Morgunblaðið - 06.08.1980, Page 26
1
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
Guðmundur Þórisson:
J ónsmessunætur mar-
tröð á sölnuðum akri
Jónsmessudagurinn 1980 mun
að öllum líkindum verða bændum
almennt minnisstæðari en flestir
aðrir daicar ársins. I>á hunðist
hæstvirtur landbúnaðarráðherra
feta í fótspor Alexanders mikla
ok höggva á þann Gordionshnút,
sem verðlag og framleiðslumál
landbúnaðarins virðast komin i.
Vist er um það, að hátt var reitt
og höKítvið mikið og mun ýmsum
sviða drjúgum. Ekki er ég nú
samt viss um að ráðherra verði
talinn neinn arftaki Alexanders
þrátt fyrir höKKÍð. Kemur frekar
i huK mér sagan af öðru höggi
frægu, cða þegar Áslákur Fitja-
skalli hjó Noreg úr hendi Ólafs
dÍKra. Var þá mælt, „höKK manna
armastur“. Finnst mér þau orð
vera vel við hæfi nú eins og þá.
Annars finnst mér það lýsa
einstöku skopskyni, að birta
faKnaðarboðskapinn á Jóns-
messudag, sem löngum hefur
verið talinn sérstakur hátiðisdag-
ur sveitafólks. Dagsetnintrin
skiptir nú samt litlu máli móts
við það. að öll framkvæmd máls
þessa er með endemum og man ég
ekki til þess i aðra tið, að
ráðherra hafi beitt eða öllu frem-
ur misbeitt valdi sinu jafn frek-
lega. Verður það að segjast eins
og er að mörg eru vandræði
bænda. þótt þeir þurfi ekki að
búa undir þeim ósköpum, að
einstakir menn geti ráðskast jafn
harkalega með málefni þeirra,
eftir þvi, sem þeir telja sér bezt
henta hverju sinni.
Vissulega er ljóst að ýmsir hafa
um þessi mál fjallað ásamt ráð-
herranum, en hans er valdið og
ábyrgðin. Hefðu vonandi fáir látið
hafa sig til slíkrar valdníðslu.
Athygli vöktu ýmsar hæpnar
fullyrðingar ráðherrans er hann
kynnti bjargráð sín fyrir landslýð.
Meðal annars taldi hann ástæður
ovenjugóðar fyrir slíkra aðgerðir
nú, þar sem útlit væri fyrir
afburða heyfeng um allt land.
Þetta eru nokkuð einkennileg um-
mæli, þegar vitað er að í ýmsum
sveitum norðan- og vestanlands
eru mjög slæmar horfur vegna
stórfelldra kalskemmda. Meira að
segja eru sumar þessar sveitir í
kjördæmi ráðherrans sjálfs. Ef til
vill eru þær svo langt frá, að
sjóndeildarhringur hans nái ekki
yfir þær.
Auðvitað verður sagt að vanda
þessara bænda og annara, sem líkt
væri ástatt um, megi leysa með
endurgreiðslu á einhverjum hluta
skattsins eða aðstoð bjargráða-
sjóðs.
Gallinn er bara sá, að í okkar
verðbólguþjóðfélagi, eru hvers
konar endurgreiðslur, sem koma
seint og síðar meir harla lítils
virði. Hafa bændur ekkert sér-
staka góða reynslu af slíku og ekki
heldur af fyrirgreiðslu bjargráða-
sjóðs, svo sem nýleg dæmi sanna.
Raunar finnst mér nú það hart að
bændum gengið, hvað varðar út-
borgun á framleiðslu þeirra, að
ekki sé á það bætandi. Er t.d. all
algengt að mjólkurframleiðendur
fái vart helming framleiðslutekna
sinna fyrr en eftir árið og í
mörgum tilfellum mun minna. Er
það furðulegt hversu hljótt er um
þetta einstaka óréttlæti, sem
segja má að meira en flest annað
geri hlut bænda verri samnanbor-
ið við aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Þótt alltaf hafi verið mjög
aðkallandi að ráða bót á þessu
hefur það aldrei verið bfynna en
nú, þar sem í viðbót við öll önnur
vandræði, sem af þessu stafa
bætist það, að samkvæmt núgild-
andi skattalögum eru mönnum
áætlaðar tekjur vegna verðbólgu-
gróða af skuldum. Þó hægt sé að
færa sterk rök fyrir því, að
verulegur hluti skuldanna sé til
beinlínis vegna þess hve miklar
eftirstöðvar eru útistandandi, þá
er það ekki að einu metið til
frádráttar.
Þá er að nefna þann útreikning
að innflutt blanda hækki um
120—140%, en sú innlenda um
70—80%. Þarna virðist reikn-
ingslistin hafa brugðist illilega.
Réttu tölurnar munu vera um
180% fyrir þá innfluttu, en 120—
130% fyrir hina. Þetta er ef til vill
ekki stór munur fyrir þann, sem
ákveður álögurnar, en töluvert
alvarlegra fyrir þá, sem þurfa að
borga brúsann. Að það kom einnig
fram hjá ráðherra að hann virtist
ekki gera greinarmun á því hvort
skatturinn yrði reiknaður á f.o.b.
verði vörunnar er ef til vill ekki
umtalsvert og þó.
