Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRA MÁNUDEGI • Rusladall við biðskýlið í Laugardalnum Húsmóðir í Laugarneshverf- inu skrifar. Sóðaskapurinn í kringum Laugardalinn er til skammar. Þar eru fjúkandi pylsu- bréf og plastmál út um allt. Við þetta baetist að verið er að slá graseyjarnar hér í hverfinu og aldrei rakað yfir þær. Ég er með þá tillögu að bærinn fái gamlan mann sem hættur er störfum vegna aldurs til að raka rusli saman, og að rusladallur verði settur að norðanverðu við biðskýl- ið í Laugardalnum. Mér finnst enginn sómi að því að koma með útlendinga í sýningar og skoðun- arferðir hingað í Laugarneshverf- ið til að horfa á fjúkandi rusl. Það væri góður siður ef fólk tæki sig til og hreinsaði í kringum húsin sín. Að lokum langar mig að minnast á garðinn á Bjargi. Af hverju í ósköpunum er hann látinn grotna svona niður? • Leggja niður útimarkaðinn Kæri Velvakandi. Undanfarið hefur fólk ekki linnt því að hrósa útimarkaðnum hér í Reykjavík. Að sumu leyti er ég sammála öllu þessu fólki. Það kemst skemmti- legur suðurlandabragur á borgina og þetta er góð tilbreyting. Samt sem áður verðum við að gera okkur grein fyrir einu. Við erum með þessu að gefa drykkju og pilluátsmönnum fastan samastað í hjarta borgarinnar. Um daginn fór ég eins og fleiri í bæinn og ég gat varla þverfótað fyrir dauða- drukknu fólki. Nú er ég alls ekki að meina að þessir vesalings menn eigi ekki að hafa tilverurétt, en það á heldur ekki að gera bæinn að nýlendu fyrir þessa menn. Ég legg til að útimarkaðurinn verði lagður niður, að miklu leyti. Það væri hægt að hafa hann svona einu sinni í mánuði. Sigga Þessir hringdu . . ÉL ////VA _ S5P . W/4 JL M ý/'Æí/ *®i iii ti -X- M m m m a 20. Hxh7+! - Kxh7, 21. Dh3+ - Bh4, 22. Bg5 - f6, 23. Dxh4+ - Kg7,24. Dh6+ - Kf7,25. Dh7+ - Hg7, 26. fxg6+ og svartur gafst upp. • Frítt útvarp og í strætisvagninn Öldungur hringdi. Hann vildi beina þeirri spurningu til yfir- valdanna hvort gamla fólkið gæti ekki fengið a.m.k. frítt útvarp, frí dagblöð og frítt í strætisvagninn. „Við sem höfum eingöngu ellilíf- eyrinn til að lifa af, skrimtum naumlega, og ættum skilið að geta fylgst með því sem er að gerast og komist ferða okkar. • Verðmerkingar í verzlunargluggum Soffía hringdi, og sagði að verðmerkingar í búðargluggum sumsstaðar væru fyrir neðan allar hellur. Þetta væri óþægilegt þar sem hún þyrfti alltaf að fara inn í verzlunina og spyrja um verðið á hlutnum sem væri í glugganum. Og ef ég fer í bæinn um helgar að kíkja í glugga veit ég ekki verðið á hlutnum sem ég sé. Þetta er mjög óþægilegt og ég vil hvetja verzlun- areigendur til að verðmerkja vör- ur sínar betur, þar sem það er alls ekki mikil fyrirhöfn. • Þátturinn hans Óla Þórðar góður Biggi hringdi. Hann vildi þakka fyrir „Syrpu" sl. sunnudag. Þessir þættir eru alveg einstakir. Þeir eru svo blandaðir og mig langar bara að.segja Óla að halda áfram á sömu braut. