Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980
Á ferö um Skagafjörð/ Texti Friðrik Friðriksson
Kári Marísson bóndi, skólastjóri
og körfuboltamaöur:
Kannaði
markaðinn fyrst
og setti síðan
upp búið
Fyrir örfáum árum var Kári Marísson einn af
landsliðsmönnum íslands í körfubolta, hann lék um
árabil með K.F.R., þá Val og síðast U.M.F.N. auk
landsliðsins. Vorið 1978 fluttist Kári alfarinn af
Reykjanesi norður í land ok er nú bóndi á Sólheimum í
Akrahreppi í Skagafirði. Eiginkona Kára er Katrín
Axelsdóttir, en hún var einnig afreksmaður í íþróttum.
Blaðamaður Morunblaðsins heimsótti þau á dögunum
en þá var heyskapur í fullum gangi á Sólheimum.
Rákust á Sólheima
fyrir tilviljun
Hvernig stóð á því Kári, að þið
festuð kaup á Sólheimum?
Þetta átti allt nokkuð langan
aðdraganda, sökum þess að eftir að
systir mín flutti í sveit, þegar ég
var 12 ára, fékk ég bakteríuna og
var fram til 25 ára aldurs í sveit á
sumrin. Þegar þetta er haft í huga,
þá skýrist ef til vill frekar, hvers
vegna ég, borgarbarnið, flutti í
sveit. Við Katrín vorum búin að
leita að jörð í nokkurn tíma,
aðallega í Borgarfirði, en sumarið
1977 fórum við í sumarfrí og ókum
m.a. hér um. Þegar við keyrðum
framhjá Sólheimum, minnti mig,
að ég hefði séð einhvers staðar að
jörðin væri til tölu. Það reyndist
rétt vera við nánari athugun og
viku síðar vorum við búin að kaupa
jörðina. Katrín hafði verið í sveit í
Húnavtnssýslu og var til í að prófa
þetta, þannig að við slógum til.
Var ekkert erfitt að rífa sig úr
fjölmenninu hér fyrir sunnan?
Nei, það vr ekki erfitt, ég var
alveg ákveðinn í þessu, en það er þó
alltaf viss eftirsjá í hinum góða
félagsanda í körfuboltanum.
Gekk vel að fjármagna jörðina?
Það gekk ágætlega, við áttum
blokkaríbúð í Njarðvík, sem gekk
beint upp í jarðarverðið, en auk
þess nýttum við okkur jarðar-
kaupalánin, þannig að dæmið gekk
þokkalega upp.
Fjölskyldan á Sólheimum. F.v. Kári
Marissun, Arnar Snær, Kristin Björk
og Katrín Axelsdóttir.
Ala kálfa til
slátrunar og hafa
800 hænur
Segðu mér Kári, hvernig er
samsetning búsins?
Þegar við hófum búskap fórum
við af stað með öðru hugarfari en
almennt gerist. Við könnuðum
markaðinn fyrst og settum síðan
upp búið.
Ötkoman úr þessum markaðsat-
hugunum var þannig, að við ákváð-
um að setja upp hænsnabú, og
stofninn er nú um 800 hænur. Þar
fyrir utan höfum við farið út í að
ala kálfa til slátrunar og virðist
það gefa ágæta raun. Eftirspurnin
er næg og ef leiðrétting verður gerð
á fóðurbætisskattinum, sem kemur
okkur illa, þá virðist þetta vera
örugg búgrein. Hænsnaræktin er
hins vegar bindandi, maður verður
alltaf að vakna á sama tíma til að
sinna þeim, en ég finn þó lítinn
mun á þessu, eða að vakna alltaf á
sama tíma til að fara til kennslu í
Njarðvík.
Annar bústofn er ekki teljandi,
við höfum nokkrar kindur okkur til
gamans og 11 hesta. Ég get þó ekki
neitað því, að við höfum áhuga á
kúabúskap, en eins og ástatt er í
dag er það ekki fýsilegt. Það er þó
hagkvæmt fyrir okkur að hafa 2—3
kýr, bæði fyrir heimilið og til þess
að fóðra kálfana.
Hvað með aðrar búgreinar, t.d.
loðdýrarækt?
Ég er ekkert spenntur fyrir
öðrum greinum og ég ætla að bíða
og sjá hvað setur í loðdýrarækt-
inni. Refarækt er t.d. á margan
hátt áhugaverð grein, en ég vil ekki
ana út í þetta eins og margir gera,
heldur frekar bíða átekta og sjá.
