Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 32
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 flfavgmifiIgtMfe Síminn ' á afgreiðslunni er 83033 JHorjjuubUibib MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1980 Hækkun millilandaflugfargjalda: Hafa hækkað um 90—110% á ári FARGJÖLD í millilanda- flugi hafa hækkað um 90—110% á sl. ári sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Inni í því eru allar hækkanir, bæði venjulegar hækkanir, leyfðar af verðlagsyfir- voldum, svo ok Kengis- hækkanir, sem verða með hækkandi >jen>;i, en flují- farjjjold eru reiknuð í er- lendri mynt. Sem dæmi um hina miklu, hækkun má nefna, að fargjaldið til Kaupmannahafnar og til baka kostaði liðlega 178 þúsund krónur um mánaðamótin júní-júlí á sl. ári, en eftir síðustu hækkun, sem varð 15. júlí sl. kostar fargjaldið rúmlega 346 þúsund krónur, eða hefur hækkað um liðlega 94%. Sé dæmið hins vegar tekið af fargjaldinu til Glasgow og til baka kostaði það um mánaðamótin júní-júlí á sl. ári rúmlega 122 þúsund krónur, en kostar nú eftir síðustu hækkun, 258 þúsund krón- ur, eða hefur hækkað um 110% á einu ári. Geirfinnsmálið: Nýútkom- inn dómur spannar 583 bls. NÝLEGA er komin út bók, sem vafaiaust er með stærri og efnismeiri bókum er gefn- ar verða út á þessu ári. Eru það Hæstaréttardómar um Geirfinnsmálið, en dómurinn spannar yfir alls 583 blaðsið- ur. Eru þó ekki i bókinni neinar fyrirsagnir og myndir. Hæstaréttardómarnir i heild hafa á undanförnum ár- um verið á bilinu 12—1400 blaðsíður árlega, í fyrra 1390 blaðsíður. Er nokkuð ljóst að þeir verði að þessu sinni gefnir út í tveimur bindum vegna umfangs Geirfinnsmálsins, en það hefur ekki áður gerst. Vafalaust verður drjúg sala á bindinu með Geirfinnsmálinu þótt vafasamt sé að það nái metsölu. Þoka tefur nú hvalveiðarnar MIKLAR þokur hafa verið á hvalamiðunum vestur af land- inu undanfarna viku og hafa þær dregið úr veiðunum, sam- kvæmt þeim upplýsingum. sem Mhl. fékk í gær í Hvalstöðinni. í gaer höfðu veiðst 225 hvalir, þar af 208 langreiðar og 17 búrhvalir.í fyrra höfðu veiðst á sama tíma 199 hvalir, 189 lang- reiðar, 5 búrhvalir og 5 sand- reiðar. Þess ber að geta að veiðarnar hófust þá mun seinna en nú. Árið 1978 höfðu veiðst á sama tíma 211 hvalir. Ljiwm. Mhl. Jiilfus. ERLENDIS er algengt að sjá lögreglumenn á hestbaki. Hér á landi er það afar fátítt nema hvað lögregluforinginn McCloud sást oft ríðandi á sjónvarpsskerminum hér forðum daga. Aðfararnótt sl. sunnudags barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að nokkrir hestar gengju lausir í Mjóddinni í Breiðholti. I ljós kom að þeir höfðu sloppið frá reiðskóla í Kópavogi. Lögreglumennirnir, sem fóru í útkallið dóu ekki ráðalausir. Þeir sóttu snæri í lögreglubílinn, útbjuggu frumstætt beisli og síðan snaraði einn þeirra sér á bak og rak hestana á undan sér í Kópavoginn. Það er Þórður Hilmarsson sem þarna sést á baki en Stefán Líndal stendur brosandi hjá. Kaupmáttur launa mestur í september 1978: Stefnir í 13-14% minni kaupmátt í lok ársins SAMKVÆMT yfirliti Kjara- rannsóknanefndar um kaupmátt almennra launa timabilið 1971 — 1979, var kaupmátturinn mestur f september 1978, við lok stjórnartímahils Geirs Hall- grimssonar og við upphaf valda- fcrils vinstristjórnar Ólafs Jó- hannessonar, eða tæplega 2% meiri, en eftir Sóistöðusamn- ingana svokolluðu. sumarið 1977. 