Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 163. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezkir þingmenn: Takmarka launa- hækkanir sínar Lundúnum. 22. júli — AP. BREZKIR þingmenn sam- þykktu í morgun að tak- marka launahækkanir sín- ar í ár við 9.5%. í atkvæða- Afganistan: Sovéskar hersveit- ir umkringdar Islamabad. 22. júli — AP. FRELSISSVEITIR Afgana hafk umkringt sovéskar og afxanskar hersveitir i Heimunddai i Kandhar- héraði. Bardagar hafa geisað á svæðinu i rúma viku. Að sogn frelsissveitanna hafa 50 sovéskir hermenn og stjórnarhermenn fall- ið. Auk þess hefur hermönnum frelsissveitanna tekist að eyði- leKgja nokkurt magn hernaKna. þar á meðal nokkra skriðdreka. Þá réðust frelsissveitir á flugvöll- inn í Jalalabad í Nangaraharhéraði á sunnudag. Þrjár þyrlur voru eyði- lagðar og sex skriðdrekar. Öryggis- gæzla var hert við alla helstu flugvelli Iandsins í kjölfar árásar- innar á flugvöllinn í Jalalabad. Sovétmenn svöruðu árásinni með því að leita í húsum í nágrenninu og að sögn fundu þeir vopn og skotfæri. greiðslu í brezka þinginu var yfirgnæfandi meiri- hluti þingmanna sam- þykkur takmorkun launa- hækkana. — 231 greiddu tillögunni atkvæði en 137 voru á móti. Með þessu vilja þingmenn sýna vilja sinn í verki í baráttunni við verðbólguna og vax- andi efnahagsvanda lands- ins. I tölum sem birtar voru í Lundúnum í dag eru 1.9 milljón Breta atvinnulausir, eða 7,8% vinnufærra manna. Verðbólgan stefnir í 21% á árinu. Brezkir þingmenn eru meðal hinna lægst- launuðu í hinum vestræna heimi. Ráðherrar í stjórn Margrétar Thathcer, forsætisráðherra, fá enn minni launahækkanir í ár en þingmenn, — eða 5%. Hvort brezkur almenningur vill fylgja þingmönnum sínum og takmarka launakröfur sínar skal ósagt látið en námamenn hafa farið fram á 35% launahækkanir og samtök iðnaðarins segja að launahækkan- ir í samningum undanfarið séu að meðaltali 17 til 21%. Thorn fer í friðar- ferð á vegum EBE Brussels, 22. júlí — AP. EFNAHAGSBANDALAG Evrópu mun gera út af örkinni sérstaka nefnd til Miðausturlanda til að freista þess að finna lausn á deilu ísraels og Araba. Gaston Thorn. utanríkisráðherra Luxembourg og formaður utanrikisráðherra- nefndar bandalagsins mun verða i forsæti nefndarinnar. Skýrt var tekið fram i Brussel að Banda- rikjamenn yrðu látnir vita um framvindu mála í ferð Thorns. Gaston Thorn mun ræða við leiðtoga Israels og Arabaríkja og hann mun skýra kollegum sínum frá niðurstöðum ferðar sinnar á utanríkisráðherrafundi EBE í september. Ekki var skýrt frá því hvaða lönd Thorn mun heimsækja en heimildir í Brussels segja að hann muni fara til ísraels, Egypta- lands, Sýrlands, Líbanons, Ku- waits, Jórdaníu, íraks og Saudi- Arabíu auk þess að hann mun ræða við leiðtoga palestínumanna, vænt- anlega Yasser Arafat. Palestínumálið var til umræðu í Allherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í gærkvöldi. Búist er við, að tillaga verði samþykkt um myndun palestínsks ríkis á herteknu svæð- unum. mm íúa'w-1* Friðunarsinnar hafa haft sig talsvert i frammi i Brighton og hvatt til algers banns við hvalveiðum undir kjörorðinu, „Bjargið hvölunum.“ simamynd ap. Fleiri ríki hlynnt hvalveiðum en áður Briiíhton, 22. júli. AP. TILLAGA UM bann við iðnaðar hval- veiðum á heimshöfunum var í dag felld í alþjóðahvalveiðiráðinu. Þrettán þjóðir voru fylgjandi banni, — Argentína, Austurríki, Bretland, Danmörk, Frakk- land, Mexikó, Holland, Nýja Sjáland, Oman, Seychelleseyjar, Svíþjóð, Sviss og Bandaríkin. Níu þjóðir greiddu atkvæði gegn allsherjar hvalv°iðibanni, — Kan- ada, Chile, ísland, Japan, S-Kórea, Perú, S-Afríka, Spánn og Sovétríkin. Tvö ríki sátu hjá, Brazilía og Noregur. Tækni- nefndin mælti með allsherjar banni, þar