Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
19
fram fé til að gera þrjár minn-
ingarglugga forsetans. En þessa
glugga alla teiknaði Steinþór Sig-
urðsson. Of langt mál væri að
telja upp öll fyrirtæki og einstakl-
inga sem veitt hafa þessu máli
stuðning.
Þá vil ég heldur ekki gleyma að
þakka öllum þeim, sem unnið hafa
að þessum framkvæmdum með
hug og hönd. í því sambandi vil ég
sérstaklega geta Steinþórs Sig-
urðssonar listmálara, Harðar
Bjarnasonar fyrrverandi húsa-
meistara ríkisins, Einars Laxness
magisters og Hallgríms Sveins-
sonar bónda á Hrafnseyri.
Rausnarleg gjöf
í dag hefur Hrafnseyrarnefnd
borist þréf frá Benedikt Þ. Bene-
diktssyni vélstjóra í Bolungarvík,
þar sem hann gefur Hrafnseyri
jörðina Gljúfurá, sem er hér rétt
fyrir innan í firðinum. Jón Sig-
urðsson átti hlut í þessari jörð og
sá eignahluti gerði honum kleift
að bjóða sig fram til Alþingis árið
1844, þá aðeins 32 ára. Þessi
rausnarlega gjöf er þegin með
þökkum, því að allt sem tengt er
minningu Jóns Sigurðssonar hefur
sögulegt gildi.
Forsætisráðherra, dr. Gunnar
Thoroddsen, gat í ávarpi sínu um
baráttu Jóns Sigurðssonar á sínu
fyrsta þingi, árið 1845, fyrir
frjálsri verzlun, og sagði m.a. að í
anda Jóns Sigurðssonar og fyrir
boðskap hans og baráttu, losnaði
um viðjar og verzlunin færðist á
íslenzkar hendur.
„Hann hélt fast fram rétti
landsmanna," sagði Gunnar og
vitnaði til orðaskipta Jóns og
konungsfulltrúa á Alþingi. „Rök-
fimin og snerpan leyndu sér ekki
þegar á þessu fyrsta þingi. Hér
mælti hann líka fram með máli,
sem st óð hjarta hans nær, því að
svo tilfærð séu orð Jóns, „verzlun
er undirrót til velmegunar lands
og lýðs, þegar hún er frjáls". Sagði
Gunnar, að á þeirri helgi, sem
helguð væri verzlunarmönnum,
væri minnst brautryðjendastarfs
Jóns Sigurðssonar fyrir frjálsri
verzlun. Hitt mætti þó ekki
gleymast, að enn skortir á, að
verzlun landsmanna búi við það
frjálsræði, sem þjóðinni allri væri
hollast.
Hinn vitri og
sterki leiðtogi
Gunnar Thoroddsen sagði
ennfremur: „Tveir eru þeir menn,
tengdir Hrafnseyri, sem nafn-
kunnastir hafa orðið með þjóðinni.
Annar var Hrafn Sveinbjarnar-
son, gæfumenni og líklega mestur
læknir á Norðurlöndum á þeirri
tíð. Við mörgum mönnum vanheil-
um og félausum tók hann og hafði
með sér á sínum kostnað, þangað
til er þeir voru heilir.
Hinn var Jón Sigurðsson, hinn
vitri og sterki leiðtogi. Vitsmunir
hans voru djúpir, skapsmunir rík-
ir og heitir. Áuk annarra mann-
kosta hafði hann það fram yfir
marga aðra menn, að aldrei lét
hann skapsmuni sína bera vits-
muni ofurliði. Til þess þarf oft að
taka á. Sjálfur sagði Jón eitt sinn:
„Það er mannraun að tala svo
milt, þegar sýður niðri í manni.,,
Annar þessara öndvegismanna
læknaði mein manna. Hinn bætti
mein þjóðarinnar".
Færði Gunnar Thoroddsen að
lokum Hrafnseyrarnefnd þakkir
ríkisstjórnarinnar fyrir það starf
sem leyst hefur verið af hendi á
Hrafnseyri til minningar um
Hrafn Sveinbjarnarson og Jón
Sigurðsson.
