Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 44

Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 24 Sigrar ísland í Kalott-keppninni? KALOTTKEPPNIN í frjálsiþróttum verður háð í Laugardal i Reykjavík næstkomandi laugardag og sunnudag. Alls taka þátt i keppninni á þriðja hundrað frjálsiþróttamenn frá íslandi, Norður- Noregi, Norður-Finnlandi og Norður-Sviþjóð. Norska liðið kom til landsins i gær og i dag koma sænsku og finnsku iþróttamennirnir. Úrvalsiþróttafólk er að finna i hverju liði, og islenzka liðið hefur sennilega aldrei verið sterkara. Bretinn Sebastian Coe kemur fyrstur í mark í 1500 m hlaupinu á ól-leikunum í Moskvu. Til hægri er A-Þjóðverjinn Jurgen Straub er varð annar, og til vinstri er Steve Ovett sem öllum að óvörum varð þriðji. En 1500 m hafa verið hans sterkasta grein um langt skeið. Coe grét af gleði er hann hafði sigrað í hlaupinu Og náð sér í Ólympiugull. Símamynd - AP. 36 ný heimsmet Guðrún Ingólfsdóttir keppir í áttunda sinn i Kalottkeppninni Guðrún Ingólfsdóttir hefur tek- ið þátt í Kalottkeppninni í hvert einasta skipti síðan íslendingar hófu þátttöku 1972. Allan þann tíma hefur Guðrún verið yfir- burðamanneskja í sínum greinum, kúluvarpi og kringlukasti hér á landi. Guðrún hefur sigrað þrisvar í kúluvarpinu í Kalottkeppninni en aldrei í sinni aðalgrein kringlu- kastinu. Hún stefnir nú að sigri í báðum greinunum og hefur aldrei verið í betri æfingu en nú. Guðrún hefur kastað kúlunni 13,41 m og kringlunni yfir 49 metra sem hvort tveggja hefði nægt til sigurs í keppninni í fyrra. Helga Unnarsdóttir, Austfirð- ingur, keppir ásamt Guðrúnu í kúluvarpinu og hefur hún kastað lengst 11,87 m. Elín Gunnarsdótt- ir frá Selfossi keppir í kringlu- kastinu og hefur hún kastað lengst 36,80 m. Báðar þessar stúlkur eru í mikilli framför og gætu komið verulega á óvart. Dýrfinna Torfadóttir og íris Grönfeldt hafa háð mörg einvtgi í spjótkastinu í sumar og verður fróðlegt að sjá hvor hefur betur og hvort þeim tekst að ógna finnsku spjótkösturunum. íris á íslands- metið en Dýrfinna hefur kastað lengra en íris í sumar. íris á best 44,94 m en Dýrfinna 44,52 m. Stefán, Aðalsteinn og Elías til alls líklegir i grindahlaupunum í Kalottkeppninni Stefán Hallgrímsson hefur oft staðið sig mjög vel í Kalottkeppn- og m.a. sigrað þrisvar í 400 m grindahlaupinu og einu sinni í 110 m grindahlaupinu. Stefán hefur einnig hlaupið eftirminnilega spretti í 4x400 m boðhlaupunum og oft sýnt ótrúlegt keppnisskap. Stefán keppir enn á ný í báðum grindahlaupunum og 4x400 m boð- hlaupinu og gefst nú landanum kostur á að sjá Stefán í keppni hér heima á ný. Aðalsteinn Bernharðsson keppir einnig í 400 m grindahlaupinu og ætti hann að geta ógnað Stefáni, en þeir unnu þessa grein tvöfalt í fyrra. Aðalsteinn keppir einnig í 400 m hlaupinu en hann varð annar í þeirri grein einnig í fyrra. Aðalsteinn fær að nota start- blokkirnar fjórum sinnum í Kalottkeppninni því hann hleypur í boðhlaupssveitum íslands í 4x100 m og 4x400 m. Elías