Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 43

Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 43
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 23 Sanngjarn sigur KR KR-INGAR báru sigurorð af liði ÍBK 1—0 á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Leikur liðanna var lengst af mjög fjörugur og liflegur og allvel leikinn af hálfu beggja liða. Sigur KR var verðskuldaður. þeir sóttu meira í leiknum og mun hættulegri broddur var i sóknum þeirra. borsteinn Bjarnason lék nú að nýju i marki ÍBK og átti mjög góðan leik og bjargaði tvívegis snilldarlega. hörkugóðum skotum KR-inga sem undir flestum kringumstæðum hefðu gefið mörk. KR - ÍBK 1-0 Leikurinn var jafn fyrstu 15 mínúturnar en síðan tók KR-liðið að sækja stíft og átti ágæt mark- tækifæri. Það er þó ekki fyrr en á 18. mínútu að þeim tekst að skora. Jón Oddsson tekur langt innkast sem berst inn í vítateig IBK. Þar nær Ágúst Jónsson boltanum, gefur vel fyrir og Börkur Ing- varsson skýtur þrumuskoti að markinu. Þorsteinn hálfvarði bolt- ann en hélt honum ekki og í netið fór hann. Þegar upp var staðið reyndist þetta vera sigurmark leiksins. Eitt besta tækifæri ÍBK í leikn- um kom á 35. mínútu fyrri hálf- leiksins Ólafur Júlíusson átti þrumuskot af löngu færi sem hrökk á fætur Börks Ingvarsson- ar, breytti stefnu og hafnaði boltinn í stönginni. Þarna skall hurð nærri hælum, við mark KR. Síðari hálfleikur var öllu jafn- ari en sá fyrri, skiptust liðin á að sækja og mikil barátta var í leikmönnum beggja liða. Á 50. mínútu leiksins veður Sæbjörn upp völlinn, kemst inn í vítateigs- horn ÍBK og nær þar mjög góðri sendingu fyrir markið og Jón Oddsson kastaði sér fram og náði þrumuskalla á markið af stuttu færi, en Þorsteinn varði af snilld. Á 64. mínútu er Sæbjörn aftur á ferðinni, kemst inn í vítateig skýtur geysifallegu skoti efst í markvinkilinn, en enn grípur Þorsteinn vel inn í og nær að slá boltann á hreint meistaralegan hátt yfir markið. Var þetta sann- kölluð glæsimarkvarsla. Það sem eftir lifði hálfleiksins var hart barist en ekki náðu liðin að skora. Bestu menn í liði KR voru þeir Sæbjörn Guðmundsson, sem er stórefnilegur leikmaður með mikla knattleikni og auga fyrir leiknum og Ágúst Jónsson ungur og efnilegur leikmaður. Þá áttu Jón Oddsson, Otto Guðmundsson, og Börkur Ingvarsson allir ágætan leik. í heildina barðist KR-liðið vel, og gaf aldrei eftir. Lið ÍBK átti þokkalegan leik, en gekk afar illa að skapa sér hættu- leg marktækifæri. Vörn liðsins var betri hlutinn í þessum leik, með Guðjón og Óskar sem bestu menn. Þá var Gísli traustur. Ragnar átti góða spretti í framlín- unni en þarf um of að stóla á sjálfan sig. