Morgunblaðið - 25.07.1980, Page 11

Morgunblaðið - 25.07.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 11 Bókmenntaþjóðin hélt Listahátíð ferðir og allt rólegra, en annars líður okkur báðum vel hér, enda höfum við lifandi áhuga á búskapn- um. Ert þú hættur í körfubolta, Kári? Eg er ákveðinn að gefa engar yfirlýsingar um það af gamalli reynslu. Þegar við fluttumst hingað norður var ég ákveðinn í því að hætta endanlega afskiptum af íþróttum, en reynslan hefur hins vegar orðið sú, að sl. tvö ár hef ég eytt meiri tíma í körfubolta en nokkru sinni fyrr. Ég hef þjálfað og leikið með Ungmennafélaginu Tindastóli á Sauðárkróki og við lékum í 1. deild sl. vetur en féllum niður. Ástæðan fyrir fallinu var ekki skortur á góðum mannskap, hér eru margir efnilegir strákar, en aðstöðuleysið háir okkur hrikalega. Það er skammarlegt að í öllum Skagafirði er ekki til eitt einasta frambærilegt íþróttahús, þannig að við höfum orðið að leika heimaleiki okkar á Akureyri. Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um næsta vetur, áhuginn er fyrir hendi, en maður verður að vega og meta kostina og ókostina við að eyða tíma í þetta. Skólastjóri á Stóru-ökrum Þrátt fyrir annríki ert þú skóla- stjóri, er ekki svo? Jú, það er rétt, að ég er skóla- stjóri á Stóru-Ökrum, en þar er rekinn grunnsóli fyrir Akrahrepp. Nemendur í fyrra voru 33, en verða 32 í vetur. Kennslan er frá 9—15, frá miðjum október og fram í miöjan maí. Kennslan, búskapurinn og íþ- róttirnar haldast því í hendur, en æði verður þó sólarhringurinn oft langur, en Katrín stendur sig eins og hetja við bústörfin og léttir miklu af mér. Annars má segja að við förum í öll verk saman, í okkur er enginn barlómur og við erum ánægð með lífið, enda værum við farin ef svo væri ekki. og ég vona að flokksmenn beri gæfu til að standa saman, í stað þess að leggja undirróðursöflun- um vopnin upp í hendurnar. Mikill áhugamaður um skógrækt Gunnar, þú ert formaður Skóg- ræktarfélags Skagafjarðar, hvað getur þú sagt mér um það starf? Jú, það er rétt að ég hef lifandi áhuga á skógrækt og Skógræktar- félagið hefur beitt sér fyrir ýms- um framkvæmdum í gegnum árin. Meginstarfsemi félagsins hefur verið í því fólgin að byggja upp skóglendi á Hólum í Hjaltadal, sem vel er á veg komið og við erum að vinna að því, að leggja veg í gegnum skóginn fyrir ferðamenn. Við höfum auk þess haldið uppi miklum áróðri fyrir trjárækt, heimsótt skóla, haldið fyrirlestra og komið á fundi hjá ýmsum félagasamtökum. Við höfum einnig beitt okkur fyrir því, að skólabörn gróðursetji að minnsta kosti eitt tré hvert. Ég get og nefnt, að búið er að koma upp skjólbeltum á 5 bæjum í Skagafirði, og meðal þeirra verk- efna sem eru á dagskrá hjá okkur, er að gera Sauðárgil og Skógarhlíð að útivistarsvæði. Þetta er því heilmikið starf, enda ekki vanþörf á og ég get nefnt að lokum, að Óskar Magn- ússon, bóndi á Brekku, hefur unnið mikið fyrir félagið á undan- förnum árum og hann hefur á þessu ári leiðbeint fólki um gróð- ursetningu og annað sem lýtur að skógrækt. Bókmenntaþjóðin hélt Lista- hátið að þessu sinni án þess að bókmenntir kæmu verulega við sögu. Að vísu voru undantekn- ingar sem þó tengjast allar öðr- um listgreinum: Þjóðleikhúsið minntist aldarafmælis Jóhanns Sigurjónssonar með dagskrá úr leikritum hans, ljóðum og bréf- um og forsýndi nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson; tónskáldið John Cage flutti eftir