Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.08.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1980 Loks tapaði Öster FULLTRÚAR íslands í sænsku fyrstu deildinni i knattspyrnu fá mjdK K<W>a dóma fyrir frammi- stöóu sina í leikjum helKarinnar. Hins vegar gekk liðum þeirra ekki sem best. aðeins IFK Gauta- borg. lið Þorsteins ólafssonar hlaut stig af „íslendingaliðun- um“ er sextánda umferð All- svenskan fór fram á sunnudags- kvöldið. DjurRardon 2 : Öster 1 Það kom að því að Österliðið biði ósigur, og segja má að það hafi lotið í lægra haldi fyrir veðurguðunum. Stokkhólmssta- dion var líkari sundlaug en knattspyrnuvelli er leikurinn fór fram í úrhellisrigningu síðastlið- inn sunnudag. Við slíkar aðstæður var ógerningur fyrir leikmenn Öster að ná upp hinu stutta og skemmtilega spili sem verið hefur aðalsmerki liðsins að undanförnu. í staðinn var mikið um langspyrn- ur fram völlinn á Teit Þórðarson sem harðist vel og skapaði hættu, en mátti sín lítils gegn sterkri vörn Djurgardens sem lék sinn besta leik á keppnistímabilinu. íslenskir kylfingar á sterku móti í Svíþjóð ÞRÍR islenskir kylfingar, þeir Hannes Eyvindsson, Björgvin Þorsteinsson og Sveinn Sigur- bergsson eru nú í Svíþjóð en þar taka þeir þatt í „Swedish Inter- national Strokplay“ sem hefst á föstudag. Keppni þessi er liða- keppni þriggja manna, og eru keppendur víðsvegar að úr heim- inum. Þar á meðal háskólameist- arar Bandarikjanna. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt í þessu móti, en það þykir heiður að fá boð um þátttöku. Það er umboðsaðili Saab hér á landi Töggur HF sem á veg og vanda af því að íslenska liðið komst í keppnina. Þess má geta að keppendur eru svo sterkir að Sveinn Sigurbergsson sem er með aðeins 3 i forgjöf, hefur hæstu forgjöf allra keppenda. Fyrsta dag keppninnar verða leiknar 36 holur og þeir 54 kylfingar sem bestum árangri ná fá að halda áfram. Alls eru keppendur 154 þannig að 104 falla úr eftir fyrsta daginn. Allar móttökur í Svíþjóð hafa verið einstaklega góðar og meðal annars hefur hópurinn splunkunýjan Saab 900 turbo til umráða á meðan á dvölinni stendur. Kalmar F.F. 1 : IFK Gautaborg 1 Það var ekki sanngjarnt stigið sem Gautaborgarliðið hlaut að þessu sinni, því Kalmar verð- skuldaði tveggja marka sigur. En prýðileg markvarsla Þorsteins Ólafssonar ásamt talsverðri heppni færði „englana" frá Gauta- borg nær Öster, aðeins þrjú stig skilja nú liðin að og spenna er komin í toppbaráttuna á ný. Hins vegar er spennufall á botni Allsvenskan, þar sem Mjállby og Landskrona virðast dæmd til að falla niður í aðra deild á ný. Stuðmenn til Eyja Á laugardaginn efna Valsstuð- arar til hópferðar á leik Vals og ÍBV ef næg þátttaka fæst. Flogið verður með Flugleiðum frá Reykjavík kl. 12.30 og til baka strax að leik loknum. Skráning hjá Flugleiðum, Inn- anlandsflug, fyrir föstudag. Elfsborg 1 : Landskrona 0 Það var óvenju sorglegt fyrir Árna Stefánsson að vera í tapliði að þessu sinni. Hann átti stórleik, sjálfsagt sinn besta með Lands- krona og verðskuldaði því sannar- lega betra hlutskipti. En betra liðið vann og nú er útlitið vægast sagt dökkt hjá Árna og félögum í Landskrona, liðið hefur aðeins 9 stig, 4 minna en Kalmar sem er í þriðja neðsta sætinu. H.H. Svíþjóð. • Það er vel til fundið hjá hinum ýmsu knattspyrnufélögum að bjóða heiðursgesti á kappleiki sína í 1. deild. Á heimaleik Vikings í