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Laugardalsvöllur KR — ÍBK 1—0 (1-0). Mark KR: Börkur Ingvarsson á 18. mínútu. Gult spjald: Börkur Ingvarsson KR. Áhorfendur að leiknum voru 508. Dómari var Vilhjálmur Vil- hjálmsson og dæmdi ágætlega. - ÞR. Knattspyrna borsteinn Bjarnason lék að nýju með liði ÍBK í gærkvöldi á móti KR. Átti Þorsteinn góðan leik, en varð þó að sjá á eftir boltanum i netið i eitt skipti eins og sjá má á myndinni. Það var Börkur Ingvarsson sem skoraði fyrir KR-inga. Ljósm. Kristján. Einkunnagjöfln LIÐ ÍA: Bjarni Sigurðsson 6 LIÐ FH: Friðrik Jónsson 6 LIÐ KR: Stefán Jóhannsson 7 Guðjón Þórðarson 7 Viðar Halldórsson 6 Guðjón Hilmarsson 6 Árni Sveinsson 6 Atli Alexandersson 6 Sigurður Indriðason 6 Sigurður Halldórsson 6 Valþór Sigþórsson 7 Otto Guömundsson 7 Jón Gunnlaugsson 5 Guðjón Guðmundsson 5 Börkur Ingvarsson 7 Jón Áskelsson 5 Magnús Teitsson 6 Jósteinn Einarsson 5 Sigurður Lárusson 6 Helgi Ragnarsson 7 Birgir Guðjónsson 6 Kristján Olgeirsson 8 Ásgeir Elíasson 5 Ágúst Már Jónsson 7 Július Pétur Ingólfsson 6 Valur Valsson 5 Jón Oddsson 7 Kristinn Björnsson 6 Pálmi Jónsson 6 Sæbjörn Guðmundsson 8 Sigþór ómarsson 5 Ásgeir Arinbjörnsson 5 Hálfdán örlygsson 6 LIÐ ÍBV: Páll Pálmason 7 Guðmundur Hilmarsson var of stutt inn á til einkunn. LIÐ VÍKINGS: Diðrik ólafsson Þórður Marelsson Magnús Þorvaldsson varam. að fá 7 5 6 LIÐ ÍBK: Þorsteinn Bjarnason óskar Færseth Guðjón Guðjónsson 8 7 7 Guðmundur Erlingsson 6 Helgi Helgason 5 Kári Gunnlaugsson 6 Viðar Elíasson 6 Gunnar Gunnarsson 7 Gísli Eyjólfsson 6 Snorri Rútsson 5 Jóhannes Bárðarson 6 Skúli Rósantsson 6 Sighvatur Bjarnason 7 Hinrik Þórhallsson 6 Hilmar Hjálmarsson 4 Jóhann Georgsson 6 ómar Torfason 6 Björn Ingólfsson 7 Ómar Jóhannsson 6 Lárus Guðmundsson 6 Ragnar Margeirsson 7 Sveinn Sveinsson 6 Ragnar Gíslason 5 Steinar Jóhannsson 5 Sigurlás Þorleifsson 7 Heimir Karlsson 6 ólafur Júliusson 6 Tómas Pálsson Óskar Valtýsson 7 6 Dómari Þorvarður Björnsson 6 Dómari, Vilhjálmur Vilhjálmsson 7 ■tfS-;-. . ' ' < •:%. .. < • — HANNES er beztur, það er ekki spurning. heyrðist oftar en einu sinni í Grafarholtinu á laugardaginn og sannarlega er „stíir yfir sveiflu kappans á þessari mynd. Þó er ekki laust við að áhyggjusvipur sé á andliti Sigvalda Ingimundarsonar. burðarsveins, sem sést einnig á myndinni. (Ljnsm. GuAjón). Björgvin með flesta titla SÁ KYLFINGUR, sem oftast hefur unnið tslandsmótið i golfi, er Björgvin Þorsteinsson GA með sex titla. Næstur honum er Magn- ús Guðmundsson með 5 titla og þrívegis hafa þeir orðið ís- landsmeistarar Hannes Eyvinds- son, Þorbjörn Kjærbo, Þorvaldur Ásgeirsson og Gisli Olafsson.. Af konunum hefur Jakobina- Guðlaugsdóttir af flestum titlum að státa, en hún hefur 4 sinnum orðið íslandsmeistari, en Jó- hanna Ingólfsdóttir og Guðfinna Sigurþórsdóttir þrivegis hvor. Þeir gömlu standa sig • Björgvin Þorsteinsson GA hef- ur oftast allra orðið íslandsmeist- ari i golfi, en tvö siðustu árin hefur hann þó orðið að sætta sig við silfurverðlaunin. GÖMLU mennirnir i golfinu láta engan bilbug á sér finna. Þannig er Þorbjörn Kjærbo, sem orðinn er 52 ára, meðal 5 efstu og átti lengi vel góða möguleika á 2. sætinu. Þá má nefna óttar Yngvason, sem litið