Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1980, Blaðsíða 16
1 6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Skilyrði til sátta Með ræðu sinni í Bolungarvík hefur Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins vakið bæði flokksbræð- ur sína og málsvara andstæðingaflokkanna til umhugsunar um stöðuna í íslenskum stjórnmálum og þróunina innan Sjálfstæðisflokksins. Greinilegt er, að ummæli flokksfor- mannsins hafa vakið bæði ugg og heift hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem gera sér grein fyrir því að samstaða innan hans og einbeitt barátta fyrir stefnumiðum hans verður til þess að leiða í ljós þá staðreynd, að vinstri flokkarnir búa ekki yfir neinum þeim úrræðum, sem koma þjóðinni að haldi við núverandi aðstæður. Um allan heim verður þess vart, að þjóðir telji sér affarasælast að taka stefnuna frá auknum ríkisafskiptum, sem eru einu úrræði sósíalista og annarra vinstri sinna. Við íslendingar þurfum ekki að fara lengra en til Danmerkur til að sjá þær ógöngur, sem menn komast i, þegar þeir binda trúss sitt um of við sósíal-demókrata, bræðraflokka Alþýðuflokksins íslenska. Tvisvar sinnum hafa Svíar hafnað því í kosningum að lúta föðurlegri íhlutunarstefnu sænskra sósíal-demókrata. Undirstraumarnir í þjóðfélögunum eru á móti ríkishítinni og peningaplokki hennar. Hér á landi er Sjálfstæðisflokkurinn eini málsvari þeirra, sem vilja mynda brjóstvörn gegn ríkiskerfinu og þeim stjórnmálaflokkum, sem eru afætur þess. I ræðu sinni í Bolungarvík ræddi Geir Hallgrímsson um nauðsyn þess, að innan Sjálfstæðisflokksins yrðu sköpuð skilyrði fyrir sættir og nýja fylgisaukningu. Flokksformað- urinn útfærði þessa hvatningu sína nokkru nánar í sumarferð landsmálafélagsins Varðar sl. sunnudag. Þá sagði hann meðal annars: „Mætir flokksmenn hafa spurt mig: „Hvað áttu við, þegar þú talar um að skapa skilyrði til sátta í Sjálfstæðisflokkn- um?“ Svar mitt er þetta: Við náum ekki samkomulagi um það að styðja núverandi ríkisstjórn — ekki fyrst og fremst vegna þess hvernig hún varð til — heldur vegna hins, að stefna hennar og störf ganga þvert á grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins og þjóðarheill. Þess vegna hljótum við að halda uppi harðri, málefnalegri og sanngjarnri stjórnar- andstöðu. En við skulum hins vegar vinna saman að þeim málum, sem við getum sameinast um. Með því móti vinnum við að því að skapa það andrúmsloft í Sjálfstæðisflokknum, sem gerir okkur kleift að taka höndum saman á ný, þegar núverandi ríkisstjórn hefur farið frá völdum. Samstaða okkar, þegar þar að kemur, er forsenda þess að við getum aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins á ný. Sú samstaða verður ekki til á einni nóttu. Þess vegna verðum við að búa í haginn fyrir framtíðina." Síðan minnir Geir Hallgrímsson á þá staðreynd, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins viti, að valdastaða þeirra byggist á sundurlyndi í Sjálfstæðisflokknum. Þeir viti, að samstaða í Sjálfstæðisflokknum þýði áhrifaleysi þeirra sjálfra. Og hann segir einnig, að andstæðingar flokksins muni gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að samkomulag takist innan Sjálfstæðisflokksins. Varðarferðin á sunnudaginn varð einmitt tilefni til þess fyrir andstæðinga samstöðu innán Sjálfstæðisflokksins að grípa til undirróðursiðju sinnar. Boðberi hennar var eins og fyrri daginn stjórnmálagagnið Dagblaðið, sem birti á baksíðu sinni falsfrétt um val ræðumanna í ferðalaginu og hélt því fram, að forsætisráðherra blaðsins Gunnar Thoroddsen hefði verið rangindum beittum. Hafa kveinstafir þessir síðan verið endurteknir í öðrum stjórnarmálgögnum og fluttir á öldum ljósvakans fyrir tilstilli ríkisútgáfunnar Alþýðublaðsins. Er allur málatilbúnaður andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins út af þessari ímynduðu átroðslu á forsætis- ráðherranum skólabókardæmi um það, hvernig þeir setja sig aldrei úr færi að nota þau vopn, sem þeim eru afhent til að skapa úlfúð. Illa er komið fyrir andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, þegar slíkt orðaskak er orðið þeirra eina haldreipi. Raunar er skiljanlegt, að forsvarsmenn núverandi ríkisstjórnar kjósi að ræða um allt annað en landstjórnina. Sjálfstæðismenn verða hins vegar að herða róðurinn og láta andstæðingum sínum skiljast í eitt skipti fyrir öll, að þeim verði ekki liðin málefnasnauð rógsiðjan. Albert sýndi listir sínar í knatt- meðferð EINS «k skýrt er frá á bls. 3 í Morgunblaðinu í daj?, var tek- in fyrsta skóflustunKa að sundlauK fyrir hreyfilamaða við Grensásdeild BorKarspital- ans í K®r. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru, var Albert Guðmundsson. sem fyrstur hreyfði huKmyndinni að byKK- inKU sundlauKarinnar á árinu 1976. SundlauKÍn ris á stað, sem er knattleikvanKur krakk- anna i hverfinu ok hinn fræKÍ knattspyrnukappi stóðst ekki mátið i Kóða veðrinu, heldur fór i boltaleik við krakkana. Á meðfylKjandi myndum sýnir Albert listir sínar með knöttinn. Ilann er fimur enn, þótt lanKt sé um liðið frá því er hann keppti i knattspyrnu. Krakkarnir ok félaKar Alberts í borKarstjórn höíðu Kreini- leKa Kaman af, eins ok sjá má af myndunum. Albert héit bolt- anum len^i á lofti, tók hann á hæl sér kné ok öxl. Myndirnar tók ólafur K. MaKnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.