Katrín, hvernig líkar þér að vera
húsfreyja í sveit?
Það er óneitanlega mikill munur
á því og að vera í bæjum. Vinnu-
tíminn er lengri, en þó finnst mér
mesti munurinn að vera hér yfir
veturinn. Þá er minna um manna-
Kári Marísson á fullu í kappleik 1977.
Á ferft um Skagafjörð / Texti: Friðrik Friöriksson
Séra Gunnar Gíslason i kirkjugarðinum í Glaumhæ.
Séra Gunnar Gíslason
prófastur og fyrrv. alþingismaöur:
Brúin fyrir
kýrnar prestsins
í GLAUMBÆ í Skagafirði hefur verið kirkjusetur allt
frá kristnitöku og þjónandi prestur í Glaumbæ er séra
Gunnar Gíslason, fyrrverandi alþinsismaður og núver-
andi prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi. Blaðamað-
ur ræddi við séra Gunnar um störf hans og áhugamál.
„Ég er bóndi og
allt mitt á undir
sól og regni“
Fæstu ennþá við búskap?
Það er varla teljandi, ég hef að
mestu leyti dregið mig útúr þessu,
en sonur minn, Arnór, tekið við.
Því er þó ekki að leyna, að ég tel
mig vera bónda fyrst og fremst,
mér líður vel hér og ég fyigist vel
með búskapnum. Orð Stephans G.
eiga ágætlega við og túlka raunar
vel hug minn til búskaparins
þegar hann segir: „Ég er bóndi og
allt mitt á undir sól og regni."
má segja, að ég messi að jafnaði
einu sinni í mánuði.
Fyrir utan þetta starf er ég
prófastur í Skagafjarðarprófasts-
dæmi, en í því starfi felst, að
maður er umboðsmaður biskups,
ég vísitera kirkjur og safna
skýrslum frá prestum, sem fara
eiga til biskups.
Hefurðu tekið afstöðu til nýja
messuformsins, sem kom til um-
ræðu á nýafstaðinni prestastefnu?
Mér líst vel á þessa hugmynd
um breytt messuform, söfnuður-
inn tekur þá virkari þátt í mess-
unni og ég sé því ekkert þessu til
fyrirstöðu.
Er prestsstarfið annasamt?
Það er ofsagt að tala um, að það
sé mjög annasamt, en ég er
sóknarprestur hér í Glaumbæ, en
þjóna auk J>ess á Reynistað og á
Víðimýri. Ég boða til messu eftir
hentugleika hverju sinni og það
Fór í framboð
f yrir orðastað
Jóns á Reynistað
Hvenær hófust afskipti þín af
stjórnmálum?
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á stjórnmálum, en segja má að
fyrstu afskipti mín hæfust þegar
ég varð formaður Vöku, Félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, en ég
ritstýrði jafnframt Vökublaðinu á
háskólaárum mínum, í kringum
1940.
Ég hafði þó ekki teljandi af-
skipti af stjórnmálum fyrr en ég
var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn 1959 og sat ég samfleytt
á þingi til ársins 1974.
Það var nú eiginlega fyrir orða-
stað Jóns á Reynistað, fyrrv.
alþingismanns, að ég gaf kost á
mér til þingmennsku, en á þeim
tíma fengust engir menn í þetta.
Þóttir þú athafnasamur þing-
maður?
Menn hafa sagt það hér í gríni,
að það eina sem klerkur gerði sem
þingmaður, væri að byggja brú
yfir Húseyjarkvísl, til að koma
kúnum sínum í haga. Þetta hefur
þó aldrei verið sagt í illkvittnis-
tón, enda sannleikurinn sá, að
þessi umrædda brú tengir tvo bæi
við vegakerfið, en auk þess hafa 10
bæir hér í Seyluhreppi not af
henni. Um önnur stórvirki í minni
þingmannstíð ætla ég ekki að tala
um.
Hvernig líst þér á stöðu Sjálf-
stæðisflokksins í dag?
Ég vil lítið um hana segja en
það ríkir óneitanlega sérstætt
ástand innan Sjálfstæðisflokksins,
sem ég held að tíminn einn geti
lagað.
Ég álít, að málefnalega standi
Sjálfstæðisflokkurinn vel, ég
sannfærðist um gildi leiftursókn-
arinnar þegar hún var lögð fram