greiddu 14 atkvæði með banni en 9 voru á móti. % hluta atkvæða þurfti til að samþykkja bannið. Þórður Ásgeirsson, formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins sagði í gærkvöldi í samtali við blaða- mann Mbl. að fleiri ríki hefðu nú greitt atkvæði með hvalveiðum en áður. Þannig hefðu Kanada og S-Afríka greitt atkvæði með áframhaldandi hvalveiðum en þau sátu hjá síðast þegar gengið var til atkvæða um bann við hvalveið- um. „Fleiri ríki eru okkur sam- mála um, að stunda beri hvalveið- ar og að skynsamleg nýting hvala- stofna sé eðlileg og rétt,“ sagði Þórður Ásgeirsson. Svíar lögðu fram málamiðlun- artillögu þar sem gert var ráð fyrir því að bann yrði samþykkt en það tæki ekki gildi fyrr en að tveimur árum liðnum. Sú tillaga náði ekki fram að ganga. Richard Frank, formaður bandarísku nefndarinnar sagði að úrslit hefðu orðið eins og hann bjóst við. Hann sagði, að friðunarsinnar þyrftu tvö ár til viðbótar til að ná fram allsherjar hvalveiðibanni. Þá mistókst að ná samkomulagi um hvalveiðar eskimóa í Alaska. Bandaríkjamenn lögðu til að þeir fengju að veiða 18 hvali og færa þá að landi. Bandaríkjamenn segja. að veiðar eskimóa séu ekki iðnað- arveiðar, heldur sé hér um að ræða menningarlega arfleifð. Vís- indamenn segja að stofninn sé í mikilli hættu. Richard Frank sagði við blaðamenn, að ef ekki næðist samkomulag um veiðar eskimóa myndu Bandaríkjamenn grípa til einhliða ráðstafana og úthluta eskimóum veiðikvóta. Dimmviðri í Kanada haml- aði áætlaðri för svifdrekans Baie Comeau, Kanada, 22. júlí. AP. KALIFORNÍUBÚINN Joseph Whitmore varð að lenda svifdreka sínum í útjaðri Baie Comeau, litlum bæ norðaustur af Quebec vegna dimmviðris, tæplega 100 kilómetra frá ákvörðunarstað sinum. Whitmore ætlar að freista þess, að svífa i svifdreka sinum yfir Atiantshafið til Parisar. Hann hyggur á viðkomu i Reykjavík. Whitmore lagði upp frá Montmagny i dag, og komst hann tæpa 400 kilómetra. Þegar hann lenti í útjaðri Baie Comeau tók kanadíska riddara- lögreglan hann fastan en honum var sleppt þremur klukkustund- um síðar. Ekki var alveg ljóst af hverju Whitmore var tekinn fastur en svo virðist vera, sem það hafi verið í tengslum við tollskoðun í Montmagny, þaðan sem hann lagði upp. Þá mun samgönguráðuneytið kanadíska eitthvað hafa að athuga við hreyfil þann, sem knýr svifdreka Whitmores, sem virtist þreyttur þegar hann fór út úr lögreglu- stöðinni í dag. Svifdreki Whit- mores er knúinn hreyfli og hann getur náð mest 88 kílómetra hraða á klukkustund. Þegar vindar eru hagstæðir lætur Whitmore svifdreka sinn svífa. Joseph Whithmore á svifdreka sinum skömmu eftir brottförina frá Montmagny. sim»mynd ap. Hitabylgjan: Fórnarlömb nú yfir 1200 New York. 22. júlí - AP JIMMY Carter, forseti Bandarikj- anna hét bændum í dag i Texas aðstoð rikisins vegna hitabylgjunn- ar, sem gengið hefur yfir suður- hluta Bandaríkjanna. Þegar er séð fram á stórfelldan uppskerubrest i Texas vegna þurrka. Nokkuð rigndi i Texas i dag en hvergi nærri nóg. Carter hvatti stjórnarstofnan- ir til þess að gera allt í þeirra valdi til að draga úr áhrifum hitabylgj- unnar. Þá sagðist Carter ætla að biðja i bænum sinum um regn og svalara veður. Hitabylgjan hefur þokast til norð-austurhéraða landsins. Þannig mældist hiti í New York í dag 39 stig, sem er nýtt met. Borgaryfirvöld hafa gert ráðstafanir til þess, að takmarka vatnsneyslu borgarbúa. í gær rigndi í Missisippi. Um 100 manns urðu að yfirgefa heimili sín vegna flóða. Hiti iækkaði nokkuð í Arkansas og Missouri en náði há- marki í Oregon. Veðurfræðingar spá því, að hiti fari hækkandi síðar í vikunni. Að minnsta kosti 1211 hafa látist í 23 ríkjum vegna hitabylgj- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.