Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
Hrafnseyrarhátíð í tilefni af 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar
Hrafnseyri í Arnar-
firði. Fyrir miðri
mynd er skólahúsið og
kapellan, en í skóla-
húsinu er einnig hýst
safn Jóns Sigurðsson-
ar, sem opnað var á
Hrafnseyrarhátíðinni
nú. Kapellan var einn-
ig vígð, og kemur hún
i stað gömlu kirkjunn-
ar, sem er til hægri á
myndinni. Ákveðið
hefur verið að gera
kirkjuna upp. Mynd-
ina tók Kristján ljós-
myndari Mbl. skömmu
áður en Hrafnseyrar-
hátíðin hófst, og sjá
má að fólksfjöldinn er
þegar farinn að
streyma inn á hátíð-
arsvæðið. Giskað var á
að um 2.000 manns
hafi verið á útisam-
komunni.
piPgpii * n ***" MMnHj ’ 1 r **f* r * 4 I 1 ” «r iaHBIM
StHHÍ M , 7 *í*~ mh.
„Vitsmunir hans voru djúpir,
skapsmunir ríkir og heitir“
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, flytur minni Jóns Sigurðs-
sonar á fjórðu Hrafnseyrarhátið-
Ínni. Liósm. Mbi. KristMn.
Guðmundur Ingi Kristjánsson
flytur Hrafnseyrarkvœði sitt.
Gunnar Thoroddsen flytur ávarp
á Hrafnseyrarhátíðinni.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, stigur frá borði við komuna til Reykjavíkur af Hrafnseyrarhátið. I
fylgd forsetans er Birgir Möller forsetaritari. Skipherra og skipshöfn á varðskipinu Ægi mynda
beiöursvörð.
Ljósm. Arni Kristjánsson.
Fjölmennt var á Hrafnseyrarhátíð, sem haldin var í
blíðskaparveðri á Hrafnseyri við Arnarfjörð á sunnu-
dag, í tilefni af 100 ára ártíð Jóns Sigurðssonar. Margt
tiginna gesta var á hátíðinni, m.a. forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, forsætisráðherra, dr. Gunnar
Thoroddsen ,og biskupinn yfir íslandi, Sigurbjörn
Einarsson. Á hátíðinni var vígð kapella sem byggð
hefur verið við Hrafnseyrarhúsið, og opnað var safn
Jóns Sigurðssonar, þar sem lýst er í máli og myndum
lífi og starfi Jóns Sigurðssonar.
Formaður Hrafnseyrarnefndar,
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis-
stjóri setti hátíðina. Því næst
flutti forseti Islands, Vigdís Finn-
bogadóttir, minni Jóns Sigurðs-
sonar, og var það fysta embættis-
verk forsetans, en ræða hans er
birt í heild hér í blaðinu. Þá flutti
Guðmundur Ingi Kristjánsson
skáld á Kirkjubóli „Hrafnseyr-
arkvæði", sem hann orti í tilefni
af hátíðinni, og loks flutti forsæt-
isráðherra, dr. Gunnar Thor-
oddsen, ávarp. Á milli atriða
sungu karlakórinn Ægir frá Bol-
ungarvík og karlakór Þingeyrar.
Hannibal Valdimarsson bóndi og
fyrrverandi Alþingismaður
stjórnaði hátíðinni. Auk Þórhalls
Ásgeirssonar og Hannibals Valdi-
marssonar eru í Hrafnseyrar-
nefnd þeir Ágúst Böðvarsson,
Halldór Kristjánsson og Sturla
Jónsson.
í setningarræðu sinni gat Þór-
hallur Ásgeirsson þess, að það
væri sérstakt ánægjuefni að ný-
kjörinn forseti, Vigdís Finnboga-
dóttir, skyldi hafa fallist á að láta
það verða eitt fyrsta embættis-
verk sitt að ávarpa hátíðarsam-
komuna og alþjóð af hlaðinu á
Hrafnseyri, þaðan sem Jón Sig-
urðsson sleit sínum fyrstu sauð-
skinnsskóm. Hann gat einnig fyrri
Hrafnseyrarhátíða, sem eru þrjár,
sú fyrsta á aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar 17. júní 1911, síðan
önnur 1944 við stofnun lýðveldis-
ins og svo á 150 ára afmæli Jóns
Sigurðssonar 1961.
Þórhallur lýsti einnig störfum
Hrafnseyrarnefndar varðandi
uppbyggingu á Hrafnseyri, sem
hann kvað einn merkasta sögustað
landsins. Hann sagði þá m.a., að
kynning á baráttu Jóns Sigurðs-
sonar fyrir sjálfstæði, menningu
og alhliða efnahagslegum umbót-
um verði aldrei lokið. Það þurfi að
endurlífga mynd forsetans í huga
og hjarta þjóðarinnar og gera
baráttu hans og hugsjónir meira
lifandi fyrir öllum landsmönnum,
sem fæstir muna þá tíma, er
ísland var ekki orðið sjálfstætt.
Þórhallur Ásgeirsson sagði
ennfremur:
„Á þessum stað og stundu er
mér ljúft og skylt að færa öllum
þeim sem stutt hafa uppbyggingu
Hrafnseyrar bestu þakkir. Á
þessií sviði hafði áður mikið starf
verið unnið af fyrri Hrafnseyrar-
nefnd undir forystu Ásgeirs Ás-
geirssonar, þingmanns Vestur-
Isfirðinga og síðar forseta. Fyrir
honum var uppbygging Hrafns-
eyrar í minningu Jóns Sigurðsson-
ar einlægt hjartans mál, eins og
sýndi sig, þegar hann stofnaði
minningarsjóð um konu sína,
Dóru Þórhallsdóttur, til að reisa
hér kapellu, sem þá var af öllum
kunnugum talin mikil þörf fyrir.
Ég þori að fullyrða að án þessa
minningarsjóðs, sem jókst enn við
andlát Ásgeirs Ásgeirssonar, og
þeirrar hvatningar og skyldu, sem
af stofnun sjóðsins leiddi, gætum
við ekki fagnað þeim áfanga, sem
nú hefur náðst.
Margir aðrir hafa sýnt Hrafns-
eyri mikinn áhuga og veitt fjár-
styrk til framkvæmdanna. Vil ég
sérstaklega minnast frystihúsa-
eigenda og útgerðarfélaga á Vest-
fjörðum, Læknafélags íslands sem
gefið hefur steindan glugga til
minningar um Hrafn Sveinbjarn-
arson, og afkomenda Jens Sig-
urðssonar rektors, sem lagt hafa