Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 37 nokkrar Vigur-bækur og nokkrar af þeim voru lýstar. Þær voru líka með buddhista texta og flestar með letri soghdia, en sumar voru með rúnum Tyrkja, sem Orkhan (Osman) — Tyrkir notuðu. — Einstæður fundur af frumsömdu tyrknesku verki sem dagsett er á áttundu öld, og er hið elsta af sinni gerð — er ritað sem smá- sagna-safn og varð fyrirmynd skálda frá Norður-Persíu á tólftu öld. • Rómverjum ekki treystandi Uldin og Stiliko (359—408) tengdafaðir Honoriusar keisara gjöreyddu innrásarliði Germana við Florens 405, en Stiliko hlaut sömu örlög og Skúli jarl. Innrás Alariks og fall Rómaborgar 410 ærði Rómverja, sem myrtu konur og börn germanska varnarliðsins í þjónustu Rómverja. Þetta hefur sannfært Uldin um að ekki væri Þessir hringdu . . . • Ferðamannaland eða ekki örn Ásmundsson hringdi og sagðist hafa hlerað hjá erlendum ferðamönnum að þeir væru óánægðir með ,að geta ekki fengið sér „hressingu" á venjulegum matsölustöðum hér í borginni. — Við verðum að gera það upp við okkur, hvort ísland á að vera ferðamannaland eða ekki. Ef svo á að verða, hlýtur að reka að því, að við nemum úr gildi hvers kyns höft á vínveitingum á matsölu- stöðum borgarinnar. Annað getur ekki gengið. — í leiðinni langar mig til að kvarta yfir húsnæðismálum okkar. Það er orðið alveg óyfir- stíganlegt vandamál hjá mörgu fólki að fá leigt húsnæði. Það virðist ekki vera hægt að fá leigt nú orðið nema í gegnum einhvers konar klíkuskap. Þetta var ekki svona. Hvað hefur gerst? SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi V-Þýzkalands í ár, sem lauk fyrir stuttu, kom þessi staða upp í skák tékkneska stór- meistarans landflótta, Ludek Pachman, sem hafði hvítt og átti leik, og Dr. Dornieden. 24. Dxc5! og svartur gafst upp, því hann verður manni undir. Skák- meistari V-Þýzkalands varð hinn tvítugi Eric Lobron og er hann sá yngsti sem hefur unnið þann titil að Hubner undanskildum. Rómverjum treystandi fyrir af- kvæmi Uldins, hann hverfur frá Italíu og hóf innrás í Búlaríu 411, en synir hans voru í liði Retiusar sem ólst upp hjá Húnum. Þeir komust til Bretlands 449—50 á flótta undan Attila." • Skjöldur Danakonungs og Oddaverjar „P.s. Skjöldur sonur Óðins var á unga aldri fluttur yfir hafið (frá Bretlandi áleiðis til Svíþjóðar?) en við lát Óðins tóku Díar völdin í Svíþjóð, svo þar hefur afkvæmi Óðins ekki átt sér öruggt athvarf. Skjöldur varð konungur í Dan- mörku, og til hans rekja Oddverj- ar ætt sína í beinan karllegg, en Snorri Sturluson ólst upp í Odda.“ S.B. • Sálarþrek Ilúsmóðir skrifar: „Enginn gleymir Búkovský sem sá hann og heyrði, og ekki gátum við Árni Bergmann rengt eitt hans orð. Lýsingarnar á með- ferðinni á honum og öllum þeim andófsmönnum, sem berjast fyrir bættum lífskjörum og öðrum mannréttindum, voru slíkar, að ómögulegt var annað en að dást að sálarþreki þessara manna. Hræðilegast var þó að hlusta á lýsinguna á kjörum almennings eftir nærri 70 ára stjórn sósíal- ismans. Maður sem vill slíkt sér og sínum til handa deyr ekki úr meðaumkun með öðrum. • Einstakt tækifæri Þegar Búkovský var að segja manni frá því, að núna hefði hinn frjálsi heimur einstakt tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum til að draga ögn úr ógnarstjórn- inni, þá trúðum við Árni. Hann sagði sem satt er að Sovétstjórn- inni væri mikið í mun að halda nokkurn veginn andlitinu gagn- vart Helsinki-sáttmálanum, og þess vegna yrði það örðugt fyrir stjórnina að skýra almenningi frá því, hvers vegna Ólympíuleikarnir yrðu ekki haldnir. Hann sagði líka, að leikarnir yrðu notaðir til þess að punta upp á stjórnarfarið í augum útlendinga og til áróðurs fyrir ágæti sósíalismans. • Almenningur sæll og glaður Þetta fengum við að heyra í útvarpinu annan ágúst. Þá var það sagt, að almenningur í Rússlandi væri svo sæll og glaður og ekki eins kvíðafullur og stressaður og hér og annars staðar í vestrinu. Að vísu var sagt að fólkið hefði endilega viljað versla við útlend- inga. • Valdið og þjóðin Er það orðið svo, að betra sé að versla á svörtum markaði? Þetta