Morgunblaðið - 23.07.1980, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980
Minning:
Ingi Garðar Einars-
son húsgagnasmiður
Fæddur 10. scptember 1952.
Dáinn 13. júlí 1980.
„Dáinn. hnrfinn’" — llnmafrrKn!
Ilvillkt orð mÍK dynur yfir!
Kn pk vrit. nA látinn lifir.
l*aA rr huKKun harmi Krxn.
(JH.)
Mannsævin líkist að mörgu leyti
hringrás náttúrunnar, eins og hún
birtist okkur í sífelldri endurtekn-
ingu. — Vorið, með hækkandi sól,
byrjandi gróðri og vaxandi hlýju,
minnir okkur á bernsku mannsins
og æskuár. Sumarið, þegar sól er
hæst á lofti og allur jarðargróði í
mestum blóma, sýnir okkur full-
orðinsárin, starfsárin. Síðan
haustar að, bæði í reglubundinni
hringrás náttúrunnar, sem í
mannsævinni, og að því búnu
koma endalokin í mynd vetrar-
kulda og myrkurs, sem er algjör
andstaða sumarsins, og dauðinn
leggur líknandi hönd yfir allt, sem
lífi lifir og það hverfur aftur
þangað sem það kom. Þetta er
eðlilegur gangur lífsins, og þar er
raunar ekkert til að hryggjast
yfir, samt er ekkert óeðlilegt að
líta með söknuði til horfins
sumars, þegar haústar að. Síst er
ástæða til að hryggjast yfir eðli-
legum endalokum fyrir þá, sem
hafa æðra markmið að lifa fyrir
en líðandi stund eða heimsins
glaum, þá, sem trúa því og vita, að
lífið heldur áfram, þó því virðist
Ijúka. Það hverfur aftur til upp-
hafs síns, til þess, sem skóp það.
Þetta er sá eðlilegi gangur lífsins,
en það gengur ekki alltaf sinn
vanagang. Það geta komið vorhret
eða rigningarsumur, það er alltaf
hagalegt, en ekki óbætanlegt. —
En þegar sól er hæst á lofti og
skín í heiði og allt leikur í lyndi,
og skyndilega dregur svo dimmt
ský fyrir hana, að því er líkast að
vetrarmyrkrið grúfi yfir og kulda-
næðingur leiki um mann, þá
finnur maður að voði er á ferðum,
eðlileg framrás náttúrunnar hefur
rofnað. Svo snögglega getur sól
brugðið sumri, og hefur þegar gert
það, að maður sér fyrst í stað
ekkert nema myrkur, trúir ekki
því, sem maður heyrir. Svo ægi-
legar eru fréttirnar, að maður vill
ekki trúa þeim, getur ekki trúað,
fyrr en maður tekur á. Þannig
varð okkur mörgum við, sem til
þekktum, þegar við fréttum hið
hryggilega andlát Inga Garðars
Einarssonar sunnudagsmorgun-
inn 13. júlí sl., en hann hafði látist
af slysförum þá um nóttina. Að
svo ungur og glæstur maður í
blóma lífsins, skuli vera hrifinn
brott frá miðju ævistarfi, það er
þyngra en tárum taki, það er
líkast því, að sólin hafi misst birtu
sína. — En þegar mesti sársauk-
inn er liðinn hjá og maður fer að
athuga hlutina betur, þá kemur í
Ijós að það fór ekki illa á því, að
Ingi félli í valinn, meðan hann enn
var í fuilu fjöri og raunverulega í
miðri önn dagsins. Hann hafði
alla ævi verið óvenjulega starf-
samur, nánast aldrei fallið verk úr
hendi. Þennan síðasta dag, sem
hann lifði, hafði hann unnið meir
en flesta aðra daga. Hann var að
hamast við að endurbæta sumar-
bústaðinn, sem hann hafði sjálfur
byggt, og þar ætluðu þau að
dveljast yfir helgina, fjölskyldan,
Dagný, Ingi og Davíð litli. Góðir
gestir, sem voru í heimsókn, hjálp-
uðu honum við verkið, svo mikið
var kappið. — Og ef maður lítur
yfir ævidag Inga, þó ekki sé hann
svo mjög langur í árum talið, þá er
það með ólíkindum, hverju hann
afkastaði á ekki lengri ævi, enda
var hann með afbrigðum starf-
sarnur og lifandi og áhugasamur í
öllum athöfnum. Hann lifði lífinu
af alefli, notaði hverja stund og
eyddi engum tíma til ónýtis. Og
þegar ævireikningur hans verður
gerður upp, þá trúi ég að í ljós
komi að hann hafi afkastað meiru
á tæpum 28 árum, en margur sá,
sem lifað hefur tvöfalt eða þrefalt
lengur í árum talið.