Sveinsson hefur tekið þátt í öllum Kalottkeppnum frá því íslendingar hófu þátttöku utan einni. Hann keppir nú í 110 m grindahlaupi. Elías sigraði á Meistaramótinu í 110 m grinda- hlaupinu og bætti þá sinn árangur verulega og hljóp á 14,93 sek og er því til alls líklegur í keppninni við Stefán og hina skandinavisku frændur sína. Möguleikar íslendinga til sigurs í grindahlaupunum eru mjög miklir og gæti heimavöllurinn skipt þar miklu máli ef áhorfend- ur fjölmenna og hvetja sína menn. Friðrik Þór hefur mesta reynsluna af stökkvurunum Friðrik Þór Óskarsson hefur verið keppandi allt frá árinu 1972 í Kalottkeppninni að undanskildu árinu 1976. Friðrik sigraði bæði í þrístökki og langstökki í keppn- inni 1975 og sigraði síðan í lang- stökkinu árið 1977 og hefur oft hafnað í fremstu sætum í sínum greinum. Jón Oddsson keppir í langstökki með Friðrik, Jón er öllu kunnari sem knattspyrnumaður en flestir hallast að því að hann sé efnilegri langstökkvari. Kári Jónsson frá Selfossi keppir í þrístökki og hefur stokkið lengst í sumar 13,96 m og er í mikilli framför. Tveir Austfirðingar keppa í hástökkinu fyrir ísland. Þeir hafa báðir stokkið yfir tvo metra. Unnar Vilhjálmsson 2,01 m og Stefán Friðleifsson 2,00 m. Unnar hefur bætt sig geysilega í sumar og er til alls líklegur. Stefán er einnig efnilegur og verður fróðlegt að sjá hvor hefur betur þegar í alvörunnar er komið í Kalott- keppninni. Keppendur íslands í stangar- stökkinu eru þeir Kristján Gissurarson og Karl West. Krist- ján hefur stokkið hæst íslendinga í sumar 4,27 m, en Karl kemur næstur honum með 4,16 m. Krist- ján hefur átt við meiðsli að stríða í sumar en er nú óðum að ná sé og kemur hann sennilega til með að geta ógnað erlendu keppendunum þó líklega komist hann ekki meðal fremstu manna. Um möguleika íslendinga í stökkgreinunum er það að segja að þeir eru frekar litlir en það hefur oft sýnt sig sérstaklega i stökkgreinunum að óvænt úrslit koma upp. ólympiuleikunum i Moskvu var slitið á sunnudag Glæsilegur árangur náðist á leikunum og svo góður i mörgum greinum að flestum sérfræðingum ofbýður hversu mikið virðist vera hægt að bæta árangur i mörgum grein- um, og spyrja sjálfa sig hvar endar þetta. Alls voru sett 36 ný heimsmet á leikunum, 73 ólymp- iumet og 39 Evrópumet i hinum ýmsu greinum. Sovétrikin hlutu flest gullverðlaun á leikunum eða 80 talsins, Austur-Þjóðverjar hlutu 47. Leikarnir þóttu i heild- ina hafa tekist vel og allt skipu- lag var til fyrirmyndar. Nú LILJA Guðmundsdóttir ÍR hljóp 3000 metra hlaup á frjálsiþrótta- móti i Norrköping í Sviþjóð um helgina á 9:51 minútu, sem er nokkuð frá meti hennar, en ágætur árangur þegar haft er i huga, að meiðsl og sjúkdómar hafa sett veruleg strik í reikning- inn hjá Lilju i sumar og hún litið getað æft. Lilja verður meðal keppenda i Kaíottkeppninni um helgina. og þar sem hún er óðum að ná sér, ætti að verða fróðlegt að fylgjast með henni i þeirri keppni. þegar er farið að skipuleggja næstu ólympiuleika af fullum krafti en