hefur æft og komst ekki einn æfingahring fyrir keppnina, en varð eigi að síður í 10. —14. sæti á mótinu. Jóhann Benediktsson, sem kom- inn er á sextugsaldurinn, lék mjög vel i sveitakeppninni, en treysti sér ekki i sjálft mótið vegna veikinda i baki. Hann gerði sér hins vegar litið fyrir á dögunum og sigraði i Toyota- keppninni i Ilafnarfirði, en þátt i þvi móti tóku flestir sterkustu kylfingar landsins. GR-fólk í miklum ham með Hannes og Sólveigu í broddi fylkingar ENGINN fékk hnekkt veldi Hannesar Eyvindssonar á íslandsmótinu i golfi, sem lauk i Grafarholti á laugardaginn. Ilannes notaði 7 höggum minna en Björgvin Þorsteinsson, sem varð i öðru sæti, en um silfurverðiaunin var gifurlega hörð og skemmtileg keppni siðasta daginn. Hannes varð nú íslandsmeistari i golfi þriðja árið i röð og er það mál manna að hann sé nú áberandi sterkastur islenzkra kylfinga. Sólveig Þorsteinsdóttir sigraði örugglega i meistaraflokki kvenna og verður nafn hennar nú i fyrsta skipti skráð i kvennabikarinn, en þessi 18 ára gamla stúlka á örugglega eftir að verða i fremstu röð næstu árin ef svo heldur sem horfir. Það var ekki nóg með að Golfklúbbur Reykjavíkur ætti bæði kóng og drottningu þessa íslandsmóts. Af þeim níu gull- verðlaunum, sem keppt var um á mótinu, komu 8 í hlut kylfinga úr GR. Það var aðeins Sigurður Hólm GK, sem stöðvaði gullflóðið til GR-fólks með sigri sínum í 2. flokki. Alls var keppt um 27 verðlaunapeninga og komu 18 þeirra í hlut Grafarhyltinga. 28. verðlaunapeningnum hefði átt að úthluta í mótslok, þ.e. fyrir fram- kvæmd mótsins og allt skipulag. Hann hefði að sjálfsögðu farið til Gunnars Torfasonar mótsstjóra og hans manna í GR, sem héldu mótið. Þeir stóðu sig með mikilli prýði og ekki lágu veðurguðirnir á liði sínu, en í þá 6 daga sem mótið stóð léku þeir við hvern sinn fingur og keppendurna, sem voru um 250 talsins. Meistaraflokkur karla Er keppnin hófst síðasta móts- daginn hafði Hannes Eyvindsson tveggja högga forskot á Björgvin Þorsteinsson, þeir höfðu leikið á 230 og 232 höggum. Síðan komu Sigurður Pétursson (233), Ragnar ólafsson (235), Sveinn Sigur- bergsson (236), Geir Svansson (238) og Þorbjörn Kjærbo (238). Eftir að þrjár holur höfðu verið leiknar höfðu Sigurður og Björg- vin tekið eitt högg af Hannesi, en að sex holum loknum hafði bilið breikkað á ný. Hannes hafði notað samtals fjórum höggum minna en Sigurður og Björgvin, sem nú voru orðnir jafnir. Björgvin hafði ekki haft heppnina með sér til þessa og til að kóróna óheppni hans má nefna að pútt hans á sjöttu braut rataði beint á miðja holuna, en vegna ófullkomins holubúnaðar skrúfaðist boltinn upp úr holunni. Hann fór holuna því á 4 höggum í stað þriggja og eflaust hefur þetta atvik haft sálræn áhrif á kappann. Eftir þetta jókst munurinn, Hannes seig frá keppinautum sín- um og ljóst var orðið þegar 9 holur voru eftir að veldi hans yrði ekki ógnað. Nú fóru að berast fréttir af frammistöðu annarra kylfinga og