Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 29 Atvinnulausum f jölg- ar í Vestur-Þýzkalandi SAMDRÁTTAR er nú far- ið að gæta í vestur-þýzku efnahagslífi, sem sézt bezt á því, að í s.l. mánuði jókst atvinnuleysi töluvert, jafn- hliða því, sem iðnaðar- framleiðsla landsmanna dróst lítillega saman. Samkvæmt upplýsingum atvinnumálaráðuneytisins í Bonn fjölgaði atvinnulaus- um um liðlega 71 þúsund í sl. mánuði og eru atvinnu- lausir í Vestur-Þýzkalandi því orðnir rúmlega 853 þús- und talsins. Aukningin frá júní til júlí er mjög nærri 9%. Þetta er ennfremur athyglisvert þegar það er haft í huga, að atvinnulaus- um fækkar alla jafna þessa HEILDARFJÖLDI vinnuíærra manna í Sviþjóð i lok júnimánaö- ar var liðloKa 4.42 milljónir. sem er um 73.2% aí heildarfjulda landsmanna á aldrinum 16—74 ára. Sambærilegar tölur á síðasta Janúar-júní: VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Svia var óhagstæður fyrstu sex mán- uði ársins um 6 milljarða sænskra króna, eða sem næst 714 milljörðum íslenzkra króna. Vöruskiptajöfnuður Svía var hins vegar hagstæður um 760 milljónir sænskra króna á fyrstu scx mánuðum s.I. árs, eða sem næst 90 milljörðum islenzkra króna. Heildarverðmæti innflutnings Á sama tíma og iðnaðarfram- leiðsla landsmanna dregst saman mánuði, þegar fólk er ráðið til sumarafleysinga. Prósentulega eru nú um 3,7% vinnufærra manna í Vestur-Þýzkalandi án at- vinnu, en á sama tíma í fyrra var talan um 3,4%. Josef Stingl, ráðuneytis- stjóri atvinnumálaráðu- neytisins, sagði fyrir skömmu, að ástæðan fyrir þessari fjölgun atvinnu- lausra væri alveg ljós. ári voru 4.38 milljónir manna eða um 72.8% á þessu aldursbili. í lok júní voru alls 85 þúsund manns án atvinnu, eða um 1.9% vinnufærra manna, en voru á sama tíma í fyrra 97 þúsund manns, eða um 2,2% vinnufærra. fyrstu sex mánuðina var um 70.2 milljarðar sænskra króna, eða sem næst 8350 milljörðum ís- lenzkra króna. Heildarverðmæti útflutnings var hins vegar um 64.2 milljarðar sænskra króna, eða sem næst 7640 milljörðum ís- lenzkra króna. Verðmæti olíuvara var um 24% af heildarinnflutningi lands- manna, en var á sama tíma í fyrra um 17%. Samdráttur í iðnaðarfram- leiðslu og í þjónustu væri augljós. Fyrirtæki hefðu einfaldlega ekki ráð á því að ráða til sín nauðsyn- legan fjölda sumarstarfs- manna. Hann sagði ennfremur, að iðnaðarframleiðslan í landinu hefði minnkað um 1% í síðasta mánuði og síðustu þrjá mánuði hefði framleiðslan minnkað um 3,5%. Þá kom fram hjá ráðuneytisstjóranum, að byggingariðnaður ætti nú við mikil vandamál að stríða, og hefði samdrátt- urinn þar verið um 4,5% á sl. þremur mánuðum. — „Fólk hefur einfaldlega minna handa á milli og útlánsvextir eru of háir,“ sagði ráðuneytisstjórinn ennfremur. Heildaratvinnuleysi kvenna er um 5,4% á sama tíma og atvinnuleysið er í kringum 2,7% hjá karl- mönnum í Vestur-Þýzka- landi. Fer sennilega í leigu áfram „ÞVI er til að svara, að við höfum enn ekki fundið nein verkefni fyrir vélina, en sennilega fer hún í leigu áfram," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, er Mbl. innti hann eftir því hvað félagið hygð- ist gera við DC-8 þotu þá er Cargolux mun skila þeim úr leigu í haust, eins og kemur fram í viðtali við Einar Ólafsson, forstjóra Cargolux hér á síðunni. „Það er ljóst, að hún mun ekki fara inn í áætlun hjá okkur þar sem hún er útbúin með fraktinnrétt- ingu,“ sagði Sigurður ennfremur. Atvinnulausum fækk- ar nokkuð í Svíþjóð V öruskiptajöf nuður Svía óhagstæður um 714 milljarða króna Eigendaskipti