Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 Um skýlaust samningsbrot neiti fyrirtæki þjónustu - hafi þau samning við Kreditkort h.f., eða annað Eurocard-félag MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynninvt frá Kreditkort h.f.: Að gefnu tilefni óskar Kredit- kort h.f. að taka fram, að öll fyrirtæki sem listuð eru í handbók Eurocard á íslandi, hafa gert viðskiptasamning við Kreditkort h.f., eða við eitthvert annað Euro- card félag. í þeim viðskiptasamningi eru skýlaus ákvæði um að aðildarfyr- irtæki beri að taka gild sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu, án nokkurrar mismununar, öll Euro- card kreditkort, öll Master Charge, öll Access, svo og öll kreditkort útgefin af Interbank. Kreditkort h.f. gefur út Euro- card kreditkortið á íslandi, sam- kvæmt samningi við Eurocard International, en Eurocard kortin FIMM íslenzk fiskiskip seldu afla sinn i erlendum höfnum i gær, þrjú í Bretlandi og tvö i Þýzka- landi. Gjafar VE seldi 72,7 tonn í Grimsby fyrir 37,9 milljónir króna, meðalverð 521 króna hvert kíló. Rita SU seldi 33,3 tonn í Hull fyrir 19,8 milljónir, meðalverð 595 eru ávallt gefin út af umboðsfélagi í viðkomandi landi. Neiti eitthvert fyrirtæki sem hefur gert slíkan viðskiptasamn- ing við Kreditkort h.f. eða annað Eurocard félag, að veita þjónustu gegn Eurocard kreditkorti, er um skýlaust samningsbrot að ræða. krónur. Hafberg GK seldi 58,5 tonn í Fleetwood fyrir 28,8 millj- ónir, meðalverð 492 krónur. Ólafur Jónsson GK seldi 176,3 milljónir í Cuxhaven fyrir 77,8 milljónir, meðalverð 441 króna. Og loks seldi Þorlákur ÁR 103,8 tonn fyrir 46,6 milljónir, meðalverð 450 krónur fyrir hvert kíló. 5 skip seldu erlendis Gufustrókarnir magn- ast í regnskúrunum Skinna-staó. 22. júli — ALLT var hljótt og kyrrt á gosstöðvum í Gjástykki í gær, nema hvað tvær orustuþotur varnarliðsins hringsóluðu þar i lágflugi og ætluðu að kljúfa f jðllin með hávaða. Mikla gufu leggur upp af nýja hrauninu einkum við jaðrana og úr gignum, og magnast um allan helming i regnskúrum. Ennþá meiri gufusvæði eru þó rétt sunnan gosstöðvanna og var einn strókur miklu mestur. tæpan kilómetra sunnan stóra gigsins. Strókurinn hélst óbreyttur daglangt. Farvegurinn þar sem hraunáin rann norður úr gígnum, sem lengst gaus hefur tæmst í lok gossins og myndar nú gil norður eftir 25—30 metra breitt og 3—4 metra djúpt. Mikill hiti er ennþá i hraungilinu og gífurlegan hita leggur upp úr sprungum næst því, en þó engar sjáanlegar gufur. Allt er hraunið ennþá volgt til skarp- Engin ákvörðun um formannaráðstefnu TVEIR miðstjórnarmenn í Al- þýðusambandi tslands baru ný- lega fram tillogu um. að kölluð yrði saman formannaráðstefna aðildarfélaga innan ASÍ og var tillagan samþykkt. Engu að síður hefur ráðstefnan enn ekki verið kvödd saman. Tillagan var svohljóðandi, en flutningsmenn hennar voru Her- mann Guðmundsson og Óskar Vigfússon: „Fundur miðstjórnar Alþýðusambands íslands, 3. júlí 1980, samþykkir að boða til for- mannaráðstefnu svo fljótt sem verða má, enda verði fullt samráð haft við samninganefnd ASI um boðun ráðstefnunnar." Samkvæmt upplýsingum Hauks Más Haraldssonar, blaðafulltrúa Alþýðusambandsins, var frestað að taka ákvörðun um boðun fund- arins, þar sem vonir stóðu til, að samningar væru að hefjast að nýju við Vinnuveitendasamband íslands. Síðan urðu þær vonir að engu síðastliðinn föstudag og hef- ur ákvörðun enn ekki verið tekin í málinu. heitt út til ystu jaðra. Útfellingar eru talsverðar í rifum og glufum, m.a. ljósar og gulleitar brenni- steinsútfellingar. Mikla gufu- stróka lagði upp af gíghólunum frá fyrsta gosdeginum og ekki gerlegt að nálgast þá. Víða er jörð sviðin í nánd hraunjaöarsins og fyrsta goskvöldið mátti sjá loga i gjótu og sprungum út frá jaðrin- um. Logaði þar að líkindum gas sem stafaði frá sviðnandi gróðri undir hrauninu. Nýja hraunið er fjögurra til fimm kílómetra langt norður og suður, og flatarmál upp undir fimm ferkílómetrar sem fyllir sigdali vestan Hrútafjalla. Úm þykktina verður ekki sagt. Skýjaflóki er jafnan yfir gos- stöðvunum og hellast úr honum kaldar skúrir þótt ekki rigni annarsstaðar. Ennþá er hættulegt að fara um hraunið. — Sigurvin. JNNLENTV Lokaútsala allt á að seljast Fatnaður og vefnaðarvara á stórlækkuðu verði Dömu og herrabuxur frá kr. 8.900.