Ingi Garðar fæddist 10. sept-
ember 1952, á æskuheimili sínu,
Hofteigi 26, sonur hjónanna Stein-
unnar Sigurgeirsdóttur og Einars
Helgasonar, bókbindara. Hann
var yngstur þriggja bræðra, en
eldri bræðurnir eru Ragnar Gylfi,
bókbindari og Helgi Rúnar, kenn-
ari. Þarna lifði hann fyrstu árin í
faðmi fjölskyldunnar, sem var
óvenju samheldin, þar sem gest-
risnin ríkti og glaðværð og hjálp-
semi voru einkennandi eiginleikar.
Það voru líka stórar fjölskyldur,
sem stóðu að þeim báðum, foreldr-
um hans. Allt var þetta fólk
frændrækið og hélt vel saman. Þar
var siður að allir sem áttu þess
kost, kæmu saman hvenær sem
tilefni gafst. Það var því oft
fjölmennt og gestkvæmt á æsku-
heimili Inga, og alltaf glatt á
hjalla. Þegar bræðurnir fóru að
vaxa úr grasi, var flutt í stærra
húsnæði að Skeiðarvogi 5, og eftir
að tengdadæturnar og barnabörn-
in komu til sögunnar, þá áttu þau
öll sitt annað heimili þar, svo rík
var samheldnin. — Ingi var
snemma handlaginn, eins og hann
átti kyn til, og að loknu námi í
verknámsdeild Ármúlaskóla, var
hann ákveðinn í að taka fyrir
iðnnám. Svo fjölbreytt voru
áhugamálin, að hann gat vel
hugsað sér að velja milli nokkurra
iðngreina, þó að trésmíðar stæðu
hjarta hans næst. Þá, eins og oft
endranær, var ekki auðvelt að
komast að í því námi, og varð
nokkur dráttur á, að það hæfist.
Þann tíma vann hann við ýmis-
legt, sem til féll, en vinnusemin
varð fljótt áberandi í fari hans, og
sjálfsbjargarhvötin, að komast
áfram og sjá sér farborða. —
Atvikin höguðu því svo, að hann
hóf nám í húsgagnasmíði, þegar
Bragi Eggertsson, gamall vinur
fjölskyldunnr, bauð honum náms-
samning. Að námi loknu, vann
hann áfram á verkstæðinu hjá
Braga, og varð fljótt liðtækur og
eftirsóttur smiður. Hann stofnaði
síðan eigið húsgagnaverkstæði ár-
ið 1977, ásamt vini sínum, og unnu
þeir þar saman, þar til þeir hættu
rekstrinum 1979. Mun þar bæði
hafa ráðið vaxandi erfiðleikar í
rekstri slíkra fyrirtækja, og einnig
hitt, að Ingi kærði sig ekki um að
verða mosavaxinn á neinum stað,
hann vildi reyna fleira og breyta
til. Hann hafði m.a. hug á að vinna
um tíma á skipi, en það tókst ekki.
