Morgunblaðið - 25.07.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ1980
29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 13—14
FRÁ MÁNUDEGI
stuðning við þeirra stefnu og
framkomu á vettvangi heimsmála
að undanförnu. Þessi móralski
stuðningur er Sovétríkjunum
sjálfsagt kærkominn, þegar ýmis-
legt gengur þeim í öhag í bauki
þeirra og brölti utan sinna landa-
mæra. Og við ættum að gera
okkur það alveg ljóst, að Sovétrík-
in kunna að leggja annan skilning
í þetta, en ætlast er til af þeim
aðilum sem tóku um þetta ákvörð-
un, en það skilst mér að hafi verið
hæstvirtur utanríkisráðherra,
Ólafur Jóhannesson.
• Aukin vinátta
við okkur ekki
illa þegin
Kremlverjar gætu hugsað
sem svo, að vegna þessarar fram-
komu okkar manna á ólympí-
uleikunum, þá séu jafnvel eitthvað
aukin samskipti og vinátta þeirra
við okkur ekkert illa þegin. Og þá
er verr farið en heima setið.
Um þessar mundir er vel vopn-
um búinn og fjölmennur sovéskur
her að murka lífið úr þjóð, sem er
miklu fámennari, og illa til þess
búin að verja hendur sínar. Meðan
sovéskir hermenn láta byssukúlur
sínar dynja á skólastúlkum, sem
vart eru af barnsaldri, á götum
Kabúl í Afganistan, og Afgönum
blæðir hægt og sígandi út með
sama áframhaldi þá eru íslensk
stjórnvöld að mínu mati að veita
Sovétmönnum óbeinan stuðning
með íslenskum fánaburði í
Moskvu, þegar allar V-Evrópu
þjóðir nema þrjár, auk íslendinga,
láta sér nægja að hafa uppi
Ólympíufánann við opnun leik-
anna.
Þessi fátæka fjalla- og hirð-
ingjaþjóð, hefur það eitt til saka
unnið að eiga landamæri sín að
Sovétríkjunum. En fleiri þjóðir
hafa brennt sig á því sama soði.
Tékkneska dæmið ætti enn að
vera flestum í fersku minni.
• Ákvörðunin
tekin í ógáti?
Eg vil vart trúa öðru, en þessi
ákvörðun utanríkisráðherra og
starfsmanna hans í ráðuneytinu
hafi verið tekin í einhverju ógáti
eða hugsunarleysi, vegna þess að
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Brat-
islava í Tékkóslóvakíu kom þessi
staða uppp í skák Ungverjannna
Hardicsay, sem hafði hvítt og átti
leik, og Ference.
24. Rf5! (Tryggir hvítum vinn-
ingsstöðu, því 24 ... exf5 er hægt
að svara með 25. Bxd6 vegna þess
að riddarinn á c4 er leppur) DÍ7,
25. Rxd6 — Rxd6, 26. Bxd6 —
Hb5, 27. Dc2 og svartur gafst upp.
Ólafur Jóhannesson utanríkisráð-
herra hefur að ég best veit, ætíð
staðið traustan vörð um vestræna
samvinnu. Nægir þar að benda á,
að hann var einn fjögurra fyrstu
fulltrúa okkar hjá Sameinuðu
þjóðunum, er Islendingum var
formlega veitt aðild að Sameinuðu
Þjóðunum árið 1946.
En vonandi verður þetta mál til
þess að íslensk stjórnvöld sýni
meiri gætni, aðgát, varfærni og
festu í samskiptum sínum við
Sovétmenn næstu mánuði og
misseri, og geta þá vonandi allir
vel við unað.
Sigurður G. Ilaraldsson.
• Kærar þakkir
til útvarpsins
Alltaf hlær mér hugur í
brjósti, þegar ég les hljóðvarps-
gagnrýni Dagblaðsins. Upphafið
hljóðar oftast á þessa leið: Ég
hafði ekki tíma, ég hafði ekki
áhuga, það komu gestir, og lesandi
er engu nær. Þetta minnir á sum
bréf lesenda í sama blaði. Alltaf
kvartandi um sinfóníur í dag-
skránni, þá sjaldan þeir fikta við
vitlausan takka frá Keflavíkur-
útvarpinu. Hvað mig sjálfa snert-
ir, kærar þakkir til ykkar allra
sem standið að útvarpsdagskránni
frá sjö á morgnanna. Ég vinsa
engan úr, en held til haga einu
sýnishorni þ.e.a.s. sunnudeginum
20.07. sl.