- Barnabuxur frá kr. 4.900.- Sumarjakkar á dömur, herra og börn frá kr. 6.900- Efni: Flauel, denim, poplín, flannel, fóöur o.fl., o.fl. Komið snemma og náið því besta. Verksmiðjusala Skipholti 7. Eru þeir að fá 'ann ■ Þessi fallegi lax veiddist i Laxá i Aðaldal fyrir nokkrum dögum. Fiskurinn er um 20 pund að þyngd, en flugan sem er i kjaftvikinu er Green Highlander nr. 6. Má víst búast við að sviptingar hafi verið harðar þegar veiðimaðurinn, Hilmar Fenger, glimdi við þennan fallega fisk. I.jÓNin. Mbl. RAX. Mokveiði í Laxá í Aðaldal Veiðin í Laxá í Aðaldal hefur verið með eindæmum góð að undanförnu og hafa veiðimenn sem verið hafa í Laxá síðustu fjóra daga bókstaflega mokað laxinum upp, skv. upplýsingum sem Mbl. fékk á Laxamýri, veiðihúsinu við Laxá. Undanfarinn hálfan mánuð hefur verið ágæt veiði í ánni en þó sýnu best nú síðustu fjóra dagana. Fiskurinn sem komið hefur upp að undanförnu er stór og fallegur, meðalþyngdin er um 15 pund og eru víst fáar, ef þá nokkrar, ár hér á landi sem hafa svo góða meðalþyngd. Nokkrir tuttugu punda fiskar hafa veiðst nú síðustu dagana, en fáir fiskar eru undir tíu pundum. Fiskurinn hefur veiðst nokkuð jafnt um alla á, en þó hefur sjötta svæðið verið sérlega gjöf- ult að undanförnu. Flestir lax- arnir hafa veiðst á flugu og eru flugurnar Hairy Mary, Sweep og Laxá blue fengsælastar. Síðasta „holli" hefur vegnað sérstaklega vel og er jafnvel talið að um metveiði sé að ræða, en upp komu 177 laxar á fjórum dögum, en það eru tæpir fimmtán laxar á stöng að meðaltali. Lítið vatn og veiði í Þverá Léleg veiði hefur verið í Þverá í Borgarfirði að undanförnu, um 430 laxar. Veiðin hefur verið skást neðantil í ánni en minna ofar. Veiðileysið er rakið til lítils vatns í ánni, en töluvert af fiski er í ánni að sögn veiðimanna. Flugan hefur verið fengsælust í Þverá það sem af er sumri, en þó fæst alltaf nokkuð á maðkinn. Talið er að þurfi þriggja til fjögurra daga rigningu til að úr rætist með veiðina, en lítið hefur rignt í Borgarfirði upp á síðkast- ið, jarðvegurinn þurr og gleypir hvern dropa. -ój. Veiðist þó iÁlftá Lítið vatn hrjáir Álftá á Mýr- um, sem er í eðli sínu vatnslítil á. Þó veiddust þar tveir eða þrír laxar fyrir mánaðamótin sem er óalgengt þar. Reytingsafli hefur verið í ánni þrátt fyrir þurrkana, en aðeins er veitt á tvær stangir í ánni. T.d. veiddust fjórir laxar á laugardaginn og voru þá komnir tæpir 40 laxar á land. Talsvert er af laxi í ánni, en hann tekur illa, þar sem hann hefur allur hrúgað sér á fáa staði. Þar standa veiðimenn síð- an myrkranna á milli og berja ána. Fjörkippur í Korpu Úlfarsá var ákaflega léleg framan af sumri að þessu sinni, þannig veiddust aðeins þrír lax- ar fyrstu 10 dagana. Um síðustu helgi kom hins vegar geysilega lífleg ganga í ána og fylltist allt af fiski á skömmum tíma. 18 laxar komu á land á laugardag- inn og veiðst hefur vel síðan. Eru nú komnir um 40 laxar á land og eru margir þeirra 7—9 pumj, sem þykir mjög vænn fiskur í Korpu. Menn töldu sig sjá mikið ferlíki í Sjávarfossinum á laug- ardaginn. Giskuðu menn á að fiskurinn væri eigi fjarri 20 pundum. I efri fossinum sást siðan á sunnudaginn annar lax sem að hefur vafalaust verið í 14—16 punda flokknum. Þessir karlar hafa þó ekki látið glepj- ast, eða höfðu það ekki a.m.k. síðast er Mbl. frétti. Mokstur í netin I vatnsleysinu gengur lax ekki af sama krafti og ella. Hefur hagur netabænda vænkast mjög við það. Á Hvítársvæðunum tveimur, í Borgarfirði og Ár- nessýslu hefur laxinn haft lengri viðdvöl í jökulvatninu heldur en gengur og gerist. Hafa neta- bændur því veitt vel, meira að segja mjög vel. Lax gengur hægt í Árnessýslu og lítið hefur sést af fiski t.d. í Stóru Laxá. Sam- kvæmt góðum heimildum hefur hins vegar verið mokveiði í netin. Og Mbl. hefur góðar heim- ildir fyrir þvi að netaveiðin í Borgarfirðinum hafi sjaldan verið betri og Ferjukotsbændur hafi einn og sama daginn fyrir skömmu, tínt 100 laxa úr netum sínum. oj./-gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.