Morgunblaðið - 06.08.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
21
Landsliðið til
Finnlands í dag
LANDSLIÐIÐ í golfi var valið
að loknu íslandsmótinu á
sunnudag og heldur liðið til
Finnlands i dag, en i Helsinki
hefst á föstudag Norðurlanda-
mót i golfi. Landsliðið skipa
þeir Hannes Eyvindsson GR,
Björgvin Þorsteisson GA, Sig-
urður Pétursson GR, Sveinn
Sigurbergsson GK, óskar Sæm-
undsson GR og Geir Svansson
GR.
Einvaldur landsliðsins er
Kjartan L. Pálsson og sagði
hann í samtali við Morgunblað-
ið, að við val liðsins hefði ekki
eingöngu verið farið eftir stigum
frá punktamótum, en þau höfð
til hliðsjónar. — Þetta var vissu-
lega erfitt val og góðir kylfingar
verða eftir heima, menn eins og
Þorbjörn Kjærbo og Ragnar
ólafsson, sem reyndar hefði ekki
komist í þessa ferð, sagði Kjart-
an L. Pálsson.
Að loknu Norðurlandamótinu
halda þeir Hannes, Björgvin og
Sveinn til Svíþjóðar til þátttöku
í tveimur mótum, sem SAAB
hefur boðið til. I haust fara
síðan Hannes, Björgvin, Sólveig
Þorsteinsdóttir og Jakobína
Guðlaugsdóttir til Ítalíu, en
FIAT býður til mikils móts þar.
Var ákveðið fyrir íslandsmótið
að tveir efstu í meistaraflokkun-
um skyldu hljóta Ítalíuferðina
eins og í fyrra.
Kóngur og drottning
HANNES Eyvindsson og Sólveig Þorsteinsdóttir, bæði úr GR, urðu
íslandsmeistarar í golfi á laugardaginn. Sigur þeirra beggja var
öruggur og fyllilega verðskuldaður. Mótið var haldið í Grafarholti
og tókst í alla staði vel. Á miðopnu blaðsins er fjallað um
Islandsmótið i golfi, þessari iþrótt, sem sifellt verður vinsælli.
(Ljósm. Óskar Sæmundssun).
Staðaní
1. deild
STAÐAN i 1. deild að loknum
leikjunum i gærkvöldi:
FH — Vikingur 0:1
KR - ÍBK 1:0
Staðan:
Valur 11 7 1 3 27:10 15
Vikingur 12 5 5 2 15:10 15
Fram 11 2 6 3 12:13 14
ÍA 12 5 4 3 19:15 14
UBK 11 6 0 5 19:14 12
KR 12 5 2 5 11:16 12
ÍBV 12 4 3 5 19:21 11
ÍBK 12 2 5 5 11:17 9
Þróttur 11 2 3 6 7:11 7
FH 12 2 3 7 16:29 7
í kvöld k. 20.00 leika á
Kópavogsvelli UBK og
Valur og Fram og Þróttur
á Laugardalsvellinum.
- þr.
Ragnar Gislason Viking á fullri
ferð með boltann. Ragnar átti
allan heiðurinn af marki Vik-
ings i gærkvöldi.
• Pólverjinn Wladyslaw Kozaklewicz setur nýtt heimsmet i
stangarstökki, fer vel yfir 5,78 metra á ólympiuleikunum i
Moskvu. Met hans var eitt af 36 nýjum heimsmetum sem þar voru
sett.
Simamynd AP.
Víkingar í
toppbaráttu
VÍKINGAR þokuðu sér upp að
hlið Valsmanna á toppi fyrstu
deildar í gærkvöldi er þeir
sigruðu FH 1—0 í Kaplakrika.
Þeir eru nú komnir i efsta sæti
1. deildarinnar i knattspyrnu
ásamt Val, en hafa leikið einum
leik meira. Leikur FH og Vík-
ings var annars jafn og opinn
baráttuleikur, sem farið gat á
báða vegu. Liðin sóttu á báða
bóga og tókst að skapa sér
nokkuð mörg góð færi, sem
tókst þó ekki að nýta nema einu
sinni. Það var á 80. min. aö
Hafnfirðingarnir gleymdu að
gæta Ragnars Gislasonar inni i
vitateignum og Heimir Karls-
son sendi boltann beint á koll-
inn á Ragnari sem skallaði i
netið framhjá Friðrik i
FH-markinu, með hjálp Ilinriks
Þórhallssonar, sem ýtti b oltan-
um siðustu sentimetrana yfir
marklinuna.
Ef frá er skilið gott færi
Lárusar á fyrstu mínútum leiks-
ins, sem honum tókst ekki að
nýta, áttu Hafnfirðingarnir
heldur meira í leiknum framan
af, á 15. mín. skýtur Magnús
Teitsson hárfínt framhjá eftir
að Helgi Ragnarsson hafði skall-
að laglega inn í vítateiginn til
hans. Á 25. mín. varð stórhætta
við Víkingsmarkið er Ásgeir
Arinbjörnsson skýtur rétt fram-
hjá stönginni og tánum á Pálma
Jónssyni og Magnúsi Teitssyni
eftir skemmtilegt upphlaup. Á
40. átti Helgi Ragnars gott skot í
utanvert hliðarnet Víkings-
marksins.
