Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 [ atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verkfræðingar — tæknifræðingar Selfossbær óskar aö ráöa nú þegar verk- fræöing eöa tæknifræöing til aö veita forstööu starfi forstöðumanns tæknideildar. Umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf sendist undirrituöum fyrir 1. ágúst n.k. Nánari uppl. veitir undirritaöur. Bæjarstjórinn á Selfossi, Erlendur Hálfdánarson. Skrifstofustarf Óskum aö ráöa nú þegar eöa sem allra fyrst fjölhæfan starfskraft til ýmissa skrifstofu- starfa. Hér er um framtíöaratvinnu aö ræöa. Verkefni gera kröfu til: góörar vélritunar- kunnáttu og hæfni til meðferðar á tölum. í boöi er, fyrir réttan aöila: góö laun, pægileg vinnuaöstaöa og fjölbreytt starf. Umsóknir, ásamt meömælum, ef til eru, sendist Mbl. fyrir 26.7. ’80 merkt: „Skrif- stofustarf — 4393“. Vélstjórar Viljum ráöa vélstjóra á skuttogara frá Keflavík. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar til augld. Mbl. merkt: „Vélstjóri — 4605“. Oskum eftir að ráða starfsmann til flökunar og vinnslu á laxi og síld. Framtíöarstarf. Hafiö samband viö verkstjóra á staönum. íslenzk matvæli hf., Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Stór verzlun óskar aö ráöa afgreiðslumann til starfa strax. Umsóknir sendist til augld. Mbl. merkt: „S — 4013“ fyrir 25.7. 1980. Pappírsumbrot — innskrift Handsetjari, vanur pappírsumbroti, óskast. Stúlka vön vélritun óskast á innskriftarborö. V2 dags starf kemur til greina. Góö íslensku- kunnátta áskilin. Upplýsingar í síma 86115 frá 9—5 og síma 66715 á kvöldin. Hjúkrunarfræð- ingar — sjúkraliðar Kristneshæli óskar aö ráöa hjúkrunardeildar- stjóra frá 1. september n.k. Einnig vantar hjúkrunarfræöinga og sjúkraliöa. Húsnæði og barnagæsla á staönum. Uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96- 22300. Kristneshæli. Unglingar frá New York til íslands HINN þekkti bandaríski skákfrömuður, John W. Collins kemur hingað til lands í næsta mánuði með 20 unglinga frá New York. í fylgd með þeim verða einnig foreldrar unglinganna. Bandarísku ungl- ingarnir munu tefla við íslenzka unglinga úr Reykjavík og af Suðurlandi. Þeir verða hér á landi dagana 8. ágúst til 13. ágúst. Þeir eru með heimsókn sinni að endur- gjalda heimsókn íslenzkra unglinga til New York á síðasta ári. |>olið e t ótrúlegl Veðrunarþol er einn veigamesti eiginleiki, sem ber að athuga þegar málað er við íslenzkar aðstæður. Þol — þakmálningin frá Málningu h.f. hefur ótvírætt sannað gæði sín, ef dæma má reynslu undanfarinna ára. Stöðugt eftirlit rannsóknastofu okkar með framleiðslu og góð ending auk meðmæla málarameistara hafa stuðlað að vinsældum ÞOLS. ÞOL er alkýðmálning. Einn lítri fer á um það bíl 10 fermetra ÞOL er framleitt í 10 staðallitum, sem gefa fjölmarga möguleika í blöndun. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málninghlf SÍÐUSTU sýningar Júlíleikhússins á Flugkabarett verða á föstudags- og laugardagskvöldið klukkan 22. Sýningarnar eru á Hótel Borg. Myndin er frá leiksýningunni. Önnur sýning Gunnars Halldórs í Eden GUNNAR Halldór Sigurjónsson opnaði, 22. júlí, málverkasýn- ingu í Eden í Hveragerði og stendur hún til 31. júlí. Er þetta önnur sýning Gunnars Halldórs í Eden, en áttunda einkasýning hans, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum. Myndirnar eru málaðar með akrýl- og olíulitum og eru allar til sölu, en þær eru málaðar á síðast liðnum tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.