Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUQAGIJR 14. ÁGÚST 1980 Áætlun gerð Við lögðum upp frá Ile of Wight seinnipart sunnudags og stefnan var á Spán, en það var ekki lengi því Spánverjar lofuðu að allir um borð yrðu settir í betraunarhús svo fljótt sem auðið yrði eftir að skipið kæmi í spænska landhelgi. Þetta boð þótti ekki aðgengilegt og því var ákveðið að sigla til Portú- gals. Næsta dag var veður sæmi- legt en dálítil undiralda. Japanski og spænski fréttaritarinn, sem um borð voru, skiptu litum, báðir yfir í hvítt og dvöldu það sem eftir var ferðarinnar niðri í káetunni, sem þeim hafði verið úthlutað. Þeir voru þó dregnir upp á yfirborðið öðru hvoru til þess að anda að sér, fersku lofti og til þess að taka þátt í æfingum sem kapteinn John fyrirskipaði. Til dæmis var bæði björgunar- og brunaæfing, auk þess sem æft var að fara í bátana við hlið skips. Áhöfnin vann við að gera klárt og þeir voru æfðir í að sigla fyrir framan skipið eins og gert er fyrir framan hvalveiði- skipin þegar á aðgerðum stendur. Allir voru látnir elda og vinna önnur störf sem á þurfti að halda, von á á Spáni. Næsta morgun kvaddi ég þá félaga og þeir óskuðu mér allra heilla sem og ég þeim. Loforð var tekið um að þeir myndu ekki segja til um það hvert ég hefði farið eða hvað ég yfirleitt væri að gera næstu 10 daga. Hvalstöðvar Spánverja voru fram- undan! í fylgd nunnu Ég fór til Porto með megnið af peningunum í sokkunum enda verið aðvaraður um að ýmsir hefðu lengri fingur þarna suður- frá en almennt tíðkast. Ekki varð ég var við það en sjálfsagt var að fara að öllu með gát. Eg átti í örðugleikum með að finna lest- arstöðina og það var ekki fyrr en ég hafði tekið upp blað og blýant og dregið upp eitthvað í likingu við lest að hjálpsamur Portúgali fylgdi mér þangað. Þessi aðferð átti eftir að reynast árangursrík oftar. Ég tók lest sem var merkt „Express" en átti ekkert skylt við það frekar en aðrar lestir merktar sömu stöfum sem ég tók á Spáni. í þessari lest var nunna, sem talaði Eggert H. Kjartansson: Ferðin Þetta hófst allt með því að ég frétti með eins dags fyrirvara að Rainbow Warrior, skip þeirra Green Peace mannna, átti að sigla tii Spánar bæði til að reyna að hamla veiðum Spánverja á hvölum og að vekja athygli á þeim, meðal þjóða heims. Ég var spurður að því hvort ég væri nokkuð sérstakt að gera næstu tvær til þrjár vikur, og ef svo væri ekki hvort ég vildi sigla með þeim. Ég gleymdi nokkrum smáatriðum i snatri og dreif mig heim til þess að búa mig þvi skipið átti að sigla frá London kl. 12.00 næsta dag og ég var í Amsterdam. Mér varð fljótt ljóst eftir að ég kom um borð við Tower of Pier að svo gæti farið að ég yrði handtekinn ásamt hinum og það i langan tima. Kl. 11.00 var blaðamannafundur þar sem gerð var grein fyrir áætlun ferðarinnar og markmiði. Fréttaritarar óðu um skipið og spurðu hver i kapp við annan spurninga, sem i sumum tilfellum áttu ekkert skylt vð ferðina og var ekki laust við að sumum áhafnarmeðlimum væri farið að þykja nóg um. Menn frá B.B.C. voru mættir á staðinn og voru ekki fyrr búnir að frétta að íslendingur væri um borð en þeir vildu ræða við mig. Fyrsta spurningin var hvort ég væri ekki á móti stjórninni á íslandi, en þar sem ekki kom nánari útskýring sá ég mitt óvænna og sagði að ég væri á móti óstjórn á íslandi og dreif mig á brott. Ahöfnin er eins og ég og þú, fólk sem vinnur, sefur, étur; eini munurinn er að þeir sem eru i áhöfninni hverju sinni eru launalausir. Áhöfnin samanstóð af einstaklingum frá tiu þjóðum og þeir voru á aidrinum 21 til 43 ára. Viðsýnt fólk með þekkingu á því málefni, sem þeir voru að fara að vinna að, og ófáum stundum var varið til þess að auka þekkinguna með lestri bóka eftir liffræðinga eða aðra sem til hvalsstofna ættu að þekkja. Mér var gert Ijóst að ég yrði að standa mínar vaktir eins og aðrir við stýrið á þessu skipi sem er það fyrsta sem ég dvelst á lengur en 6 klst. samfleytt. Ég var ræstur kl. 3 fyrstu nóttina náfölur og stefnan var á Ile of Wight sem er suður af Englandi, þar var meiningin að eyða helginni í viðgerðir á R-21 hraðbátnum, sem við íslendingar héldum u.