Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 3 Ljósm. Mbl. Kristinn. Hafbeitarlaxar hafa skilað sér vel í laxeldisstöðina í Kollafirði í sumar, eins og fram hefur komið i blaðinu. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær er starfsmaður stöðvarinnar var að vigta og mæla einn hafbeitarlaxinn. Færri en stærri laxar hafa veiðst í sumar LAXVEIÐI hefur verið misjöfn hér á landi i sumar, vel hefur veiðst í net, en minna á stöng. að því er Þór Guðjónsson veiði- málastjóri sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins i gær. Að sögn Þórs er liklegast að lítið vatn í ám og hlýtt veðurfar geri það að verkum að stangaveiðin hefur verið frem- ur dræm, en mikið virtist þó um lax i ánum. Laxinn í sumar hefur aftur á móti verið vænni en oft áður, og fjöldi laxa yfir 20 punda þungir hafa veiðst. Minna hefur verið um smálax, og hann hefur geng- ið seinna í árnar en venja er til. Netaveiðin hefur einkum verið góð í Hvítá í Borgarfirði og Olfusá, en laxveiði hefur verið dræm í Hvítá í Árnessýslu, mest vegna leirburðar úr Langjökli sem hefur verið mikill í sumar. I laxeldisstöðinni í Kollafirði hef- ur verið nokkuð mikil laxagengd í sumar, og hafa þegar komið um 25000 laxar. Þeir eru ýmist seldir á markað í Reykjavík eða notaðir til undaneldis. Af ám þar sem veiðin hefur farið yfir 1500 laxa í sumar má nefna Norðurá, Laxá í Aðaldal, Þverá, Miðfjarðará og fleiri, og er veiðin þar ekki mikið lakari en oft áður, enda þessar ár fremur vatnsmiklar miðað við margar aðrar. Færeyingar búnir með veiðikvótann - Halda eigi að siður áfram veiðum FÆREYSK fiskiskip hér við land hafa nú veitt upp i umsaminn kvóta. þ.e. 17 þúsund tonn, sam- kvæmt upplýsingum Landhelgis- gæzlunnar. Þeir halda eigi að síður áfram veiðum sínum. Togararnir eru tveir og eru þeir báðir farnir til Færeyja. Tveir línubátar eru enn- þá hér við land, annar þeirra út af Jökli og hinn suður á Hvalbak. Ellefu handfærabátar eru svo í tveimur flokkum, annar við Langanes og hinn við Kolbeinsey. Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra, sagðist hafa kynnt mál- ið í ríkisstjórn í fyrradag, en hann ætti von á því, að nauðsynlegt yrði að grípa til aðgerða. Færeyingarn- ir myndu eflaust halda heim á leið innan tíðar. jr r Magnús A. Arnason listamaður látinn MAGNÚS Á. Árnason. list- málari, er látinn 85 ára að aldri, en hann var fæddur 28. desember 1894 í Narfa- koti, Innri-Njarðvík. Á yngri árum stundaði Magnús nám í ýmsum listaskólum erlendis og nam þar myndlist og tón- smíðar, enda hafa hans aðalstörf í gegnum árin verið listmálun, högg- myndalist og tónsmíðar, auk þess sem Magnús hefur stundað þýðingar. Magnús var giftur Bar- böru Árnason listakonu, sem látin er fyrir nokkrum árum. Magnús Á. Árnason listmálari. Krefjast kjötbirgða á höfuðborgarsvæðið „ÞAÐ var samþykkt á stjórnar- fundi hjá okkur í dag, að kref jast þess að eitthvað af þeim miklu kjötbirgðum, sem sagðar eru úti á landsbyggðinni, verði þegar í stað sendar til höfuðborgarsvæð- isins, þar sem um helmingur landsmanna býr.“ sagði Jónas Gunnarsson, formaður Félags matvörukaupmanna. „Undir þessa kröfu okkar taka svo Neytendasamtökin, en Jónas Bjarnason, varaformaður þeirra sat þennan stjórnarfund, að okkar beiðni. Það var einróma álit ókkar allra, að þetta kjöt væri eign allra landsmanna, a.m.k. að því leyti sem niðurgreiðslunum nemur, auk þess sem þessir aðilar fá aðra og meiri lánafyrirgreiðslu til kaupa á kjötinu en gengur og gerist á almennum lánamarkaði. Það má í raun segja, að þjóðin taki þátt í að kaupa kjötið með þeim. Við erum því ekki sammála þeim fram- leiðsluráðsmönnum, sem segja þessa aðila hafa fullan yfirráða- rétt yfir kjötinu," sagði Jónas. Aðspurður sagði Jónas, að þeir myndu ásamt fulltrúum Neytend- asamtakanna fara á fund hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins í dag til að ræða þessi mál og fá nánari upplýsingar um hvar kjötið sé niðurkomið. — „Ef málið hefst ekki með aðstoð Neytendasamtak- anna munum við væntanlega snúa okkur til verkalýðssamtakanna, sem hljóta að styðja okkur í þessu máli,“ sagði Jónas ennfremur. Útlit er fyrir minni raf- magnsskömmtun í vetur VATNSBORÐ Þórisvatns er nú um tveimur metrum hærra en það var á síðasta ári, sem var óvenjulega slæmt, að sögn Jó- hanns Más Maríssonar, yfirverk- fræðings hjá Landsvirkjun. Vatnið er hins vegar ekki nærri fullt, því enn vantar um þrjá Myndatöku frest- að um eitt ár ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta töku myndarinnar, Leit að eldi, um a.m.k. eitt ár vegna verkfalls leikara i Bandarikjunum, en það var bandariska kvikmyndafyrir- tækið 20th Century Fox, sem ætlaði að fjármagna hana. Ekki tókst að fá annað kvik- myndafyrirtæki til að taka verkið að sér og því ákveðið að fresta því eins og áður sagði. metra ti). þess. „Við bíðum því eftir haustrigningunum og vonum að þær verði okkur hagstæðar," sagði Jóhann. Verður rafmagnsskömmtun í vetur? — „Það lítur allt út fyrir að um einhverja skömmtun verði að ræða, jafnvel þótt vatnið fyllist. Hversu mikil þessi skömmtun verður ræðst svo af því hvernig veturinn verður. Það má og geta þess, að þessi skömmtun mun væntanlega ekki koma niður á venjulegum neytendum, heldur aðeins þeim aðilum, sem kaupa orku af okkur á svokölluðum „ótryggum sölugrundvelli", eins og t.d. Járnblendiverksmiðjan, sem er með um helming sinnar orku á ótryggum sölugrundvelli. Þá verð- ur nýja viðbótin hjá ÍSAL á þessum ótrygga grundvelli með helming sinnar orku,“ sagði Jó- hann ennfremur. vikufcrö til Rimini 18. ágúst Verð frá kr. 229.000 Nú bjóöum viö örfá sæti í vikuferö til Rimini 18. ág. Gisting í ibúöum á Sir og Sole Mar. Spegiltær sjór og sand- ur og iðandi mannlif ailan sólar- hringinn. Rimini - ein af allra bestu sóiar- ströndunum. Takmarkað sætaframboö - pantiö strax. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SlMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.