Ijóst var að keppnin um 2. sætið yrði mjög hörð og stæði á milli fjögurra kylfinga, þeirra Björg- vins (271), Sigurðar (270), Ragnars (272) og Þorbjörns Kjærbo (272), sem lék fyrri 9 holurnar á 34 höggum. Til að gera langa sögu stutta, þá lék Hannes eins og herforingi eins og áður og lék 72 holurnar samtals á 303 höggum. Björgvin Þorsteins- son varð annar á 310 höggum, en Sigurður Pétursson þriðji á 311 höggum. Þorbjörn Kjærbo missti aðeins taktinn á síðustu holunum og hafnaði í 4.-5. sæti á 313 höggum. Ragnar ólafsson gerði sína möguleika að engu á 14 braut er hann sló tvo bolta út fyrir völlinn og fór holuna á 8 höggum. Það var meira en hann þoldi og varð hann í 4.-5. sæti ásamt Kjærbo. Úrslit í meistaraflokki: 1. Hannes Eyvindsson GR 303 (76-78-76-73) 2. Björgvin Þorsteinsson GA 310 (75-83-74-78) 3. Sigurður Pétursson GR 311 (75-81-77-78) 4. -5. Þorbjörn Kjærbo GS 313 (77-81-80-75) 4.-5. Ragnar ólafsson GR 313 (79-75-81-78) 6. Sveinn Sigurbergsson GK 317 (80-78-78-81) 7. Sigurður Hafsteinsson GR 319 (80-85-78-76) 8. óskar Sæmundsson GR 321 (78-81-80-82) 9. Einar L. Þórisson GR 326 (84-88-73-81) 10. —14. Gunnar Þórðars. GA 328 10.—14. Geir Svansson GR 328 10.—14. Stefán Unnarsson GR 328 10.—14. Júlíus Júlíusson GK 328 10.—14. Óttar Yngvason GR 328 32 keppendur voru í meistara- flokki karla og var Geir Svansson beztur eftir fyrsta daginn með 74 högg, en bezta skorinu í flokknum náði Gunnar Þórðarson GA, 72 högg. Miklar sveiflur voru í ár- angri ýmissa keppenda á milli daga og má í því sambandi nefna Júlíus R. Júlíusson, sem lék á 96 höggum fyrsta daginn, en síðan lagaðist skorið mjög, var næst 86 högg, þá 75 högg og loks 73 högg og endaði kappinn að lokum í 10.—14. sæti. Sömu sögu er að segja um Atla Arason, sem mætti næsta æfingalítill til mótsins, hann bætti sig með hverjum deginum, en það dugði þó skammt. Er íslandsmótið var haldið í Grafarholti fyrir þremur árum var Atli hins vegar í úrslitahópn- um. Meistaraflokkur kvenna Með mjög góðri spilamennsku annan keppnisdaginn lagði Sól- veig Þorsteinsdóttir grunninn að öruggum sigri sínum í meistara- flokki kvenna. Þá lék hún á 80 höggum, sem var bezti árangur er náðist í flokknum. Keppnin stóð síðan einkum um annað sætið eftir þrjá fyrstu keppnisdagana. Sólveig hélt sínu striki að ís- landsmeistaratitlinum, en Jakob- ína Guðlaugsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir börðust um 2. sætið. Svo fór, að Jakobína hreppti annað sætið, tveimur höggum á undan Ásgerði. í fjórða sæti varð Steinunn Sæmundsdóttir, sem af mörgum var talin sigurstrangleg í meistaraflokknum, en 15 konur kepptu í þessum flokki. Úrslit:L 1. Sólveig Þorsteinsdóttir GR 337 (90-80-81-86) 2. Jakobína Guðlaugsdóttir GV 343 (85-86-87-85) 3. Ásgerður Sverrisdóttir NK 345 (88-88-85-84) 4. Steinunn Sæmundsdóttir GR 349 (89-84-90-86) 5. Kristín Þorvaldsdóttir NK 357 (93-88-87-89) 6. Þórdís Geirsdóttir GK 364 (91-99-82-92) 1. flokkur karla Þeir Hans