Morgunblaðið - 06.08.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
5
Ri'ykjanesumdæmi.
Tekjuskattur hækk-
ar um 68,3%, eign-
arskattur
7,3 ÁLAGÐUR tekjuskattur í
Reykjanesumdæmi hækkar um
68,32% frá álagningunni í fyrra,
eignarskattur hækkar um
67,59% og útsvör um 64,7%.
18.537 íbúum Reykjanesumdæm-
is er gert að greiða 15,2 milljarða
í tekjuskatt, 7.510 greiða 883
milljónir í eignarskatt og 28.020
greiða 12,4 milljarða króna í
útsvör. Samkvæmt upplýsingum
Sveins Þórðarsonar skattstjóra
nema álögð gjöld einstaklinga í
Reykjanesumdæmi nú 32 millj-
örðum króna, sem er 64,92%
hækkun frá í fyrra, en þá námu
þau samtals 19,4 milljörðum
króna. Fjöldi á skrá er 33.796.
7,3 Persónuafsláttar til
greiðslu útsvars, samtals 734,6
milljónir króna, njóta 8.749, per-
sónuafsláttar til greiðslu sjúkr-
atryggingagjalds, samtals 197,6
milljónir króna, njóta 9.639 og
barnabóta, samtals 3,5 milljarð-
ar króna, njóta 16.269.
Slysatryggingar vegna heimil-
isstarfa hækka um 37,86%,
kirkjugjald hækkar um 64,8%,
um 67,6%.
kirkjugarðsgjald hækkar um
64,5%, slysatryggingagjald
hækkar um 39,28%, lífeyristr-
yggingagjald hækkar um
55,68%, atvinnuleysistrygg-
ingagjald lækkar um 18,03%,
launaskattur hækkar um
27,34%, sjúkratryggingagjald
hækkar um 57,05%, aðstöðugj-
ald hækkar um 63,17%, iðnlána-
og iðnaðarmálagjald hækkar um
53,21% og skattur af skrifstofu-
og verzlunarhúsnæði hækkar um
51,45%.
Mestu samanlögðu gjöldin
bera Kópavogsbúar, en á 9.362
þeirra eru lagðir 8,5 milljarðar
króna og næstir koma 8.259
Hafnfirðingar með 7,2 milljarða
króna. Garðbæingar bera hins
vegar hæsta meðaltalsgjald, eða
1.168.424 krónur, en á 3.152
Garðbæinga eru lagðir 3,7 millj-
arðar króna. Næsthæsta meðal-
talsgjald er í Grindavík,
1.090.778 krónur, meðaltalsgjald
Seltirninga er 1.072.190 krónur,
Kópavogsbúa 902.447 krónur og
Hafnfirðinga 874.701 króna.
Norðurland eystra:
Eignarskattur hækkar um
60,8% — tekjuskattur um 44%
ÁLAGÐUR tekjuskattur á ein-
staklinga í Norðurlandsumdæmi
eystra nemur um 6 milljörðum
króna, sem er 43,9% hækkun frá
álagningunni í fyrra. en þá
greiddu íbúar á Norðurlandi
eystra 4,2 milljarða króna í tekju-
skatt.
Guðmundur Gunnarsson fulltrúi
á skattstofunni á Akureyri gaf Mbl.
í gær upp heildartölur samkvæmt
álagningu tekjuskatts, útsvars og
eignarskatts. Útsvarsálagningin nú
nemur 5 milljörðum 687 milljónum
króna, en í fyrra námu útsvörin 3
milljörðum 645 milljónum króna og
er hækkunin milli ára 56,02%.
Eignarskattsálagningin nú er sam-
tals 193 milljónir króna, sem er
60,83% hækkun frá í fyrra, en þá
var álagningin samtals 120 milljón-
ir króna.
Tölur um fjölda einstaklinga, sem
gjöldin eru lögð á, eða frekari
skattatölur var ekki hægt að fá í
gær.
Götunarskekkjur
í álagningunni
á Yestfirðinga
„ÞAÐ eru svo slæmar götunar-
skekkjur í þessu. að ég get ekki
verið að gefa upp neinar tölur
núna.~ sagði Hreinn Sveinsson
skattstjóri Vestfjarðaumdæmis. er
Mbl. spurði hann i gær um álagn-
ingu á einstaklinga á Vestfjörðum.
Hreinn sagði að búið væri að
senda út flesta skattseðla og þeir
síðustu færu til viðtakenda á morg-
un. „Við erum núna að vinna við
leiðréttingar á þessum götunar-
skekkjum og ég á von á því að okkur
takist að ljúka við þær í vikunni,“
sagði Hreinn.
