Morgunblaðið - 25.07.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.07.1980, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980 MK> MOR&dKf- MmNU <2*2$ Fyrstu árin eru auðvitað eríið- ust, drengur minn! ást er... tÆtr ... að hjálpa honum til að slappa a/. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved ® 1980 Los Angeles Times Syndicate í*r- ™ Sæktu kápuna þina væna, þú virðist tilheyra rétti dagsins. BRIDGE Umsjón: Péll Bergsson í maí-hefti Dansk Bridge var skemmtileg grein eftir ungan islenskan landsliðsspilara, Guð- mund Hermannsson, um stórmót Bridgefélags Reykjavíkur 1980. Greinin bar fyrirsognina „Werdeiin — Möller á eldfjöll- um“ og hæfði vel. Eins og menn rekur minni til sigruðu gestirnir með miklum yfirburðum. Og engu var líkara en að tauga- óstyrkir landar okkar dreifðu til þeirra stigum af eldmóði. Þó gerðu gestirnir eðlilega marga góða hluti. Hér er dæmi, sem tekið er úr umræddri grein. Suður gaf og norður-suður voru á hættu. Norður S. ÁG976 H. ÁG872 T. 1075 L. - Vestur S. 5 H. 654 T. 64 L. ÁD87542 Austur S. K4 H. KD93 T. G98 L. K963 Suður S. D10832 H. 10 T. ÁKD32 L. G10 Þeir félagar voru með spil norðurs og suðurs en andstæð- ingar þeirra sögðu alltaf pass. Suður Norður 1 Spaði 3 Grönd 4 Lauf 4 Spaðar 4 Grönd 5 Hjörtu 6 Spaðar Pass í grundvallaratriðum er sagn- kerfi þeirra Werdelins og Möllers mjög einfalt en þó hafa þeir í pokahorninu nokkur sérstök vopn og hér beittu þeir einu þeirra. Opnunin var eðlileg en 3 grönd Werdelins sögðu frá góðum spaða- stuðningi og lofuðu um leið eyðu í öðrum lit. Möller spurði um eyðu- litinn og 4 spaðar sögðu hann vera laufið. Þá var bara eftir að vita um ásana, 5 hjörtu sögðu þá vera tvo og að þessum upplýsingum fengnum var sjálfsagt að segja þessa góðu lokasögn, sem gaf 25 stig af 34 mögulegum. Nokkrir aðrir sögðu slemmuna, sumir reyndu alslemmu og aðrir spiluðu bara gameið. COSPER—æwfc Hann er ofsalega dýr í rekstri þessi, því hann er svo vatnsfrekur! Islensk undan- látssemi á Moskvuleikunum Nú um þessar mundir berast þau tíðindi frá Moskvu, að ísland muni eiga þann vafasama heiður, að vera aðeins eitt af fjórum V-Evrópuríkjum, sem gengur und- ir þjóðfána sínum, er keppendur ganga inn á íþróttaleikvanginn í Moskvu við setningu Ólympíuleik- anna. Þjóðfáni okkar, er fyrir íslend- inga tákn frelsis, tákn þess að við megum breyta eins og hugsanir og skoðanir okkar bjóða að gera, svo fremi að þær stangist ekki á við þau lög og reglur, sem þjóðfélagið setur okkur á hverjum tíma. Fáni okkar er tákn þess dýrmætasta sem við eigum frjálsrar hugsunar, tjáningar og breytni. • Veitum Sovét- mönnum móralsk- an stuðning Með því að taka þá ákvörðun að íslenska þátttökusveitin á Ólympíuleikunum gangi undir þjóðfána okkar, tel ég að við séum að veita Sovétmönnum móralskan Hvað bíður mín? María Finnsdóttir: BÖRN Á SJÚKRAHÚSI. Sálræn áhrif sjúkrahúsvistar á ung börn. Útgefandi: Höfundur. 