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Búdapest í Ung- verjalandi fyrir nokkru kom þessi staða upp í skák þeirra Vegh, sem hafði hvítt og átti leik og Horvath. illíll IHIIII HÖGNI HREKKVÍSI 4» ©1«0 .FeODoft AF £IÍS*EPPU.. *• Athugasemd um vaktþjónustu lækna á Self ossi Blaðinu heíur borist eftirfar- andi frá stjórn Sjúkrahússins á Selfossi: Vegna greinar Brynleifs H. Steingrímssonar, læknis er birtist í Morgunblaðinu 26. júní sl. teljum við undirrituð í stjórn Sjúkra- hússins á Selfossi óhjákvæmilegt að gera eftirfarandi athugasemdir við grein læknisins, þar sem væg- ast sagt er um mjög villandi upplýsingar að ræða. Að því er varðar fyrirkomulag á vaktþjónustu sem hefur verið við Sjúkrahúsið á Selfossi síðan 1. nóvember 1979, viljum við taka fram, að við erum fyllilega sam- þykk þeirri ákvörðun sjúkrahús- lækna að taka ekki þátt í vöktum úti í héraði. Það er samdóma álit starfsfólks sjúkrahússins að mjög hafi breyst til hins betra við þá bre.vtingu og ör.vggi sjúklinga á sjúkrahúsinu aukist til muna. Þá hefur einnig komið í ljós að það fyrirkomulag sem nú er, hefur reynst mjög vel þegar ekki hefur náðst í neyðarvakt heilsugæslunn- ar eða vakthafandi heilsugæslu- læknir hefur þarfnast aðstoðar við að sinna erfiðum slysatilvikum. Frá því er vaktasamstarfi sjúkrahús- og heilsugæslulækna lauk á sl. hausti hefur því miður nokkrum sinnum komið fyrir, þeg- ar Brynleifur hefur verið á neyð- arvakt, að hann hefur neitað að sinna slösuðum ef þeir voru bú- settir utan Selfoss- og Eyrar- bakkalæknishéraðs. Með bréfi dags. 3. apríl sl. tilkynnti yfirlæknir sjúkrahússins landlækni um þessa erfiðleika. Þann 23. apríl sl. varð svo það atvik að Brynleifur ræðir sér- staklega í grein sinni, að tilkynnt var að næturlagi um væntanlega komu slasaðs manns. Að sjálf- sögðu var þetta tilkynnt til sjúkrahússins þar sem neyðarvakt heilsugæslunnar hefur verið und- anfarin ár og hefur engin bre.vting orðið á því af hálfu sjúkrahússins, þrátt fyrir breytingu á vaktasam- starfi lækna. Vakthafandi hjúkr- unarfræðingur hringdi í Brynleif og tilkynnti þetta, en hann neitaöi að koma á þeim forsendum að honum bæri ekki skylda til að sinna þessum sjúklingi, heldur væri það verkefni sjúkrahús- lækna. I grein sinni birtir Brynleifur bréf landlæknis dags. 12. maí 1980, þar sem hann skipar fyrir um hvernig skuli háttað starfsemi Sjúkrahússins á Selfossi. Yfirlækni sjúkrahússins barst ódagsett bréf frá landlækni sem var samhljóða bréfi til B.H.St. Leituðu þá stjórnendur sjúkra- neytisins um hvort eftir því skyldi farið, þar sem það hefði í för með sér gjörbreytingu á starfsemi sjúkrahússins. Þann 27. júní sl. barst svo sjúkrahúsinu eftirfarandi bréf frá heilbrigðismálaráðuneytinu: „Við viljum sérstaklega undir- strika, að það sem í bréinu er tekið fram, um skyldur heilsugæslu- læknanna er aðeins árétting þess sem skýrt er kveðið á um í lögum. Má af því vera ljóst hverjum bar að sinna ofangreindu slysatilviki. Þá skal það skýrt tekið fram að Sjúkrahúsið á Selfossi hefur allt frá stofnun látið héraðs- og heilsugæslulæknunum í té án endurgjalds allt það sem tilskipun ráðuneytisins mælir fyrir um.“ í stjórn Sjúkrahússins á Selfossi. Sigurveig Sigurðardóttir. form. Guðný Ilalldórsdóttir. Sigurður I. Sigurðsson. Guðjón Sigurkarlsson. Við Borgarspitalann hefur verið sléttað sva>ði sem lendingarpallur fyrir þyrlur og verður það malhikað nastu daga. Stendur spítalinn straum af ollum kostnaði. en eftir á að setja upp lýsingu við sva'ðið tii að hægt sé að nota það í myrkri. Að sögn Iluuks Benediktssonar framkvæmdastjóra spítalans er ráðgert að sjúklingar verði teknir i bíla og færðir á slysadeild eða vögnum ekið út á sva>ðið. Ljósm. U \ \. 83? S1G6A V/öGA í VLVtMU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.