Morgunblaðið - 06.08.1980, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGURG 6. ÁGÚST 1980
37
Þaö er ekki vist aö allir væru tilbúnir til að sjá á eftir kærustunni sinni í heimssiglingu með öðrum
manni. En John Ritchie varð að sætta sig við það. Unnusta hans, Julie Waterman var búin að
skipuleggja ferðina ásamt vini sínum Colin Playdon fyrir 14 mánuöum síðan en John og Julie hafa
aöeins þekkst í 4 mánuöi. John stóð á bryggjunni í Dartmouth þegar þau lögðu frá landi en ferðin
mun taka tvö ár.
Tískusýningar fyrir haust og vetrartískuna
eru nú aö byrja af fullum krafti. Þessi kjóll
er frá Dior og var á sýningu í París nú um
daginn.
Gullklumpur
Gullklumpurinn sem stúlkan heldur á er
14 únsur. Það voru eldri hjón sem fundu
hann í Ástralíu. Þau geta gert sér vonir
um aö fá u.þ.b. eina milljón dollara fyrir
hann.
Hún heitir Kelly Collins
stúlkan hér á myndinni og
þykir hún sláandi lík syst-
ur sinni, leikkonunni Bo
Derek. En Kelly hefur ekki
hugsaö sér aö gerast
leikkona. Henni þykir nóg
um þann átroðning sem
systir hennar veröur fyrir
af hálfu ókunnugs fólks.
Guöný Jóna Gísla-
dóttir — Minning
Fædd 8. ágúst 1901.
Dáin 26. júlí 1980.
Mér verður fyrst fyrir að bregða
mér í minningunni næstum sjö
áratugi aftur í tímann. En það var
einmitt á öðrum tug þessarar
aldar, að ég kynntist m.a. ungum
manni að nafni Sigurður Bjarna-
son. Leiðir okkar lágu saman við
allskonar störf, allt sem til féll,
bæði á sjó og landi. Einnig við að
reyna að afla okkur nokkurrar
fræðslu og þekkingar, eftir því
sem nokkur tök voru á. Það, sem
dró okkur saman, hefir sjálfsagt
m.a. verið það, að við vorum báðir
ungir einstæðingar, ég úr Árnes-
þingi, en hann af fjörðum vestan.
Eitt er víst, að okkur féll vel
saman, enda báðir upp aldir í
þeirri trú og við þeirra tíma
lífsvenjur, að allir ungir menn
yrðu að vinna sig áfram sem mest
og best sjálfir til þess þroska, sem
líkamlegir og andlegir möguelikar
gáfu framast tilefni til. Eftir
nokkur ár skildu leiðir okkar, enda
flutti ég þá alfarinn héðan úr bæ.
Eftir rúman hálfan fjórða ára-
tug lágu svo leiðir okkar saman á
ný. Þá var ég ásamt konu minni,
Elínu S. Jakobsdóttur, boðinn inn
á heimili Sigurðar að Barónsstíg
39 hér í borg. Þar vorum við kynnt
fyrir húsfreyju, sem bar nafnið
Guðný Jóna Gísladóttir. Varð mér
þegar ljóst, að heimilið væri vel
stætt á þeirra tíma mælikvarða,
enda kom mér það ekki á óvart,
þar sem ég hafði þekkt dugnað og
atorku Sigurðar frá æskuárum og
vissi að nú hafði hann neytt þeirra
eiginleika sinna sem mikilvirkur
múrari um áratugi. En hið nýja,
sem ég kynntist nú, var hin einkar
vingjarnlega, glaðlega og geð-
þekka húsfreyja Guðný, eiginkona
Sigurðar, sem sýnilega hafði ekki
látið sinn hlut eftir liggja við að
gera heimili þeirra smekklega
búið og fagurt. Við kynningu
okkar kannaðist ég fljótlega við
ættir húsfreyju í Árnessýslu. Ég
hafði einmitt sem barn heyrt um
þær ættir, sem að henni stóðu,
mikilhæft dugnaðarfólk, einnig
margt stórbrotið og listrænt. Guð-
ný var líka listræn að eðlisfari,
spilaði á hljóðfæri og hafði yndi'af
fagurri tónlist. Eftir þessa endur-
nýjun á kynnum, höfum við haft
svo ótal margar ánægjulegar sam-
verustundir, bæði á heimilum
okkar og í ógleymanlegum smá
ferðalögum um landið okkar með-
an Sigurðar naut líka við. Á
heimili þeirra hjóna var þáttur
Guðnýjar svo áberandi í hinni svo
látlausu gestrisni, sem er laus við
allt prjál Qg tildur, en felur í sér
hinn eðlislæga grundvöll að vilja
vera heldur veitandi en þiggjandi í
þeirra orða bestu merkingu.
