Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
35
Minning:
Ragnar Ólafur Jóhann-
esson skattstjóri
hún skildi jafn vel að áfram þyrfti
að ryðja brautina til öruggari og
betri framtíðar fyrir alla alþýðu.
Margrét tilheyrði aldamóta-
kynslóðinni sem hafði tileinkað
sér bjartsýni og kjark og vann það
afrek að lyfta Islandi úr alda-
langri fátækt og umkomuleysi til
ágætra bjargálna og nútíma at-
vinnuhátta. Allir lögðu þar skerf
af mörkum, þótt með mismunandi
hætti væri. Þessum afrekum á að
halda á lofti og kynna þau þeirri
ungu kynslóð, sem er að taka við
forráðum í þjóðfélaginu og á að
bera ábyrgð á frelsi landsins.
I allri umgengni og viðræðu var
Margrét ákaflega hreinskiptin.
Hún átti það stundum til að láta
fjúka orð eða setningar sem hittu
skemmtilega í mark og settu
viðmælandann í nokkurn vanda.
Þetta kom eins og sjálfkrafa og
fyrirhafnarlaust. Allt slíkt var þó
græskulaust og að gamni haft í
framhaldi viðræðnanna.
Síðustu árin átti Margrét við
mikla vanheilsu að stríða enda var
aldurinn orðinn hár og líkaminn
slitinn. Hún varð oft að fara á
sjúkrahús en komst þó jafnan
heim aftur, nema úr síðustu leg-
unni. I veikindum hennar kom
glöggt fram það þrek og æðruleysi
sem ávallt hafði einkennt líf
hennar. Hún fylgdist með öllu til
hins síðasta. Og sem dæmi um
kjark hennar og óbilandi áhuga er
sú staðreynd, að ekki var við
annað komandi í forsetakosning-
unum 29. júní sl. en hún yrði keyrð
á kjörstað til að neyta kosninga-
réttar síns. Kom þessi ótrúlegi
kraftur öllum á óvart sem vissu
hvernig heilsu hennar var þá
komið. Og það vakti henni
óblandna gleði er ljóst varð að
Vigdís frænka hennar hafði náð
kjöri sem forseti íslands.
Þessum kveðjuorðum verður
ekki lokið án þess að getið sé
þeirrar óvenjulegu fórnfýsi og
ástúðar sem dóttir Margrétar,
Sigurbjörg, hefur sýnt móður
sinni og raunar báðum foreldrum
sínum í þeirra erfiða sjúkdóms-
stríði á elliárunum. Ætla ég að sú
umhyggja, sem Sigurbjörg hefur
sýnt foreldrum sínum báðum, sé
næsta einstök og órækur vottur
um mikla mannkosti.
Nú þegar leiðir skilja vil ég í
nafni okkar Mörtu og fjölskyld-
unnar allrar færa fram einlægar
þakkir til hinnar látnu vinkonu og
frænku fyrir langa og trausta
samfylgd og dýrmæta vináttu sem
við munum öll geyma í þakklátu
minni. Börnum Margrétar, fjöl-
skyldum þeirra og ástvinum öllum
vottum við innilega samúð og
látum í ljósi von um að minningin
um svo mikilhæfa og merka konu,
sem Margrét var, verði þeim öllum
harmabót í söknuði þeirra um-
skipta sem nú hafa orðið.
Guðmundur Vigfússon.
Fæddur 2. júni 1911.
Dáinn 28. júli 1980.
Þegar mér var tilkynnt að
Ragnar Jóhannesson skattstjóri
hafði látist á heimili sínu hinn 28.
júlí sl. kom mér það mjög á óvart.
Við höfðum þá fyrir þrem vikum
verið á skattstjórafundi og virtist
hann þá vera við góða heilsu,
hress og kátur eins og hans var
vandi við slík tækifæri. Mun
engan, sem þar var hafa órað fyrir
því, að ævi hans væri senn lokið.
Það er ekki ætlun mín með
þessum línum að rekja ættir og
uppruna Ragnars né starfsferil
hans. Til þess er ég honum ekki
nægilega kunnugur, en ég á von á
því að það muni aðrir gera. Þó veit
ég að Ragnar hefur á sinni
starfsævi haft margvísleg trúnað-
arstörf á hendi auk síns aðalstarfs
í skattakerfinu, en þar starfaði
hann samfleytt síðastliðin 26 ár,
var skattstjóri Siglufjarðarkaup-
staðar árin 1954—1962 og síðan
skattstjóri Norðurlandsumdæmis
vestra frá stofunun þess embætt-
is. Hefur hann verið farsæll í
þessu starfi og ætíð getað leyst
það vel og samviskusamlega af
hendi þrátt fyrir ýmsa erfiðleika
sem við hefur verið að etja á
stundum. Allir starfsbræður
Ragnars munu hafa átt við hann
gott samstarf og ánægjuleg sam-
skipti. Starfsáhugi hans var ætíð
mikill. og það var gott til hans að
leita, enda var hann að eðlisfari
prúðmenni, vingjarnlegur og við-
mótsþýður. Munum við starfs-
bræður hans eflaust sakna þess að
hafa hann ekki meðal okkar næst
þegar við komum saman til fund-
ar. Ég vil því að leiðarlokum, fyrir
mína hönd kveðja Ragnar starfs-
bróður með innilegum þökkum
fyrir samstarfið og samverustund-
irnar á liðnum árum. Blessuð sé
minning hans.
