Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 17

Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 17 Bæði mönnum og hundum þótti gott að bregða sér til sunds i hitanum á Þingvöllum. Ljósm. Mbl. Emilla. Hluti bátafiota Sæfaramanna að Sæbóli. Mikla athygíi vakti fíug litillar flugvélar yfir svæðið að kvöldi sunnudags. Ljósm. Mbl. Frióa Proppé. „Iíakpoka tek ég, úr bænum ég held“. Margir völdu sér útivist og fjallgöngur um helgina. Þessi mynd er tekin á Hornströndum. Ljósm. Mbl. Fríða Proppé. fremur róleg í ár og færra fólk þar, en búizt hafði verið við. Tveir árekstrar urðu og einn bíll lenti útaf, en engin teljandi slys urðu á fólki. Um 1000 manns voru í Atlavík og talsvert var af tjöldum á tjaldstæðinu á Egilsstöðum. Mikil ölvun var á laugardeginum og voru þrír teknir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var taisvert af víni gert upptækt hjá unglingum, en að sögn lögreglunn- ar er fremur erfitt að sporna við drykkju unglinganna, því venju- lega er einhver með þeim, sem orðinn er tvítugur og segist eiga vínið. Rólejí helgi í Húnaveri Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi var mjög rólegt um verzlun- armannahelgina í Húnaveri, tals- vert var þar um ölvun, en fólk drakk sitt vín og skemmti sér án vandræða eða óláta. Um 500 manns voru þar þegar flest var, en annars var mikil umferð þar í kring og erfitt að gera sér grein fyrir fjöldanum. Þrátt fyrir mikla umferð urðu aðeins þrjú minni háttar umferðaróhöpp og engin slys á fólki. Tveir ökumenn voru teknir vegna meintrar ölvunar við akstur. Áfallalaus verzlunar manna- helgi í Rangárvallasýslu Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli var verslunarmannahelgin með rólegra móti þar í sýslunni. Fólkið safnaðist saman á tveimur stöðum, Þórsmörk og Galtalæk. Á bindindismótinu í Galtalæk voru um 3000 manns og þar fór að sjálfsögðu allt vel fram. í Þórs- mörk voru um 900 manns og þar var mikil ölvun, en ekki um nein slys eða óhöpp að ræða. Talsvert var um að menn festu bíla sína í Krossá, en lögreglan og Björgun- arsveit Hvolsvallar voru með vakt á staðnum og tókst þeim að koma í veg fyrir öll meiri háttar óhöpp. I Þórsmörk voru tveir teknir grun- aðir um ölvun við akstur. Það var blíðskaparveður alla helgina og taldi lögreglan að það hefði átt mikinn þátt í því hve menn voru rólegir, þrátt fyrir ölvunina. Fjölskylduhátíð við nyrztu höf Fjölmenni var um helgina að Sæbóli í Aðalvík á Hornströndum. Bátaklúbburinn Sæfari á ísafirði efndi til fjölskyldumóts og voru þar samankomnir á annan tug báta og á annað hundrað manns, að meðtöldu fólki í sumarbú- stöðum. Dansleikur var haldinn aðfar- arnótt sunnudags í gömlu skóla- byggingunni að Sæbóli og dansað fram eftir nóttu við harmoniku- undirspil. Á sunnudagskvöldið var kveiktur varðeldur og farið í leiki við góðar undirtektir yngstu fjöl- skyldumeðlimanna. Fleiri áttu leið til Hornstranda um helgina en Sæfaramenn. Fjöldi fólks dvaldi í sumarbú- stöðum, s.s. að Látrum í Aðalvík, í Fljótavík, Hornvík og víðar. Einn- ig notuðu margir helgina til gönguferða um Hornstrandir og höfðust við í tjöldum. Veður var mjög gott framan af helginni um þessar slóðir, en dró upp með rigningu á mánudeginum. Hluti tjaldsvæðanna á Þingvöllum. Ljósm. Mbi. Emiita. Það er hægur vandi að láta fara vel um sig i bliðskaparveðrinu i Þórsmörk. I.jAsm. Mbl. Kristinn ólafsson. a manudaa til w ISAFJARÐAR - SIGLUFJARÐAR - AKUREYRAR Vörumóttaka í A-skála til kl. 1500 á föstudag Hafóu samband EIMSKIP SIMI 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.