þeir fara fram ef að likum lætur i Los Angeles árið 1984. Þegar hefur verið valið merki fyrir leikana og er það örn sem skýrður hefur verið „Sam“, jafnframt verður rauð, hvít, og blá stjarna merki leikanna. Stjörnur frjálsra íþrótta á leik- unum í Moskvu voru Yifter frá Eþíópíu sem sigraði í 5 og 10 km hlaupunum, Coe og Ovett frá Bretlandi, Wessig sem setti heimsmet í hástökki og Pólverjinn Kozakiwicz sem setti heimsmet í stangarstökki. Á sama móti hljóp Einar P. Guðmundsson FH 400 metra á 50,22 sekúndum, sem er hans bezta um nokkurt skeið. Stefán Hallgrimsson UÍA hljóp 400 metra grindahlaup á 52,9 sekúnd- um. Rut Ólafsdóttir FH hljóp 800 m hlaup á 2:12,5 minútum og Brynjólfur Hilmarsson UÍA hljóp 800 metra á réttum rúmum 1:54 minútum. A.m.k. Stefán og Rut verða meðal keppenda i Kalott- keppninni. _ Kúbumaðurinn Teofilo Stev- ensson sigraði á þriðju Ól-leikun- um í röð í þungavigt í hnefaleik- um, og sigraði í 11 keppnum í röð án þess að bíða lægri hlut. Alls voru þrjátíu og sex heims- met sett í hinum ýmsu greinum íþrótta á Ólympíuleikunum í Moskvu. Einu meti minna en sett var á leikunum í Montreal árið 1976. 68 Ól-met voru sett í Mon- treal en 62 í Moskvu. Það hefur líka vissulega sett strik í reikning- inn að 60 þjóðir voru fjarverandi í Moskvu. Eftirfarandi heimsmet voru sett í frjálsum íþróttum á leikunum í Moskvu. Wessiq A-Þýskalandi stökk 2,36 metra í hástökki. Gamla metið var 2,35 m. Pólverjinn Kozakiewicz stökk 5,78 metra. Gamla metið var 5,77 m. Sedykh setti met í sleggjukasti kastaði 81,80 metra. Rússneska stúlkan Olizarenko hljóp 800 m á 1:53,5 mín. Stúlknasveit Rússlands setti met í 4x100 m boðhlaupi, hljóp á 41,85 sek. Þá var sett nýtt heimsmet í fimmtarþraut kvenna, Nadezhda Rússlandi fékk 5,083 stig. Lokastaöan LOKASTAÐAN i verðlauna- skiptingunni á Ól-leikunum í Moskvu. Fjörutíu og fimm þjóðir hlutu ekki stig, og var island á meðal þeirra. G. S B Sovétríkin 80 69 46 A-Þýzkaland 47 37 42 Búlgaría 8 16 17 Kúba 8 7 5 Ítalía 8 3 4 Ungverjaland 7 10 15 Rúmenía 6 6 13 Frakkland 6 5 3 Bretland 5 7 9 Pólland 3 14 15 Svíþjóð 3 3 6 Finnland 3 1 4 Tékkóslóvakía 2 3 9 Júgóslavía 2 3 4 Ástralía 2 2 5 Danmörk 2 1 2 Brasilía 2-2 Eþíópía 2-2 Sviss 2 Spánn 1 3 2 Austurríki 1 2 1 Grikkland 1 - 2 Beigía 1 Indland 1 Zimbabwe 1 Norður-Kórea - 3 2 Mongólía - 2 2 Tanzanía - 2 2 Tanzanía - 2 - Mexíkó - 1 3 Ilolland - 1 2 írland - 1 1 Venesúela - 1 - Uganda - 1 - Jamaíka 3 Líbanon 1 Guyana 1 • Sigríður Kjartansdóttir sem þarna sigrar i 100 m hlaupi verður meðal landsliðsmanna íslands i Kalottkeppnlnni sem hefst næstkom- andi laugardag. Fáni Los Angeles borgar verður dreginn að húni er ólympiuleikunum i Moskvu er slitið. En þar munu næstu leikar fara fram að fjórum árum liðnum. Bandaríkin mótmæltu þvi að þjóðfáni þeirra væri dregnn að húni eins og venja er um það land sem næst heldur leikana og þvi var brugðið á það ráð að nota fána Los Angeles. Lilja kemur í Kalottkeppnina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.