Konu Ragnars, frú Guðrúnu
Rögnvaldsdóttur og fjölskyldu
þeirra flyt ég ennfremur hugheil-
ar samúðarkveðjur.
Sveinn Þórðarson
Ragnar ólafur Jóhannesson,
skattstjóri á Siglufirði, andaðist
28. júlí sl. og verður jarðsettur á
Siglufirði í dag. Hann varð rúm-
lega 69 ára gamall, fæddur 2. júní
1911 að Glæsibæ í Skagafirði.
Kona hans er Guðrún Rögnvalds-
dóttir og varð þeim hjónunum
tveggja dætra auðið.
Kynni okkar Ragnars hófust á
árinu 1962 þegar hann var skipað-
ur skattstjóri Norðurlandsum-
dæmis vestra, með aðsetri á Siglu-
firði. Sá kunningsskapur leiddi til
vináttu sem aldrei bar skugga á.
Ragnar var alla tíð einlægur og
traustur vinur sem vann starf sitt
af alúð og samviskusemi, af fullri
einurð, réttsýni og sanngirni.
Ragnar var ljúfur maður, vel-
viljaður og vildi hvers manns
vanda leysa og lagði mikið í
sölurnar fyrir aðra þótt hann
flíkaði því lítt. Slíkir menn eru
ekki of margir meðal okkar, en að
leiðarlokum er þeirra sárt saknað.
I huga mínum lifir minningin um
góðan starfsfélaga, hlýjan og
traustan mann, sem var vamm-
laus, búinn góðum kostum og með
einstakan gerðarþokka.
Með þessum línum vil ég kveðja
góðan og einlægan starfsfélaga og
flytja Guðrúnu og dætrum þeirra
Ragnars mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Sigurbjörn Þorbjörnsson.
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
Gítartónleikar í
Norræna Húsinu
Wim Hoogewerf gítarleikari.
WIM Hoogewerf, gítar-
leikari, heldur tónleika
í Norræna húsinu kl.
20.30 í kvöld. Hann mun
leika verk eftir Villa-
Lobos, Ponce, Martin og
Jónas Tómasson.
Wim Hoogewerf fædd-
ist árið 1956 í Ymuiden í
Hollandi. Hann hóf nám
í klassiskum gítarleik
hjá Theo Krumeick 1971
og stundaði framhalds-
nám við Sweelink Kon-
servatorium í Amster-
dam hjá Dick Visser, þar
til hann lauk einleiks-
prófi 1980. Wim er ein-
kum þekktur fyrir flutn-
ing sinn á nútímatónlist.
Hann hefur haldið fjölda
tónleika, bæði í heima-
landi sínu og í Frakk-
landi, og auk þess komið
fram í útvarpi og sjón-
varpi.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐNY J. GÍSLADÓTTIR,
Barónsstíg 39,
veröur jarösungin trá Fríkirkjunni í dag, miövikudaginn 6. ágúst kl.
15.00.
Haraldur Siguröason, Guðrún Samúelsdóttir,
Árni og Siguröur Guðni.
t
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
HJALTI GUDNASON,
Hallveigarstíg 8,
andaöist 26. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 8. ágúst kl. 14.00.
Hulda Guðmundsdóttir,
Margrét Hjaltadóttir Medek, Peter Medek,
Vigdís Hjaltadóttir, Steingrímur Gunnarsson,
Björk Hjaltadóttir, Guðmundur Brynjólfsson
og barnabörn.
t
Bróöir okkar,
HÖDUR JÓNSSON,
bifreiðaeftirlitsmaöur,
Álfheimum 58, (
veröur jarösunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 8. ágúst kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Hertha W. Jónsdóttir,
Gunnar Á. Jónsson,
Ólafur H. Jónsson.
t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
GISLI SIGURDSSON,
Óöinsgötu 18,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 7. ágúst kl. 3
e.h.
Einar Gíslason, Helga Jónsdóttir,
Halldóra Gísladóttir, Ástþór Markússon,
Guölaug Gísladóttir, Sigurður M. Jónsson,
Haraldur Gíslason, Gerða Friðriksdóttir,
Haukur Gíslason, Helga Karlsdóttir,
Gunnar Gíslason, Lára Loftsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faöir og sonur,
GEORG KRISTINN A’RNÓRSSON,
bókavörður,
Byggðarenda 8,
veröur jarösunglnn frá Bústaöarkirkju fimmtudaginn 7. ágúst kl. 3
e.h.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir.
Ásgerður Runólfsdóttir,
Guðfinna Olbrys,
Sigrún Ólafsdóttir.
t
Innilegar þakkir og kveöjur til allra þeirra, er sýndu okkur samúö
og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar sonar okkar, unnusta og
bróöur,
MAGNUSARJÓHANNESSONAR,
Melavegi 7,
Hvammstanga.
Sveinbjörg Ágúatsdóttir,
Jóhannes Magnússon,
Emilía Stefánsdóttir
og systkini.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
fööur míns, tengdafööur og afa.
EYJÓLFS ÞORSTEINSSONAR,
húsasmíöameistara,
Laugateig 34.
Sigrún Eyjólfsdóttir, Ulfar Hermannsson,
Eyjólfur, Sigríður Stefanía,
Eyþór Árni.
Lokað
veröur eftir hádegi í dag, miðvikudag 6. ágúst, vegna
jarðarfarar Margrétar Ottadóttur.
Heildverslunin Engey hf.,
Barónsstíg 5.