1971 var kaupmátturinn ákveð- inn 100, en eítir Sólstöðusamn- ingana var hann kominn i 117 og í september 1978 f 118,7. Allt frá september 1978 hefur kaupmátturinn verið breytilegur, en minnstur varð hann í nóvember á sl. ári þegar hann var um 14% minni en í september 1978. Á þessu ári hefur svo enn sigið á ógæfuhlið- ina og í apríl var kaupmátturinn kominn niður í 104,6 þrátt fyrir hækkun launa 1. marz. í þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnun- ar, sem verður birt innan tíðar, er svo gert ráð fyrir því að kaupmátt- urinn muni rýrna um 5—6% á þessu ári og er þá ekki gert ráð fyrir neinum grunnkaupshækkun- um og gert ráð fyrir óbreyttu vísitölukerfi. Um síðustu áramót var kaup- máttur launa um 8% minni heldur en í september 1978 og rætist spá Þjóðhagsstofnunar um 5—6% rýrn- un á þessu ári, má reikna með, að hann verði 13—14% minni við lok ársins, en hann var í september 1978. Oddamaðurinn skipaður i dag? ODDAMAÐUR viðræðunefndar íslands og Noregs vegna skipt- ingar og nýtingar landgrunnsins við Jan Mayen verður að likind- um skipaður i dag. en gert var ráð fyrir skipan slíks oddamanns í Oslóarsamkomulaginu frá þvi i mai sl. í gær fengust þær upplýsingar i utanríkisráðuneytinu að eftir ætti að ganga formlega frá skipan oddamannsins. Bæði löndin verða að samþykkja tilnefningu hans og hafa m.a. verið nefnd nöfn Amer- ashinge forseta hafréttarráð- stefnu S.Þ. og formanns banda- rísku sendinefndarinnar á ráð- stefnunni, Elliots Richardsons. Vinnumájasambandið vill halda VSI utan viðræðna Ákvörðun tekin á morgun, hvort samningaviðræðum verður fram haldið FULLTRÚAR Vinnumálasam- bands samvinnuféiaga lögðu i gær, á samningafundum með Alþýðusambandsmönnum hjá rikissáttasemjara, áherzlu á, að Vinnuveitendasambandi íslands yrði ekki blandað inn i samninga- viðræðurnar. Ennfremur lögðu þeir áherzlu á, að samningavið- ræður gengju sem greiðlegast. Þá var i gær i fyrsta sinn i þessari samningalotu lagt fram skriflegt plagg frá vinnuveitendum þar sem orðið kauphækkun kemur fyrir. Samkvæmt heimildum, sem Mbl. aflaði sér af fundunum lögðu fulltrúar Vinnumálasambandsins fram skriflegar hugmyndir sínar að umræðugrundvelli og voru þær í sex liðum. Samningamenn voru almennt sammála um það í lok funda að láta ekkert frá sér fara. Fulltrúar ASÍ höfðu talið grund- völlinn jákvæðan, en vildu fá nánari útlistanir, áður en gengið verður til frekari umræðna, en ekki voru neinar upphæðir né stærðir nefndar í grundvelli Vinnumálasambandsins. Töldu ASÍ-menn, skv. heimildum Mbl. lítt mark takandi á loforðum án ákveðins grunns. Ákveðið var í lok funda að fresta samningafundum til kl. 16 á morgun, en í fyrramálið munu samstarfsnefndir, skipaðar full- trúum ASÍ og Vinnumálasam- bandsins starfa, og hitta fulltrúar þeirra síðan fulltrúa í viðræðu- nefndunum kl. 14, en þá verður tekin ákvörðun um, hvort samn- ingaviðræðum þessara aðila verð- ur fram haldið. Spá Veðurstofunnar: Kuldi íyrir norðan en hlýttog bjart syðra SPÁÐ er vaxandi norðanátt á landinu með kulda og úrkomu norðanlands og austan en bjartviðri sunnanlands og vest- an, að því er Trausti Jónsson veðurfræðingur tjáði Mbl. í gær. Það er djúp iægð suð— austur af landinu sem valda mun því að Sunnlendingar verða áfram aðnjótandi sólar og hlýju en Norðlendingar verða í svölu veðri og úrkomu. Þessi lægð mun ganga milli Islands og Færeyja. Trausti sagði að hitastigið norðanlands og austan yrði væntanlega á bilinu 6—7 stig en mun hlýrra sunnanlands og vestan, en þar fór hitinn mest I 15—16 stig i gær. Á Vestur- landi má búast við norðan- strekkingi en þó björtu veðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.