbera á áhorfendapöllunum hafa myndað ólympíuhringina. Á sjálfum leikvanginum fer fram fimleikasýning. Það vakti mikla athygli við setningarathöfnina að Moskvusjónvarpið sýndi ekki, þegar íþróttahópar gcngu inn undir Ólympíufánum en ekki þjóðfánum sínum. Þá var sjónvarpsvélunum beint að áhorfendum og að heiðursstúkunni. Þetta átti líka við þegar aðeins rússneskur spjaldberi fór fyrir þau lönd sem ekki sendu þátttakendur sýna til að vera viðstadda opnunarathöfnina. Þess var vel gætt að sjónvarpa ekki slíku um allt Rússland. Enda eins gott að upplýsa ekki sitt heimafólk of mikið um sannleikann. Verður nafn Virens ódauðlegt? FINNSKI lanKhlauparinn Lasse Viren er einhver mesti hlaupari alira tima. Aðeins einn hlaupari, landi hans Nurmi. hefur leikið eftir Viren að sigra bæði í 5000 08 10.000 metra hlaupi á tveimur óíympiuleikum i röð. En varla hefur nokkur hlaupari jafn fræg- ur og Viren tapað jafn mörgum hlaupum. Hann fylgir hins vegar þeirri reglu að það skipti ekki nokkru máii hvernig gengur, svo iengi sem að hann sigri þegar það skiptir mestu máii. _Ég vii Iáta muna eftir mér sem mesta hlaupara allra tima. Ef maður vinnur hlaup einhvers staðar, þá hafa allir gicymt þér eftir viku. En þeir sem sigra á ólympiu- Icikum gleymast aldrei“ sagði Lasse Viren við fréttamenn skömmu eftir komuna til Moskvu. Að venju, hefur Viren tapað flestum hlaupum sínum að undan- förnu. Það hefur alltaf verið löngu búið að afskrifa hann, þegar hann síðast hefur brotist fram og sigrað • öllum að óvörum. Skyldi það sama verða uppi á teningnum nú? Tak- ist Viren að sigra aftur í öðru hlaupinu eða báðum að þessu sinni, er ekki nokkur vafi, að hann verður þar með mesti afreksmað- ur allra tíma í sögu Ólympíuleika. Á leikunum í Montreal 1976 gerði Viren tilraun til að jafna met tékkans Emil Zatopek. Zatop- ek vann fágætt afrek á sínum tíma, árið 1952, en þá sigraði hann ekki einungis í 5000 og 10.000 metra hlaupunum á ólympíuleik- unum í Helsinki, heldur einnig í Maraþonhlaupinu. Viren varð að sætta sig við fimmta sætið í Maraþonhlaupinu, eftir að hafa unnið hin hlaupin bæði. Viren fær ekki möguleika til þess að reyna aftur í Moskvu, því Maraþon- hlaupið og 5000 metra hlaupið eru á dagskrá á sama tíma. Furðulegt skipulag það ... 53 a jr m W Judomenn eru reiöir JÚDÓLIÐ Bretiands. Júgó- slaviu. Tékkóslóvakiu. Mex- ikó og Kúbu hafa ákveðið að hætta við þátttöku í júdó- keppninni á Ólympíu- ieikunum i Moskvu, verði ekki gengið að kröfum þeirra um að aðskilja opnu keppnina og keppni í hverj- um þyngdarflokki. Er mikil ólga i júdóheiminum vegna þessa og talið að fleiri þjóðir kunni að skipa sér í fylk- ingu með umræddum þjóö- um. Talsmenn þjóðanna segja það forkastanlegt að opna keppnin fari fram á sama tima og kcppni i hverjum þyngdarflokki. ekki einuug- is vegna þess að flestir júdómannanna hefðu hug á að keppa i báðum, heldur einnig vcgna þess að margir yrðu að láta gera að minni- háttar meiðslum og gætu þvi ekki keppt ef þeir þyrftu að hlaupa á milii keppnisstaða á sama deginum ... Einn Kani á Ol þrátt fyrir allt ÞRÁTT fyrir að Bandarikin séu ekki meðal þátttakenda á óiympiuleikunum, er einn siikur þó engu að siður með. Minnesota-maðurinn Wayne Brabender. Ilvernig skyldi standa á þvi að hann sé keppandi? Jú. hann hefur verið spænskur rikisborgari í 10 ár og hefur leikið körfuknattleik með Real Madrid í 13 ár. Brabender er nú 34 ára gamall og lykil- maður i spænska landsiiðinu i körfuknattleik. Brabender er 1,93 metrar á hæð og þykir mjög snjall ieikmaður. Aðspurður hvort að honum hefði ekki dottið i hug að sitja hcima sem Bandarikjamaður. Hann svaraði þvi til að hann væri Spánverji. Einn hrygg- brotnaði KÚBANSKI fimleikamaður- inn Jorge Roche varð manna fyrstur tii þess að siasa sig i keppni á ólympiuleikunum. Hann var að gera æfingar sinar á jafnvægisslá er óhappið átti sér stað. Roche er einn fárra fimleikamanna sem reynir að stökkva tvö- falt heljarstökk á jafnvæg- isslá. Nái hann sér af meiðsl- unum, er ekki ólíklegt að hann leggi af þá iðju, þvi hann missti gersamlega jafnvægið og ienti á bakinu á slánni. Var hann borinn burt á börum og lék grunur á að hann hafi hryggbrotn- að. ___t x t____ Eingöngu spurt um politík ÞEGAR maður er tekinn taii hér af rúsnesku fréttamönn- unum þá er ekki spurt um annað en pólitik. hversu góðir leikar þetta séu o.fl., sagði biökkumaðurinn Crawford frá Trinidad en hann sigraði i 100 metra hiaupinu i Montreol. Hann á nú góða möguleika að verja titil sinn þar sem allir bestu 100 metra hiauparar heims eru f jarverandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.