Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 11 sitt til skilnings mannlífsins, en hvorugt þeirra er sérstaklega átakamikið í litameðferð og því síður teikningu. Þessi tvö atriði eru ætíð grandskoðuð á fyrstu árum ferils ungra listamanna. Því nefni ég þetta hér. Þriðji sýnandi er Norðmaður, ef ég veit rétt, og hefur hlotið skólun sína hér á landi eins og félagar hans. Hann stundar mikinn realisma, sem stundum er kallaður SUPER- REALISMI, en þetta fólk hefur kallað „Fólk-Realisma“ og virðist ekki falla vel að íslenskri tungu frekar en heiti sýningarinnar. Ege hefur sem komið er ekki þau tök á verkefnum sínum, sem æskileg eru, þegar menn taka þá stefnu að hirta samtíð sína með myndmáli, sem verður að vera afar skýrt til að það nái tilgangi sínum. Mér þótti málverkið „Ahrif“ bera af öðrum verkum þessa unga manns, Talið frá vinstri: Anna Gunnlaugsdóttir, Reynir Sigurðsson og Tom Einar Ege. og ég er ekki frá því, að það gefi góðar vonir. Þau tólf málverk, sem mynda þessa sýningu, eru nokkuð mis- jöfn, og væri engum greiði gerður með að hlaða hóli á Miðbæjarmal- erí í heild. Ég held, að hitt væri nær sanni að segja við þetta unga fólk: Er nokkrum greiði gerður með slikri sýningu, hefði ekki verið betra að bíða betri tíma og hafa meira í handraðanum? Þetta eru aðeins spurningar, sem hver og einn verður að svara fyrir sig. Því miður er erfitt að gera slíkri sýningu skil, vegna þess einfald- lega, að það geta vel falist hæfi- leikar hér og þar, en hér er farið heldur greitt að mínum dómi, og ég er viss um, að þeir, sem í hlut eiga, eru mér ekki sammála, en hver veit nema þeir verði það, áður en þeir sjálfir vita. Valtýr Pétursson. Ég vildi alls ekki flytja aftur til Reykjavikur, sagði Elsa. Sveinbjörn, Stefán og Jólt eru í bæjarvinnu i sumar. Ljósm,: Kristinn Ólafsson Innheimta opinberra gjalda: Bráðabirgðalög undirbúin TIL umræðu er nú meðal fulltrúa fjármálaráðuneytis og rikisskatt- stjóra að setja bráðabirgðalög um innhcimtu opinberra gjalda. Að sögn Höskuldar Jónssonar ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytis er nauðsyn á slikum lögum til að innheimta gcti farið fram i ágúst- mánuði. Höskuldur Jónsson sagði hug- myndina að setja lög er tækju til innheimtu einstaklinga í þremur skattumdæmum og til félaga i öllum umdæmum, en álagning hef- ur gengið hægar fyrir sig en áður vegna nýrra laga og á innheimtan við um gjöld til ríkis og sveitarfé- laga. Kvað Höskuldur þessi mál verða rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, en bjóst vart við að þau kæmu til ákvörðunar fyrr en síðar í vikunni. Viö vorum aö taka upp nýja sendingu af þessari geysivinsælu plötu Electric Light Orchestra og Oliviu New- ton John. Kvikmyndin sem þessi tónlist er úr veröur frumsýnd úti í heimi í ágúst byrjun og mun vera væntanleg hingað til lands skömmu síðar. MCIHC m ORCKW míiM Oþarfi er aö eyöa orö- um í aö telja upp öll þau frábæru lög sem Xanadu hefur aö geyma, heldur viljum viö ráöleggja þér aö tryggja þér eintak hiö snarasta, hvort heldur þú ætlar aö fá þér plötuna eöa kassettuna. Nú þegar eru seld 2500 eintök og sífellt fleiri og fleiri eru aö uppgötva hve góö plata Xanadu er. Heildsöludreifing fteÍAorhf Símar 85742, 85055. MLJÓMOEILO Utiij KARNABÆR wM 1 V Laugavegi 66 — Glaasibœ — Austurstrœti 22 w Sími fré skiptlborði 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.