Með kærri þökk,
Guðrún Jaccbsen.
• Smávegis um
umferðina
Ég hef verið að velta því fyrir
mér, vegna skrifa hjólreiðamanna
HÖGNI HREKKVÍSI
ðlt&MMT>e
•ikJlaC
Vixíi HAH6 BK-tffex étEMhT.. **
StGGA V/GGá í
WQtt ÖTA\ vlrN/V/ VL&Ö XMRMÆ)
W/M0RMR \ MNA/A'dTVI^
‘btW m ^ÓNAtt A9 ÍANA. VlÓN \<0VÍ i\l
VÍENN/ TRÓ 0M fif) vfÖIVVvffAl WÓN m A0<
% töm'b Á0/1N,—fóY/VA m VTNiA 5/6AV 5NÓ9-
' T)\<ÝR5/.0MA
9
<]A-0Af
LM-9A?
Eg Witold Gombrowicz
í Velvakanda að undanförnu,
hvers vegna ekki sé tekið tillit tií
þeirra. Ér ekki best að byrja á
byrjuninni, þ.e.a.s. yngstu hjól-
reiðamönnunum, og síðar verð-
andi bifreiðastjórum. Það liður
ekki sá dagur að maður mæti ekki
hjólreiðamönnum á röngum veg-
arhelmingi. Þar ber mest á þeirn
ungu. Ef maður er akandi hvarflar
það oft að manni, hvort maður sé
kominn í vinstri umferðina aftur.
Það er vitað mál, að þetta getur
haft truflandi áhrif á ökumenn.
Þetta er í rauninni mál sem ekki
má láta fram hjá líða. Það verður
að hefjast handa strax. Foreldrum
ber skylda til að kenna og leið-
beina börnum sínum í umferðinni,
hafandi það í huga að þetta eru
verðandi ökumenn á bílum, sem
þá koma til með að stýra farar-
tæki sem hættulegt er lífi og
limum. Það er hægri umferð og
það gildir fyrir hjólreiðamenn og
bifreiðastjóra. Þrátt fyrir að mér
finnist ábyrgð foreldranna mest,
- ættu lögregla og kennarar að
leggja enn meiri áherzlu en gert
er, til að allir hjólreiðamenn fari
eftir umferðarlögunum. Allir
hjólreiðamenn verða að hlita þess-
um umferðarlögum, svo hægt sé
að taka tillit til þeirra, og að
sjálfsögðu ber ökumönnum að
gera slíkt hið sama. Gæti ekki
hugsast að þeir ökumenn, sem síst
taka tillit til hjólreiðamanna í dag
séu menn, sem sett hafa sínar
eigin hjólreiðareglur og hlýddu
ekki umferðarlögunum? Það er
ekki hægt að leiða hugann frá
hinum ógnvekjandi slysum undan-
farið. Hver er orsökin? Aðgæslu-
leysi? Virðingarleysi fyrir lífinu,
eða tillitsleysi? Hver sem orsökin
kann að vera, þá má með sanni
segja: „Það ungur nemur, gamall
temur".
Ökumaður.
PÓLVERJINN Witold Gombro-
wicz (1904—1969) er talinn einn af
brautryðjendum absúrd leikritun-
ar og einnig merkur skáldsagna-
höfundur. Meðal kunnari verka
hans eru leikritin Yvonne Búrg-
úndarprinsessa og Óperetta (1966)
og skáldsagan Ferdydurke (1937).
Gombrowicz var landflótta í Arg-
entínu 1939—1963, en átti eftir
það heima í Frakklandi, nánar
tiltekið í Vence rétt hjá Nice.
Dagbækur Gombrowicz hafa
komið út í þrem stórum bindum og
verið þýddar á mörg mál. Nýlega
kom út í Danmörku Dagbog
1953—1954, útg. Arena, Forfatt-
ernes Forlag, en í bókinni er um
það bil helmingur fyrsta bindis
dagbókanna.
I þessari dagbók kynnumst við
manni sem óbundinn af öðru en
eigin þankagangi segir hug sinn
um samtið sína, ekki sist horfir
hann úr fjarska gagnrýnum aug-
um á Pólland. Dagbókin hefst
reyndar skemmtilega og segir
nokkuð um einstaklingshyggju
Gombrowicz:
Mánudaxur.