1979. Börn á sjúkrahúsi fjallar eins og nafnið bendir til um vanda sem margir þurfa að glíma við. En hvað varðar sjúkrahúsvist barna hafa orðið miklar framfarir. Heimsóknir til þeirra eru ekki lengur bundar við vissa tíma heldur fá foreldrar eða aðstand- endur þeirra að vera hjá þeim mun lengur en heimsóknartími segir til um. Þannig er reynt að koma í veg fyrir að tengsl barna og foreldra seú rofin. María Finnsdóttir ræðir um þau áhrif sjúkrahúsvistar á smábörn sem koma fram hafi barnið ekki haft tækifæri til myndunar geðtengsla á fyrsta aldursári, en áhrifin lýsa sér „í líkamlegri og andlegri þroskaheftingu sem varað getur til fullorðinsára". Einnig fjallar María um geðrænar truflanir sem verða við skyndilegan aðskilnað móður og barns. Þótt hér sé aðeins drepið á tvö atriði sem María Finnsdóttir hef- ur kannað hljóta allir að sjá hve efnið er brýnt, en bók hennar byggist á B. A. ritgerð hennar í sálarfræði við Háskóla íslands og er ætluð „sem handbók fyrir nemendur í hjúkrunarfræði, starfsfólk barnadeilda og for- eldra". María Finnsdóttir nefnir ugg- vænleg dæmi um dvöl barna á sjúkrahúsurn. Einkum miða þessi dæmi að því að sýna að barnið þarf að fá sömu umhyggju á sjúkrahúsinu og heima fyrir, það má ekki halda að búið sé að yfirgefa það. Tilfinningatengsl barns og móður eru sterkust og þess vegna mikilvægt að móðirin fái að vera sem mest hjá því á sjúkrahúsinu. En það er einnig nauðsynlegt að hún nái sambandi við lækna og annað starfsfólk sjúkrahússins, en sé ekki skilin eftir hjá barninu án þess að vita neitt um sjúkdóm þess: „Hið hefðbundna viðhorf er að stunda barnið eitt og sér, aðskilið frá foreldrunum. Þegar foreldri dvel- ur með barni sínu á sjúkrahúsinu, Maria Finnsdóttir þá fer starfsfólkið að hugsa um barnið sem hluta af fjölskyldunni og útskýra einkennin í ljósi við- horfa foreldranna og viðbragða barnsins til þeirra". Á sjúkrahúsinu þarf barnið að geta leikið sér, haldið áfram að þroskast. Óvissa og ótti má ekki setja mark sitt á það. í bók Maríu Finnsdóttur eru birtar teikningar eftir börn sem Sigríður Björns- dóttir hefur lánað. Sigríður segir í bókinni frá reynslu sinni af börn- Bðkmenntir eítir JÓHANN HJÁLMARSSON um sem voru sinnulaus á sjúkra- húsum, en tóku gleði sína aftur með hjálp myndabóka sem þeim voru sýndar. Þau fengu athafna- þrá aftur og fór að skapa sjálf. Á eftirminnilegan hátt segja þessar myndir meira en orð: Hvað bíður mín?, Þögul sorg, Hvað vofir yfir?, Tómið, Einn í heiminum. Eins og gefur að skilja eigum við þrátt fyrir góðan vilja langt í land til þess að unnt sé að hlúa þannig að börnum á sjúkrahúsum að allir geti verið ánægðir. Bók Maríu Finnsdóttur er spor í þá átt að gera stofnanirnar mannlegri, efla gagnkvæman skilning milli einstaklinga. Hún vekur máls á ýmsu í bók sinni, skýrir frá eigin rannsóknum og kenningum geð- lækna og sálfræðinga frá Freud til þeirra sem nú láta helst að sér kveða. Börn á sjúkrahúsi á erindi til margra og mun að öllum líkindum verða til gagns þeim sem hún er fyrst og fremst ætluð, þ.e.a.s. starfsfólki sjúkrahúsanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.