Hann tók þá til starfa á trésmíða-
deild SIS, og vann þar til dauða-
dags. Þar með er talið ævistarfið,
en það er ekki nema lítið brot af
allri athafnasemi hans. Þessi saga
verður samt ekki rakin lengur, án
þess að nefna Dagnýju í sömu
andránni og Inga. Svo nátengd
voru þau hvort öðru, svo óaðskilj-
anlegt var samband þeirra, svo
samtvinnuð voru þau I hugum
annarra, að það var aldrei talað
um annaðhvort Dagnýju og Inga,
það var alltaf sagt Dagný og Ingi,
annað var ekki hugsanlegt.
Það var því mikið lán, þegar þau
felldu hugi saman, Dagný og Ingi,
ekki aðeins fyrir hann sjálfan, og
þau bæði, heldur einnig fyrir
okkur aðstandendur hans, að fá að
tengjast svo óvenjulega vel gerðri
ungri stúlku, sem bæði var glæsi-
ieg og gáfuð, dugleg og myndarleg
til allra verka, prúð og stillt, lagði
alltaf gott til allra mála og sást
varla skipta skapi. Hún var dóttir
hjónanna Jónínu Steingrímsdótt,-
ur og Leifs Steinarssonar, vél-
virkja, en hann er raunar þúsund-
þjalasmiður, svo leikur allt í
höndum hans, sem hann kemur
nærri. Jónína lést, á besta aldri,
frá 6 ungum dætrum, þegar Dag-
ný var 11 ára. — Ég hygg, að það
hafi ekki síður verið lán fyrir
fjölskylduna á Hofteigi 14, að
tengjast þessum gjörvulega, unga
manni, sem var svo hraustur og
sterkur og fastur fyrir eins og
klettur, lagtækur, hjálpsamur og
duglegur, úrræðagóður, alltaf kát-
ur og hress, og brosið hans var svo
undirhyggjulaust. Það var því
nokkurt jafnræði með þessum
föngulegu hjónaefnum, þegar þau
voru vígð saman í Langholtskirkju
9. júní 1972, en þá höfðu þau verið
heitbundin I 2 ár. Alllöngu fyrir
brúðkaupið höfðu þau fest kaup á
lítilli kjallaraíbúð á Fálkagötu 30,
en þar hafði Línbjörg, amma
hans, búið síðustu æviárin. Þarna
hófu þau nú búskap sinn, þarna
fæddist Davíð Örn 29. júlí 1973, og
þarna fór hagur þeirra að blómg-
ast, því að bæði voru þau ung og
dugleg, bæði unnu þau að upp-
byggingu heimilisins jafnt heima
sem heiman, og þannig gekk það
til hinstu stundar, að á hvorugt
hallaði. Þegar efnahagur batnaði,
seldu þau litlu íbúðina og festu
kaup á annarri mikið stærri, sem
var í smíðum að Flúðaseli 61.
Meðan á þeirri byggingu stóð,
fluttu þau að sjálfsögðu i Skeið-
arvog 5. Dagný og Ingi unnu bæði
að því að fullgera nýju íbúðina og
sköpuðu sér þar saman fallegt og
notalegt heimili. Má þar hvar sem
litið er sjá merki um handlagni og
listfengi Inga, bæði í innrétting-
um og húsgögnum, enda var það á
orði haft, að ekki væri hann fyrr
kominn heim, en hann byrjaði að
hamast við eitthvað, sem betur
mátti fara. — Athafnaþrá Inga
fékk því alltaf eðlilega útrás og
það er með ólíkindum hvað hann
afkastaði miklu, t.d. smíðaði hann
í hjáverkum 3 báta og svo sumar-
bústaðinn.