ÉG.
PriðjudaKur.
ÉK
MiðvikudaKur.
Ék-
FimmtudaKur.
Ék-
En þegar komið er að föstudegi
berast Gombrowicz í hendur pólsk
blöð og þau les hann eins og
frásögn um náinn vin sem fyrir-
varalaust hefur brugðið sér í
ferðalag, til dæmis til Ástralíu og
verður þar fyrir óvenjulegri
reynslu. í blöðunum er lífið hinum
megin við gler, langt í burtu, það
Bókmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
er líkast því sem það sé ekki
lengur okkar líf, eins og maður
horfi á það út um lestarglugga.
Jafnframt því sem Gombrowicz
efast um sannleiksgildi pólsku
blaðanna, en virðist þó hafa nokk-
urn skilning á vanda þeirra, skop-
ast hann að útlagablöðunum sem
leggja áherslu á dyggðina: „Andi
okkar er án efa orðinn siðprúður í
útlegðinni".
Tíðrætt verður Gombrowicz um
bókmenntaefni pólskra blaða og
tímarita. Hann kveðst ekki vilja
vera fulltrúi neins annars en
sjálfs sín. Þrátt fyrir það er þess
krafist af honum að vera fulltrúi
einhvers. „Það er ekki mér að
kenna“, skrifar Gombrowicz, „að
Argentínumenn líta á mig sem
fulltrúa pólskra nútímabók-
mennta". Við greinum sársauka
Gombrowicz í þeim orðum sem
hann lætur falla um sérkenni
pólskra bókmennta, nauðsyn hans
að brjótast undan hefðinni til að
geta orðið hann sjálfur. Það varð
hann í verkum eins og til dæmis
Óperettu þar sem hann hæðist
miskunnarlaust að öllum stofnun-
um og valdsmönnum heimsins,
keisurum og verkalýðsleiðtogum
og sýnir vesaldóm alþýðunnar.
Hið absúrda yfirbragð verka
Gombrowicz segir ekki allt um
þau, heimsádeilan er kveikja
Witold Gombrowicz
þeirra, trúleysið á allt, guð og
menn, en kannski vonarglæta sem
feist í því að nýir menn fæðist á
rústum gamla heimsins.
„Góðar pólskar bókmenntir",
skrifar Gombrowicz, „nýjar og
gamlar, hafa ekki komið mér að
miklu gagni og hafa ekki kennt
mér mikið. Það er vegna þess að
þær hafa aldrei þorað að beina
sjónum sínum að hinum ein-
staka." Pólskum bókmenntum
finnur hann það til foráttu að
boðunin hefur verið í fyrirrúmi,
viljinn að villa um fyrir einstakl-
ingnum, gera hann háðan fjöldan-
um, vekja þjóðerniskennd hans,
hvetja hann til trúar, þjónustu.
Aftur á móti talar Gombrowicz
með samúð um vondar pólskar
bókmenntir, í þeim afhjúpast
raunveruleikinn, það sem ekki
tekst listrænt séð hjá höfundun-
um leiðir í ljós brestina í tilver-
unni. Auðvitað þurfa bókmennta-
sögur að vera til. „En af hverju
aðeins saga góðra bókmennta?"
spyr Gomþrowicz.
I samræmi við þetta eru skoðan-
ir Gombrowicz á listum. Hann
lætur ekki heillast af viðurkenndri
list, stolti safnanna, en vill fá að
leggja eigið mat á hlutina. Hann
segist ekki unna listinni heldur
bíða uns hún komi til hans, ryðjist
inn á hann.
I dagbókum sínum er Gombro-
wicz fyrst og fremst gagnrýninn.
Stundum hvarflar það að lesand-
anum að fjarlægð hans frá upp-
runanum geri hann beiskan og
jafnvel fjandsamlegan hvers kyns
menningarviðleitni. En enginn
skyldi halda að hægt sé að af-
greiða slikan höfund sem venju-
legan nöidursegg. Það virðist hafa
eflt skáldskap hans að eyða
ævinni í útlegð og oft einmanaleik
sem þó er án örvæntingar.
Yvonne Búrgúndarprinsessa
hefur verið leikin hér. Gaman
væri að fá að sjá Óperettu á
íslensku leiksviði, en það er vel að
merkja vandasamt verkefni að
gera henni verðug skil.
AUGLÝSING A STOF A
MYNDAMÓTA
Aðidstræti 6 simi 25810