Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 40

Morgunblaðið - 06.08.1980, Side 40
Siminn á afgreiöslunni er 83033 Jttorjjunblabifc ^Síminn á afgreiðslunm er 83033 ]fl«r0<mblnbil> MIÐVIKUDAGUR 6. AGÚST 1980 LjÓKmynd Mbl. Slgurvln ElnarsNon. Togarinn Orka á leið út úr landhelginni. Tveir pólskir togarar reknir úr landhelginni Admiral Arciszewski togar inn. Ljósmynd Mbl. Sigurvin Einarsson. Landhelgisgæzluflugvél- in kom að tveimur pólskum verksmiðjutogurum um 5 sjómílur innan við 200 mílna mörkin norð-austur af landinu í fyrradag. Sigurjón Hannesson, skip- herra, hafði þegar samband við togarana og skipaði þeim út fyrir. Þeir hífðu strax og fóru út fyrir 200 mílna mörkin. Viðbárur Pólverj- anna voru þær, að slæmt merki væri á dekkastaðsetn- ingarkerfinu. Guðmundur Kjærnested, skipherra í stjórnstöð sagði að skýrsla um málið yrði send dómsmálaráðuneytinu, sem myndi meta hvort kæra ætti skipstjóra togaranna, en vonlaust hefði verið að stöðva þá, því næsta varð- skip var í um 300 sjómílna fjarlægð. Viðræður VSÍ og ASÍ: Vinnuveitendur leggja fram nýjar tillögur Á SAMNINGAFUNDI fulltrúa Vinnuveitendasambandsins og Alþýðu- sambandsins i gær lögðu fulltrúar vinnuveitenda fram endurskoðaðan kjarnasamning. en i honum feiast nýjar tillögur um flokkaskipun og jafnframt er Morgunblaðinu kunnugt um að i þessum tillögum nefna vinnuveitendur ákveðnar launatölur í hverjum flokki. Samningaviðræður Alþýðu- | Morgunblaðinu á laugardag hófu sambands íslands og viðsemjenda þess tóku óvænta stefnu um helg- ina. Eins og skýrt var frá í Samband málm- og skipasmiðja og Málm- og skipasmiðasamband íslands sérviðræður um nýja röð- un í launaflokka og stóðu þær viðræður um helgina. Þær viðræð- ur leiddu til þess að málmiðnað- armenn lýstu því yfir eftir hádegi á laugardag að þeir drægju sig út úr samningaviðræðum við Vinnu- málasambandið og vildu freista þess að ná samningum við SMS. Þegar það var ljóst, sagði VMS að 20% verðfall á rækju á mörkuðum erlendis ekki væri lengur grundvöllur fyrir viðræðum milli ASÍ og VMS, þar sem skilyrði af þeirra hálfu væri að öll sérsambönd ASI væru aðilar að samningunum. En eins og kunnugt er hafði Rafiðnaðar- sambandið aldrei tekið þátt í viðræðum vegna ágreinings við yfirlýsta stefnu ASI í verðbóta- málum. Rotterdammarkaður: Talsverð lækkun á bensíni og gasolíu TALSVERÐ lækkun hefur orðið á oliuvörum á Rotterdammarkað- inum að undanförnu, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl afl- aði sér í gær. Hinn 1. ágúst var bensíntonnið skráð á 322 dollara og hafði lækkað úr 355,50 dollurum 15. júlí. Tonnið af gasolíu var skráð á 281 dollar og hafði lækkað úr 309 dollurum 15. júlí. Hins vegar hafði orðið smávegis hækkun á svart- olíu, úr 151 í 154,50 dollara tonnið. Óvenjulegur dagur í höfuðborginni: Aðeins eitt óhapp í um- ferðinni FRÍDAGUR verzlunarmanna varð sórstæður í sögu umferðarmála í Reykjavík. Ástæðan er sú, að þann dag varð aðeins eitt umferðaróhapp í Reykjavík og minnast menn þess ekki að slákt hafi áður gerst. Lögreglumenn í höfuðborginni voru jafnvel farnir að vona að hið ótrúlega myndi gerast, að dagurinn yrði alveg óhappalaus. Fyrstu 20 klukkustundirnar varð ekkert óhapp en klukkan 19,58 varð óhappið. Bifreið ók á ljósastaur á mótum Garðastrætis og Túngötu. Slys urðu engin á fólki en nokkrar skemmdir á '..'reiðinni. ökumaðurinn var eitt- hvað að fikta við innsog bifreiðar- innar. Hann gleymdi sér andartak og bifreiðin skall á staurnum. Umferð gekk mjög vel um helgina, frá laugardegi til mánudags, að báðum dögum meðtöldum urðu að- eins 7 óhöpp í umferðinni en ekkert slys. 1620 millj. kr. tilboði tekið BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum i gærdag, að taka tilhoði Böðvars S. Bjarnasonar s.f., i bygg- ingu hækistöðvar fyrir Rafmagns- veitu Reykjavfkur við Suðurlands- braut. Tilboð Böðvars S. Bjarnasonar s.f. hljóðar upp á ríflega 1620 milljónir króna, sem er um 92,8% af áætluðu kostnaðarverði. VERÐ á rækju á mörkuðum hcfur fallið um 20% frá þvi það var scm hagstæðast i aprillok á þcssu ári. að því er óttar Yngvason hjá fslcnsku útflutningsmiðstöðinni tjáði hlaðamanni Morgunblaðsins í gær. í krónum taiið gctur þctta verðfall þýtt allt að einum millj- arði króna i minni útflutnings- vcrðmætum, að sögn óttars. Skýringar á þessu mikla verðfalli sagði Óttar vera þær, að mikið framboð væri nú á rækjumörkuð- um Evrópu, í kjölfar mikillar veiði við Grænland og þó einkum við Noreg. I Noregi kvað hann rækju- veiðarnar vera mjög mikið styrktar með útflutningsuppbótum úr ríkis- sjóði, sem og rækjuvinnsluna. Sagði Óttar að svo virtist sem Norðmenn settu sér það takmark að selja rækjuna, á því verði sem einhver von væri til að losna við hana á, ef illa gengi væru niður- greiðslur auknar, líkt og gerist í landbúnaði á íslandi. Óttar sagði Norðmenn búa við lakari tollakjör en íslendingar, en samt sem áður væri aðstaða þeirra mun sterkari en okkar. Utflutningur íslendinga á rækju er nú milli 12 og 14 hundruð tonn af pillaðri og frystri rækju, og auk þess eru flutt út um það bil 100 tonn af niðursoðinni rækju. Heild- arverðmæti um 1500 tonna eru um 5 milljarðar króna. Hér á landi hafa milli 600 og 700 manns vinnu við rækjuveiðar og vinnslu. Veið- arnar að undanförnu hafa gengið vel, og er útlit fyrir meiri veiði í sumar en áður eru dæmi um, mest vegna mikillar aukningar á veiðum á úthafsrækju. Óttar kvað erfitt að spá fyrir um hvernig verðlag yrði á rækju á næstunni, en margt benti þó til að verðið myndi haldast óbreytt. Þar gæti þó margt gerst án mikils fyrirvara, svo sem versnandi veður er þýddi minnkandi veiði og hærra verð. Um slíkt væri ekki unnt að spá. Ríkissáttasemjari hafði síðan samband við VSÍ og óskaði eftir því að það kæmi til viðræðna við Alþýðusambandið og var fundur þeirra haldinn á mánudag. Sá fundur mun að mestu hafa verið notaður til að kanna með hvaða hætti hægt væri að standa að nýjum viðræðum og var annar fundur boðaður í gær. Málm- og skipasmiðasambandið og Samband málm- og skipa- smiðja tók þátt í þeim fundi og eru þeir nú orðnir þátttakendur í heildarviðræðum þessara tveggja aðila, þar sem að þeirra eigin sögn, grundvöllur þeirra er sá sami og verið hefur fyrir sérvið- ræðum þeirra að undaförnu. Alþýðusamband íslands hefur þessar tillögur nú til meðferðar og hefur annar fundur verið boðaður kl. 14.00 í dag með þessum aðilum. Sjá viðtöi við aðila á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.