getur enginn útskýrt nema hagfræðingar sósíalismans. Þar sem vöruskorturinn er ekki minni heldur en á námsárum Árna Bergmanns og Arnórs Hanni- balssonar í Rússlandi, þá vil ég vitna í bók Arnórs, Valdið og þjóðin. Á bls. 181 stendur: „Skemmtuninni lauk með dansi, og stúlkan sem Arnór dansaði við spurði með hita og þunga í röddinni: „Hvers vegna sagðir þú, að fólkið hérna væri gott? Hér eru allir taugabilaðir." Arnór kemur svo með skýringuna. Húsnæðið er þannig að 2—3 fjölskyldur eru með eina eldavél, og stundum er ekki hægt að fá brýnustu lífsnauð- synjar. Þess vegna þarf fólk að fara á miðjum nóttum út í biðrað- irnar til þess að geta skilað eldavélinni handa næstu húsmóð- ur. Arnór kennir í brjósti um þetta fólk, og vildi ég láta útvarpið lesa þennan fróðleik allan næst á eftir lýsingunum á flottheitum í Moskvu núna. Þá getur maður sætt sig við að borga undir fréttamann til Moskvu. Kaflinn í bókinni heitir: Nokkur orð um daglegt líf.“ HÖGNI HREKKVÍSI ;,NÚ EC MANN KOMíwn MED KvblbótótA- Hólahátíð á sunnudaginn HÓLAHÁTÍÐIN verður haldin á Hólum i Hjaltadal n.k. sunnu- dag, 17. ágúst og hefst kl. 14 með hátiðarguðþjónustu. Á undan guðþjónustunni leik- ur Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar á orgel dómkirkjunnar. Sr. Guðmundur Örn Ragn- arsson, prestur á Raufarhöfn, predikar en sr. Pétur Sigur- geirsson, vígslubiskup, sr. Gunn- ar Gíslason og sóknarpresturinn sr. Sighvatur Emilsson þjóna fyrir altari. Kirkjukór Sauðárkróks annast kirkjusöng undir stjórn Jóns Björnssonar, organista. Að lokinni guðþjónustu verður kaffihlé, en veitingar fara fram í barnaskólahúsinu. Kl. 16 hefst hátíðarsamkoma í kirkjunni með ávarpi formanns Hólafélagsins sr. Árna Sigurðs- sonar. Pálmi Jónsson, landbún- aðarráðherra flytur ræðu, Guð- rún Tómasdóttir, söngkona syngur með undirleik Hauks Guðlaugssonar, söngmálastjóra, er einnig leikur einleik á orgelið. Að lokum verða flutt ritning- arorð og bæn. Athygli skal vakin á því að kvikmyndasýning fyrir börn fer fram á staðnum. Prestar í Hólastifti eru hvatt- ir til þess að mæta hempuklædd- ir til kirkjunnar. Fjölmennum „Heim að Hól- um,“ á sunnudaginn kemur. (Fréttatilkynning.) Auglýsing um aöalskoö- un bifreiða í lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur í ágústmánuði 1980. Miövikudagur 11. ágúst R-46301 til R-46800 Fimmtudagur 12. ágúst R-46801 til R-47300 Föstudagur 13. ágúst R-47301 til R-47800 Mánudagur 18. ágúst R-47801 til R-48300 Þriöjudagur 19. ágúst R-48301 til R-48800 Miövikudagur 20. ágúst R-48801 til R-49300 Fimmtudagur 21. ágúst R-49301 til R-49800 Föstudagur 22. ágúst R-49801 til R-50300 Mánudagur 25. ágúst R-50301 til R-50800 Þriöjudagur 26. ágúst R-50801 til R-51300 Miövikudagur 27. ágúst R-51301 til R-51800 Fimmtudagur 28. ágúst R-51801 til R-52300 Föstudagur 29. ágúst R-52301 til R-52800 Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiöar sínar til bifreiöaeftirlits ríkisins, Bíldshöföa 8 og veröur skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoöunar. Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö bifreiöaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í gildi. Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir í leigubifreiöum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiöum til mannflutninga, allt aö 8 farþegum, skal vera sérstakt merki meö bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst Bifreiöaeftirlitiö er lokaö á laugardögum. Lögreglustjórinn í Reykjavík 11. ágúst 1980. Sigurjón Sigurösson. Söluskattur Hér meö úrskuröast lögtak fyrir vangreiddum söluskatti II. ársfjóröungs 1980 svo og viöbótum söluskatts vegna fyrri tímabila, sem á hafa veriö lagöar í Kópavogskauþstaö. Fer lögtakið fram aö liönum 8 dögum frá birtingu úrskuröar þessa. Jafnframt úrskuröast stöövun atvinnurekstrar þeirra söluskattsgreiöenda sem eigi hafa greitt ofangreind- an söluskatt II. ársfjóröungs 1980 eöa vegna eldri tímabila. Veröur stöövun framkvæmd að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 18. ágúst 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.