Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 23

Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980 27 Spennan eykst hjá Polu og Korchnoi Einvígi þeirra Polugajev- skys og Korchnois í Buenos Aires hefur orðið mun meira spennandi en búist var við, því íyrir fram var Korchnoi talinn nánast öruggur sigur- vegari af flestum. Poiugajevsky hefur aftur á móti staðið duglega uppi í hárinu á honum og hefur nú tekist að jafna metin. en Korchnoi náði forystu með sigri í fjórðu skákinni. Eftir að fimmtu skákinni lauk með jafntefli tók Polugajevsky sér veikindafrí. Hann gerði sér síðan lítið fyrir í sjöttu skák- inni og lagði Korchnoi að velli í 50 leikjum. Þetta var fimmtánda skák Korchnois i áskorendakeppninni og jafn- framt fyrsta tapskák hans, en í fyrstu umferð keppninnar lagði hann Tigran Petrosjan fyrrum heimsmeistara að velli. Sjöundu skákinni í einvíginu lauk síðan á sunnudaginn með jafntefli í 60 leikjum. Áttunda skákin var geysi- spennandi. Polugajevsky, sem hafði hvítt fórnaði peði í byrj- uninni fyrir sókn, en Korchnoi, sem er einn þrautseigasti varnarskákmaður sem uppi hefur verið var harður í horn að taka og náði öflugum gagn- færum. Polugajevsky lenti síð- an í mjög erfiðu endatafli, þar sem hann var peði undir og þegar skákin fór í bið var aðstaða hans erfið, en þó langt frá því að vera vonlaus þar eð fá peð voru eftir á borðinu. Áttunda skákin tefldist þannig: Ilvítt: Lev Polugajevsky Svart: Viktor Korchnoi Drottningarindver.sk vörn 1. Rf3 — Rffi, 2. c4 - b6, 3. g3 - Bb7, 4. Bg2 - e6, 5. 0-0 - Be7, 6. d4 - 0-0, 7. d5!? (Polugajevsky hefur ekki sótt gull í greipar Korchnois með hinu hefðbundna framhaldi 7. Rc3 — Re4, 8. Dc2 — Rxc3, 9. Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Dxc3. Hann leitar á ný mið og reynir vel þekkta peðsfórn, sem var fyrir löngu afskrifuð sem vafasöm, en hefur skotið aftur upp kollinum nú að undanförnu.) 7._____exd5, 8. Rd4 — Bc6, (Öruggasta fram- haldið þótti hér 8. ... Rc6, 9. cxd5 — Rxd4, 10. Dxd4 — c5, en upp á síðkastið hefur það ekki reynst svörtum vel. Korc- hnoi velur því aðra leið, sem fellur auk þess betur að skákstíl hans. Hann hirðir peðið og lætur andstæðinginn hafa fyrir því að sýna fram á réttmæti fórnarinnar.) 9. cxd5 - Bxd5, 10. Bxd5 - Rxd5, 11. e4 - Rb l, 12. Rc3 - Bf6 (Fyrir rúmum áratug þegar austur-þýzki stórmeistarinn Uhlmann hélt tryggð við þetta afbrigði þótti þessi leikur slæmur. Svipuð hugmynd kom þó nýlega fyrir í skák þeirra Ligterinks og Byrne í Wijk aan Zee í ár. Þá lék Byrne 12. ... R8c6, 13. Rf5 - Bf6, 14. a3 - Ra6, 15. Rd5 og hvítur hafði bætur fyrir peðið. Hér endur- bætir Korchnoi þessa hug- mynd, en eldri áætlunin var að leika í næstu leikjum Rb8-c6- e5-g6.) 13. RÍ5 - He8, 14. Í4?! (Svartur gat að vísu svarað 14. a3 með R4c6 og ef 15. Rd5 þá stendur e-peðið í uppnámi fyrir svarta hróknum, en hug- mynd Polugajevskys einkenn- ist af bjartsýni.) 14.... d6, 15. Dgl — R8c6,16. e5 (Hugmyndin á bak við 14. leik hvíts. Polugajevsky ætlar að fá reit fyrir riddara á e4 og opna f-línuna jafnvel þó að það kosti peð.) 16.____dxe5, 17. Re4 - exf4, 18. Rh6+ - Kf8, 19. Rxf6+ - Dxf6, 20. IIxf4 (Eftir 20. Bxf4 getur svartur óhræddur leikið gxh6) IIel+ — 21. Kg2 — Re5, (Þessi milli- leikur kemur hvítum í opna skjöldu.) 22. Hxf6 — Rxg4, 23. Hxf7+ (23. Rxg4 dugði skammt vegna Rc2 og hrókurinn á el er valdaður.) 23. ... Ke8, 24. Hxg7 — Rxh6, 25. a3 (25. Bxh6 — Hxal, 26. Hg8+ — Kf7, 27. Hxa8 — Hxa2 var von- laust.) 25.... Hd8, 26. axb l — IId7! (Nú er ljóst að ekkert nema kraftaverk getur bjargað hvítum vegna hinnar óþolandi leppunar á biskupnum á cl.) 27. Hxd7 - Kxd7, 28. Kf2 - Hhl, 29. Ke2 (Polugajevsky reynir að losa menn sína með hjálp kóngsins. 29. ... Hxh2+ væri nú ekki hyggilegt vegna 30. Kd3 - Hhl, 31. Kc2.) 29. ... RÍ5, 30. Kd3 - Kc6, 31. b3 - Kd5, 32. g4 - Re7, 33. Bb2 - IIxh2. 34. Bc3 - Rc6, 35. Hfl (Hvítur gat ekki gert sér miklar vonir um að halda hróksendataflinu eftir 35. b5 - Hh3+, 36. Kc2 - Rd4+, 37. Bxd4 - Kxd4, 38. Hxa7 - Hh2+ og hvíti kóngurinn verð- ur mjög óþægilega skorinn af.) 35. ... Iih3+. 