Þá taldi ráðherrann ástæðu-
laust fyrir mjólkurframleiðendur
að kvarta yfir þessu verði, ekki
væri langt síðan að kg. af kjarn-
fóðri kostaði ámóta mikið og
mjólkurlítri, hefði engum þótt það
mikið. Nú fengju bændur 306 kr.
fyrir lítra og væri það svipað og
kjarnfóðurverðið myndi fara í.
Þetta er nú ekki alveg svona
einfalt. Á þeim árum, sem um
ræðir, kom kjarnfóðurverðið allt
ínn í verðlagið, en var ekki að
meirihluta beinn skattur, er
bændur þurfa að greiða af nettó-
tekjum sínum, sem ekki hafa verið
of ríflegar undanfarið.
Annað er það, að í reynd fer
kjarnfóðurverð langt upp fyrir
grundvallarverð mjólkur í dag.
Verð sem þar að auki næst
örugglega ekki, i fyrsta lagi vegna
þess að yfir sumarmánuðina skal
samkvæmt ákvörðun framleiðslu-
ráðs greiða a.m.k. 10% undir
grundvallarverði fyrir mjólkina,
eða í mesta lagi um 275 kr. fyrir
lítra, á móti um 365 kr. fyrir
kjarnfóðurkílóið. Þar að auki eru
horfur þannig, að nánast engar
líkur eru fyrir því að fullt verð
náist almennt á þessu ári og hefur
ekki heyrst um aðrar ráðstafanir
til þess að fyrirbyggja að svo fari
heldur en að láta bændur sjálfa
greiða sér það, sem á vantar með
skattlagningu. Verður slík aðferð
að teljast hrein ósvífni og í beinu
ósamræmi við ákvæði gildandi
laga um það að bændur skuli hafa
hliðstæðar tekjur og aðrar stéttir.
Einnig mun tekið fram í núgild-
andi stjórnarsáttmála, að einskis
skuli látið ófreistað til að slíkt
takist. Munu bráðabirgðalögin
vera skref í þá átt.
Hræddur er ég um að opinber-
um starfsmönnum litist ekki á þá
lausn mála sinna, að allhár skatt-
ur, t.d. 30—40% af launum þeirra,
yrði tekinn og notaður til þess að
greiða þeim launauppbót. Ætli að
nokkrir nema bændur létu bjóða
sér slík vinnubrögð. En hver er þá
ástæðan fyrir því að farið er út í
þetta heljarstökk nú?
Forsvarsmenn aðgerðanna telja
megintilgang þeirra að milda
áhrif kvótakerfisins. Heldur finn-
ast mér það haldlítil rök, eða hver
trúir því í alvöru að léttara sé
fyrir menn að draga verulega úr
framleiðslunni ef þeir þurfa jafn-
framt að greiða fleiri milljónir í
kjarnfóðurskatt. Ég hef talið að
grundvallarskilyrði fyrir því, að
bændur gætu stóráfallalaust tekið
á sig þá framleiðsluskerðingu sem
nauðsynleg er, væru í fyrsta lagi
þau, að þeir gætu fengið allar
rekstrarvörur á sem hagstæðustu
verði, í öðru lagi að skilyrðislaust
sé tryggt að þeir fái fullt verð
fyrir heimilað afurðamagn og í
þriðja lagi, að útvegað sé fjár-
magn til þess að unnt sé að standa
sem næst fullum skilum á afurða-
verðinu við innlegg.
Bráðabirgðalögin gera ekkert af
þessu auðveldara í framkvæmd.
Þvert á móti, þau gera þessi
takmörk fjarlægari en nokkru
sinni fyrr. Þá hefur því verið
haldið mjög á lofti að nota ætti
verulegan hluta þess fjármagns,
sem næðist með skattheimtunni,
til þess að greiða fullt verð fyrir
fyrstu ærgildisafurðirnar. Hafa
verið höfð mörg stor og falleg orð
um það, hvílíkt réttlætismál
þarna sé á ferðinni. Nú gerðist það
að Agnar Guðnason kom fram í
útvarpinu og sagði þetta með öllu
óraunhæft, mikið mundi vanta
upp á að nægilegt fjármagn inn-
heimtist til slíkra aðgerða. Ef til
vill sýnir sá ágreiningur, sem
þarna kemur fram um áhrif lag-
anna, betur en margt annað, hve
illa undirbúið og vanhugsað þetta
einstaka asnaspark er.
En lítum aðeins á hve mikið
bjargráð þetta yrði fyrir bænd-
urna á minni búunum, ef gengið er
út frá því, að áætlun ráðherra
standist. Bóndi með 300 ærgilda
bú og eingöngu mjólkurfram-
leiðslu, framleiðir fyrir um það bil
15 milljónir króna miðað við að
fullt grundvallarverð náist. Sú 8%
skerðing, sem honum er reiknað
eftir kvótakerfinu nemur þá 1,2
milljónum. Sé reiknað með mjög
góðri útkomu á búinu, þýðir þetta
lækkun á nettótekjum um 5—
600.000 kr.
