Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ1980 15 v4—- ,>!• Vew V-í ;/rV\-v'V.' íiiíÆ.ýjíilj : ;ÖRÍÉÍf!'WGh:;5Í fpMH \Vfer2lartf um lancí alit LAUGAVEGl 33 - SIMl 11506 - 101 AEYKJAVIK- ISLANO írakar kveikj^ elda í olíulindum Irana Teheran, 22. júli. AP. ÍRANSKAR aftokusveitir tóku i dag 10 hermenn af lífi. Þeir voru dæmdir tii dauða fyrir þátttöku i byltingartilrauninni, sem fór út um þúfur fyrir skömmu. Alis hafa 15 manns verið teknir af iífi fyrir þátttöku í byltingartiirauninni en um 500 manns hafa verið teknir höndum. Íranska fréttastofan PARS skýrði frá því í dag, að írakskar orrustuþotur hefðu gert árás á olíulindir írana í Kermanshahrhér- aði í nótt. Fréttastofan sagði, að eldar i olíulind hefðu kviknað og að ekki hefði enn tekist að slökkva þá. Ríkin hafa staðið í deilum um héraðið og írakar hafa stutt við bakið á írönskum aröbum, sem hafa krafist sjálfstæðis héraðsins. Bani-Sadr, forseti írans sór emb- ættiseið sinn fyrir íranska þinginu í dag. Hann hafði áður heitið Khom- eini hollustu sinni skömmu eftir að hann var kosinn forseti. Búist er við því, að Bani-Sadr útnefni forsætis- ráðherra sinn á morgun, miðviku- dag og er val hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann hefur staðið í deilum við hinn harðskeytta klerk, Behesti, einn helsta leiðtoga íslamska þjóðarflokksins, sem er allsráðandi á þingi og Khomeini sjálfur veitti Bani-Sadr ákúrur í vikunni fyrir linku ríkisstjórnar hans. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í dag, að írönsk stjórnvöld segðust nú ekkert vita um afdrif blaðakonunnar Cynthia Dwyer. Bandarísk yfirvöld segja hana í haldi í landinu en ekki er vitað hvar. Hún var handtekin þann 5. mai og staðfesti íranska utanríkis- ráðuneytið það á sínum tíma. Nú hins vegar segjast íranir ekkert vita um afdrif Cynthiu Dwyer. Olíupallur sökk við strönd Kína Peking, 22. júli. AP. í OPINBERU dagblaði Kina- stjórnar segir i dag að 72 menn hafi farist i nóvember á síðasta ári, þegar oliuvinnslupallur sökk i Bohai-flóa, norð-austur af Kína. Pallurinn sökk þegar verið var að flytja hann á betra oliusvæði, en varað hafði verið við hvirfilvindi á svæðinu. Opinberir aðilar segja að slysið sé það stærsta sinnar tegundar í Kína. Orsakirnar megi rekja til langvarandi vanrækslu og kæru- leysis þeirrar stofnunar, sem sér um olíurannsóknir við strendur Kína. Hafi yfirmenn stofnunarinn- ar reynt að hylma yfir slysinu og tafið framgang rannsóknar á mál- inu. Yfirmenn stofnunarinnar voru sakaðir um að bera ábyrgð á yfir 1000 öðrum slysum, þar af 30 meiriháttar slysum, sem leiddu til dauða 105 manna. Sagt var að þeir ættu nú málsókn yfir höfði sér. í fréttinni sagði, að eftir slysið hafi stofnunin ekki sýnt neina viðleitni til að komast að orsökum slyssins, heldur haft meiri áhuga á að útdeila verðlaunum og rauðum rósum til ýmissa aðila. Þess var ekki getið, hvar olíupall- urinn hafði verið framleiddur, en taiið er að hann sé einn af fjórum kínverskum pöllum, sem keyptir voru frá Hong Kong. Friðryk og Pálmi Gunnarsson skemmta fimmtudaginn í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri. Föstu- dag Húsavík. Laugardag Reyð- arfirði. Peter Sellers í hlutverki Jacques Clouseau lögreglufor- ingja í kvikmyndinni Bleiki pardusinn. Peter Sellers alvarlega veikur London, 22. júli — AP. GAMANLEIKARINN Peter