Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 33
fclk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 33 Þrjátíu stórar bollur... + Tim Boye Pedersen frá Aaby- bro í Danmörku hefur Hklega boröað nægju sina af rjómaboll- um fyrir næstu mánuðina. Hann setti nýlega heimsmet i rjómabolluáti. Hann át 30 stór- ar bollur á 9 minútum og 11 sekúndum. Fyrra metið var 10 minútur og 20 sekúndur. 6 ára og hefur geng- ið undir 53 aðgerðir + Það hefur áreiðanlega enginn sex ára drengur gengist undir jafn margar aðgerðir og Tommy litli Sem. Tommy býr ásamt foreldrum sínum og litla bróður í Narvík í Noregi. Fjórðu til sjöttu hverja viku flýgur Tommi með móður sinni til Tromsö og leggst á sjúkra- húsið þar. Fyrir skömmu síðan var boðið upp á rjómakökur og gosdrykki á háls- nef- og eyrnadeildinni á sjúkrahúsinu því Tommi var þar í aðgerð í fimmtugasta skipti, en aðgerðirnar eru nú orðnar 53. Sjúkdómurinn sem Tommy þjá- ist af er ekki sjaldgæfur en Tommy er eina tilfellið, sem læknarnir í Tromsö vita um, sem er á svo háu stigi. Það vaxa æxli á raddböndum hans og þarf að fjarlægja þau með vissu millibili til að koma í veg fyrir að þau kæfi hann. Móðir Tommys tók fyrst eftir sjúkdómseinkennun- um þegar hann var árs gamall. Hann var sendur í ótal rann- sóknir en ekkert athugavert fannst. Það var svo eitt kvöld að móðir hans kom að honum bláum í framan og að köfnun kominn. Henni tókst að blása lífi í hann og koma honum á sjúkra- hús þar sem orsökin fannst. Læknar hafa gefið Tommy von um að sjúkdómurinn muni eld- ast af honum þegar hann verður 15—16 ára. En þangað til á hann eftir að minnsta kosti jafn margar aðgerðir og hann hefur þegar gengist undir. Nýjung! Nú er hægt að eyöa móðu á milli glerja Móöa á milli glerja er hvimleitt vandamál. Algengasta úrræöiö er aö skipta hreinlega um gler. En viljir þú spara þér glerskipti getum viö leyst úr vanda þínum á annan kostnaöarminni hátt. Hafiö samband viö okkur og leitiö nánari upplýsinga. Gluggahreinsarínn Frostaskjóti 7 • 107 Reykjavik • S:mi 11663 Tískusýning í kvöld kl. 21.30 Módelsamtökin sýna tízkufatnaö frá Prjónastof- unni löunni og Herradeild P&Ó. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka MIÐBÆR Hringið i sima 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.