Hjá skattstofu Norðurlandsum-
dæmis vestra ísSiglufirði var Mbl.
tjáð, að væntanlega lægju tölur
fyrir síðar í vikunni, Hálfdán Guð-
mundsson skattstjóri Suðurlands-
umdæmis kvaðst reikna með niður-
stöðum eftir næstu helgi og álagn-
ingu er einnig ólokið í Austurlands-
umdæmi.
V esturlandsumdæmi:
Eignarskattunnn
hækkar um 103,5%
— tekjuskattur um 68/7% og útsvör um 65,7%
Á Vesturlandi greiða 5026 cin-
staklingar 3,4 milljarða króna í
tekjuskatt. en í fyrra voru röskir 2
milljarðar lagðir á 4294 gjaldend-
ur. Heildarhækkunin milli ára er
því 68,7%. Jón Eiriksson skatt-
stjóri í Vesturlandsumdæmi sagði í
samtali við Mbl. i gær. að nú næmi
eignarskattsálagningin á 1292 ein-
staklinga 141,8 milljónum króna,
en í fyrra voru 69,7 miiljónir
lagðar á 711 manns. þannig að
eignarskattur hækkar um
103,47%. Útsvarið hækkar um
65.7%, en nú eiga 8385 manns að
greiða 3,2 milijarða króna. en í
fyrra báru 6340 samtais tæpa tvo
miiljarða króna i útsvör. Á öllum
þéttbýlisstöðum i umdaminu var
lagt á 12.1% útsvar.
Jón sagði, að slysatrygging vegna
heimilisstarfa gerði nú 931 þúsund
krónur á 196 einstaklingum, álögð
sóknargjöld á 6957 manns nema
51.252.500 krónum, álögð kirkju-
garðsgjöld á 6011 einstaklinga
nema 47.382.780 krónum, slysa-
tr.vggingar, sem 1562 einstaklingar
bera, nema samtals 33.210.159 krón-
um, lífeyristryggingar, sem 528
einstaklingar bera nema 51.831.700
krónum, atvinnuleysistryggingar,
sem 268 einstaklingar bera, nema
9.979.805 krónum, launaskattur hjá
315 einstaklingum nemur samtals
42.005..345 krónum, sjúkratrygg-
ingagjöld 8291 manns nema samtals
482.611.500 krónum og aðstöðugjöld,
sem 1354 einstaklingar bera, nema
samtals 137.181.000 krónum.
■
Þessi mynd er tekin. þegar farþegar voru ferjaðir út i Fagranesið frá Látrum í Aðalvík s.l. föstudag.
Fagranesið er til hægri á myndinni. Örn Í.S. 18 til vinstri. Ljósm. Mbi. Friða Proppé.
Sportbátar drógu Fagra-
nesið af strandstað
— Lítt skemmt
DJÚPBÁTURINN FAGRANES
strandaði fyrir utan Sæból í Aðal-
vík, Hornströndum í fyrradag.
Fjórir 22 feta sportbátar úr Báta-
klúbbnum Sæfara á ísafirði drógu
Fagranesið á flot, en áður hafði
árangurslaust verið reynt að ná
því út á eigin vélarafli. Fagranesið
mun þó eigi vera mikið skemmt og
hélt í áætlunarferð á ný í morgun.
Strandið átti sér stað á þriðja
tímanum siðdegis, er verið var að
£ heldur áætlun
flytja farþega úr landi um borð.
Mun það hafa rekið um 20-30
metra á meðan og lent á rifi þar
sem það sat siðan fast í rúmleg
eina klukkustund. Reynt var að ná
því á flot með eigin vélarafli, en
það tókst ekki. Bátaklúbburinn
Sæfari hélt fjölskylduhátíð í Aðal-
vík um verzlunarmannahelgina og
voru þar samankomnir á annan
tug báta. Eigendur fjögurra 22
feta kraftmikilla báta buðu fram
aðstoð og tókst með sameiginlegu
átaki þeirra og Fagranessins að ná
því á flot.
Að sögn Kristjáns Jónassonar
framkvæmdastjóra Djúpbátsins
h/f er Fagranesið ekki mikið
skemmt en kafari kannaði
skemmdirnar í gærdag. Ekki
verða neinar tafir á ferðum þess
og hélt það í áætlunarferð á ný í
morgun. Stýrimaður Fagranessins
var skipstjóri í þessari ferð.
SMABATAEIGENDUR — TRILLUBAT AEIGENDUR
/S ROYAL
Höfum nú aftur fyrirliggján^i takmarkaöar birgöir
af hinum þekktu og vinsælu dýptarmælum og fiskileitar-
tækjum ROYAL RF—1000 á sérlega hagstæöu veröi, kr. 299.865.
DYPTARMÆLAR og
Viögeröar- og varahlutaþjónusta.
Söluumboð / Sínus h/f, Grandagarði 7. Sími 28200.
T0Y0TAVARAHLUTAUMB0ÐID,
Ármúla 23. — Sími 81733.