á Olivetti-umboðinu OLIVETTI-umboðið Skrifstofutækni hf. hefur nú skipt um eigendur. Hinir nýju eÍKendur eru Bernur Björnsson ok Leó M. Jónsson ok kom fram hjá Leó i samtali við Mbl., að unnið er að mjög mörgum verkefnum á vegum fyrirtækisins um þessar mundir. Nefndi hann í því sambandi undirbúning að gerð tilboðs í 176 sjálfstæða tölvuterminala fyrir banka hér á landi. Hér er um að ræða terminala af gerðinni Oliv- etti TC 1800 og sambærilegt tölvu- kerfi á við það sem danskir bankar hafa nýlega keypt af Olivetti. Þetta verkefni er unnið í sam- vinnu við tölvudeild Olivetti i Mílano og samkvæmt útboði* Reiknistofu bankanna. Þá er unnið að gerð forrita- pakka fyrir bókhalds- og endur- skoðunarfyrirtæki. Þegar eru til- búin forrit fyrir viðskiptamanna- bókhald, launareikning og nótu- útskrift og hafa þau verið reynd með ágætum árangri. Verið er að vinna að því, að setja upp fjár- hagsbókhald og samræma við- skiptaskrá, nótuútskrift, birgða- skrá og sölu/'ærslu þannig að um sjálfvirka uerslu og afstemmingu sé að ræða þar á milli þannig að út úr fáist bæði innheimtueftirlit og pantanadagbók. Nýtt tölvukerfi fyrir Hótel frá DTS h^fur verið kynnt stærstu hótelum í Reykjavík. Rekstur hót- ela gjörbreytist með notkun slíkra kerfa og er það fyrst og fremst fólgið í samtengingu afgreiðslu- stöðva um allt hótelið þannig að innfærslur á gestareikningi gerast jafnóðum og keypt er inn á móðurtölvu í gestamóttöku. Þá eru á boðstólum svokölluð „Skannerkerfi" fyrir kjörbúðir frá DTS og er það nýjung á markaðn- um hér. Kerfið gerir það að verkum að allur innsláttur á kassa í kjörbúðum verður úr sögunni. Þess í stað er vörunni með sér- stakri OCR kvótamerkingu brugð- ið undir til þess gerðan skanner, eða nema, sem skráir sjálfvirkt inn á DTS afgreiðslutölvu jafnóð- um. Á verkstæði fyrirtækisins starfa nú þrír skrifvélavirkjar og einn rafeindatæknir við tölvuvið- hald. Einn kerfisfræðingur er í hlutastarfi, en auk hans sjá fram- kvæmdastjóri og sölustjóri um gerð forrita. Þá er sérstakur forritunarmaður í hlutastarfi vegna DTS-tölva. Minning: Sigurður Gunn- arsson prentari Fæddur 10. ágúst 1923. Dáinn 6. ágúst 1980. Sú harmafregn barst okkur, starfsfólki Félagsprentsmiðjunn- ar, þegar við mættum til vinnu á fimmtudagsmorguninn í sl. viku, að Sigurður Gunnarsson verk- stjóri væri látinn. Hann hafði farið um helgina ásamt konu sinni norður á Skaga- strönd að heimsækja æskustöðvar hennar, þegar kallið kom. Sigurður Gunnarsson var fædd- ur 10. ágúst 1923 að Selalæk á Rangárvöllum. Foreldrar: Gunnar Sigurðsson frá Selalæk, bóndi og þingmaður, og kona hans Sigríður Siggeirsdóttir. Sigurður hóf störf við sendiferð- ir í félagsprentsmiðjunni á unga aldri og lærði þar síðan og starf- aði um árabil, síðar vann hann í ýmsum prentsmiðjum í Reykjavík. Það var gleðiefni þegar Sigurður kom til okkar aftur og tók við verkstjórn, við höfðum haft af honum löng og góð kynni. Sigurður var einstakt prúð- menni og góður í umgengni. Hann var góður verkmaður og smekkmaður. I stóru fyrirtæki eru verkefnin mörg, sem leysa þarf daglega og ekki síst nú í prentiðn- aði þegar ný tækni gengur í garð, slíkt reynir á huga og hönd. Sigurður var kvæntur Sigríði Ólafsdóttur, ágætri konu, sem starfaði fyrr á árum í Félags- prentsmiðjunni. Þau áttu tvö upp- komin börn, Sigríði og Ólaf, myndarleg og vel menntuð. Að leiðarlokum sendum við, starfsfólkið í Félagsprentsmiðj- unni, konu hans og börnum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum þess að minningin