36. Kc2 - a6. 37. IH5+ - Kd6. 38. IIÍ6+ - Kd7. 39. IH7+ - Kc8, 40. IH8+ - Kb7, 41. IH5 Hér fór skákin í bið. Svartur lék biðleik. Polugajevsky stendur greinilega mjög höll- um fæti. Hann hótar að vísu í stöðunni að leika 42. b5 og skipta upp á peðum, en líkleg- ur biðleikur er 41.... Ra7, sem bætir svörtu stöðuna töluvert. Slæmt væri hins vegar 41. ... Hh4, 42. b5! - axb5, 43. Hxb5 — Hxg4, 44. Hh5 og hvítur heldur auðveldlega jafntefli. Losun hafin úr Hvalvík LOSUN úr Hvalvikinni. sem leg- ið hefur í 9 vikur í Nígeríu, er nú loks hafin fyrir alvöru, að sögn útgerðarfyrirtækis skipsins. Aðeins höfðu verið losaðir 5000 ballar af skreið af þeim 30 þús- undum sem losa á fyrir helgi. Á laugardag var svo hafist handa við losun og ef haldið verður áfram án tafa ætti henni að vera lokið í næstu viku. Grænlenzki drengurinn er látinn LITLI grænlenzki drengurinn, sem komið var með frá Grænlandi í síðustu viku, og hann lagður inn á Landspítalann, með heilahimnu- bólgu, lézt s.l. laugardag, án þess að komast nokkru sinni til meðvit- undar. Hann hét Lars Kristiansen og var tveggja ára gamall. Kíló urðu tonn! MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því á sunnudag, að kaffineyzla lands- manna hefði aukizt um 30% milli áranna 1978 og 1979 og jafnframt að sykurneyzla landsmanna hefði aukizt um 4.8%. Þegar skýrt var frá því hver heildarneyzla lands- manna í magni hefði verið slædd- ist sú meinlega villa inn, að landsmenn voru sagðir hafa neytt 2.5 milljónum tonna af kaffi, en átti auðvitað að vera 2.5 milljónir kílóa og einnig var sagt að lands- menn hefðu neytt um 11.3 milljón- um tonna af sykri, en þar átti auðvitað að standa 11.3 milljónir kilóa, enda hefði allur verzlunar- floti Norðmanna, sem er einn sá stærsti í heiminum, varla getað, flutt allt þetta magn. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Al l.l.VSINí. \S1MI\N KR: 22480 JHorounl>l«t>it> Engin breyting á Glasgow-fluginu VIÐRÆÐUR fóru fram i sl. viku í London við fulitrúa breska utan- ríkisráðuneytisins og brezkra flugmálayfirvalda varðandi framkvæmd loftferðasamnings- ins milli fslands og Bretlands, einkum að því er snertir Glas- gow-flug Flugleiða. Af hálfu ís- lands annaðist Pétur Thor- steinsson, sendiherra, viðræðurn- ar. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði í samtali við Mbl., að engin breyting hefði fengist í þessum viðræðum á flugi félagsins til Glasgow. — „Við höfum að undanförnu verið með eina ferð í viku til Glasgow, en það hefur ekki reynzt eins hagkvæmt eins og þetta flug var áður. Þá vorum við með þrjár ferðir í viku og kom mjög vel út, en þá var brezka flugfélagið British Airways ekki með flug milli Glasgow og Dan- merkur, en SAS með fjóra daga í viku á móti okkur. Myndin gjör- breyttist okkur svo í óhag þegar British Airways fóru að fljúga á þessari leið,“ sagði Sigurður Helgason ennfremur. Gífurlegt tjón vegna hringorms á hverju ári KOSTNAÐURINN við að ná hverjum hringormi úr fiski var um 5.60 krónur miðað við verð- lagið I vor. Ekki Iiggur fyrir hver ormafjöldi er i vinnslufiski i heild, en ef gert er ráð fyrir, að einn og hálfur ormur sé i kiló- grammi flaka, þá þýðir það 800—1100 milljón króna kostnað á ári. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Árna Benediktssonar, stjórnarformanns Sambands fisk- framleiðenda, um fiskiðnað á átt- unda áratugnum, sem lögð var fram á fundi félagsins í vor. Árni segir þar, að í raun og veru sé þessi kostnaður mun meiri, t.d. verði tafir vegna ormatínzlu til þess að hluti af fiskinum sem berzt að, verði að vinna í dýrari tíma, nýting verði verri vegna afskurðar og sumt fólk í mark- aðslöndum okkar neyti ekki fisks vegna hættu á ormi. Af þessum sökum er tjón af völdum hring- ormsins ekki reiknanlegt, en aug- Ijóslega er um miklar fjárhæðir að ræða. hófst í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.