þ.b. 10 mánuði, og tókst að laska töluvert, að minnsta kosti var útvarpið eða sendirinn langt frá að vera brúkhæfur. Við fórum á R-21 35 milur i burtu frá R.W. sem lá á ytri höfninni hjá Cows til þess að reyna sendinn eftir fyrstu viðgerð og ég skal vel trúa þvi að það hafi farið i taugarnar á íslenskum hvaiveiðimönnum að hafa hann fyrir framan stefnið á skipunum. R-21 fer 55 mílur hraðast og þeir sem stýra honum eru settir í stranga þjáifun áður en aðgerðir eru hafnar. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að ýmislegt þyrfti nánari athugunar við var haldið til skips aftur. Á bakaleiðinni blotnaði í vélinni vegna þess að einhver þétting lak. En það áttu fleiri þéttingar eftir að leka þetta kvöld þvi það var laugardagskvöld og óséð hvenær næst yrði setið á enskum bar. Hluti umhverfis hvalstöðvarinn- ar við Corcubion/Zee. Brunnir og felldir trjábolir eru þarna á víð og dreif. með Green Peace t.d. var ég settur í að skúra ganga skipsins aldeilis óvanur slíku og fulikomlega óhamingjusamur með þá ákvörðun. Þannig liðu dagarnir um borð og á hverjum degi var eitthvað nýtt að fást við. Áætlun um það hvernig staðið yrði að aðgerðum var tekin eftir skoðana- skipti og ákveðið var að senda menn á R-21 til njósna fast upp að spænsku ströndinni, til að þeir ættu ekki í erfiðleikum með að koma auga á hvalskip Spánverja og gætu fylgt þeim eftir, auk þess að gefa upplýsingar til R.W. Að- eins reyndustu mennirnir um borð skyldu fara með R-21, en það voru Chris, Bruce og Tony. Þeir voru sjálfráðir hvort þeir myndu reyna að flýja eða halda aðgerðum áfram eftir að R.W. yrði tekinn, því um það efaðist enginn, eftir það sem Spánverjar höfðu gert. í land í Portúgal Á leiðinni var ég í raun búinn að sjá allt sem hægt var að kynna sér um R.W. og þær vinnuaðferðir sem tíðkast um borð. Nú var að velja um það að dvelja degi eða tveim lengur á skipinu og láta slag standa með það að vera handtekinn ásamt hinum eða kveðja þá og reyna að komast í hvalstöðvar Spánverja. Ég var skráður á skipið, vegna þess að R.W. er ekki farþegaskip svo ástæðulaust var að treysta því að mér yrði sleppt frekar en öðrum af Spánverjum. Ég ákvað því að kveðja og reyna að komast í hvalstöðvarnar og sjá með eigin augum hvað veldur þeim sögum, sem ganga af hvalveiðum Spán- verja. Auk þess voru komnir um borð fréttaritarar frá ýmsum helstu fréttastofum Evrópu og Ameríku til þess að lýsa handtök- unni svo henni yrði örugglega gerð ágæt skil. Allir höfðu fréttamenn- irnir farið fram á formlegt leyfi til að fara í hvalstöðvarnar en verið synjað. — Síðasta nóttin fór í að afla nokkurra haldgóðra uppiýs- inga um það hverju ég gæti átt ensku og styttum við okkur stund- ir við að ræða um Portúgal og hún fræddi um kristna trú sem ég var greinilega farinn að ryðga ail skuggalega í. Hennar aðalstarf var að kenna ensku á Spáni og í Portúgal svo landamæraverðirnir þekktu hana, og það kom sér vel því greinilegt var að þeir litu ekki íslenskan passa á hverjum degi. En þar sem ég var í fylgd með nunnu leit málið öðru vísi út og eftir að vörðurinn hafði fullvissað sig um að ég væri ekki vopnaður neinu öðru en penna og myndavél var mér hleypt í gegn. Ég kvaddi svo þessa mætu konu skömmu síðar þar sem hún yfirgaf lestina. Bakdyramegin inn í hvalstöð Næsta morgun reis ég upp árla í Vigo enda var hvalstöðin í Cancas handan fjarðarins og betra að iíta á allar aðstæður í góðu tómi. Cancas er frekar lítill kaupstaður, sem er skipt í tvennt. Annarsveg- ar einkasvæði Massó útgerðarinn- ar þar sem er fiskveiðifyrirtæki, hvalstöð og íbúðir, sem starfs- menn fyrirtækisins búa í. Þetta svæði er girt af með gaddavír og vegirnir, sem liggja til stöðvanna, eru vaktaðir. Eini staðurinn, þar sem hægt er að komast inn án þess að sérstaklega sé tekið eftir er í fjörunni. Hinn hluti Cancas er eins og mörg önnur þorp N-Spán- ar með þröngum götum, gömlum húsum og þægilegum anda. Ég átti nú um að velja að fara fram á formiegt leyfi eigenda stöðvanna, sem ég vissi fyrir víst að aldrei fengist. Það höfðu allir sannreynt, sem höfðu reynt það í svipuðum erindagjörðum og ég, að taka myndir og ræða við starfs- menn, svo hvers vegna ekki að villast inn, þegar sjávarstaða væri hagstæð, og láta slag standa? Ég var nú búinn að gera upp hugann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.