Isebarn og Kristinn Ólafsson börðust hatrammlega um efsta sætið í 1. flokki og léku báðir mjög vel. Svo fór að lokum að Hans sigraði með 1 höggi og þurfti hann að setja 2ja metra pútt niður á síðustu holunni til að tryggja sér sigurinn. Það tókst honum, en jafnari gat keppnin ekki orðið á milli þeirra. Knútur • íslandsmeistarinn Hannes Eyvindsson athugar púttlinuna vel og fer sér í engu óðslega. Ljósm. Guðjón. Björnsson varð í þriðja sæti, en skor margra keppenda í 1. flokki, og reyndar einnig í 2. flokki, var lakara en menn í þessum flokkum eiga að sýna 1. Hans Isebarn GR 319 (82-76-81-80) 2. Kristinn Ólafsson GR 320 (77-76-86-81) 3. Knútur Björnsson GK 326 (87-81-81-77) 4. Tryggvi Traustason GK 334 5. Gunnlaugur Jóhannss. NK 336 6. Jón Alfreðsson GL 337 Flestir þátttakendur voru í þessum flokki, en 67 kylfingar hófu keppni. 1. flokkur kvenna Guðríður Eiríksdóttir sigraði örugglega í þessum flokki, hún hafði verið „golfekkja" í fjölda ára áður en hún byrjaði sjálf að keppa. 10 konur kepptu í þessum flokki og urðu úrslit þessi: 1. Guðríður Eiríksdóttir GR 393 (95-103-99-96) 2. Elísabet Á. Möller GR 405 (101-104-100-100) 3. Lilja Óskarsdóttir GR 411 (101-102-108-100) 4. Guðríður Guðmundsdóttir GR 412 5. Kristine Eide NK 413 2. flokkur karla Sigurður Hólm úr golfklúbbnum Keili rauf sigurgöngu kylfinga úr _GR með öruggum sigri sínum í þessum flokki. öldungameistarinn Guðmundur Ófeigsson hélt uppi merki GR í flokknum, en frammi- staða hans dugði þó aðeins í þriðja sæti. Akureyringurinn Halldór Svanbergsson smeygði sér í 2. sætið. 49 keppendur voru skráðir til leiks í 2. flokki og úrslit urðu þessi: . 1. Sigurður Hólm GK 349 (84-92-88-85) 2. Halldór Svanbergsson GA 357 (91-88-85-93) 3. Guðmundur ófeigsson GR 358 (88-93-87-90) 4. Jóhann Sveinsson GR 362 5. Annel Þorkelsson GS 363 3. flokkur karla Mjög jöfn keppni var í þriðja flokki allan tímann, en síðasta keppnisdaginn hristi Hans Krist- insson helztu keppinauta sína af sér og sigraði örugglega. Um 2. sætið þurfti bráðabana og hafði Jón G. Tómasson borgarlögmaður þá vinninginn, en hann sigraði Magnús Guðmundsson flugstjóra á 1. braut. 1. Hans Kristinsson GR 351 (87-86-92-86) 2. Jón G. Tómasson GR 356 (89-89-92-86) 3. Magnús Guðmundsson NK 356 (85-90-96-91) 4. Baldvin Haraldsson GR 357 5. Steinar Þórisson GR 362 39 keppendur vori í 3. flokki og var leikið af kvennateigum. Það rýrir þó ekki árangur Þórodds Stefánssonar NK, sem lék á 82 höggum síðasta keppnisdaginn. Aðrir flokkar Greint hefur verið frá úrslitum í öldungaflokki og flokkakeppn- inni. GR sigraði í sveitakeppninni á 306 höggum, GA varð nr. 2 á 316 höggum og GK í 3. sæti á 321 höggi. í öldungaflokki sigraði Guðmundur Ófeigsson á 77 högg- um, Tómas Árnason og Sigurður Matthíasson léku á sama högga- fjölda. Með forgjöf sigraði Guð- mundur einnig, en Kári Elíasson og Sigurður Matthíasson komu næstir honum. - áij

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.