Morgunblaðið - 06.08.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
33
Margrét Otta-
dóttir — Minning
Fædd 3. september 1901.
Dáin 28. júlí 1980.
Magga fæddist hér í bæ þriðju-
daginn 3. sept. 1901. Foreldrar
hennar voru hjónin Otti Guð-
mundsson skipasmiður frá engey
og kona hans Helga Jónsdóttir.
Hún bar nafn formæðra sinna í
beinan kvenlegg þeirra: Margrétar
Bjarnadóttur, ömmu sinnar, konu
Jóns gullsmiðs Bernharðssonar í
Laxnesi, Mosfellssveit, Margrétar
Björnsdóttur, langömmu sinnar,
konu Jóns bónda að Unnarholti í
Hreppum Þorlákssonar og Mar-
grétar Aradóttur langalangalang-
ömmu sinnar, konu Jóns bónda í
Eskiholti, Borgarhreppi, Mýra-
sýslu.
Hún ólst upp í föðurhúsum,
gekk í Kvennaskólann í Reykjavík
og strax að námi loknu hóf hún
störf á Ljósmyndastofu Sigríðar
Zoega og vann þar samfleytt þar
til skömmu eftir að hún giftist,
mánudaginn 11. ágúst 1932, Sigurði
Jóni Jónssyni stýrimanni, síðar
skipstjóra hjá Eimskipafélagi ís-
lands.
Sigurður Jón var fæddur 12.
febrúar 1899 á Bakka á Seltjarn-
arnesi, sonur hjónanna Jóns Sig-
urðssonar sjómanns og Oddrúnar
Elísabetar Jónsdóttur saumakonu.
Þau voru bæði ættuð af Álftanesi,
en Oddrún í móðurlegg úr Reyk-
holtsdal og úr Dölum vestur, þar
má finna forfeður einsog Jakob
sýslumann Benediktsson hinn
danska frá Jótlandi.
Siggi og Magga hófu búskap á
Öldugötu 40, en fáum árum síðar
byggði Siggi í félagi við Jón
bróður sinn húsið Bárugötu 31 og
bjuggu þau þar upp úr því.
Hjónaband þeirra var einkar
farsælt og þau mjög samhent. Þau
eignuðust tvo syni: Jón Otta f.
26.11, 1934, raftækni, kvæntan
Sigríði Kr. Kristjánsdóttur rönt-
gentækni, f. 7.1, 1939, dóttur
Kristjáns Á. Þorsteinssonar sjó-
manns og Vilborgar Þjóðbjargar-
dóttur frá Akranesi. Eiga þau
einn son, Sigurð Jón fæddan 6.10,
1961. Yngri sonurinn er Helgi f.
22.5, 1937, stórkaupmaður, kvænt-
ur Erlu Þórisdóttur f. 22.4, 1941,
dóttur Þóris kaupmanns Skarp-
héðinssonar frá Hróarstungu í
Axarfirði og Unnar Þórarinsdótt-
ur frá Reyðarfirði. Eiga þau fjög-
ur börn: Þóri Helga f. 18.12 1963,
tvíbura, Sigurð Grétar og Héðin
Þór f. 5.5, 1968 og Unni f. 24.2,
1977.
Strax á unga aldri öðlaðist
Magga sína barnstrú og varð vel
kunnug Biblíunni. Þetta hefur
örugglega veitt henni styrk þegar
eiginmaður hennar var í sigling-
um öll stríðsárin ýmist sem stýri-
maður eða skipstjóri á gamla
Selfossi og varð þá oft að fara
einskipa á hættulegum siglinga-
leiðum. En grunur minn er sá að
að þessar siglingar hafi verið of
spennukenndar og átt sinn þátt í
því að Siggi féll frá aðeins 64 ára
þann 17. maí 1963. Magga var
einnig mikil blómaræktarkona og
hafði ræktað fallegan garð við
heimili sitt sjálfri sér og öðrum til
yndisauka. Eins og títt er um
sjómannskonur þá verða þær oft
að sinna uppeldishlutverki feðr-
anna einnig, en þetta átti Magga
mjög auðvelt með því hún var
mjög stjórnsöm og hafði ákveðnar
sjálfstæðar skoðanir á málum,
hún var hreinskilin, en stundum
nokkuð dómhörð. Það var ætíð
ánægjulegt að heimsækja Möggu
töntu eins og hún var vanalega
nefnd, hún átti alltaf eitthvað gott
í búrinu og veitti af rausn. Bróðir
minn var mikill heimagangur á
heimili hennar og færir hann
beztu þakkir fyrir mikla vináttu
og gott atlæti.
Systir mín kom upp nafninu
hennar og gladdist hún mjög yfir
því.
Þá var Magga mjög félagslynd
og tók virkan þátt í félagsstörfum
stýrimanna og skipstjórakvenna
og gladdist í vinahópi meðan
heilsa entist, en hún átti við
fádæma heilsuleysi að búa hin
síðari ár, spítalalegur urðu nærri
30 og 18 sinnum gekk hún undir
skurðarhnífinn.
Það eru orðin nokkuð mörg ár
síðan Magga sagði við mig, að hún
væri tilbúin að fara, vinur sinn
væri farinn og væntanlega verða
endurfundirnir að óskum hennar.
Blessuð sé minning hennar.
