Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 1
32 SÍÐUR 165. tbl. 67. árg. FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Liðsforingjar líflátnir i Iran London. 24. júlí. AP. TUTTUGU liðsforinKjar og menn úr iranska landhernum og fluK- hernum voru teknir af lifi i dogun i morKun þe«ar byltinKardómstóll i Teheran hafði fundið þá seka um þátttóku í samsæri um hyltinxar- tilraun fyrr i þessum mánuði að sögn Teherean-útvarpsins. Átta aðrir menn hafa verið líflátnir að sögn útvarpsins fyrir ýmsar sakir, allt frá dreifingu Flugrán í Kuwait Kuwait, 24. júlf. AP. TVEIR vopnaðir menn lögðu undir sig Boeing 727 þotu flugféiags Kuwait á leið til furstadæmisins i dag og skip- uðu flugstjóranum að lenda á Kuwait-flugvelli, en síðan hélt flugvélin áfram til Bahrain. í flugvélinni eru 72 menn. Innanríkisráðherra Kuwait, Nawaf Ahmed A1 Sabah prins, reyndi að semja við flugvélar- ræningjana, en ræningjarnir báru ekki fram kröfur. Flugvél- in var einn klukkutíma á flug- vellinum. Einn ræningjanna kvaðst vera Jórdaníumaður. í kvöld var flugvélin á flug- vellinum í Bahrein, furstaeyríki á Persaflóa, og viðræður fóru fram við ræningjana, sem gerðu engar kröfur. Flugvélin tók eldsneyti og fór aftur til Kuw- ait. eiturlyfja til vopnaðs ráns. Einn þeirra var Mahmud Robati, sem var sagður annar æðsti maður leynilögreglunnar Savak. Jafnframt þessu hefur kaþólsk- um skóla í Teheran verið lokað og stjórnvöld hafa sakað prestana, sem ráku hann, um samstarf við ísraelsmenn. Skjöl voru fjarlægð og kennararnir sakaðir um að reka njósnamiðstöð. Yfirvöld hafa til- kynnt áform um að loka öllum kaþólskum trúboðsskólum. Teheran-útvarpið gefur jafn- framt í skyn að eftirlitsmaður lögreglunnar, Mostafa Mir-Salim, komi helzt til greina sem næsti forsætisráðherra Irans. Utvarpið telur mikilvægt, að Mir-Salim átti fund með Bani-Sadr forseta. Eftir fundinn sagði Mir-Salim að „allt væri mögulegt", þegar hann var spurður hvort hann yrði næsti forsætisráðherra. „Washington Post“ sagði í dag að fyrir nokkrum mánuðum hefðu námsmennirnir í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran leitt nokkra gíslana út og sett á svið aftöku til að hræða þá. Richard Queen, sem var sleppt, var í hópi þessara gísla og hefur tilkynnt þetta bandaríska utanríkisráðuneytinu. Óvíst er um ástæðurnar til þessarar gerviaf- töku. Þeir sem voru líflátnir í dag voru m.a. sakaðir um áform um að koma fyrir sprengju á heimili Khomeini trúarleiðtoga. í hópnum voru fjórir höfuðsmenn og einn lautinant úr flughernum. Alls hafa 25 verið líflátnir fyrir þátttöku í meintri byltingartilraun. Verzlað i góða veðrinu. I.jóxm. Mbl. ÓI.K.M. Ef ling af ganska hersins áf ormuð IslamabHd. 24. júli. AP. STJÓRNIN í Afghanistan til- kynnti í dag að fyrirhugað væri að efla her landsins þar sem öryggi landsins væri aukin hætta búin og skæruliðar héldu þvi fram að þeir hefðu fellt um 1,000 Norskt varðskip á Jan Mayen mið Frá íréttaritara MorKunblaðsins i Ólsó í *ær. NORSKA strandga-zluskipið „Stálás“ kemur í fyrramálið á svæðið við Jan Maycn, þar sem tæplega 80 sovézk skip stunda veiðar. Þetta er í fyrsta sinn sem varðskip cr sent út af örkinni til að framfylgja norskum reglum í hinni nýju fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Norsk Orion-flugvél sá til sov- ézku skipanna i gær. Þau hafa ekki tilkynnt norskum yfirvöldum að þau ætli inn fyrir mörkin til veiða eins og reglur kveða á um. Til þessa hafa aðeins þrjú pólsk, tvö austur-þýzk og eitt sovézkt fiskiskip tilkynnt slíkt. Rússarnir veiða sennilega kol- munna, en veiðar á honum eru ekki takmarkaðar í norsku fisk- veiðilögsögunni. En samkvæmt reglunum getur norska strand- gæzlan haft eftirlit með veiðar- færum og fylgzt með veiðunum. Aflamagnið skal einnig tilkynnt norskum yfirvöldum. Talsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins, Geir Grung, segir að Norðmenn hafi tilkynnt um bráðabirgðareglur um veiðar út- lendinga um miðjan júní. Ráðu- neytinu hafa ekki borizt mótmæli gegn reglunum frá þeim löndum, sem venjulega stunda veiðar á þessum slóðum. Hins vegar hafa Rússar sagt, að tekið geti þrjá mánuði að þýða reglurnar og senda þær sovézka fiskiskipaflotanum. Því fóru