Áhugamálin voru mörg og
margvísleg. Ungur að árum fór
hann að stunda líkamsrækt, aðal-
lega fimleika, þar sem hann náði
góðum árangri, einnig sund, judo
o.fl. Hann var því alltaf í góðri
þjálfun. Þá hafði hann yndi af
skotveiðum og allri útiveru yfir-
leitt, einnig ferðalögum. Þau voru
nýkomin úr Ítalíuferð, Dagný,
Ingi og Davíð. — Þá hafði Ingi
mikla ánægju af allri tónlist, bæði
sem hlustandi og einnig sem
þátttakandi, því hann lék á hljóð-
færi, seinni árin mest á gítar, og
nú i vor var hann að búa sig undir
að læra á fiðlu. — Þó fátt sé talið,
má sjá að hugðarefnin voru mörg,
og þau voru ekki bæld niður,
heldur fengu eðlilega útrás. Ingi
var því hamingjusamur i öllu lífi
sínu. Hann bar það lika með sér,
hann bókstaflega geislaði af ham-
ingju. En á bak við glaðlegt
yfirbragð leyndist samt alvarlega
hugsandi maður og voru þau
Dagný og Ingi samhent í þvi sem
öðru. Þau hugsuðu mikið um
trúmál og hinstu rök tilverunnar.
Framhaldslífið var þeim ekkert
vafamál, heldur örugg vissa. Fólk
með slík viðhorf bugast síður í
andstreymi lífsins, það hefur líka
komið sér vel fyrir Dagnýju og
fjölskyldu hennar, því að sorgin
hefur oft barið þar að dyrum. Það
er hreint ótrúlegt, hvað lifið getur
stundum lagt á eina manneskju.
Ingi var alla ævi heilsugóður,
enda lifði hann heilbrigðu lífi og
var reglusamur og hófsamur. Að-
eins einu sinni varð honum mis-
dægurt. Það var vorið 1971, að
+
Maöurinn minn
lézt 21. júlí.
GUÐMUNDUR KRISTJANSSON,
fyrrv. skipstjóri,
Safamýri 87,
Lilý Kristjónsson.
+
Móöir okkar. tengdamóöir og amma,
GUÐNÝ ÓLAFSDÓTTIR,
lóst aö Sólvangí, Hafnarfiröi, mánudaginn 21. júlí.
Minerva Jónsdóttir,
Bsrgþór Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdótii
Rsgnar Jónsson, Guórún Bruun Madson
og barnabörn.
+
Ástkæra dóttir mín og stjúpdóttir,
GUDRUN HULDA ÞORMÓDSDÓTTIR,
Háborgi 34,
veröur jarösungin 24. júlí kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigrióur Vilhjálmsdóttír,
Ásmundur Sigurösson.
+
Otför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
SIGRÍOAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR,
Framnasvagi 18, Raykjavik,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. júlí kl. 13.30. Þeir, sem
vildu minnast hinnar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess.
borbjóm Sígurösson, Ásta Guóiaugsdóttír,
Gunnar Sigurósson, Ingibjörg Stafánsdóttir,
8ígþór Sigurósson, Ingigaróur Guómundsdóttir,
Sigríóur R. Siguróardóttir, Guóm. R. Guómundsson
og bamabðrn.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÞORSTEINN HELGASON,
Langholtsvegi 108,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. júlí kl.
15.00.
Anna Sigurðardóttir,
Siguróur Þorstainsson,
Sasunn Þorstainsdóttir,
Maria Þorstaínsdóttír,
Elín Þorstainsdóttir,
Bjðrfc Þorstainsdóttir,
Sigríóur Svainbjörnsdóttir,
Óiafur Ólafsson,
Guómundur Guömundsson,
Svarrir Vilbargsson,
Magnús Arneson
og barnabörn.
+
Hjartkær sonur okkar og bróöir,
JÓN TRAUSTI TRAUSTASON,
Klappsvegí 54, R.
sem lést af slysförum 15. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 24. júlí kl. 3 e.h.
Birna Óskarsdóttir. Ingvar Elísson,
Trausti Tómasson, Guðrún Kristjánsdóttir
og systkini.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginmanns míns,
ADALBERGS STEFÁNSSONAR,
starfsmannabústaó nr. 8, Kriatnashæli.
Ragnheióur Gísladóttir.
+
Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýhug sem okkur hefur
veriö sýnd viö andlát og útför systur okkar,
ÖNNU ÞÓRDÍSAR SIGURDARDÓTTUR
frá Pálsbss.
Guólaug Siguröardóttir,
Ólafur Sigurósson,
Pátur Sigurósson.