Sellers fékk alvarlegt hjarta- áfall í London í dag og var fluttur á sjúkrahús i Middle- sex i miklum flýti, að sögn umboðsmanns hans. Sellers, sem er 54 ára, gisti á Dorchester hótelinu í London er hann missti skyndilega með- vitund og hjarta hans hætti að slá og hann hætti að anda. Talsmaður sjúkrahússins sagði í kvöld að Sellers væri á gjörgæsludeild og læknar berð- ust nú við að reyn^ að bjarga lífi hans en of snemmt væri að segja nokkuð um batahorfur. Sellers hefur fengið nokkur hjartaáföll á undanförnum ár- um og fyrir þremur árum var settur gangráður í hjarta hans., Leikaraverkfallið breiðist út: • • Oll kvikmynda- ver nú lokuð Hollywood. 22. júlí — AP. LEIKARAR sem starfa við sjónvarpsstöðvar i Bandarikjunum fóru i verkfall á miðnætti i nótt en i gær höfðu bandariskir kvikmyndaleik- arar lagt niður vinnu. Verkföll leikaranna hafa lamað vinnu i öllum kvikmyndaverum um gjörvöll Bandarikin og einnig viða um heim þar sem upptökur fara fram á hinum ýmsu kvikmyndum bandariskra fyrirtækja. Leikararnir fara fram á 40% launahækkun í lægstu flokkunum. Lægstu laun leikara innan félag- anna eru nú 225 dollarar á dag (110.250 ísl. kr.). Einnig vilja þeir fá 12% af ágóða sem kvikmynda- fyrirtækin fá fyrir sölu á kvik- myndum eða myndsegulböndum. Þá vilja leikararnir fá ýmis hlunn- indi svo sem ókeypis tannviðgerðir og augnaðgerðir. Framleiðendur segjast reiðu- búnir að veita leikurum 8,4% launahækkun. Þeir eru einnig reiðubúnir að greiða þeim hluta af ágóða af sölu framleiðslu þeirra en ekki eins mikið og leikararnir fara fram á. Þeir vilja einnig að leikarar við sjónvarp fái ekki eins há laun og kvikmyndaleikarar. Verkfallið er á mesta annatíma leikara við sjónvarpsstöðvar og ef það stendur lengi, verða sjón- varpsstöðvar í Bandaríkjunum að fara að endursýna efni og kaupa skemmtiefni erlendis frá, að sögn framkvæmdastjóra Columbia sjónvarpsstöðvarinnar. Lögregluþjónn myrtur Logrono. Spáni. 22. júlí. AP. EINN lögregluþjónn lést og 20 þjóðvarðliðar særðust er sprengj- ur sprungu i norðurhluta Spánar i dag. Grunur leikur á að meðlim- ir i frelsissamtökum Baska hafi komið sprengjunum fyrir, að sögn lögreglu. Þrír langferðabílar með þjóð- varðliða innanborðs voru á leið yfir brú er þrjár sprengjur á Spáni sprungu undir brúnni. Atta sprengjum hafði verið komið þar fyrir en fimm þeirra sprungu ekki. Alls hafa 70 manns látist í óeirð- unum á Spáni i ár. Sólarhring áður en sprengjurn- ar sprungu gerðu félagar í frels- issamtökum Baska skotárás á bíl þjóðvarðliða nærri Bilbao. Enginn særðist i þeirri árás. Veður Akureyri 10 skýjaó Amsterdam 19 skýjaó Aþena 33 heióskírt Bertín 16 skýjaó BrQssel 22 heióskírt Chicago 28 heiðskírt Feneyjar 24 heiðskírt Frankturt 15 rigning Fsereyjar 13 skýjaó Genf 22 heióskirt Helsinki 22 skýjaó Jerúsalem 30 heiðskírt Jóhannesarborg 18 hetðskírt Kaupmannahöfn 18 skýjaö Las Palmas 24 mistur Lissabon 32 heiðakírt London 22 heióskírt Los Angeles 26 skýjaó Madríd 33 heióskírt Malaga 25 mistur Mallorca 26 léttskýjaó Miami 30 rigning Moskva 22 skýjaó New York 38 skýjaó Osló 16 heióskírt Parfs 20 heióskírt Reykjavík 13 léttskýjaö Rio de Janeiro 33 heiöskírt Rómaborg 27 heiöskírt Stokkhólmur 20 skýjaö Tel Aviv 30 heióskírt Tókýó 31 heióskírt Vancouver 24 heiðskirt Vínarborg 27 skýjaó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.