fyrradag er liðið mætti KR var formaður Sjálfstæðisflokksins Geir Hallgrimsson heiðursgestur. Geir lék með yngri flokkum Víkings hér á árum áður. Hann gerði sér ferð eftir leikinn inn i búningsklefa Vikinga og heilsaði upp á leikmenn og ekki er hægt að sjá betur en að Geir sé að stappa í þá stálinu fyrir næsta leik. Ljósm. Ragnar Axelsson. Þorsteinn ólafsson hefur leikið mjög vel með liði sinu að undan- förnu. Ljósm. ÞR. Oítd c/Ttd.Sf'Ti dA/t *9£'jrSS /.S'o /*t í) ///££ OC St/rt/ /VSsrt* t/O- l/f/t»i//r. C£///r/ I/jt/Ts/ Trtr*/SS<St.C'/e/i9tT)J//oCjrr-r/ /s/c nc-c/iA . • Kylfingarnir sem keppa I Sviþjóð. Björgvin, Sveinn, Hannes og Kjartan fararstjóri. í baksýn er hinn glæsilegi Saab sem flokkurinn hefur til umráða á meðan á mótinu stendur. Ljósm. ÓS. lympíumaðurinn 4>ess/ sm/>í/AM/) ÍTJlM/t S/l OCSA K0*/iJr,f// j/j/Z 'To's’/i/it/ m/u.T<M/A. í/0/jd*<V>S4 Ho/lt- 6/Z/A J/n /tcí/M M//n msj) CS/J/// S//M/ / mJ/sc//s> J. SA/nr /WWíí . m/rr/srj/tf j/JJ J/tm/jr (///<//. OLV/n/>/Ji/S /tJSS/) pess/ n j/t 6/tod/Jt /rp//S/j jj/tc/, /r\/r» T/(dc i,//r>/0/3J/t»/ J»/J/t J/g/J/r 'J/r/l »<■■//Jj/ (6/JJm, U < OS Sc/S ot tfoP/ef/n þg/l sg/r) J/uJ J/ft _ /rt/JJsr/Jtt/t/1 r JXocA '/t/fJ/t» j/Jj A» cÁTA /*J> S(/t J/efiA 'A £//f - .. Vjg/tjd sj/f/ e*r//i,, C£/Ja/JA /9t Ý Sj/S/t/ J/Jj sg/t. A» <//r)c£/jJ/rt. © a€Avtne#»oo« ncws#>apcms Örgryte sýndi snilldartakta Örn Óskarsson og félagar hans i Örgryte frá Gautaborg halda sinu striki i annarri deildinni sænsku. Þeir áttu mjög góðan leik síðastliðið sunnudagskvöld. og unnu Kalmar AIK 4:0. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik, en að honum loknum risu áhorfendur úr sætum og klöpp- uðu leikmönnum Örgryte lof i lófa. Örn var að vanda fastur íyrir í vörninni. og átti enn einn stórleikinn. Örgryte hefur nú 20 stig og eins stigs forystu i suðurdeild- inni. Halmstad 1: Grimsás 2 Með þessum sigri er Grimsás komið upp í miðja deild, og hefur nú leikið sex leiki í röð án taps og hlotið úr þeim 10 stig, hefur samtals 15. Allt hefur þetta gerst eftir að Eiríkur Þorsteinsson var færður í framlinuna. í leiknum lagði Eiríkur upp fyrra markið, en varð síðar að yfirgefa völlinn vegna smávægilegra meiðsla. Vegna góðs árangurs liðsins að undanförnu hefur liðsskipan verið óbreytt, en það þýðir að Skaga- maðurinn Sveinbjörn Hákonarson vermir varamannabekkinn. Útlit- ið er nú orðið heldur svart hjá Halmstad, gamla liðinu hans Matthíasar Hallgrímssonar, liðið lék í 1. deild í fyrra en er nú á leið í 3. deild. Karlskrona 2 : Jönköping 2 Ársæll Sveinsson varði mark Jönköping af mikilli prýði þrátt fyrir mörkin tvö, og liðið er enn í hópi efstu liðanna í suðurdeild- inni. Verr hefur Kristianstad gengið í síðustu leikjum, og urðu Stefán Halldórsson og félagar að sætta sig við jafntefli gegn Hássleholm. Kristianstad hefur þar með hlotið 13 stig og er í 11. sæti. Norðurdeildin Lið Keflvíkinganna Einars Ólafssonar og Rúnars Georgsson- ar hefur hleypt spennu í norður- deildina, komið á óvart í síðustu leikjum og gert markalaus jafn- tefli við tvö efstu liðin, Karlstad og Örebro. A.I.K. er nú farið að nálgast topp deildarinnar eftir 1:0 sigur gegn Gefle. Er Stokkhólms- iiðið fræga nú komið upp í annað sætið með 23 stig, 3 á eftir Karlstad. Næstkomandi laugar- dag mætast liðin svo í Karlstad, og verður það vafalítið hörkuleik- ur- H.H. Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.