Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 7 Aftur aö gullkistunum Það vakti furöu manna, sem lésu grein Inga R. Helgasonar kraftaverka- manns Alþýðubanda- lagsins hér í blaðinu í g»r, aö hann skyldi ekki þakka sjélfum sér heiður- inn af því, að listahátíöin í Wiesbaden skyldi hafa hækkað svo fjérframlag sitt til styrktar Sinfóníu- hljómsveit íslands, að allt frekara umstang Inga út af 2,6 milljón krónunum úr borgarsjóði vinstri meirihlutans er óþarft. En þessi undrun manna er óþörf, þegar litið er é fyrirsögnina é grein Inga „Að missa glæpinn" og einníg haft í huga, að Wiesbaden er i Vestur- Þýzkalandi, þar sem sambönd Inga standa ekki eins traustum fótum og austan jérntjaldsins. Frumhlaup Inga R. Helgasonar hefur vakið mikla undrun. Mönnum kom það mjög é óvart, að hann væri sérstakur verndari menningar og lista é vegum kommún- ista. Einnig að honum skyldi það efst í huga að ryðjast inn é borgarréðs- fund með erindi sitt, é meðan framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveit- arinnar, Sigurður Björns- son, vann að farsælli lausn þess é öörum vett- vangi, eins og nú hefur komið fram. En mélalykt- ir staöfesta þé skoöun, sem fram kom í þessum délki i síðustu viku, að raunverulega vekti það eitt fyrir kommúnistum í þessu méli aö koma höggi é Davíð Oddsson. Sú aðför hefur runnið algjörlega út í sandinn. Fróðlegt veröur aö fylgjast með því, hvaöa leið kommúnistar velja næst í baréttu sinni gegn Davíð Oddssyni. Líklega munu þeir ekki senda Inga R. aö nýju fram é vígvöllinn. Hann getur nú aftur byrjað að rjétla með gullkistur Alþýðubanda- lagsins og möndla með þau fjölmörgu hlutafélög, sem þessum eina eigin- lega braskflokki heyra til. Hljóta kommúnistar að vona, að þessi burðarés flokks þeirra í valda- stofnunum íslenska stjórnkerfisíns taki sér ekki oftar fyrir hendur að sinna menningarmélum í stað gullkistnanna. ASÍ og SÍS Leyniviðræður og sam- antekin réð pólitískra leiötoga hafa nú leitt til þess, að fulltrúar ASÍ og SÍS sitja einir að samn- ingum um kjaramél. Þess vegna ættu að vera hæg heimatökin hjé ríkis- stjórninni að stuðla að þeirri lausn, sem hún telur best samræmast stefnu sinni. Þrétt fyrir þé óskastöðu, sem nú er komin upp fyrir stuðn- ingsmenn stjórnarinnar, virðast mélgögn hennar nokkuð kvíöin. Þjóðviljinn segir í for- ystugrein { g»r: „Ekkert skal é þessu stigi sagt um líkindin til þess að samningar néist é þess- um vettvangi ...“ Síðan rekur blaðið, að iön- verkafólk sé talið til þeirra lægst launuðu en iðnaðarfyrirtæki SÍS telji sig ekki of vel stödd. Þé segir Þjóöviljinn: „Hér er vandi é ferðum sem stjórnvöld geta ekki verið afskiptalaus um, og gæti því komiö til kasta þeirra að greiða götu samninga, éður en langt um líður." Blaðið gefur sem sé til kynna, að samspil ASÍ og SÍS muni að lokum leiða til þess, að kjaramélin veröi til lykta leidd við ríkisstjórnarboröið. Stað- festir sú élyktun blaðsins þé skoðun, að það séu pólitískir hagsmunir en ekki „faglegir“, sem réði ferðinni hjé ASÍ og SÍS. Mélgagn SÍS-valdsins, Tíminn, er mjög svart- sýnt um möguleika þess að hækka laun í forystu- grein sinni í gær. Blaðiö telur brýnna að fækka launastigum og breyta tilhögun kaupgjaldsvísi- tölunnar en segir, aö þessi tvö mél séu „mjög vandasöm, flókin og viö- kvæm meðferðar og virð- ast ekki miklar líkur til að um þau semjist í bréð. Þess vegna mætti hugsa sér einhvers konar bráðabirgðaéstand meö- an unnið væri að þessum mélum“. Tíminn er mélsvari þess að samningum verði frestaö og tekist é viö vísitöluna og launa- flokkana. Miöað viö um- mæli Þjóðviljans hlýtur ríkisstjórnin að hafa þessi mél til gaumgæfi- legrar athugunar. vikuferð til Rimini 28. júlí Verð frá kr. 229.000 Nú bjóöum við örfá sæti i vikuferð til Rimirti 28. Júli. Gisting i ibúðum á Sir og Sole Mar. Spegiltær sjór og sand- ur og iðandi manniíf allan sólar- hringinn. Njótið langrar verslunarmannahelg- ar á Rimini - einni af allra bestu sólar- ströndunum. Takmarkað sætaframboð - pantið strax. Samvinrmferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? I>1 AK.I.VSIK l M U.I.T I.AND l>F(iAR I>1 AK.I.VSIR I MOR(il'NBI,.AÐINT' Orösending frá Ágúst Ármann h/f Við lokum vegna sumarleyfa um næstu helgi 26. júlí. Opnum aftur 11. ágúst. Viöskiptavinir eru vinsamleg- ast beönir aö hafa samband viö okkur strax varöandi afgreiðslur fyrir þann tíma. AUGLYSINGAR: 22480 AFGREIÐSLA: 83033 RITSTJÓRN OG SKRIFSTOFUR: 10100 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VI (il.YSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.