Ætti ég að skilgreina helstu
eðlisþætti hinnar látnu merkis-
konu, þá koma mér efst í huga
orðin sanngirni og tillitsemi.
Gamalt máltæki hljóðar svo:
„Fár bregður því betra ef hann
veit hið verra."
I gegnum okkar löngu og góðu
lífskynningu, varð ég æ sannfærð-
ari um það, að sterkir þættir í trú
hennar og mannkostum, voru í
algerri andstöðu við efni þessa
þekkta máltækis. Það var einmitt
svo áberandi eiginleiki í dagfari
hennar, viðmóti og samtali um
menn og málefni, að bregða ætíð
hinu betra. Leggja hvert mál og
athafnir samferðafólksins út á
hinn betri veg, en halda sízt á lofti
hinu lakara. Slíkur var sá grund-
völlur, sem trygglyndi hennar og
vinfesta byggðist á. Átti það jafnt
við í félagsstörfum hennar sem og
í allri daglegri umgengni.
Þetta eru aðeins fátækleg
kveðjuorð, en umfram allt þakkar-
orð fyrir svo fjölda margar
ánægjulegar samverustundir, sem
ég og kona mín höfum átt með
hinni látnu vinkonu okkar, bæði
innan og utan hennar heimilis.
Ég votta syni hennar, Haraldi
kaupmanni, tengdadóttur, öllu
skyldfólki og vinum heimilis
hennar dýpstu samúð. En þó alveg
sérstaklega sonarsonunum ungu
og efnilegu, ,sem nú hafa misst
sína einlægu, leiðandi, trúföstu og
réttvísu ömmu. Guð gefi þeim
gæfu til að rata leiðina áfram til
manndóms og þroska í hennar
kærleiks og fórnaranda.
Halldór Guðjónsson.
í dag er kvödd hinstu kveðju
Guðný Gísladóttir föðursystir
mín.
Guðný var fædd í Eystra-
íragerði á Stokkseyri 8. ágúst
1901, dóttir hjónanna Gísla Gísla-
sonar skósmiðs frá Skúmsstöðum
á Eyrarbakka, Einarssonar — og
konu hans Valgerðar Grímsdótt-
ur, Gíslasonar óðalsbónda í Óseyr-
arnesi.
Guðný ólst upp á Stokkseyri
ásamt þrem systkinum, tveim
eldri og einu yngra, stundaði
kaupamennsku í nágrannasveitum
og fluttist til Reykjavíkur um
tvítugsaldur að vinna á fiskreit-
um, á saumastofu og sem herberg-
isþerna á Hótel Island. Giftist
1933 Sigurði Bjarnasyni múrara í
Reykjavík. Einkabarn þeirra er
Haraldur kaupmaður í Reykjavík.
Minningin um Guðnýju er
minning um þá sjálfstæðu og
duglegu stúlku, sem hleypir heim-
draganum strax og færi gefst.
Hugrekkið og ef til vill framagirni
leiða hana úr hokrinu í sunn-
lenska sjávarplássinu til höfuð-
staðarins þar sem möguleikar
voru flestir, og innan fárra ára er
foreldrafjölskyldan öll komin til
Reykjavíkur fyrir áeggjan þessa
undanfara, sem með heilþrigði
sínu og fórnarlund var alla tíð
stoð og stytta foreldra sinna og
systkina.
Mér er kært að minnast dvalar
á myndarheimili þeirra Guðnýjar
og Sigga á Barónsstíg 39, þegar á
bjátaði í mínum heimahögum. En
laun heimsins eru kunn. Ég bið
um fyrirgefningu á, hversu litla
ræktarsemi ég sýndi þeim hjónum
og sér í lagi Guðnýju eftir fráfall
Sigurðar 1971.
Þyngstur harmur er kveðinn að
börnum Haraldar og Guðrúnar,
sem ekki njóta lengur dýrmætrar
umhyggju Guðnýjar ömmu.
Megi minningin um þessa heið-
urskonu verða okkur hvatning um
ókomin ár.
Gilli frændi.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU