Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 32

Morgunblaðið - 25.07.1980, Síða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 BUrgunbtatiib Hvalveiði- kvóti íslands óbreyttur KVÓTI íslcndinKa vegna hval- veiða er óbreyttur samkvæmt ákvorðun, sem tekin var i gær á ársfundi Alþjoóahvalveióiráósins i BrÍKhton. A fundinum i kst var tillaKa Randaríkjamanna um al- Kjört bann við veiðum á búrhveli felld. TillaKan hlaut stuðninK 14 ríkja. 6 voru á móti en 4 sátu hjá. Til þess að tillatran hlyti sam- þykki þurfti hún 75% atkvæða. Umhverfisverndarmenn hafa haldið því fram, að stofn búrhvala fari minnkandi og telja þeir að nauðsynlegt sé að friða stofninn þegar í stað, en búrhveli er verðmætt vegna lýsis, sem úr því er unnið. A fundinum í gær var einnig rætt um hrefnu, sandreyði og langreyði. A þessu ári hafa Islendingar veitt 17 búrhveli, en samanlagður afli í ár er orðinn 225 hvalir, þar af 208 langreyðar. Kjúklingar hækka um 25% SAMTÖK kjúklingabænda auglýstu í gærdag nýtt heild- söluverð á kjúklingum. Hvert kiló af kjúklingum kostar eftir hækkun 3608 krónur en kostaði fyrir hækkun 2890 krónur. Hækkunin er þvi tæp 25%. Þessi hækkun kjúklinga- bænda er bein afleiðing af hækkun fóðurbætisskatts, en við hana hækkaði verðlags- grundvöllur kjúklinga um 50%. Innanlandsflug Flugleióa: Rekstrargrund- völlur ekki leng- ur fyrir hendi FORSTJÓRI Flugieiða hefur rit- að samgönKuráðherra bréf vegna erfiðleika i rekstri innanlands- flugs félagsins á undanförnum árum. sem hann segir stafa af rangri verðlagningu og tregðu yfirvalda á að leyfa nauðsynlegar hækkanir fargjalda. Sigurður Helgason forstjóri segir, að ekki sé lengur rekstr- argrundvöllur fyrir innanlands- flugið, tapið hafi í apríllok verið orðið yfir 200 milljónir króna og verði 18% hækkun innanlands- fargjalda að koma til tafarlaust eigi innanlandsflugið að verða rekið hallalaust. Segir forstjóri Flugleiða, að heildartapið á inn- anlandsfluginu sl. 5 ár sé 2,7 milljarðar króna á núgildandi verðlagi. Sjá: „Fæst eðlileg verðlagning eða ríkisstyrkur?" á miðsíðu. Aðveituskurðurinn við Sigölduvirkjun er mikið mannvirki. Að framanverðu liggur vegurinn yfir aðveitulögnina fyrir ofan sjálft stöðvarhúsið. Ljósm. ól.K. MagnÚKson. Gunnar Thoroddsen um byggingu olíugeymanna í Helguvík: Framkvæmdir háðar sam- þykki ríkisstjórnarinnar „ÞESSI mál heyra undir utanrík- isráðherra, en þegar um svo stórfelldar framkvæmdir er að ræða, snerta þær allar áætlanir varðandi fjárfestingar- og efna- hagsmál og þess vegna hlýtur rikisstjórnin að verða að fjalla um þær,“ sagði Gunnar Thor- oddsen. forsætisráðherra i sam- tali við Morgunblaðið í gær. Á rikisstjórnarfundi i gærmorgun mótmæltu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins framkvæmdum, sem undirbúningur var hafinn að, rétt norðan við Keflavik, en þar er fyrirhugað að reisa oliu- birgðastöð fyrir varnarliðið. ólafur Jóhannesson skýrði frá því i frétt i Morgunblaðinu i gær, að hann myndi sjálfur taka ákvörðun um framkvæmdir, þetta mál heyrði ekki undir rikisstjórnina. Ráðherrar Alþýðubandalagsins töldu á ríkisstjórnarfundi í gær að I ekki kæmi til greina að reisa þessa | olíubirgðastöð, sem Atlantshafs- bandalagið stæði straum af kostn- aði við. Forsætisráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið, sem birt er á bls. 2 í blaðinu í dag, að á þessu stigi hafi engin hönnun farið af stað og því munu engar framkvæmdir verða við olíugeym- ana á Keflavíkurflugvelli í ár eða á næsta ári. Upphaf málsins er, að snemma árs 1979 skipaði þáver- andi' utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal, nefnd, sem kanna átti með hverjum hætti mætti leysa mengunar- og skipulagsvandamál, sem skapast hefðu vegna olíu- geyma varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og átti nefndin að finna nýjan stað fyrir olíugeymana með sérstöku tilliti til umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiða, en sveitarfélögin á Suðurnesjum höfðu talið að gömlu geymar varnarliðsins stæðu í vegi fyrir eðlilegri þróun byggðarlaganna. Nefndin skilaði áliti í vor. Lánskjaravísitala hef- ur hækkað um 59% á ári Verðbótavísitala á laun aðeins hækkað um 44.34% SEÐLABANKI fslands hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir ágúst- mánuð og verður hún 172. Hún hefur þvi á s.l. þremur mánuðum hækkað um 12% á sama tima og verðbótavisitala á laun hækkar sennilega um 7%. Það má þvi segja, að svokölluð verðtryggð lán, sem launþegar taka. séu meira en 100% verðtryggð. Lánskjaravísitala var ákveðin í samræmi við lög um efnahagsmál og fleira s.l. vor og var hún ákveðin 100 í júní. Frá þeim tíma hefur láns- kjaravísitala hækkað um 72% á sama tíma og verðbótavísitala á laun hefur hækkað um 57,6%. Munurinn er því 14,4%. Sé dæmið hins vegar tekið síðustu tólf mánuði, þá hefur lánskjaravisi- talan hækkað um 59% á sama tíma og verðbótavísitala á laun hefur hækkað um 44,34%, munurinn þar á er því rúmlega 14%, sem greiðendur verðtryggðra lána verða að taka á sig, en í dag miðast flest verðtryggð lán við lánskjaravísitölu, s.s. lán Húsnæðismálastjórnar, lán flestra lífeyrissjóða og verðtryggð lán banka. VSÍ hafnaði þátttöku í viðræðum ASÍ og VMS Viðræðufundur ASÍ og VSÍ án þátttöku VMS árdegis í dag Á FUNDI. sem sáttanefnd hélt í gær með fulltrúum Vinnuveitenda- sambands íslands har hún fram ósk að tillögu Alþýðusambands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna. um að VSÍ kæmi inn í yfirstandandi viðræður þessara aðila. Fulltrúar VSÍ höfnuðu þessari ósk á þeim forsendum að ASÍ hefði slitið viðræðunum með því að hefja sérviðræður við VMS ok þeir telji rétt að ASl ljúki þeim viðræðum, áður en viðræður hefjist á ný milli ASÍ og VSf. Á fundi, sem haldin var þegar að loknum fundi sáttanefndar og VSÍ, með fulltrúum ASÍ og VMS, munu viðræður einkum hafa snú- ist um þessa afstöðu VSÍ full- trúanna og lítið sem ekkert mun hafa verið rætt um sjálfa samn- ingana. Eftir stuttan fund var ljóst að ASÍ vildi ekki halda áfram viðræðum við VMS án þess að VSÍ kæmi inn í þær. Fulltrúar ASÍ halda því fram að þeir hafi alls ekki slitið viðræðum við VSI og hafa nú farið fram á fund í dag með fulltrúum VSI. Þann fund munu fulltrúar VMS ekki sitja að ósk ASÍ. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa viðræður ASÍ og VMS snúist um sex megin atriði. í fyrsta lagi er um að ræða að kjarnasamningi verði frestað um eitt ár og tíminn notaður til að kanna betur ýmis ákvæði hans s.s. launaflokka. í öðru lagi er rætt um 5% grunnkaupshækkun yfir alla línuna. Þá er ennfremur rætt um að tryggja réttindi í veikinda- og slysatilfellum og að vinnuveit- endur verði skyldaðir til að kaupa tryggingu þar að lútandi. Þá er rætt um að samræma laun sömu starfshópa milli Verzlunar- mannafélagsins og Dagsbrúnar og ennfremur mun ASÍ leggja áherzlu á að afnema skerðingar á iðnaðarkaupsálögum, þannig að kaupalögin verði óskert. Gert er ráð fyrir að vísitala samkvæmt Ólafslögum verði í gildi þ.e. óbreytt ástand og að síðustu er rætt um sérstakar láglaunabætur til hinna tekjulægstu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.