sig að mörgu leyti athyglisverðan ljóða- flokk; skáldið Wolf Biermann söng ljóð sin i Háskólabiói. Að því hefur verið fundið áður að hlutur bókmennta færi minnk- andi á Listahátíð. Eftir að Nor- ræna húsið hætti þátttöku í Lista- hátíð er þróunin öll í þá átt að fylla landið af frægum erlendum stjörnum sem ljóma ákaft í stór- um sölum og í fjölmiðlum. Þetta er að vísu skiljanlegt þegar þess er gætt að hér er orðið við óskum fjölda fólks sem á þess kannski kost einu sinni á ævinni að hlusta á Pavarotti í eigin persónu eða hrífast með Clash. Listahátíð þarf peninga, ekki er unnt að láta hana bera sig fyrir tómu húsi. Það eftirminnilegasta við Lista- hátíð nú var að sá ásetningur forráðamanna hennar tókst að láta hana ná út á götur og torg. Katalóníumennirnir Els Comedi- ants glöddu fólk hvarvetna með trúðleik sínum. Koma Els Comedi- ants gæti orðið fordæmi til að bjóða upp á meira af slíku á næstu Listahátíðum og hvers vegna ekki á hverju sumri. Slíkar skemmtan- ir þurfa ekki eingöngu að vera bundnar við Reykjavík. Eins og Ólafur M. Jóhannesson hefur bent á hér í blaðinu er þörf fyrir lifandi list mikil úti á landi og skal tekið undir það með honum að listin á ekki bara að vera handa Reykvík- ingum. Á það er minnt með þessum orðum að æskilegt er að Listahá- tíð geti að einhverju leyti speglað bókmenntalíf í landinu. Slíkt er að vísu vandasamt að gera á hátíðum eins og þeim sem við höfum kynnst og eru miðaðar við sumar- tíma, mörgum þykir líklega að kynning bókmennta eigi að fara fram á veturna. Bókmenntir séu einhvers konar skammdegisfæða. En þetta hlýtur að vera misskiln- ingur. Á sama tíma og Listahátíð var haldin gekkst hópur ungs fólks fyrir menningardögum sem kallaðir voru Umhverfi ’80. Þar var heilmikið um að vera. Á kvöldin lásu rithöfundar úr verk- Bðkmennllr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON um sínum í Breiðfirðingabúð þar sem veggir voru þaktir myndum íslenskra myndlistarmanna. Þótt ekki væru þessir upplestrar glannalega auglýstir voru þeir sæmilega sóttir. Þegar þessi orð eru skrifuð berast fréttir frá Vestur-Berlín að þar hafi íslenskar bókmenntir verið kynntar við mikinn fögnuð og einnig var notað tækifærið til að koma á framfæri annarri íslenskri list. Það má einnig minna á að fyrir löngu er það orðin föst hefð í Stokkhólmi að efna á sumrin til sílestra úr verkum ljóðskálda og hafa þeir fengið mjög góðar undirtektir. Það fór ekki framhjá þeim sem áttu leið um miðborg Reykjavíkur á Listahátíð að ung og lítt þekkt skáld láta nú að sér kveða í ríkari mæli en áður. Þau selja bækur sínar á götum og torgum og þótt fæst þeirra séu fastir gestir í fjölmiðlum hafa þau ýmislegt til málanna að leggja. Sum þessara skálda hafa reyndar gert það sem útgefendum ljóðabóka hefur tekist misjafnlega: að selja bækur sínar. Skáldin eru sjálf útgefendur bók- anfla og bjóða þær til sölu óhrædd við hinn pínlega virðuleik sem oft er settur á svið kringum ljóð og ljóðabækur. Það væri kjörið verk- efni fyrir komandi Listahátið (eig- inlega þurfum við alltaf að hafa listahátíð) að greiða götu ungra skálda sem eru að basla við vanþakkláta bókmenntaiðju sem þó hefur löngum þótt gild á Islandi. Ekki er nauðsynlegt að „kynna" alltaf sömu skáldin. Þau hljóta sjálf að vera orðin þreytt á slíkum kynningum og áheyrendur búnir að læra þeirra góðu vísur og tryggja þeim eilíft líf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.