um góðan dreng veiti þeim styrk í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Sigurðar Gunnarssonar. Erlendur Guðlaugsson. Föðurbróðir minn Sigurður Gunnarsson prentari lést þ. 6. ágúst sl. Hann var fæddur 10. ágúst 1923 að Selalæk á Rangár- völlum, sonur hjónanna Gunnars Sigurðssonar og Sigríðar Siggeirs- dóttur. Var Sigurður yngstur fimm systkina og eru nú tvö þeirra á lífi. Sigurður var giftur Sigríði Ólafsdóttur frá Skaga- strönd og áttu þau tvö börn: Sigríði sem er gift Helga Krist- björnssyni lækni og Ólaf kennara á Dalvík sem kvæntur er Sólveigu Pétursdóttur og eru barnabörnin orðin sjö. Nam Sigurður prentiðn í Fé- lagsprentsmiðjunni og stundaði hann þá iðn til dauðadags. Minningarnar streyma upp í huga mér þegar vitneskjan um að svo kær og nákominn ættingi sem Siggi var, er horfinn af sjónar- sviðinu, ekki síst um allar þær góðu stundir sem öll fjölskyldan átti saman á heimili ömmu Sigríð- ar. En einmitt þaðan á ég svo margar góðar minningar um Sigga frænda minn. í mínum huga var hann dagfarsprúður, glaðlynd- ur og góður maður og mun minn- ingin um góðan dreng lifa meðal okkar sem þekktum hann og þótti vænt um hann. Það var bæði gott og gaman að koma á heimili þeirra Sigga og Sissu enda þau hjón óvenju samhent og miklir og góðir félagar, og var ávallt glað- værð og góðvild í fyrirrúmi þar. Þar sem það var ávallt kært með þeim bræðrum, föður mínum og Sigga, mynduðust sterk tengsl milli fjölskyldna þeirra og eigum við systurnar margar góðar minn- ingar úr æsku með þeim Siggu og Óla ásamt foreldrum okkar. Hafa þessi tengsl við Sigga og Sissu ekki slitnað síðan. Sissa mín, megi guð gefa þér, Siggu og Óla, Helga og Sólveigu styrk og varðveita ykkur og blessa litlu barnabörnin sem kveðja afa sinn hinstu kveðju. Er ég kveð elsku frænda minn með hlýhug og þakklæti efst í huga bið ég guð að blessa hann og varðveita. Megi hann hvíla í friði. Þorgerður Gylfadóttir. Guðmundur Jóns- son - Minningarorð í dag er til moldar borinn mágur minn Guðmundur Jónsson, Bólstaðarhlíð 64. Guðmundur fæddist að Litlu Hnausum í Helgafellssveit 20. nóvember 1910, en ólst upp að Lækjakoti í Borgarfirði, hjá frændfólki sínu. Árið 1940 lá leið Guðmundar til Reykjavíkur, en þar kynntist hann konuefni sínu Sigríði. Guðmundur og Sigríður giftust árið 1941 og hófu þau fyrst búskap að Hofs- vallagötu 18, hjá móður og tengda- móður þeirra Steinunni Jóhannes- dóttur. Síðar fluttust þau að Tómasarhaga í eigin íbúð og voru þar allmörg ár. Börn þeirra eru Guðbjörn, Steinar og Ólafur. Guðbjörn býr í Vestmannaeyjum, giftur, en Steinar í Reykjavík, giftur. Ólafur hefur alla tíð búið hjá foreldrum sínum að Bólstaðarhlíð. Það er ekki ætlun mín með þessum línum að rekja ættir og uppruna Guðmundar, né starfs- feril hans, að öðru leyti en því að hann fékkst við bifreiðaviðgerðir á vegum Reykjavíkurborgar síðustu árin. Guðmundur vann störf sín af alúð og samviskusemi, enda vel verki farinn í sínu fagi, og var hann vel liðinn af starfsfélögum sínum, sem öðrum. Gott var að leita til Guðmundar ef bíllinn var í ólagi og var hann jafnan reiðubúinn til aðstoðar. Guðmundur var sem sagt traust- vekjandi og ljúfur maður. Síðustu mánuði átti Guðmundur við mikla vanheilsu að stríða og varð nokkrum sinnum að fara á sjúkrahús, en komst jafnan heim aftur, nema úr siðustu legunni. Með þessum línum vil ég kveðja góðan mág og flytja systur minni og börnum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Páll Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.