Víkingar voru svo sterki aðil-
inn í seinni hálfleik og sóttu
meira og komst Lárus Guð-
mundsson oft í góð færi, en tókst
Víkingur 0 1
ekki að nýta þau og á 13. mín.
skallar Heimir Karlsson í slá
FH-marksins og yfir. Þegar 10.
mínútur eru svo til leiksloka
skora Víkingar svo laglegt mark,
sem þó verður að skrifast á
reikning FH varnarinnar, þegar
hún gleymir að gæta Ragnars
bakvarðar og hann skorar með
hjálp Hinriks eftir að hafa
fengið góða sendingu frá Heimi.
Eftir markið sóttu Hafnfirð-
ingar í sig veðrið og sóttu ákaft,
en sóknarlotur þeirra brotnuðu
oftast á Diðrik, sem var mjög
traustur í markinu.
Bæði liðin leika nú mun betri
knattspyrnu en í upphafi móts-
ins og ef þau halda áfram á
þeirri braut ætti FH ekki að
þurfa að óttast fall í haust og
Víkingur verður örugglega með í
baráttunni um toppinn. Mun
meiri barátta og leikgleði er nú
hjá FH-liðinu, auk þess sem það
leikur nokkuð góða knattspyrnu.
Það verður að segjast að þeir
voru óheppnir að tapa leiknum,
jafntefli hefðu verið sanngjörn
úrslit, en með smá heppni hefðu
þeir getað unnið og styrkt stöðu
sína í botnbaráttunni verulega.
Bczti maóur Víkinns í þcssum lcik var
Diórik markvöróur «k hjá FH bar Valþór
SÍMurósson af.
I stuttu máli: íslandsmótió 1. dcild.
Kapiakrikavöllur. FII - Vfkinxur. 0-1
(0-0)
Mark Vikintcs: llinrik Þórhallsson á 80.
mfnútu.
Gult spjald: Pálmi Jónsson FII.
Áhorfcndur 347.
Di'imari: l>urvaróur Björnsson «k dæmdi
hann þokkalctea vcl.
HG.
17 högg
á eina
braut
GUNNAR Þórðarson frá
Akureyri lék einn daginn á
72 höggum á íslandsmótinu
í golfi og er það frábær
árangur. Gunnar lék þó ekki
alltaf jafn vel og einn dag-
inn fékk hann 17 högg á 15.
holunni eða 12 yfir pari.
Gunnar hafði á orði að ekki
væri hægt að gráta slika
spilamennsku, hún væri
hlægileg. Ef Gunnar hefði
farið þessa holu á parinu
hefði hann hlotið 6. sæti i
íslandsmótinu.
Watsson er
tekjuhæstur
ATVINNUMENN i golfi
hafa mikla tekjur út úr
iþrótt sinni, hér á eftir er
listi yfir 10 tekjuhæstu golf-
leikara i Bandarikjunum
það sem af er árinu. Watson
er í efsta sæti með 387,725
dollara eða nálægt 200 millj-
ónum islenskra króna.
dollara
1. Tom Watson 387,725
2. Lee Trevino 295,915
3. Andy Bean 207,556
4. Craig Stadler 183,297
5. Curtis Strange 176,525
6. George Burns 174,264
7. Larry Welson 163,460
8. Jerry Pate 161,902
9. Ben Crenshaw 152,868
10. Doug Tewell 152,392
Stórt mót
í Róm
.f KYÖLD fer fram mikið
frjálsiþróttamót i Rómaborg
á ftaliu. Þar mæta til leiks
allir bestu frjálsiþrótta-
menn heimsins. Flestir nýb-
ökuðu ólympfumeistararnir
ásamt þeim frjálsiþrótta-
mönnum sem ekki tóku þátt
í leikunum í Moskvu. Nú
biða margir spenntir að sjá
viðureign þeirra. Meðal
keppenda verða 100 iþrótta-
menn frá Bandaríkjunum.
Knútur
sigraði
öldungakeppnin i golfi
fór fram um helgina á golf-
vellinum Strönd á Rangár-
völlum. Það var forseti Golf-
sambands fslands, Konráð
Bjarnason sem stjórnaði
mótinu, sem fór mjög vel
fram og gekk vel fyrir sig.
Sigurvegari í keppninni án
forgjafar varð Knútur
Björnsson GK, lék á 74
höggum. Annar varð Hólm-
geir Guðmundsson GS, lék á
74 höggum en tapaði i bráða-
bana fyrir Knúti. f þriðja
sæti varð svo Guðmundur
ófeig sson GR á 75 höggum.
f keppni með forgjöf sigraði
Árni Guðmundsson GOS lék
á 58 höggum. Annar varð
Baldvin Haraldsson GR á 60
höggum og þriðji Gunnar
Stefánsson NK á 62 höggum.
í keppni þessari sem nefnd
er öldungakeppni leika þeir
sem eru 50 ára og eldri.
- þr.