Sveinn Hallgrimsson
Þegar við kveðjum tengdamóður
okkar, Margréti Ottadóttur, koma
fram hugljúfar minningar liðinna
ára. Margrét var fædd 3. septem-
ber 1901, giftist Sigurði Jóni
Jónssyni 11. ágúst 1932, en hann
lézt 17. mái 1963. Nær allan sinn
búskap bjuggu þau að Bárugötu
31.
Margrét hafði sérstakan per-
sónuleika, hún var hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi, jafn-
framt því var hún hrein og bein í
sinni framkomu og vildi að þannig
væri komið fram við sig.
Blómarækt var hennar yndi og
áhugamál og ófáir eru þeir, sem
hafa fengið góð ráð hjá henni.
Garðurinn á Bárugötunni hefur
oft verið hreint augnayndi. Með
fjölskyldu sinni fylgdist hún alltaf
mjög náið, enda var sérlega sterkt
og gott samband þar á milli. Þau
tuttugu ár, sem við höfum þekkt
Margréti, hefur hún alla tíð reynzt
okkur hið bezta. Hún vakti yfir
velferð heimila okkar og hlýjan til
okkar var einlæg. Eftir að þarna-
börnin komu til sögunnar lifði hún
og hrærðist fyrir þau og sýndu
þau henni gagnkvæma hlýju.
Á sunnudögum var amma
Magga sótt á annað hvort heimilið
og var þá veskið hennar ömmu
vinsælt, enda geymdi það alltaf
eitthvað gott í litla munna. Fram-
vegis verða sunnudagarnir ekki
þeir sömu.
Síðustu árin hefur hún oft verið
mikið veik og þrek hennar farið
smátt og smátt dvínandi, en alltaf
hélt hún sínu létta skapi, bjart-
sýnin og dugnaðurinn í þessum
veikindum öllum var einstakur.
Hún gat dvalið á heimili sínu til
hins síðasta og er það ekki sízt að
þakka sambýlisfólki hennar, og
viljum við færa Áróru okkar beztu
þakkir fyrir hennar einstöku um-
hyggju og hugulsemi við hana.
Þótt söknuður okkar sé sár
getum við huggað okkur við það,
að hún fékk einlæga ósk sína
uppfylta, að fá að kveðja þennan
heim heima hjá sér og fá að sofna
út af í rúmi sínu.
Við vitum að vel verður tekið á
móti henni af hennar góða eigin-
manni, sem hún saknaði svo mjög,
svo og öðrum ástvinum og biðjum
algóðan guð að haida sinni vernd-
arhendi yfir þeim um ókomna tíð.
Erla og Siddý
Það er ekki ætlunin með þessum
línum að skrifa venjulega minn-
ingargrein, heldur fáein kveðjuorð
að leiðarlokum. Ég þakka hjartan-
lega allar samverustundirnar
okkar, ástúð ömmu minnar og
umhyggju í minn garð alla tíð.
Það var alltaf jafngott að koma til
hennar, innileikinn og hlýjan í
móttökunum var alltaf söm, og
ástfóstrið, sem hún tók við lang-
ömmudrenginn litla gleymist ekki.
Það var eins og jafnan birti yfir
henni, þegar fundum þeirra bar
saman, þótt hún væri þá oft
sárþjáð.
Og þegar ég nú rifja upp kynni
okkar, finn ég best hve bjart er
yfir þeim í minningunni, og ég
kveð Margréti ömmu mína með
innilegri þökk fyrir samveru-
stundirnar.
Unnur.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á i
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
Verktakar ■ Framleiðendur ■ Bændur
Meö stuttum fyrirvara getum við útvegaö frá RUBB-BUILDING, Englandi, minni og
stærri skemmur á hagstæöu veröi. Breiddir frá 3 metrum til 32 metra, lengdir eftir
þörfum. RUBB-skemmurnar eru geröar úr galvaniseraðri stálgrind meö ástrengdum
nylon-húöuöum PVC.
20x51 metra skemmur notaðar sem lager-húsnæði fyrir olíuiðnað-
inn í Stavangri.
2 menn reisa þessa skemmu á 2 tímum. Stærö 5x6 m, 270 kg.
Flytjanleg meö krana.
Brúarsmíöi í Brevik, Noregi. Unnið er inni í skemmunni við Flugskýli í Norður-Noregi.
járnlagnir og steypu allan veturinn.
Meira en 1000 RUBB-skemmur eru í notkun vtösvegar
um heim. í háfjöllum Noregs, viö sjóinn, í miklum hitum í
suöurlöndum. Endingartími dúksins 15—20 ár. Allan
þann tíma er hann viöhaldsfrír (án óhappa).
Skemmurnar þola vindhraöa 46 m/sek. og hægt er aö fá
þær fyrir 54 m/sek. Styrkleiki vegna snjóþunga 75
kg/ferm.
RUBB-skemmurnar eru notaðar sem flugskýli, lagerhús-
næöi, framleiðsluhúsnæði, bílasölur, skipasmiöjur,
geymslur og ótal margt annaö.
Látiö RUBB-skemmurnar leysa vandann — Leitiö verötilboöa
EF
Einkaumboð ffyrir
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
Bergstaðastræti 10A.
Sími 21565 — 27370.
RUBÍ
BUILDINGS