Upphæð sú er hann þarf að
greiða í kjarnfóðurskatt yrði hins-
vegar um 2.400.000 kr. og er þá
gengið út frá hóflegri notkun
kjarnfóðurs. Lágmarkstap, sem
viðkomandi bóndi yrði fyrir vegna
þessara aðgerða næmi þá 1.800—
1.900.000. kr. Þetta held ég að
flestir myndu kalla bjarnargreiða.
Útkoman yrði að sjálfsögðu
mjög ólík ef um sauðfjárrækt væri
að ræða. Þar kemur fram einn af
göllum kjarnfóðurskattsins. Það
er hve ákaflega misþungt hann
leggst á bændur. Fyrst og fremst
eftir því hvaða búgrein þeir
stunda, en einnig því, hvar þeir
eiga heima. í reynd er mönnum
með skattinum refsað fyrir það að
búa í harðbýlli löndum og skýtur
það nokkuð skökku við gagnvart
þeirri byggðastefnu, en helstu
forsvarsmenn telja sig fylgja.
Nei, orsakirnar fyrir þessari
framkvæmd er að verulegu leyti
hægt að rekja til þeirrar stað-
reyndar að stór hópur svokallaðra
framámanna okkar, hefur aldrei
getað sætt sig við neina aðra lausn
á vandamálum bænda heldur en
kjarnfóðurskatt. Skipti þá ekki
öllu máli hvaða leiðir eru farnar
til þess að koma honum á eða
hverjar afleiðingarnar verða.
Enda er það gömul kenning að
tilgangurinn helgi meðalið. Hafa
ýmsir ofstækishópar haft hana að
leiðarljósi með miður gæfulegum
afleiðingum. Þessir menn hafa
löngum talið það eitt helsta nauð-
synjamál stéttarinnar, að ná til
þeirra manna, sem komist hafa
upp með það að fá óeðlilega miklar
afurðir eftir gripi sína, svo tekin
sé orðrétt einkar athyglisverð
setning, er var að finna í álitsgerð
einnar þeirrar óteljandi nefnda,
sem skipaðar hafa verið til þess að
leysa vandamál landbúnaðarins.
Fróðlegt væri að fá upplýst
hvað séu óeðlilega miklar afurðir.
Er það athyglisvert að meðal
grannþjóða okkar er það talin
undirstaða fyrir góðri afkomu
bænda, að búpeningurinn skili
miklum afurðum. Hér virðist slíkt
aftur á móti talið mjög ámælis-
vert og jafnvel jaðra við landráð.
í því sambandi er mikið talað
um óhóflegan innflutning kjarn-
fóðurs, en hverjar eru staðreynd-
irnar þar um. Á árinu 1978 voru
samkvæmt upplýsingum hagstof-
unnar fluttar inn fóðurvörur fyrir
2,4 milljarða. Ef teknir eru til
samanburðar þeir vöruflokkar,
þar sem um beina samkeppni við
innfl. framleiðslu er að ræða, þá
er það ár flutt inn húsgögn fyrir
2,8 milljarð, tilbúinn fatnaður
fyrir 2,0 milljarða. Þarna væri
aldeilis verkefni fyrir skattkóng-
ana að skattleggja þennan inn-
flutning um ein 200% eða svo til
styrktar einhverju góðu málefni.
Slík hugmynd yrði trúlega ekki
ýkja vinsæl vegna þess að þann
skatt þyrfti þjóðin öll að borga, en
ekki takmarkaður hluti bænda-
stéttarinnar.
Að lokum þetta, vandi bænda
verður ekki leystur með neinum
móðursýkislegum leiftursóknar-
aðferðum eins og nú virðast efst á
baugi. Það verður annað að koma
til. Horfast verður í augu við þá
staðreynd að umtalsverð offram-
leiðsla á sér stað í hinum hefð-
bundnu búgreinum. Þar verður að
koma á nauðsynlegum samdrætti
skipulega og undanbragðalaust.
Sú eina leið, sem þolanlega er fær
til þess að framkvæma slíkt er
kvótakerfið. Einfaldlega vegna
þess að það eitt býður upp á
ákveðna möguleika til þess að
mæta samdrættinum, með auk-
inni hagræðingu og eins vegna
þess að þá vita menn nokkuð hvar
þeir eru staddir og geta hagað
aðgerðum sínum eftir því.
Jafnframt verður að vinna að
því að auka möguleika bænda á
fjölbreyttari framleiðslu. Verður í
því sambandi að telja mjög ámæl-
isverða veitingu landbúnaðarráðu-
neytisins á leyfum til loðdýra-
ræktunar. Þar voru ekki að einu
leyti viðurkenndur forgangsréttur
bænda til slíks rekstrar og því
síður að neitt kæmi fram um rétt
þeirra, sem sérstaklega yrðu hart
úti við samdráttinn. En vonandi
að hér sér ekki um stefnumark-
andi aðgerðir að ræða.
Guðmundur Þórisson.