norsk yfirvöld fram á, að skipstjórunum yrðu kynnt aðalatriðin í reglun- um. Ef erlend fiskiskip verða tekin með afla við Jan Mayen án þess að hafa tilkynnt um veiðarnar fyrir- fram, mun strandgæzlan fyrst í stað veita áminningu. Ef um endurtekin brot verður að ræða eiga bátarnir það á hættu að þeim verði vísað út af svæðinu, sagði Grung. —Lauré. sovézka og afghanska hermenn i bardögum að undanförnu. Stjórnin greindi ekki í einstök- um atriðum frá áætluninni, en fækkað hefur í afghanska hernum úr 80,000 mönnum fyrir tveimur árum í 25,000 menn nú, þar sem margir hermenn hafa hlaupizt undan merkjum og gengið í lið með skæruliðum. Skæruliðar sögðu í yfirlýsingu í Peshawar í Pakistan að í Guldara í Kunar-héraði hefði fjöldi sov- ézkra skriðdreka og flugvél gert kröftugar árásir á stöðvar skæru- liða, en árásunum hefði verið hrundið. Skæruliðar sögðust hafa fellt um 700 sovézka og afghanska hermenn, þar á meðal háttsettan Rússa, „sennilega hershöfðingja". Eitt hundrað Afghanir féllu, þar af 20 skæruliðar, en hitt konur og börn, samkvæmt tilkynningunni. í Ganjgal í sama héraði réðust skriðdrekar og þyrlur Rússa á aðra stöð skæruliða með stuðningi af- Fólksflutningar frá Afganistan? New York, 24. júll. AP. HASSAN Durrani, sem gerir kröfu til afgönsku krúnunnar, sagði í dag að Rússar hefðu hafið brottflutning múham- eðstrúarmanna frá svæðum skæruliða i Norður-Afganistan til lýðvelda múhameðstrúar- manna i Sovétríkjunum og flyttu í staðinn dygga sovézka kommúnista til Afganistan. Hann sagði að sovézka innan- ríkisráðuneytið hefði eftirlit með þessum nauðungarflutningum og landnámi sovézkra múham- eðstrúarmanna í Afganistan. Til- ganginn kvað hann þann að gera alla andspyrnuhópa áhrifalausa eða útrýma þeim. Durrani er sonur Amanullah, sem lagði niður völd 1928, og tók sér titilinn Hassan konungur I fyrir þremur árum þegar eldri bróðir hans neitaði að taka sér titilinn. Durrani kvaðst hafa fréttina eftir „tryggum vinum i Was- hington". Hann kvað það veita Rússum aukið svigrúm til að bæla niður andspyrnu að innan- ríkisráðuneyti þeirra sæi um her- nám Afganistans í stað land- varnaráðuneytisins. Starfsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins kvað hugsan- legt að Rússar hefðu gert eitt- hvað í líkingu við það sem Durrani héldi fram, en ósenni- legt. Hann spurði hvers vegna Rúss- ar skyidu flytja hættuleg öfl inn í land sitt og taldi sennilegra að þeir settu þau í fangelsi. Hann kvað kjánalega þá fullyrðingu að innanríkisráðuneytið hefði fengið yfirumsjón með hernámi Afgan- istans og ekki rétta, þar sem afstaða Rússa væri sú að Afgan- istan væri sjálfstætt ríki. ghanskra hermanna samkvæmt tilkynningunni. Skæruliðar kváð- ust hafa fellt 185 sovézka og 30 afghanska hermenn. Sextán Af- ghanir féllu og 15 særðust. Rússar brenndu moskuna í Ganjgal og fimm hús. Einni sovézkri þyrlu var grandað. Enn fremur segja skæruliðar að Rússar hafi gert nýja árás í Ghazni og Paktia með um 300 skriðdrekum, átta þyrlum og sex þotum. Sagt er að mikið mannfall hafi orðið í liði sovézkra fallhlífa- hermanna, 70 hafi verið teknir til fanga, fjórum þyrlum hafi verið grandað og þrír skriðdrekar hafi verið eyðilagðir. Kabul-útvarpið segir að bylt- ingardómstóll hafi dæmt 12 „glæpamenn og hryðjuverka- menn“, þar af tvo til dauða. Skólum verður lokað 23. júlí til 11. ágúst vegna hins helga mánaðar múhameðstrúarmanna og „auk- inna sumarhita". En loka varð skólunum formlega vegna verk- falla nemenda að sögn diplómata. I Washington er sagt að Rússar séu farnir að búa hermenn sína í Afghanistan brynvörðum vestum til að verja þá gegn leyniskyttum skæruliða. Frú Giscard borin sökum Paris, 24. júlí. AP. EIGINKONA Valery Giscard d'Estaing forseta hagnaðist ekki á viðskiptum banka með trygginga- bréf hennar. samkvæmt opinberum heimildum i dag. Vikublaðið „Canard“ segir að hún hafi falið Banque Lazard að kaupa hlutabréf í iðnfyrirtækinu Rhone- Poulence skömmu áður en bréfin snarhækkuðu í verði vegna sölu fyrirtækisins á hluta verksmiðja sinna til ríkisins og BP. Blaðið segir frú Giscard hafi notað vitneskju sína úr forsetahöllinni til þessa og grætt offjár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.