Oft klappað af
minna tilefni
Hannibal Valdimarsson bóndi á
Selárdal og fyrrum Alþingismað-
ur stjórnaði hátíðinni á Hrafns-
eyri af röggsemi. Að loknum
ræðuhöldum lýsti hann gjafar-
bréfi fyrir jörðina Gljúfurá, sem
Benedikt Benediktsson vélstjóri á
Bolungarvík færði Hrafnseyri að
gjöf. Hannibal afhenti Benedikt
sett af minnispeningi Jóns Sig-
urðssonar sem þakklætisvott
Hrafnseyrarnefndar fyrir hina
höfðinglegu gjöf „gerningargjöf",
eins og Hannibal lýsti henni.
Kröftugt lófatak kvað við er Bene-
dikt tók við minnispeningunum,
og er því linnti sagði Hannibal að
oft hefði verið klappað af minna
tilefni á íslandi.
Beðið fyrir lífi
heillar þjóðar
Þegar útisamkomunni á
Hrafnseyrarhátíðinni lauk var
haldið til kapellunnar sem biskup-
inn, herra Sigurbjörn Einarsson
vígði, en honum til aðstoðar var
séra Lárus Guðmundsson prófast-
ur á Holti i Önundarfirði. Kirkju-
kór Þingeyrar söng við athöfnina.
Við athöfnina ræddi biskup um
fjölskyldu Jóns Sigurðssonar og
forfeður, æskuár hans á Hrafns-
eyri og störf í þágu þjóðarinnar.
Komst biskup þá m.a. svo að orði,
að þegar séra Sigurður og kona
hans Þórdís báðu fyrir lífi barns-
ins Jóns, hefðu þau verið að biðja
fyrir lífi heillar þjóðar og framtíð-
ar hennar.
Að lokinni vígslu kapellunnar,
var opnað safn Jóns Sigurðssonar,
sem er á tveimur hæðum í Hrafns-
eyrarhúsinu, en veg og vanda af
safninu eiga þeir Einar Laxnes
cand. mag. og Steinþór Sigurðsson
listmálari. í safninu getur að líta
málverk, teikningar og ljósmyndir
tengdar æviferli Jóns Sigurðsson-
ar. Einnig er þar að finna likan af
torfbænum á Hrafnseyri, eins og
hann leit út á dögum Jóns. Loks er
þar skrifpúlt hans.
Það mátti ráða af einkennis-
stöfum bifreiða gesta á Hrafns-
eyri, að þeir komu víða að af
landinu, af Vesturlandi, Norður-
landi, Austfjörðum, Suðurlandi,
úr Reykjavík, en fjölmennastir
voru að sjálfsögðu Vestfirðingar.
Ymsir komu flugleiðis og voru um
tíma nokkrar flugvélar á flugvell-
inum, sem er hálfpartinn í fjöru-
borðinu, og þótt stuttur sé, þá var
hann nógu stór fyrir Ottervél
Arnarflugs, sem kom þangað með
farþega og sótti síðar um daginn.
— ágás.
Frá vigslu kapellunnar. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson framkvæmdi vigsluna með
aðstoð séra Lárusar Guðmundssonar prófasts i Holti.
Þórhallur Ásgeirsson formaður
Hrafnseyrarnefndar flytur setn-
ingarræðu sína.
Benedikt Benediktsson vélstjóri á Bolungarvik tekur við minnispen-
ingi Jóns Sigurðssonar úr hendi Hannibals Valdimarssonar stjórn-
anda útisamkomunnar á Hrafnseyrarhátiðinni. Benedikt gaf Hrafns-
eyri á sunnudag jörðina Gljúfurá, en það var fyrir eignaraðiid í þeirri
jörð að Jón Sigurðsson komst á þing.
Hluti mannhafsins á Hrafnseyrarhátiðinni. I baksýn má m.a. sjá varðskipið Ægi lóna úti á Arnarfirði. Varðskipið flutti forsptn f«lanHa
forsætisráðherra og biskup o.fl. til hátiðarinnar. Þjósm. Mbl. Kristján.
MnátlshX