Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
Á ferö um N-Þingeyjarsýslu Texti: Hildur Helga Siguröardóttir Myndir: Emilía Björg Björnsdóttir
Bóndinn á
Auðbjarg-
arstöðum
heimsóttur
betfar ekið hefur vcrið fyrir
Tjörnes í norðurveg oj{ öxar-
fjorðurinn blasir við sjónum
vegfarenda. lixxur leiðin niður
Auðbjarifarstaðabrekku. sem
er afar brött og kjarri vaxin.
Frá brekkubrúninni er útsýni
mikið o|{ fagurt yfir nærlÍKxj-
andi sveitir. en við rætur brekk-
unnar er allstórt ión. Auðbjarjf-
arstaðalón. ok bœrinn Auð-
bjarxarstaðir. bar býr bóndinn
Bjarni Gunnarsson ox hann
sóttu blm. og Ijósm. Morgun-
blaðsins heim fyrstan manna á
ferð sinni um N-bingeyjarsýslu
á dögunum.
Bæjarstæði Auðbjargarstða er
ákaflega fallegt, undir skógi
vaxinni brekkunni með lónið og
utar hafið á aðra hönd, en
umhverfis bæinn er allt áber-
andi snyrtilegt, eins og raunar
allsstaðar þar sem farið er um á
þessum slóðum.
Bjarni var úti á túni í heyskap
ásamt vinnumanni sínum, þegar
r
Auðbjargarstaðir. Gamli bærinn stendur enn að hluta. en lengst t.v. er reykkofinn þar sem silungurinn, sem veiðist í lóninu. er reyktur.
„Bezta vor sem ég hef lifað“
Bjarni hellir upp á könnuna i nýja eldhúsinu. Bjarni og Rögnvaldur vinnumaður við reynitréð, sem faðir Bjarna
gróðursetti við bæjarvegginn fyrir hartnær 50 árum.
okkur bar að garði, enda þurrkur
þann daginn og sláttur kominn
nokkuð vel á veg á þessum
slóðum, en tók þó málaleitan um
smáspjall vel og var gengið til
bæjar. Bæjarhúsið er eiginlega
bæði gamalt og nýtt, því gamli
bærinn, sem reistur var 1917,
stendur enn að hluta til, en nýja
húsið, sem Bjarni byggði, gengur
upp í risið á því gamla. Við
bæinn er líka gamalt reykhús, en
þar reykir Bjarni silung sem
hann veiðir í lóninu. Sunnan-
megin við íbúðarhusið standa
myndarleg reynitré í skjóli fyrir
hafgolunni og er annað þeirra
a.m.k. sjö metrar á hæð, enda
orðið fimmtíu ára gamalt. Sagði
Bjarni föður sinn hafa tekið það
úr hlíðinni og gróðursett undir
bæjarveggnum á sínum tíma, þá
smáhríslu.
Er heim i bæinn var komið
bauð Bjarni upp á kleinur en
sagðist hann nú annars ekki
hafa mikinn tíma til að baka,
svona um hásumarið, hann gerði
meira af þvj' á veturna. Einhvern
tíma hefur hann þó gefið sér
tíma til þess, því innan skamms
sá varla í borðið fyrir alls kyns
kræsingum.
Bjarni kvað friðsælt og gott að
búa að Auðbjargarstöðum og
ekki þarf hann að kvarta undan
skorti á mannaferðum, þótt ein-
búi sé, því segja má að hann sé í
þjóðbraut. Tjörnesvegurinn var
lagður um 1958 en áður var farið
um Reykjaheiði. Nú fer þennan
veg fjöldi ferðamanna á leið inn
á hálendið og tjalda stórir hópar
langferðamanna oft svo að segja
í túnfætinum hjá Bjarna, áður
en lengra er haldið. Sagðist
Bjarni hafa átt töluverð sam-
skipti við starfsfólk langferð-
anna í gegnum árin og væri það
þægilegt og gott fólk. Á vetrum
er Auðbjargarstaðabrekka oft
illfær, festast bílarnir í brekk-
unni og leitar fólkið þá niður að
Auðbjargarstöðum. Seinna í
ferðinni var okkur sagt, að
margir hefðu leitað hraktir til
Bjarna um dagana og öllum
verið vel tekið.
Úr eldhúsglugganum sér i
brekkuna, sem mun vera geysi-
gott berjaland, enda gróðrarlegt
þar um að litast. En þar er líka
vatnsból með sjálfrennandi
vatni og eru nú að hefjast
framkvæmdir sem miðast við
það að leggja vatnsleiðslur úr
Auðbjargarstaðabrekku að 24
bæjum. Er þarna um töluverðar
framkvæmdir að ræða, því aðal-
kaflinn verður um 15 km. langur,
auk vegalengdanna heim að
hverjum bæ fyrir sig. Allmörg
ár eru síðan Auðbjargarstaða-
bændur leiddu vatn úr upp-
sprettunni i brekkunni heim i
sín bæjarhús. Að sögn Bjarna
handgrófu þeir hann og faðir
hans allar vatnsleiðslur á sínum
tíma; 417 metra að fjárhúsunum.
I Auðbjargarstaðalóni gætir
flóðs og fjöru og rekur að hafi,
en þar er eins og áður sagði
silungur og er nú verið að gera
tilraunir með eldi.
Bjarni kvaðst hafa veitt vel í
sumar og aðspurður um tiðina
yfirleitt sagði hann að vorið í vor
hefði verið eitthvert það besta
sem hann hefði lifað, einmuna
tíð og gaman að eiga við sauð-
burðinn. Nú bættist vinnumað-
urinn í hópinn, en hann heitir
Rögnvaldur Jónatansson, og
verður 14 ára í haust. Rögnvald-
ur er Akureyringur en þetta er
annað sumarið i röð sem hann er
að Auðbjargarstöðum og sagðist
hann kunna því mjög vel og fara
sjaldan í kaupstað, hefði t.d.
bara farið einu sinni til Húsa-
víkur í allt fyrrasumar.
Áður en haldið var frá Auð-
bjargarstöðum, eftir góðan við-
urgjörning var Bjarni spurður
um félagslifið í sveitinni og
hvort hann færi oft í höfuðborg-
ina. Félagslífið kvað Bjarni vera
ágætt, sérstaklega væru þorra-
blótin vel sótt. Til Reykjavíkur
sagðist hann stundum bregða
sér á haustin, þegar búið væri að
slátra og féð gengi sjálfala, og
hafa gaman af, þótt ekki vildi
hann búa þar. „Það er verst hvað
erfitt er að ná í nokkurn mann
þarna fyrir sunnan, nema á
kvöldin."